Norðurslóð - 29.04.1987, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 29.04.1987, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Dagsprent ht. Að lokmim kosningum Rokkarnir eru þagnaöir og allt er orðiö hljótt, segir skáldið. Þetta er líklega ekki sérlega sláandi samlíking, en keinur þó upp í hugann þegar menn ranka við sér að morgni sunnudags 26. apríl 1987. Hávaði kosningaund- irbúningsins sem farinn var að virka á mann eins og samfelld, tilbreytingarlítil suða fyrir eyrunum, er allt í einu horfinn og maður tekur aftur að greina raddir nátt- úrunnar á vaknandi vori. Lýðræðið er dýrmætur arfur þjóðarinnar, aldrei skal það dregiö í efa. En mikið lifandi skelfíng kostar það í tíma, peningum og sálarfriði. Fjölmiðlar, þessi óskabörn samtímans, hafa tútnað svo út á þjóðarheim- ilinu að það liggur við að allir aðrir heimilismenn séu að troöast út í horn, líka þeir sem eiga þó að heita hús- bændur. Þetta er sú staðreynd, sem situr eftir efst í huga, nú þcgar hljóönað hefur um eftir háreysti kosn- inganna. Eftir helgina hefst næsti þáttur og nú reynir á, að hin- ir nýju húshændur á Alþingi við Austurvöll reynist þeini vanda vaxnir að stjórna heimilinu af skynsamlegu viti. Það er án efa ekkert einfalt mál. Þó ekki væri nema vegna kommuskekkjunnar, sem einhver nefndi í útvarpinu nú á þessum eftirkosningamorgni. Með því var átt við þá yfírbyggingu í stjórnsýslu og samsöfnun þjónustustofnana samfélagsins í víðustu merkingu á höfuðhorgarsvæðinu og hæfa mundi fremur þjóð, sem teldi 2,5 milljón manns, en ekki þeim 250 þúsundum manna, sem við erum og varla það. Skyldi ekki þetta vera hættulegasti smíðisgallinn á þeirri byggingu, sem hýsir hið íslenska þjóöarheimili? HEÞ. Nýkjömir þingmenn Norðurlands- kjördæmis eystra GuAmundur Bjarnason Árni Gunnarsson Valgeröur Sverrisdóttir Steingrímur Sigfússon MálmfríAur Sigurðardóttir Stefán Valgeirsson Helgi Hallgrímsson: Frá Huldufólki í Svarfaðardal Huldubyggðin í Dæli Bærinn Dæli í Skíðadal er ein- hver mesti huldufólksstaður í Svarfaðardal og þótt víðar sé leit- að í Eyjafirði. Kunnastur huldu- fólksstaða þar, er sá myndarlegi og fagurskapaði hóll, sem rís upp af sléttum túnvelli, rétt fyrir neð- an hlaðvarpann, og Álfhóll heit- ir. Hann er jafnframt, og kannske fyrst og fremst, álaga- blettur, sem ekki má slá nema með afarkostum, skepnudauða o.s. frv., sem frá var greint í Álagaþáttunum 1986. (Þar féll niður tilvísun í frásögn Rögn- valdar Þórðarsonar, í Súlum 2. árg. (2. hefti, 1972, bls. 249). Þótt eikennilegt sé, er mér ekki kunnugt um neinar beinar sagnir af huldufólki eða álfum, sem tengjast Álfhóli á Dæli (sbr. einnig Álfhólinn á Ytra-Hvarfi). Þó segir Jónas Þorleifsson í Koti frá því (8. ágúst 1984), að þegar Rögnvaldur í Dæli hætti að slá utan með hólnum (það var ekki talið saknæmt), hafi hann dreymt draum, sem vísaði honum á nýborna kvígu á Uppsölum, sem hann keypti og varð hin mesta happakýr. sjást engin merki um hleðslu. Ekki vissi hann til, að heyrst hefði hringing frá Klukkusteini, síðan hann mundi eftir. Grásteinar tveir eru út og upp frá bænum, í svipaðri hæð og Klukkusteinn, og munu vera álíka stórir eða aðeins minni. Sagði Gunnar, að þeir væru taldir huldufólksbústaðir, þar á bænum. Eitt sinn hefði einn af bræðrum sínum (lítill drengur þá) komið skælandi heim, og sagst hafa séð konu, við annan grásteininn (líklega þann sem nær er bænum), sem hefði ætlað að skvetta á sig vatni úr fötu. (Kemur það heim við sagnir um aðra Grásteina). Ljósahjalli kallast efsti hjallinn neðan við klettana í fjallinu. Nafnið á hann að hafa fengið af því þar sáust dularfull ljós, sem líklega hafa verið hulduljós í bústöðum huldufólks í hjall- anum. (Jóh. Óli Sæm.: Örnefna- skrá). Gunnar