Norðurslóð - 17.12.1985, Blaðsíða 15
Fastir í is í sex vikur
Viðtal við Guðlaug Þorleifsson í Bessastöðum
Þáttur sá sem hér fer á eftir var tekinn upp á segulband í apríl áriö
1978. Sögumaður er Guðlaugur Þorleifsson skipstjóri frá Bessastöð-
um á Dalvík, þá vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Hann er nú
látinn. Guðlaugur var hin mesta aílakló, harðsækinn skipstjóri en
þó farsæll og glöggur með afbrigðum. Annað viðtal viðhann birtist
fyrir einum fimm-se\ árum í Norðurslóð. En gefum nú Guðlaugi
orðiö.
,,Það var árið 1915. þá var
ísavor, og þá var ég á Talisman
hjá Mikael heitnum Guðmunds-
syni l'rá Hrísey, frænda mínum,
og við vorum á færum. Við
vorum þrjú skip þarna inni í
Reykjarfjarðarálnum, innarlega.
Það var Æskan frá Siglufirði og
Brúni frá Akureyri og svo
Talisman. En Brúni, hann var
með svolitla vél í sér, en við
vorum ekki með neina vél, og
Æskan ekki heldur. Og þarna
vorurn við í ís. Svo gerir hann
blind-ösku-stórhríð alveg á
augabragði, og við getum ekkert
farið, nema inn á Reykjarfjörð,
þessi skip. Og við hleypum allir
undan og inn á Kúvíkurnar, sem
kallaðar eru.
Það voru miklu fleiri eyfirsk
skip á færum. Þau lentu fimmtán
upp á Norðurfirði, og þar urðu
þau innlyksa. Það svarf svo hart
að þeim. bæði með mat og
eldivið . . .“ (Hér er eyða á
segulbandinu, en hópur manna
af þessum eyfirsku skipum afréð
að halda af stað gangandi
heimleiðis, til Eyjafjarðar, sbr.
framhaldið á frásögn Guðlaugs.)
„. . . Mig minnir að það hafi
farið tíu í hóp og þará meðal var
Kristján heitinn Jónsson frá
Nýjabæ, einn af þeim sem
gengu.“
Sex vikur í ís
á Kúvíkum
Við lágum alltaf kyrrir þarna á
Kúvíkunum. Einu sinni fórum
við gangandi inn á Hólmavík til
þess að reyna að vita hvort við
gætum fengið brauð eða eitthvað
matarkyns. Við fengum eitthvað
smáræði þar, en það var nú ekki
neitt að gagni. En við þráuð-
umst nú samt við - höfðum
nógan fisk í skipinu og gátum
lifað á honum. Og þarna sitjum
við í sex vikur.
Ég fór gangandi þarna upp á
hátt fjall og einhverjir strákar
með mér úr hinum skipunum,
við vorum að sjá svona yfir.
Þegar við komum upp á fjallið,
er bara að sjá sem ein breiða,
eins og gólfið hérna, en við
sjáum einn selfangara sem kemur
fyrir Skagann og er að fara
eitthvað vestur. Þaðvarekkiað
sjá að ísinn tefði hann mikið,
hann rann í gegnum þetta, þó
sæist hvergi nokkursstaðar í
gat.
Leiðangur eftir eldivið
„Svo erum við að verða uppi-
skroppa með eldivið og alla
skapaða hluti þarna. Við fáum
svo einn sexæring þarna á
Kúvíkunum og förum á honum
vestur að Gjögri og spyrjum
eigandann að því hvort við
megum ekki fara út á sandinn
eða landið undir Reykjahyrn-
unni, það er svo mikill rekavið-
ur þar. - Jú.jú, hann segir að við
megum tína musl ef við getum
fengið í bátinn. Og við förum
þetta bara í rólegheitum í
gegnum ísinn og fyllum bátinn
af tómu mori, tókum aldrei
neinar spýtur sem þurfti að saga
eð höggva sundur. Svo skiptum
við eldiviðnum milli okkar,
þessara þriggja skipa sem voru
orðin eldiviðarlaus.
