Norðurslóð - 27.08.1986, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 27.08.1986, Blaðsíða 4
Frá bæjarstjóm Dalvíkur Tímamót Skírnir 10. ágúst var skírður Anton Heiðar. Foreldrar hans eru Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson (Guðlaugs- sonar í Lundi), Hafnarbraut 21, Dalvík. 10. ágúst var skírður Kristján Birnir. Foreldrar hans eru Dagný Elfa Birnisdóttir og Ivan Grímur Norðquist, Smára- hlíð 8 e, Akureyri. 15. ágúst var skírð íris. Foreldrar hennareru Daníel Hilmars- son og Svala Sveinbjörnsdóttir, Bárugötu 3, Dalvík. Hjónavígslur Þann 4. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Bergþóra Stejánsdóttir og Friðleifur Ingi Brynjarsson, Ásvegi 9, Dalvík. JHÞ Afmæli Þann 13. ágúst varð sjötugur Jóhannes Haraldsson, skrif- stofumaður, Smáravegi 12, Dalvík. Þann 2. september verður áttræð Þuríður Magnúsdóttir, húsfreyja, Karlsbraut 27, Dalvík. Þann 5. september verður áttræður Haraldur Zóphóníasson, skáld, Karlsbraut 27, Dalvík. Þann 15. september verður áttræð Jóhanna Þorsteinsdóttir, vistkona í Dalbæ, ekkja Hannesar heitins Þorsteinssonar skipstjóra á Dalvík. Norðurslóð flytur heillaóskir. Andlát Þann 27. júlí andaðist í Reykjavík Caspar Pétur Holm, sem um átta ára skeið átti heima á Völlum hér í sveit. Pétur var danskur fæddur 5. mars 1911 en kom hingað til lands til að kýnnast nýju umhverfi eins og svo margir aðrir landar hans fyrr og síðar. Hann réðst vinnumaður að Völlum til sr. Stefáns Kristinssonar vorið 1933. í desem- ber 1935 kvæntist hann Ingibjörgu dóttur prófastshjónanna. Þau eignuðust tvo syni, Caspar Pétur fæddan 1938 og Stefán fæddan 1943. Ungu hjónin fluttu með þeim sr. Stefáni og frú Sólveigu til Hríseyjar, ersr. Stefán lét af prestskap fyriraldurs sakir 1941 eftir 40 ára þjónustu á Völlum. í Hrísey urðu þau Pétur og Ingibjörg fyrir þeirri fáheyrðu lífsreynslu að missa báða synina samtímis í flugslysi í Vaðlaheiði 4. janúar 1959. Sama ár fluttu þau til Reykjavíkur ásamt með frú Sólveigu, en sr. Stefán var þá dáinn fyrir nokkru. í Reykjavík bjuggu þau síðan, en Ingibjörg andaðist 1974. Þau hjónin Ingibjörg og Pétur létu sonamissinn ekki buga sig, þótt hann hafi sett svip sinn á alla ólifaða daga þeirra. Pétur vann ýmis störf í Reykjavík, en jafnframt gerðist hann mikill sérfræðingur og safnari náttúruminja, einkum íslenskra náttúrusteina og skeldýra Hann eignaðist með tímanum mikið safn þessara gripa. Þó að Pétur Holm væri hér í Svarfaðardal aðeins lítinn hluta æfi sinnar, hélt hann jafnan tryggð við sveitina ogsagði reyndar, að sér fyndist alltaf að hann væri réttborinn Svarf- dælingur. Og við Hrísey tók hann sömuleiðis miklu ástfóstri og átti þar alltaf góða vini. Það er til marks um þann hug, sem hann bar til Eyjafjarðar, að fyrir nokkrum árum gaf hann Náttúrugripasafninu á Akureyri steina- og skeljasöfn sín, mjög verðmæt söfn að dómi kunnugra. Caspar Pétur Holm var jarðsettur 2. ágúst á Völlum við hlið konu sinnar og sona að viðstöddum fjölda fólks. Það kom í ljós, að hann átti enn ítök í huga margra manna hér nyrðra þótt langt væri liðið síðan hann hvarf héðan á brott úr héraði. Norðurslóð vottar minningu hans virðingu sína og vina hans hér við fjörðinn. 