Norðurslóð


Norðurslóð - 17.12.1985, Blaðsíða 24

Norðurslóð - 17.12.1985, Blaðsíða 24
SAGA DALVÍKUR Tímamót Skírnír Þann 1. desember var skírður Jón Helgi. Foreldrar hans eru Hanna Sofí'ía Jónsdóttir (Jónssonar kennara) og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Dalbraut 14, Dalvík. Brúðkaup Þann 8. desember voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkur- kirkju Freygerður Sigurðardóttir og Sœmundur Hrafn Andersen. Heimili þeirra er að Sunnubraut 1, Dalvík. Smábarnakór syngur jólalög. Kirkjukór Dalvíkur stjórnandinn Gestur Hjörleifsson við orgelið. Veisluborð 9. bekkjar á föndurdeginum í skólanum. Unnið af kappi á fiir.durdaginn. Komin er á markaðinn 4. og síðasta bindið af Dalvíkursögu Kristmunds Bjarnasonar. Bókin fjallar fyrst og fremst um mál- efni byggðarlagsins fram að hreppsskiptingunni 1946. Kajlafyrirsagnir eru þessar: I Sjósókn og aflabrögð. II Skrúr um vélbáta í eigu Dal- víkinga 1921-1946. III Aflaskýrslur og tala vélbáta 1921-1941. IV Hrakningar og slysfarir. V Ýmsar framkvœmdir á Dal- vík. VI Svarfaðardalshreppi skipt. Allir þessir kaflar eru til samans aðeins 130 síður í bókinni. En svo kemur Bókarauki sem svo er nefndur og er megin hluti verksins. Þar segir frá mönnum og málefnum á Dalvík og spannar tímabilið 1947-84 í mjög stuttu máli. Þó eru tekin út úr tvö fyrir- tæki og þeim gerð jtarlegri skil: Hitaveitan og Útgerðarfélag Dalvíkinga. í lok bókarinnar er nafna- skrá, Mannanöfn og önnur nöfn. Gefa þessar skrár verkinu öllu stóraukið gildi sem upp- sláttarrit. Myndir eru fjölmargar þ.á.m. litmyndir sumar gull fallegar. í formála minnir höfundur á ritnefndina, sem þeir hafa skipað frá upphafi Júlíus Kristjánsson, Steingrímnr Þorsteinsson og Þorgils Sigurðsson. Einnig nefnir hann Jónas Hallgrímsson í sambándi við myndefni verks- ins og þakkar öllum þessum mönnum, og ekki síst þeim fyrstnefnda, ómetanlega aðstoð. Ekki er að efa að Dalvíking- um og öðrum Svarfdælum mun þykja mikil fengur í þessari bók og ritverkinu öllu, sem segir mikla og merkilega sögu um nýtt landnám og nýtt mannlíf í svarfdælskri byggð sem þróast hefur á einum einustu 100 árum við Böggvisstaðasand. Þess skal að lokum getið, að Jónas Hallgrímsson (sími 61116) sér v n dreifingu bókarinnar. Hjá honum er einnig hægt að fá eldri bindin 3 saman á hagstæðu verði. Fréttahornið Sungið á jólum ’84. Samkór Dalvíkur og barnakór. J ólin nálgast. Nú er fólk að undirbúa jólin á einn eða annan hátt. Ýmsar venjur hafa skapast í gegnum tíðina, um athafnir sem nú tengjast jólum í hugum fólks. Eitt að því sem á seinni árum hefur unnið sér slíkan sess hjá börnum og foreldrum er föndurdagur í skólanum. Nú í ár var föndrað laugardaginn 7. desember. Kennarar undirbúa föndrið, og leiðbeina við vinn- una. Yfirleitt hefur þetta gengið allt fumlaust fyrir sig, en senni- lega aldrei betur en nú. Þrátt fyrir að mjög margt fólk hafí verið í skólanum virtist alltaf vera rúm fyrir alla. Að venju seldu 9. bekkingar kaffi og meðlæti til ágóða fyrir ferðasjóð sinn. X_J ndanfarin ár hefur Samkór Dalvíkur sett skemmtilegan svip á bæinn dagana fyrir jólin og raunar jóladagana líka. Fyrir jólin hefur kórin sungið á götum úti og borið logandi kyndla. Nú mun ákveðið að sungið verði á götum miðvikudagskvöldið 18. desember. Við búðir verður sungið á Þorláksmessukvöld. Um jólin verður síðan konsert í Víkurröst og einnig á Dalbæ. Það hefur kvisast að Útvarpið muni hljóðrita eitthvað af jóla- lögum hjá samkórnum nú fyrir jólin. Hins vegar er vitað að messa var hljóðrituð í Dalvíkur- kirkju sunnudaginn 8. desember og verður hún send út hjá útvarpinu sunnudaginn 22. desember. Tryggvi Jónsson. A ðventukvöld í kirkjum víða teljast til jólaundirbúnings. Aðventukvöld var í Dalvíkur- kirkju 1. desembersl. Mikiðvar um söng og tónlist. Auk kirkju- kórsins komu þarna fram nem- endur og kennarar Tónlista- skóla Dalvikur. Barnakór og smábarnakór komu fram og sungu jólalög. Tryggvi Jónsson frv. frystihússtjóri flutti hugleið- ingu tengda jólahaldi. Sunnu- daginn 8. desember var svo aðventukvöld í Urðakirkju. Þar var einnig tónlist og efni sem tengdust jólunum. Halldór Jóhannesson flutti hugvekju. Mikill fjöldi fólks sótti þessi aðventukvöld. í báðum þessum kirkjum var fullt út úr dyrum.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.