Norðurslóð - 29.10.1985, Blaðsíða 5
Jónas Þorleifsson í Koti
F. 2. september 1911» d. 19. september 1985
í síðasta tölublaði Norðurslóðar
var þess getið í þættinum Tíma-
mót að Jónas bóndi í Koti hefði
andast þann 19. september og
yrði hans minnst nánar í þessu
blaði.
Útför hans vargerð frá Urða-
kirkju þann 30. september og
var hann jarðsettur í kirkju-
garðinum uppi á hólnum, þar
sem svo fagurt útsýni er yfir
hina vinalegu byggð framdals-
ins. Urðakirkja var þéttskipuð
íólki og nægði ekki til, svo
margir stóðu utandyra. Ekki
kom það að sök, því veður var
milt og blakti ekki hár á höfði.
Það kom ekki á óvart, að
margir vildu fylgja Jónasi til
hinstu hvílu, svo vinsæll og
virtur maður sem hann var af
sveitungum sínum og öðrum,
sem af honum höfðu kynni.
Hann var ósvikinn sonur þessa
byggðarlags. Ættir hans báðar
voru ramsvarfdælskar, hér ól
hann nálega allan aldur sinn og
skilaði drjúgu dagsverki og hér
búa niðjar hans áfram í sveitinni
og við sjóinn.
Jónas fæddist á Klængshóli 2.
sept. 1911, nú fremsta byggða
býli í Skíðadal og ólst upp þar
og á Syðri-Másstöðum til full-
orðinsára. Um skeið taldist
hann til heimilis í Hrappsstaða-
koti hjá Laufeyju systur sinni og
Magnúsi. En árið 1936 gekk
hann að eiga Guðrúnu í Koti,
yngstu dóttur hjónanna þar,
Magnúsar og lngibjargar. Hófu
þau þá þegar búskap á þessari
iremstu jörð í fram-Svarfaðar-
dalnum og bjuggu þar þangað
til fyrir nokkrum árum, að þau
drógu sig út úr búrekstrinum
smátt og smátt svo sem altítt er,
þegar barn tekur við af foreldr-
um eins og þarna gerðist, þegar
Halldór sonur þeirra og Hall-
dóra kona hans tóku að búa á
jörðinni.
Guðrún andaðist 18. september
á síðastliðnu ári.
Þetta er ekki mikil yfirferð á
74 ára langri æfi. Þetta er æfi-
skeið manns, sem svo er ná-
tengdur landi sínu og fólki að á
betra verður ekki kosið. Ekki
svo að skilja að hann væri allar
stundir rígbundinn við þennan
þrönga blett sem framdalirnir
okkar eru. Hann var t.d. í Hóla-
skóla einn vetur og á síðari
árum ferðaðist hann í fjarlægari
landshluta.
En þar að auki, og það gerði
gæfumuninn, komst Jónas ungur
upp á lag með það, sem skáldið
orðar svo:
„Að sitja kyrr á sama stað/ en
samt að vera að ferðast." Það er
að segja hann sótti sér fróðleik
af ýmsu tagi í lestur bóka. Af
þessháttar ferðalögum varð
Jónas smátt og smátt með fróð-
ustu mönnum, ekki hvað síst
um svarfdælsk efni, hvort heldur
væri um atburði liðinna tíma,
persónusögu manna lífs og lið-
inna eða skáldskaparmál. Það
var verulega ánægjulegt og upp-
byggilegt að eiga tal við Jónas i
Koti og hlýða á frásagnir hans
af mönnum og málefnum lið-
inna daga í Svarfaðardal og
raunar af miklu víðara vettvangi.
Með slíkum mönnum fer í
gröfina mikill fróðleikur, sem
hvergi er annarstaðar að finna.
Því miður, en þannig verður
þetta víst að vera. Og kannske
ber ekki að harma það. Hver
kynslóð skapar ný frásagnar-
efni, sem sú næsta skemmtir sér
við að rifja upp og hugleiða. Og
áfram heldur sagan.
Ég nefndi skáldskaparmál.
Jónas kunni feyknin öll af
vísum og ljóðum, líklega þó
hvað helst lausavísum tengdum
ákveðnum mönnum eða atvik-
um, enda er það enn vinsælasti
skáldskapur á íslandi. Sjálfur
var hann ágætlega liðtækur
vísnasmiður og kastaði oft fram
stökum þegar tilefni gáfust. Eg
læt hér koma tvær stökur um
veðráttuna, sem sýna kímni-
gáfu Jónasar:
Á hörðu vori
Fjöllin bera fannhvítt traf,
falinn er jarðarhaddur.
Það ætlar seint að þiðna af
þessi djöfuls gaddur.
í óþurrkatíð
Úr lofti er margur dropi dottinn-,
það dignar fleira en ætti að vera.
Hættu þessu, herra drottinn,
og hugsað’um hvað þúert aðgera.
Ekki má svo ljúka þessum fáu
og fátæklegu orðum að ekki sé
minnst á æfistarf Jónasarí Koti,
búskapinn. Hann var ötull og
áhugasamur bóndi og reyndar
þau hjónin bæði, enda náðu þau
ágætum árangri bæði meðsauð-
fé sitt og nautgripi. Og jörðina
byggðu þau upp, án efa með
góðum tilstyrk sona sinna, svo
að þetta afdalabýli, sem einhver
myndi vafalaust segja að ætti að
vera fallið úr byggð fyrir löngu,
er nú með myndarlegri jörðum
að húsum og ræktun og ekki
annað sýnilegt en að þar eigi að
geta verið traust ábúð til
frambúðar. Þar hefurenn sann-
ast það, sem alkunnugt er, að
örlög bújarðar ráðast oft ekki
síður af kostum ábúandans
heldur en hennar eigin kostum.