77/ lesenda Eins og lesendur sjá hefur Norðurslóð sleppt hejðbundnu sumarfríi að þessu sinni. A ð vísu haj'a þessi 2 síðustu tölublöð verið ósköp rýr i roðinu, aðeins 4 síður. En það er líjsmark sarnt og biðjum við menn vinsamlegast að taka viljann j'yrir verkið. Ctgefendur I þessu greinarkorni er ætlunin að gefa stutt yfirlit yfir helstu framkvæmdir sem Dalvíkurbær mun að einhverju leyti standa í nú á haustmánuðum. Þá ber strax að taka fram í grófum dráttum er unnið eftir þeirri framkvæmdaáætlun sem lögð var fyrir í vor. Tæplega þarf að ljölyrða mikið um það að hér á Dalvík er mikil atvinna og ekki nema gott eitt um það að segja. Hins vegar er það svo að þegar þannig stendur á þá vantar leigu- húsnæði og það er sá þáttursem setur okkur Dalvíkingum hvað þrengstar skorður í þessu sam- bandi, þ.e.a.s. okkur vantar fólk til vinnu annarsstaðar frá en getum trauðla ráðið það sökum skorts á leiguíbúðum. Ný bryggja Brýnasta verkefnið í haust er endurbygging trébryggjunnar á Suðurgarði, sem er að hruni komin. Þessi framkvæmd mun að sjálfsögðu kosta sitt en undan henni verður ekki vikist lengur og kemur það svo niður á öðrum framkvæmdum á hafnar- svæðinu. Líkast til verður unnt að hefja framkvæmdir um miðjan september. Krílakot Önnur stórframkvæmd verður boðin út nú í haust og það er viðbygging við barnaheimilið og nú munu teikningar og kostnaðaráætlun þess verks loksins vera væntanlegar. í sumarleyfi starfsfólks á barna- heimilinu var hellulögð stétt og lögð í hana hitalögn ogeinniger ætlunin að verma bossana á ungviöinu í vetur er það byggir stórt í sandkassanum því þar var líka lögð hitalögn. Auk þessa var svo unnið að viðhaldi inni á sjálfu Krílakoti. íþróttavöllur Nú, UMFS hefur fengið úthlutað svæði undir íþrótta- vallagerð og mun ætlun þeirra félaga að koma þar upp tveimur grasvöllum, þökulögðum æfing- arvelli og sá svo í aðalvöllinn. Þessu íþróttasvæði er ætlaður staður á túnunum milli Vega- móta og Ásgarðs. Það liggur fyrir að hér er um dýra fram- kvæmd að ræða og í kostnaðar- áætlun sem UMFS hefur lagt fram þáergert ráð fyrir heildar- kostnaði upp á rúmar 12 milljónir króna. Varðandi kostnaðarskiptingu þá mun ætlað að hlutur ríkisins yrði um 40%, eða tæpar 5 milljónir, en eftir er að ganga frá samningum milli Dalvíkurbæjar og UMFS um kostnaðarskipingu. Meira vatn Löngum höfum við Dalvík- ingar barmað okkur yfir bless- uðu kalda vatninu. Nú hefur Þórólfur H. Hafstað jarðfræð- ingur leitað að neysluvatni fyrir bæjarfélagið í hart nær II ár og skilaði á dögunum nokkurs konar lokaskýrslu um þessar rannsóknir sínar. í stuttu máli sagt þá kemst hann að þeirri niðurstöðu að hér í nágrenninu sé hvergi þann stað að finna sem einn og sér geti annað fullkom- lega neysluvatnsþörf Dalvíkur. Þó er útlitið ekki svo svart að þar með sé sagt að við verðum að búa við það vatn sem við höfum nú. Upp á Karlsárdal eru lindar- svæði sem að mati Þórólfs ætti að leggja áherslu á að virkja. En eins og áður segir þá dugir það eitt ekki til, en þess vatns sem á skortir mætti að hans dómi alla frá tiltölulega einföldu vatns- bóli við Hoitsá. Miðvikudaginn 