Norðurslóð - 27.08.1986, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 27.08.1986, Blaðsíða 3
HEIMAN ÉG FÓR „Nei, Baddi getur sjálfuru minningarbrot Píu frá Jarðbrú Sumarið 1937 trítlaði Baddi um hlaðið á Jarðbrú, þá tvcggja ára. Tveimur árum síðar rogað- ist hann mcð stóran og þungan mjólkurbrúsa ci'tirgötu á Dalvík og tók ckki í mál að fá hjálp íullorðinna, scm óttuðust að barnið hellti niður mjólkinni áður en tækist að koma henni hcim í hús. Sá stutti þráaðist við og kom brúsanum heilum heim og mjólkinni þar með. Síðar á ævinni átti fyrir Badda að liggja að glíma við önnur og meiri verkefni. Leiðin lá til Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, þar sem hann tók að sér framkvæmdastjórn í sjávarafurðadeild og söluskrif- stofu Sambandsins í Lundún- um. í mörg ár helur hann stýrt rekstri dótturfyrirtækis Sam- bandsins í Bandaríkjunum: lceland Seafood Corporation; rifið það upp og stækkað á alla kanta. Og nú sest Baddi í for- stjórastól í stað Erlendar. For- stjóraskiptin hjá Sambandinu eru auðvitað margtuggin tíð- indi í þjóðmálaumræðunni og óþarfi að bæta um betur hér. Hitt vita ábyggilega færri les- endur Norðurslóðar, að nýi Sambandsforstjórinn er grein á svarfdælskum ættarstofni. Pía á Jarðbrú Móðir hans er Filippía Jóns- dóttir frá Jarðbrú. Hún býr á Akranesi, gift Ólafi Guðjóns- syni, fyrrum kaupmanni úr Hnífsdal. Þau eiga tvö börn: Guðjón Baldvin og Ásgerði, umferliskennara (og það starfs- heiti þýðir að hún kennir blind- um athafnir daglegs lífs). Filippía er yngst og ein eftirlifandi úr systkinahópi sem kenndur er við Jarðbrú. Elstur var Jóhann, sláturhússtjóri á Dalvík (faðir Hildar Jóhanns). Næst komu tvíburar: Jón bóndi á Jarðbrú (faðir Halldórs og Þóris kennara í Óiafsfirði) og Guðrún (kölluð Gauja; Ijósmóðir sem dó barn- laus árið 1942, aðeins fertug). Þá kom Sigurður (var síðustu æviárin húsvörður í Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík; átti tvær dætur; Andreu Elísabetu og Þóru). Yngst varsvo Filippía eða Pía einsog hún oftast er kölluð. Laugarvatnsdvölin örlagarík Óli og Pía eru góð heim að sækja á Skaganum. Leitunerað lífsglaðara lólki. Menn fara ævinlega frá þeim léttari í lundu cn þegar knúið var dyra í upphali heimsóknar. Fyrir svo utan viðurgjörninginn, maður minn. Við tókum hús á Óla og Píu í ágúst, til að púsla saman örl'áum minningarbrotum svarf- dælsku glæsipíunnar sem fór suður til Reykjavíkur að vinna sautján ára gömul og kom ekki hcim aftur nema sem góður gcstur. Pía fór nefnilega í skóla á Laugarvatni þar sem á vegin- um varð álitlegur piltur úr Filippía og Ólafur ung að árum. Hnífsdal. Þannig byrjaði nú það. Pía fluttist vestur. þar sem þau Óli áttu heima í ein þrátíu ár. Hann var fyrst landmaður á bátum, en síðar útibússtjóri kauplélagsins í átján ár. Þau fluttu til Akraness árið 1963. þar sem Óli hélt áfram verslun og viðskiptum í kaupfélagi. en brátt keypti hann sjálfur versl- unina Valfell og rak hana í mörg ár. Nú eiga aðrir og reka Valfell, en Óli stendur enn hinum megin búðarborðs fullan vinnudag í Veiðarfæraverslun Axels Svein- björnssonar. H\að Pía hefur gert? „Bara húsmóðir!" er svarið sem kemur um hæl. Þar með er það afgreitt frá hennar hendi. Bara hálf sagan sögð. því auk þess „bara" að reka heimili á hún ófá handtökin í verslunar- rekstrinum með Óla. í Hnífsdal vann hún af og til í fiski og rækju og á Akranesi vann hún sem aðstoðarstúlka í bókbandi í Prentsmiðju Akraness. þar til fyrir tveimur árum að óvæntur og óvæginn sjúkdómur með tilheyrandi skurðaðgerð setti