Rögnvaldsson bóndi í Dæli, segist oftar en einu sinni hafa orðið var við fyrirbæri, sem tengja má huldufólki, þó ekki þar heima við bæinn. Eitt sinn var Huldufólk á Hæringsstöðum í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar (1. bindi, bls. 84) er stutt frásögn, rituð eftir Sigurði Sigurðssyni járnsmið á Akureyri. Þegar hann og Jón bróðir hans voru ungling- ar á Hæringsstöðum, voru þeir eitt sinn að vetrarlagi úti í glaða tunglskini. „Þeir sáu þá að tveir menn fóru og leiddu naut á milli sín. Þótti þeim það með lík- indum, því að naut var á næsta bæ, en þó var ekki laust við að geigur færi um Sigurð, því að mennirnir stefndu þangað sem engin mannabyggð var, en Sigurður var eldri en Jón og hafði vit meira. Þá er þeir bræður komu inn sögðu þeir fólkinu frá því, hvað þeir höfðu séð, og fór faðir þeirra þangað, er þeir höfðu orðið varir við mennina, en sá engin för. Seinna var haldið spurnum til bæjar þess er nautið var á, en þá fréttist að það hefði ekki verið hreyft um daginn, og þóttust menn því vita, að pilt- arnir hefðu séð huldufólk." Klukkusteinn í Dæli. Klukkusteinn nefnist stór steinn, einstakur, austan í mó- lendishalli (Neðsta-Hjalla), um 200-250 m inn og upp frá Dælis- bænum. Hann er um 3-4 m á hæð að austanverðu, og þverhníptur þeim megin, en dæld er í hann ofantil, eins konar gluggi. Vesturendinn (brekkumegin) er lægri, og hallar vægt niður að stórri hvilft í steininum. Toppur- inn er þaklaga, og minnir steinn- inn því nokkuð á kirkju, enda hafa menn haft fyrir satt, að þar væri huldukirkja, og því til stað- festingar átti að hafa heyrst klukknahringing frá steininum, sem varð orsök að nafni hans. (Jóh. Óli Sæm.: Örnefnaskrá og sögn heimilisfólks í Dæli, 7. ágússt 1984). Rétt fyrir utan og neðan Klukkustein er einkennilegt fyrirbæri, nánast ferköntuð, all- djúp laut í jarðveginn, líkt og utan um hana væri hlaðinn garður. inni í miðjum þessum bás sést á toppinn á stórum steini, sem rís um 1/2-1 m yfir jarðvegsborðið og er um 2-3 m á lengd, hrygglaga. Þarna hefur vorlækur úr fjallinu borið fram mikið magn af aur og myndað framburðargeira (nú gróinn), sem nær fast að Klukkusteini, og umlykur þennan merkilega bás. Er því líkast, sem þarna sé ein- hver ósýnileg fyrirhleðsla, utan- um steininn, sem varnar því að framburður berist að honum og kaffæri hann. Ekki kunni Gunnar Rögnvaldsson bóndi, neina skýr- ingu á þessu fyrirbæri, því ólík- legt er að hús (eða rétt) hafi verið byggð utanum steininn, enda hann í göngum þar vestan við Hálsinn (Tunguháls) og sá þá lamb handan við lítið gildrag og ætlaði að elta það. Meðan hann fór yfir dragið hvarf lambið, eins og jörðin hefði gleypt það, en .ar var steinn, sem hann talid líklegt að lambið væri komið frá. Steinarnir í Koti í túninu í Koti, skammt fyrir inn- an bæinn (rétt SV við Litlakot) er steinn ekki stór. Segir Jónas Þor- leifsson bóndi í Koti, að Ingi- björg tengdamóðir sín, hafi lagt ríkt á við sig að raska ekki stein þessum, og virtist hún trúa því að þar byggju hulduverur. Studdist það m.a. við þann atburð, að eitt sinn týndust tvö lömb (líklega á sauðburði) og var kalsarigning nóttina eftir, en um morguninn fundust lömbin við steininn, og voru þurr og hress, eins og þau hefðu legið í húsi. Segir Jónas, að sér hafi ekki dottið í hug, að brjóta gegn vilja gömlu konunn- ar, og þessvegna er steinninn enn þarna í túninu,þótt ekki virðist hann líklegur huldufólksbústað- ur. Innan við Kotstúnið gamla, eru grjótholt, sem kallast Hólar í daglegu tali. Þar eru nokkrir klofnir steinar í þyrpingu, norðan eða norðvestan á einum hólnum. Huldusteinninn í túninu í Koti. Huldusteinninn á Auðnum. Ljósmyndir: H.Hgr. 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.