Norðurslóð - 29.04.1987, Qupperneq 7
Stutt spjall um örnefui
- Bréf frá gömlum Skíödælíngi
Örnefnafræði hefur heillað
marga, lærða sem lítt fróða og er
ég í síðari hópnum. Af fræði-
mönnum sem um örnefni hafa
ritað og rætt, má nefna Þórhall
Vilmundarson prófessor, rit-
stjóra Grímnis sem Örnefna-
stofnun Þjóðminjasafnsins held-
ur úti, Ólaf Lárusson prófessor,
dr. Finn Jónsson prófessor í
Kaupmannahöfn og norðmann-
inn Magnus Olsen sem var próf-
essor í fornnorrænu við
Oslóarháskóla.
Örnefni hafa vitanlega gildi í
sagnfræði. Finnur Jónsson hélt
því fram að fjölda örnefna mætti
rekja til nafn forfeðra vorra og
formæðra og benti á Landnámu
og fleiri rit því til sönnunar.
Þórhallur Vilmundarson hefur
hins vegar talið að forverar hans í
fræðimannahópi hafi oftúlkað
hlut mannanafna í fornritum.
Gott dæmi um slíkt er kenning
Þórhalls um Svarfaðardalsnafnið,
sem ávallt var talið dregið af
viðurnefni Þorsteins landnáms-
manns Þórhallur telur hins vegar
að dalurinn hafi nafn af ánni, sem
Svörfuð hafi veri kölluð, vegna
hins mikla landbrots af hennar
völdum inn til dalanna. Annað
dæmi úr Eyjafirði, þótt ólíkt sé,
er örnefnið Grenivík. Þórhallur
Vilmundarson telur að víkin og
nú kauptúnið hafi nafn af straum-
harðri á, norðan byggðarinnar
sem Grenja heitir og við hana
hafi víkin verið kennd og heitið
Grenjuvík.
Örnefnum er skipt í megin-
flokka. Fyrst ber að nefna þau
sem rekja má til mannanafna og í
Svarfaðardal virðast t.d.
Böggvisstaðir, Atiastaðir, Hreið-
arsstaðir, Hjaltastaðir og
Klængshóll (Blængshóll). Falla
til þessa mikla meginflokks.
Næst ber að nefna náttúru-
nöfnin: Til hans falla t.d. Dalvík,
Viðskiptavinir athugið!
Fatamarkaður frá Herradeild
verður í Svarfdælabúð
fimmtudaginn 7. og föstudaginn 8. maí n.k.
• Herraföt
• Fermingaföt
• Stakar buxur
• Sumarstakkar
Tjörn, Hrísar, Laugahlíð,
Hnjúkur og Argerði. Náttúru-
nöfn skiptast í undirflokka, sum
eru t.d. dregin af jarðhita, en
önnur af gróðri. Báðir þessir
flokkar eru geysimiklir í örnefna-
fánu íslands. Bæjarnafnið Hrísar
er dregið af gróðri og Hrísey mun
vera eitt frægasta örnefni á landi
hér í þessum flokki. Við fljóta
umhugsun virðist mér sem gróð-
urörnefnin séu ekki ýkja mörg í
Svarfaðardal. Þetta er athygl-
isvert því ekki skortir sumar-
blómann í dalnum. Innar í firðin-
um skýtur strax upp örnefnum er
minna á gróður; - Árskógur,
Laufás, Möðruvellir, Akureyri
o.s. frv.
Líkinganöfnin er þriðji megin-
flokkur örnefna sem kunnugt er
og í Svarfaðardal er talsvert um
þau. Kemur mér strax í hug nöfn-
in Rimar, Stóll, Hestur, Múli,
Upsir, og Háls.
Sá flokkur örnefna sem af fer-
fætlingum og fuglum er dreginn
er æði mikill. Hlutur arnar,
rjúpu, vals (hauka) og hrafns
mun drýgstur þeirra sem fleygir
eru, þó smyrill, lómur, lóa og
sjálfsagt fleiri fuglar megi ekki
gleymast í þessu máli. Búsmali og
það sem honum tengist hefur
orðið Islendingum drjúgur nafn-
gjafí. I nágrenni Reykjavíkur er
fjöldi staða skírður til heiðurs
búsmala; Lambafell, Hafravatn,
Geitafell, Sauðadalahnjúkur,
Selás, Selvatn, Selhryggur. Auk
þessara nafna má geta um að í
heilu byggðahverfi eru götunöfn
af þessu tagi og þykir víst sumum
nóg um. Hér er átt við Breiðholt
II þar sem seljanöfnin eru alls
ráðandi á stóru svæði. Götunöfn
af þessum toga eru t.d. Hryggjar-
sel, Strýtusel og Akrasel. Ekki
má gleyma að sjálft aðalborgar-
stæðið heitir Seltjarnarnes.
Nokkur örnefni á íslandi hafa
óljósa merkingu og er fjallsnafn-
ið Esja gott dæmi um slíkt. Þar
sem Esja þýðir mjöll samkvæmt
orðabók Sigfúsar Blöndals en
margar skýringar aðrar eru upp
um nafnið, m.a. að það þýði
tálgusteinn, aur eða eitthvað sem
glitri á eða glampi af. Sé síðasta
skýringin tekin gild hefur Esju-
nafnið sömu merkingu og Glóða-
feykisnafnið í Skagafirði.