20. ágúst var mælt vatnsrcnnsli nokkurra lindasvæða Irammi á Karlsárdal og samanlagt gáfu þau um 90 lítra rennsli á sek. en vel að merkja þetta er sá tími sem mest rennsli er á þessu svæði og yf'ir veturinn ertaliðað það dragist saman um allt að þriðjung. Engu að síður samþykkti veitunefnd á fundi sínum þennan dag að heljast handa um öflun nauðsynlegra upplýsinga í haust og vetur varðandi virkjun þessa svæðis og ennfremur að athuga mögu- leika á einhverskonar miðlun í tengslum við það. Þegar svo væntanlegar upplýsingar liggja fyrir verður tekin ákvörðun um það hvort farið verður í fram- kvæmdir á næsta ári. Dröfn og „Langavitleysa“ Stærsta verkefni bæjarvinn- unnar í haust er niðurrif Hafnar- brautar 30, Drafnar. Það húsnæði er löngu orðið tímabær að taka úr notkun og talið heilsuspill- andi. Að svo stöddu er ekki ljóst hvenær byrjað verður á þessu verki en vonandi er ekki langt í að það geti hafist. Önnur bygging verður líklega einnig rifin ef allt gengur samkvæmt áætlun og það er gamli neta- verkstæðisbragginn. Hanngetur tæpast talist augnayndi lengur og fæstum ætti að verða eftirsjá af honum. Bæjarstjóri. Fréttahornið Frá skólastjóra Dalvíkur- skóla hefur Fréttahornið það, að stefnt sé að því að skólarnir hefjist þriðjudaginn 9. sept. (Ekki mega þeir hefjast á mánudegi.) Nokkur breyting verður á kennaraliði og er ekki ennþá fyllilega gengið frá ráðn- ingu í allar stöður. Helsta nýjung hvað nemendur varðar er sú, að nú koma í skólann, í 8. og 9. bekk, 5-6 nemendur úr Grímsey. Asunnudaginn 24. ágúst fór fram óvenjuleg guðsþjón- usta í Vallasókn. Hún var ekki haldin í kirkjunni eins og venja er, heldur undir berum himni í Hánefsstaðaskógi. Þátttakendur voru 80 - 90 manns og var stemming mjög góð og hátíðleg. Sóknarpresturinn, Jón Helgi Þórarinsson, tjáði blaðinu, að þetta hefði að sínum dómi verið sérlega ánægjuleg athöfn og vonaði hann, að þetta yrði ekki síðasta messa sín á þessum stað. Að lokinni messu gaf Kirkju- kórinn gestum kaffi, sem menn nutu með ilmi skógarins í sól- skinsblíðunni. Mikil atvinna hefur verið á Dalvík í sumar. Iðnaðar- menn hafa ekki getað sinnt öllum þeim verkum sem til boða hafa staðið. í fiskvinnslu hefur einnig verið mikið að gera. Unnar hafa verið margar helgar á frystihúsinu og nú að undan- förnu hefur verið unnið allan sólarhringinn í rækjuvinnslunni. Nú vantar fólk í vinnu í flest- um atvinnugreinum hér. Ekki er annað að sjá en þetta ástand muni vara út allt þetta ár svo segja má að næg atvinnutæki- færi standi til boða ef fólk vill flytja til Dalvíkur. Það hefur verið eftir því tekið að sérstaklega konur hafa bætt við sig vinnu við núverandi aðstæður og vinna margar á tveim og jafnvel þrem vinnu- stöðum og oft með ólíkindum langan vinnutíma. Aföstudaginn 22. ágúst hætti vinnu í Frystihúsinu á Dalvík Hildur Jóhannsdóttir Bárugötu 2 eftir áratuga sam- fellt starf við fiskvinnsluna. Mun hún senn flytjast burt úr bænum. Af þessu tilefni var Hildur hvödd með virktum af stofnun og starfsfólki Frystihússins og henni afhentur fagur blóm- vöndur. Sjá mynd. Hildur tekur við blómvendinum.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.