Lagt í ísinn
Þegar eldiviðurinn var að verða
uppgenginn, þá leggjum við í
ísinn. Brúni fer á undan því
hann var með vél. Og hann
lónar áfram með hægð, en hin
skipin tvö voru tengd aftan í
hann. Vegna bilsins sem var á
milli skipanna vildi raufin í ísinn
falla saman, svo að við þurftum
að fara út á jakana sitt á hvað til
I ísnum.
þess að reyna að spyrna þeim frá
svo að við gætum haldið áfram.
Svona mjökuðumst við í
rólegheitunum, alla leið austur
á miðjan Skagafjörð, og þá er
Brúni orðinn oliulaus. Og þá er
nú allt stopp, auðvitað. Það er
svona ísbreiðan yfir allt. Ég sá
marga seli sem lágu uppi á
ísnum.
Þá taka þeir það til bragðs á
Brúna að fara gangandi með
olíudúnk upp á Dali ef vera
mætti að þeir gætu fengið þar
olíu. En í millitíðinni kemur
togarinn Maí og ætlar sér að
reyna að komast vesturum.
Hann kemur þarna til okkar, og
frændi sálugi segir honum að
það sé ekki nokkur leið fyrir
hann því að við séum búnir að
ýta alla þessa leið, alltaf frá
okkur, og hann komist ekki.
Svo hann snýr bara við ogtekur
okkur, þessi tvö skip aftan í
Æskuna og Talismann og skilur
Brúna eftir því menn af honum
voru farnir upp á Dali. Þar
fengu þeir olíu á dúnk og
komust gangandi fram aftur, og
Brúni komst svo inn á Siglufjörð
í rólegheitum."
Hvað voruð þið lengi frá því
þið fóruð frá Kúvíkum?
„Ég man það nú ekki, við
vorum lengi. Við höfum sjálf-
sagt verið eina tvo sólarhringa
að komast fyrir Skagann.
Kristinn heitinn Hafstein átti
Talisman þá. Og þegar við
komum heim, þá assúeraði
(tryggði) hann allt hreint í
skipinu, allan fisk og okkur og
allt dót okkar, ef eitthvað kæmi
nú fyrir okkur."
Manstu hver var með Brúna?
„Já, hann var kallaður Stjáni
hvellur, hann hét Kristinn
Mikaelsson."
Hún mundi eftir
böllunum
„Það er kona hérna á Hrafnistu
núna, sem átti þá heima þarna á
'lorðurfirði og hún sagði mér
frá þessu öllu frá sínum sjónar-
hóli. Hún mundi eftir því. Hún
sagði að það hefði fyrstu dagana
og lengi vel verið glatt á hjalla
og oft böll hjá þeim. Þá komu
strákarnir úr skipunum og
dönsuðu og spiluðu. Og ég
hugsa að Kristján heitin Jóns-
son frá Nájabæ hafi þá tekið í
harmonikuna, því hann var nú
fínn spilari. Hún sagði að það
hefi verið góð skemmtun. Hún
sagði mér það líka, að þeir sem
gengu til Eyjafjarðar hefðu
verið komnir heim þrem dögum
áður en skipin þrjú komu að
vestan. Þeir voru náttúrlega
lengi á leiðinni, hálfan mánuð
eða meir, þetta varsvo voðalega
langt að ganga. Mig minnir þó
að þeir hafi verið fluttir sjóleiðis
frá Hólmavík yfir Hrútafjörð-
inn.“
Nú fékk Guðlaugursérínefið
og talið barst út í aðra sálma.
Þetta viðtal var tekið upp á
heimili Júlíusar J. Halldórs-
sonar frænda míns í Reykjavík
og hann átti frumkvæðið að því!
Júlíus var í áratugi vélstjóri á
Dalvíkurbátum og síðar útgerðar-
maður þar og víðar og loks fisk-
kaupmaður í Reykjavík.