Sum örnefni eru mönnum
hrein ráðgáta, ekki endilega hvað
merkingu varðar, heldur hversu
þeim hefur skotið upp í hugum
manna, langar mig að spyrja
Svarfdælinga vegar um nokkur
slík.
Fyrst er að nefna eyðibýlið
Hverhól í Skíðadal. Fjöldi staða
hefur nafn af jarðhita og er því
um náttúrunöfn að ræða. Ekki er
mér kunnugt um að volgra sé í
nágrenni Hverhóls. í bókinni
„svarfdælingar" er þess getið að
býlið muni fyrst hafa heitið
Hveragljúfur en síðan Hverahóll
en ekki skýrist málið við slíkt
nema hvað manni gæti dottið í
hug að bærinn hefði verið skírður
eftir Holárfossi sem er rétt and-
spænis og úðamekki er þar stígur
upp í gljúfrinu. Það eru sjálfsagt
fremur áhrif frá nafninu en rétt-
sýni ef svo mætti að orði komast,
að mér virðist sem hóllinn er býl-
ið stóð á líkist nokkuð vatnssúlu í
hver, rétt í þann mund sem hún
splundrast í gosi. Þessi líking
virtist mér koma í Ijós þegar
horft er upp til hólsins meðan frá
nesinu.
Næst er,. að nefna eyðibýlið
Sælu í Skí^adal, einstætt örnefni
þótt Unaðsdalur, bæjarnafn á
Snæfjallaströnd sé hliðstætt. L
landi Breiðholts við Reykjavík
var ótræðismýri er Fullsæla hét
og var örnefnið því öfugmæli.
Hver fékk sig fullsælan eða full-
Kristján Jóhannsson.
saddan á því að brjótast að og frá
Breiðholti yfir Fullsælu. Nú er
um skipt því skemmtistaðurinn
Broadway er á þessum slóðum.
Mér hefur dottið í hug hvort ein-
hver hafi skírt Sælu þessu nafni
til háðs eða hnjóðs jörðinni því
erfitt var þar um ræktun og tor-
fært yfir landareignina vegna
keldna og bratta. Það er alls ekki
víst að hér sé rétt ályktað því hafi
fólk er var í vinnumennsku byggt
upp í Sælu, gæti það hafa fyllst
bjartsýni við að hefjast til nokk-
urs sjálfsforræðis og skírt bæ sinn
þessu einstæða nafni er ég veit
ekki til að annað býli á íslandi
hafi hlotið. E.t.v. vita Svarfdælir
betur um rætur Sælunafnsins.
Þá er að nefna Hclgafcll. Fyrri
liðurinn er algengur og er ýmist
dreginn af helgi eða nöfnunum
Helgi og Helga. Ekki man ég til
þess að nein veruleg mishæð sé í
nágrenni Helgafells í Svarfaðardal
er skýrt geti seinni lið nafnsins.
Gæti einhver brún eða ups í hlíð-
inni fyrir ofan bæinn minnt á hof
eða kirkju. Þá væri eðlilegt að
álykta að nafn bæjarins hefði
sömu merkingu og Helgafell í
Helgafellssveit sem hetur nafn af
hinum ginnheilaga smjáfjalli, er
rís uppi yfir bænum. Það er sjálf-
sagt erfitt að skera úr um örnefni
af þessu tagi: - Þ.e. hvort þau eru
dregin af helgi eða fyrrgreindum
mannanöfnum. Þó munu þjóð-
sögur eða sagnir vera á sveimi um
að Helgafellsfjall í Vestmanna-
eyjum hafi nafn af einum þræla
Hjörleifs er út flýði í Eyjar en
Ingólfur felldi síðar. E.t.v. geta
kunnugir skorið úr um hvort
Helgafell í Svarfaðardal heitir
eftir mishæð, fjalli eða manni.
Nú er að nefna eyðibýlið
Gullbringu. Gullbringusýslan
mun heita eftir grasi gróinni
brekku í nágrenni Klefarvatns.
Hefur eyðibýlið e.t.v. nafn af
fjallshlíðinni fyrir ofan, brattri og
blómlegum gróðri klædd um
sumur?
Hánefsstaðir. Er nokkuð í nág-
renni bæjarins sem gæti vakið
grun um að hér sé um náttúru-
nafn að ræða, t.d. háreistur hóll?
Ef svo er ekki verður að álykta
að maður með viðurnefninu hán-
efur hafi fyrst reist bú á staðnum.
Skáldalækur. Er nokkur lækur
sem að kveður í nágrenninu?
Getur fyrri liðurinn hafa breyst í
rás tímans eða hafa haft aðra
merkingu áður?
Að lokum vil ég minnast á
Steindyr. Enginn annar bær á ísl-
andi heitir þessu nafni þótt fyrri
liðurinn sé ekki óalgengur. Ekki
er hrjósturlegt í kringum bæinn
nú, þótt áður hafi e.t.v. verið
grýtt í móunum sem nú eru orðn-
ir að túni. Gæti bærinn hafa feng-
ið nafn af árgljúfrinu. Víst er að
þegar horft er yfir um frá austur-
kjálkanum sést inn um „steindyr“
til fossanna í Þverá. Vænt þætti
mér um, ef einhver léti í ljós álit
sitt á ofangreindum örnefnum.
Kristján Jóhannsson frá Hlíð.
NORÐURSLÓÐ - 7