strik í reikninginn. Sem betur fer tókst að komast fyrir rætur meinsins. Þeir sem hitta Píu núna og vita ekki betur - láta sér tæpast detta í hug að hún hafi gengið í gegnum sjúkdóms- raunir síðustu tvö árin. Vítishiti í Gilinu Sumarið 1937 kom Pía að vestan í Jarðbrú með frum- burðinn Guðjón Baldvin. Eða Badda, einsog hann varkallaður þá og er kallaður enn í þröngum fjölskylduhópi. Óli var þáásíld og rifjar upp minnisstætt ferða- lag í landlegu á bremsulausu hjóli frá Hjalteyri út í Jarðbrú. Þetta var hálfgerð svaðilför, en hvað leggur maður ekki á sig til að komast í fjölskyldufaðminn? Sumarið 1939 voru Óli og Pía á Dalvík og bjuggu hjá þeim hjónum Gauju (Guðrúnu systur Píu) og Stelani Gunnlaugssyni á Reykjum. Gauja var með fleira fólk í fæði um þetta leyti. Þar á meðal Ríkharð frá Bakkagerði sem Óli man að átti til á góðri stund við matborðið að brjóta skurn á eggjum með því að banka mjórri endanum í enni sér. Pía hjálpaði til við mötu- neytisreksturinn og það vildi frumburðurinn gera líka. Finhverju sinni burðaðist Baddi með mjólkurbrúsa heim á leið og vildi enga aðstoð þiggja: „Nei, Baddi getur sjálfur." Jóhann móðurbróðir hans og Stefán Hallgrímsson voru þar nærstaddir, gripu tilsvarguttans á lofti og gáfu honum nafn- bótina sjálfstæðismaðurinn úr Hnífsdal. Óli vann við hafnargerð þetta sumar. sem bæði hann og aðrir muna \el eftir vegna fádæma veðurblíðu. Sól skein \ iku eftir \ iku. mánuð eftir mánuð. Heitt var líka í pólitíkinni úti í veröldinni stóru og síðssumars sauð upp úr. Heimsstríð braust út f\rsta september 1939. Á Dalvík var öllu friðsælla og menn létu nægja að berjast og bjástra \ ið björgin sem sprengd voru úr klöppum uppi í Gili til að setja í nýjan hafnargarð. Eins og nærri mágeta bogaði svitinn af grjótnámsmönnum í Gilinu og Dal\ íkurskáldið Haraldur Zophoníasson kvað: Þett’ eru að verða vandræði. von er að þróttur bili. Það er heitt í helvíti. en heitara uppi í Gili. Atli Rúnar Halldórsson MM* Tromp reikningur ber hœstu vexti eða verðtryggingu, og er alltaf laus. Nýr 18 mánaða reikningur. Binding í 18 mánuði - vextir 14,50%. Það er lán að skipta við sparisjóðinn. Sparisjóður Svarfdæla s: óióoo & 61601 Lreinarhöfundur og l’ía istofunni íSudurgötu 109. - l.jósni. (i.M. Bíll til sölu Til sölu er bifreiðin A-5832, sem er Mercedes- Benz 1513 árgerð 1971. Bifreiðin selst í núverandi ástandi og er til sýnis á Bílaverk- stæði Dalvíkur. Upplýsingar veitir Óskar Jónsson verkstjóri á Bílaverkstæðinu. Tilboð sendist til Rögnvaldar Skíða Friðbjörnssonar ÚKE Dalvík. Sláturhúsvinna Verkafólk vantar í sláturhúsvinnu á Dalvík, sem hefst 23. september næstkomandi. Þeir sem áhuga hafa snúi sértil KristinsGuðlaugs- sonar sláturhússtjóra eða Rögnvaldar Skíða Friðbjörnssonar Kaupfélaginu, sími 61200. Kaupfélag Eyfirðinga Dalvík. Dalvíkurbær Starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á Dalvík er laust til umsóknar. Starfið felst í umsjón með íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. Nánari upplýsingar veitir Einar Emilsson í síma 96-61380 og 96-61391 eftir kl. 17.00 og bæjarstjóri Dalvíkur í síma 96-61370. íþrótta- og æskulýðsráð. Herferð gegn rottum Vegna margra kvartana um rottugang í sveitinni hefurverið ákveðið að geraskipulega herferð á rotturnar. Mun meindýraeyðir Dal- víkur sjá um verkið. Svo að vel takist til verða allir sem orðið hafa varir við rottur heima við bæi að tilkynna það til undirritaðs. Húsabakka 20. ágúst 1986 Oddviti Svarfaðardalshrepps NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.