Norðurslóð - 29.04.1987, Qupperneq 5

Norðurslóð - 29.04.1987, Qupperneq 5
- Daníel Hilmarsson, gulldrengurinn frá Dalvík Daníel Hilmarsson heitir 23 ára gamall Dalvíkingur sem gert hefur það býsna gott á skíðum. Tólf ára gamall vann hann Andrésar andar leikana á Akureyri, fjórtán ára varð hann Islandsmeistari unglinga í stórsvigi í fyrsta sinn og sextán ára hirti hann bæði gullið í svigi og stórsvigi og alpatvíkeppni á landsmóti unglinga. Og ekki nóg með það. Sama ár hélt hann galvaskur á landsmót fullorðinna og hafði þaðan heim með sér Islandsmeistaratitilinn í stórsvigi nýorðinn sautján ára gamall. Allar götur síðan hefur hann verið í hópi bestu skíðamanna landsins þó á ýmsu hafí gengið. I fyrra vann hann þrefalt á landsmóti, þ.e. svig, stórsvig og alpatvíkeppni og núna um páskana vann hann gull í svigi, brons í samhliða svigi en keyrði út af brautinni í stórsvigi. - Daníel, nú varstu 5 sekúnd- um á undan næsta manni í svig- inu. Ertu svona langbestur? „Já, ég er betri en þessir strák- ar í svigi en þó ber þess að geta að sá sem helst hefur veitt mér keppni, Guðmundur Sigurjóns- son, datt út í sviginu. Fimm sek- úndur eru mjög langur tími í þessu sambandi og á stórmóti úti væri þetta heldur munur fyrsta manns og þess númer 25 en ekki fyrsta og annars manns.“ - Af hverju vannstu þá ekki stórsvigið? „Það var alveg hrikalega svekkjandi. Ég var nefnilega í fínu formi, búinn að hvíla mig vel áður og fannst ég vera nokkuð öruggur, en svo fyrir einhvern klaufaskap fór ég á innra skíðið í beygju og missti stjórn á mér. Þú skilur náttúrlega ekki svona orðalag. Við reynum alltaf að skíða á því skíði sem er fjær brekkunni og ef við förum á innra skíðið þá missum við algjörlega stjórn á okkur. Sam- hliða svig er hins vegar ný keppn- isgrein sem stunduð er af atvinnumönnum í Bandaríkj- unum, þá keppa tveir í einu í tveimur samliggjandi brautum og fara þeir tvær ferðir í sitthvorri brautinni. Sá vinnur sem hefur betri meðaltíma og slær hinn út. Þetta er sem sagt útsláttarkeppni. Nú þegar við vorum 4 eftir, þá lenti ég á móti Örnólfi Valdi- marssyni. Ég var þó nokkuð á undan í fyrri ferðinni, í seinni ferðinni missti ég takið á stafnum í startinu og var því dálítið á eftir honum af stað. Svo krækti ég skíðinu í miðri brekkunni, missti það og varð að ljúka keppninni á einu skíði, langt á eftir Örnólfi. Það vildi mér hins vegar til happs (ef svo má að orði komast), að í hinum riðlinum lauk annar Guðmundurinn ekki keppni þannig að ég var númer þrjú.“ - Daníel hefur verið í skíða- landsliði Islands um langan aldur og leikur okkur forvitni á að vita í hverju það er fólgið. „Við erum í stífum æfingum allt árið. Á sumrin felst pró- grammið í almennri líkamsþjálf- um allt að sex sinnum í viku. Mánaðarlega förum við í þrek- próf og þá verður maður að sýna framfarir þannig að það þýðir ekkert að svindla. Annað hvort æfir maður eins og brjálæðingur eða er ekki með. Svo eru farnar skipulagðar æfingaferðir bæði hér heima og eins til útlanda, mest til Austur- ríkis á haustin. I vetur keppum við á mótum í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Ítalíu. Þetta tekur náttúrlega allt rosalega mikinn tíma. Ætli það séu ekki u.þ.b. 4 mánuðir á ári samanlegt sem maður er að heiman, þ.e.a.s. í útlöndum, fyrir utan æfingar hér heima á sumrin 2 tíma á dag. Það er örugglega hroðalegt að hafa mig í vinnu. Ég er alltaf að biðja um frí. En sem betur fer eru vinnuveitendur mínir hjá Tré- verk hf. afar skilningsríkir og borguðu m.a.a. fyrir mig fram að áramótum í fyrra 2 tíma á dag sem ég var í æfingum. Fyrir utan tímann sem þetta tekur er þetta ægilega dýrt fyrir mann. Skíða- sambandið borgar ekkert vinnu- tap sem maður verður fyrir og ekki nema þriðjung kostnaðar. Ætlanst er til að skíðafélagið á Hilmar Daníelsson. staðnum borgi þriðjung og einn þrigðjung þarf maður að borga sjálfur. Ég keypti mér lottomiða um daginn og ætlaði þannig að bjarga fjárhagnum. Ég var nokk- urn veginn öruggur um að vinna af því ég var svo innblásinn þegar ég valdi tölurnar. Fyrst hafði ég 3 rétta, í næstu viku 4 rétta og þá var ég alveg öruggur um næsta skiptið. En þá var enginn réttur hjá mér svo nú verð ég að fara á sjó til að bjarga fjármálunum. - Dreymnir þig um heims- mælikvarðann? „Ég stefni nú aðallega að því að verða betri í dag en ég var í gær. En auðvitað gælir maður við þá hugsun að vera framar- lega á heimsmeistaramóti eða Olympíuleikum, það hljóta allar að gera sem eru í þessu á annað borð. Ég hef tvisvar keppt á heimsmeistaramóti en ég hef ver- ið óánægður með árangur ntinn þar. Það hefur hist þannig á í bæði skiptin að maður hefur ver- ið að koma úr ströngu keppnis- ferðalagi og hefur einfaldlega verið orðinn alltof þreyttur og í litlu stuði til að taka þátt. Þetta er einfaldlega slæmt skipulag. Nú ætla ég að reyna að komast á vetrarolympíuleikana sem haldnir verða í Calgary í Kanada næsta vetur. Það veltur samt náttúrlega á fjárhagnum og fjöl- skyldulífinu." - En Daníel er margt annað til lista lagt en skíðahæfileikarnir. Hann er smiður að atvinnu og auk þess besti gítarleikari hér um slóðir. Hann var t.a.m. liðsmað- ur hljómsveitarinnar Eddu K. sem spilaði hér á böllum fyrir nokkrum árum. Og nú spyrjum við: Ertu hættur að spila? „Nei nei, ég er alltaf að spila. Ég var að spila áðan og ég spila alltaf þegar tími gefst til, en mér fer ekkert fram, þetta er mest sama sólóið. Það var Einar Arn- grímsson sólóbassaleikari sem kenndi mér fyrstu gripin og svo lærði ég restina af sjálfum mér. Það verður mitt fyrsta verk þegar ég hætti á skíðunum að byrja í hljómsveit.“ HJ.HJ Sparisjóður Svarfdæla - Alhliða peninga- og þjónustustofnun - t ' sendir viðskiptavinum sínum bestu þakkir fyrir samskiptin á liðnum vetri Gleðilegt sumar! NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.