Börn þeirra Kotshjóna eru 7:
Sveinfríður á Búrfelli í Svarf-
aðardal, Erlingur á Akureyri,
Jónína í Reykjavík, Ingólfur á
Dalvík, Halldór í Koti, Friðrika
á Kópaskeri og Magnús I Koti.
Og síðan er að vaxa upp ný og
enn fjölmennari kynslóð afkom-
enda þeirra eins og vera ber.
Með Jónasi í Koti er genginn
einn þeirra grónu Svarfdælinga
sem sett hafa svip á mannlífið
hér á þessari öld. Allt var starf
hans helgað svarfdælskri byggð
og samfélagi og hann skilaði
ósviknu dagsverki.
H.E.Þ.
Kveðja til
afa frá
barnabörnum
Ljúfi afi, leiðir skiljast,
lengur ei Jáum þig að sjá.
Klökkum huga kvedju seiu/um,
kemur innstu rótum jrá,
henni Jylgja þúsuná þakkir,
þin var aldrei hyggja treg
okkar að beina I orði og verki
auðnusporum Jram á veg.
Munum þina hjartahlýju,
heillaráð og trygga lund.
Forsjá þin og Jyrirbœnir
Jylgja okkur hverja stund.
Golt er að muna - gleymum aldrei
göjugmenni og traustum vin.
Ljómar yjir okkar vegum
endurminninganna skin.
Horfið til
stjarn-
anna
I því trausti að einhverjir
lesendur Norðurslóðar séu mót-
tækilegir fyrir svolitlum fróð-
leik eða ábendingum um gang
himintungla, skal haldið áfram
þáttum um það efni frá síðast-
liðnum vetri.
Nú er það aftur hún Venus,
stjarnan, sem ber hið latneska
nafn ástargyðjunnar, Venus í
eignarfalli Veneris.
Nú er hún morgunstjarna,
stígur upp af austurfjöllunum í
morgunhúminu á 8. tímanum.
Hún er hægra megin við sól,
langt í burtu og sýnist því ósköp
lítil borið saman við glæsileika
hennar í febr. -mars á þessu ári,
þegar hún var kvöldstjarna.
Ætli nokkur maður hér eigi svo
góðan kíki að hann geti sann-
fræt sig um að Venus sést sem
hálfmáni og getur aldrei orðið
stærri en það héðan af jörðinni
séð.
Svo er það sjálfur Júpíter,
risinn í sólkerfinu okkar og
heitir eftir höfuðguði Rómverja.
Nú gengur hann lágt yfir suður-
himin svo sem 7 gráður yfir
sjóndeildarhring. Það nægir þó
til þess að hann flýtur vel yfir
Skíðadalsjökulinn og sést þar
yfir miðjum dal, bjartur og
skínandi um 8 leytið á kvöldin.
Og maðurinn með góða kíkinn
ætti að geta séð eitthvað af
tunglunum hans 12 og þó
líklega ekki nú þegarsvo bjart er
af tungli.
Sem sagt horfa vel á þessar
tvær plánetur, því þær hverfa
bráðum báðar tvær og aldrei að
vita, hvenær við hittum þær
næst.
Hundahreinsun í
Dalvíkurkaupstað
fer fram í áhaldahúsi bæjarins laugardaginn
2. nóvember kl. 10.00. Hundaeigendur eru
áminntir um aö koma með hunda sína í
hreinsun.
Dalvíkurbær.
Árshátíð 1985
Árshátíð samtaka Svarfdælinga í
Reykjavík og nágrenni, verður haldin
í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi,
laugardaginn 16. nóvember.
Húsið verður opnað kl. 19.00 og
borðhald hefst kl. 19.30stundvís-
lega. Góð skemmtiatriði. Villi á
Karlsá leikur fyrir dansi. Miðaverð
aðeins kr. 1000. -
Miðapantanir í síma 26371 eftir kl.
18.00 mánudaginn 11. og þriðju-
daginn 12. nóv. hjá Sigurbjörgu
Guðjónsdóttur.
Svarfdælingar, hittumst hress og
kát á ódýrustu árshátíð vetrarins.
Stjórn Samtakanna
Ath. Aðalfundur verður haldinn í
janúar, nánar auglýst í Norðurslóð.
Bygginganefnd Dalvíkur
vill vekja athygli á ákvæðum í byggingareglu-
gerð, þar sem segir:
Hversá, sem óskarleyfistilaðgrafagrunn, reisa
hús, rífa hús eða breyta því eð notkun þess, gera
bifreiðarstæði eða önnur þau mannvirki, sem
hafa áhrif á útlit umhverfisins og ekki eru undan-
þegin skv. 1. gr. laga nr. 54/1978, sbr. 1. 4., skal
senda um það skriflega umsókn til hlutaðeigandi
byggingarnefndar, ásamt nauðsynlegum upp-
dráttum og skilríkjum, þar með talið skriflegt
samþykki meðeiganda ef um sameign er að
ræða.
Byggingafulltrúinn á Dalvík.
íbúar Dalvíkurlæknishéraðs
Mænusóttarbóiusetning
Við hvetjum fólk til að notfæra sér ókeypis
mænusóttarbólusetningu.
Það þarf að bólusetja á fimm ára fresti.
Heilsugæslustöðin.
Influensubólusetning
í nóvember verður bólusett gegn influensu.
Til að öðlast fulla vörn þarf að bólusetja á hverju
ári.
Sérstaklega er æskilegt að bólusetja fullorðna
og börn með langvinna hjarta- og lungna-
sjúkdóma og aldraða yfir 75 ára.
Pantanir teknar í síma 61500.
Heilsugæslustöðin.
NORÐURSLÓÐ 5