Við sátum þarna í stofunni
hjá Júlíusi lengi dags og margt
var rabbað. Einkum voru það
frásagnir af sjósókn frá Dalvík
fyrrum og kímileg atvik í bland.
Þeir Guðlaugur og Júlíus
voru oft saman á bátum og það
var bæði fróðlegt og skemmti-
legt að heyra þá félagana rekja
minningar frá þeim tíma.
Þessir gömlu sjómenn eru nú
báðir látnir, en eftir lifir minn-
ingin um góða drengi.
Júlíus J. Daníelsson
Búskapur í Svarfaðardal
fyrir hálfri öld
Sigurður búnaðarmálastjóri Sigurðsson skrifaöi fréttapistil úr
Svarfaðardal í Frey 11.-12. tbl. árið 1930. Sigurður var gagnkunn-
ugur mönnum og málefnum í Svarfaðardal. Hann hafði verið skóla-
stjóri á Hólum í nærfellt tvo áratugi áður en hann varð búnaðar-
málastjóri og framkvæmdastjóri og stjórnarmaður var hann í
Ræktunarfélagi Norðurlands.
Á Hólum kynntist Sigurður fjölmörgum unguni Svarfdælingum
sem sóttu Hólaskóla á þessum árum. Stundum fór hann með
Hólasveina sína í kynnis- og námsferðir í nágrannabyggðir og fyrir
kom að hann færi með þá norður í Svarfaðardal. Þá fóru þeir
auðvitað yfir Heljardalsheiði.
Sigurður Sigurðsson var einn áhrifamesti búnaðarfrömuður
íslands á þessari öld.
Og þá er það fréttaþáttur hans. J.J.D.
Búnaðarframfarir í
Svarfaðardal
Sem kunnugt er gengur Svarfað-
ardalur upp frá Eyjafirði vestan-
verðum. í dalnum neðantil er
nokkurt undirlendi og sléttar
engjar, þó aðeins á fáum
bæjum. Dalurinn ervíðast mýr-
lendur. með hallandi, þýföurn
mýrum og tún voru llest þýfð.
SvarJdælingar eru frá fornu
lari orðlagðir dugnaðarmenn,
bæöi til sjósóknar og sem jarð-
yrkjumenn. í dalnum eru um 90
býli.
Árið 1885 var stofnað búnaðar-
félag í dalnum, sent um langt
skeið hefir verið eitt af afkasta-
mestu búnaðarfélögum þar
nyrðra. Síðastliðið ár var það
búið að vinna, samkvæmt jarða-
bótaskýrslum:
Til 1924 .... 53.611 dags.
1924-1929 . 29.187 dagsv.
Samt. 87.798 dagsv.
Nú síðast hafa Svarfdælingar
lagt rniknn hug á að útvega sér
góð heyvinnutæki. Fyrsta sláttu-
vélin korn þar í dalinn 1914.
Gísli Jónsson bóndi á Hofi fékk
hana. Nú eru til 32 sláttuvélar í
dalnum. Fyrsta rakstrarvélin
kom 1925. nú eru þær 20 í
dalnum. Fyrsta snúningsvélin
kom í Svarfaðardal 1927, núeru
þær 5. Áburðardreifara til að
dreifa nteð búpeningsáburði
fengu Svarfdælingar 1925. nú
eru þeir 5.
í sumar er unnið með dráttar-
vél í Svarfaðardal. Þar er nú
verið að setja upp 2 raforku-
stöðvar.
Sigurður Sigurðsson.
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
FRA KJORBUÐ KEA
HAFNARSTRÆTI 91 - AKUREYRI
N.L.F. vörur í miklu úrvali.
Lítið á hollustuefnin í
Hafnarstærti 91
og verið hress í skammdeginu.
Kjörbúð KEA
Hafnarstræti 91
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
■K
■K
-K
•K
■K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
-K
NORÐURSLÓÐ - 15