Norðurslóð - 23.05.1987, Qupperneq 2
NORÐURSLOÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaöardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaidur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Dagsprent hf.
Blómleg
leikstarfsemi
Leikstarfsemi stendur með miklum blóma um þessar
mundir. Það voru ýmsir sem óttuðust að tilkoma mynd-
banda og síaukin fjölmiðlun myndi draga úr aðsókn í
leikhús og kippa fótunum undan staríl áhugamanna-
leikfélaga um land allt. Sem betur fer hefur þessi ótti
ekki orðið að veruleika. Aðsókn aö leikhúsum höfuð
borgarsvæðisins hefur að sögn aldrei verið meiri en í
vetur og út um land allt hafa áhugamannafélög starfað
að miklum þrótti.
Við hér á Dalvík og í Svarfaðardal höfum átt því láni
að fagna að hér hefur lengi verið starfandi metnaðar-
fullt leikfélag sem flest ár hefur sýnt eitt eða fleiri verk.
Á nýliðnu leikári setti leikfélagið upp tvær sýningar
sem báðar tókust með miklum ágætum. Fyrri sýningin
var úr verkum Jónasar Árnasonar, og sú seinni barna-
leikritið Nornin frá Babajaka. Það er alveg sérstök
ástæða til að fagna því þegar lcikfélög sinna yngstu kyn-
slóðinni í sínu startl.
Bandalag íslenskra leikfélaga hélt ársfund sinn um
síðustu helgi að Húsabakka í Svarfaðardal. Slíkir fundir
sem þessir eru mikils viröi fyrir það fólk sem að leik-
starfsemi starfar. Þar getur það borið saman bækur sín-
ar í lok leikársins og miðlað reynslu sín í milli. í tengsl-
um við þennan fund sýndi Leikfélag Dalvíkur bæði
verkin sem það var með í vetur. Það verður öllum
ógleymanlegt sem voru viðstödd hina frumlegu upp-
setningu leikfélagsins úr verkum Jónasar Árnasonar í
fjóshlöðunni á Tjörn í Svarfaðardal.
Framlag áhugamannaleikfélaga til íslenskrar
menningar er mikið og ber skilda til að styrkja og styðja
slíkt starf. Við getum öll sýnt okkar stuðning með því
að sækja sýningar hjá þessum félögum. I tilefni að ný
afstöðnum fundi Bandalags íslenskra leikfélaga vill
Norðurslóð tlytja kveðju héðan úr byggðalaginu til
allra leikfélaga á landinu og árna þeim hcilla í staríl
sínu.
J.A.
DALVÍKURSKDL!
Frá Dalvíkurskóla
Skólaslit - Foreldradagur
Skólaslit fara fram í Dalvíkurkirkju miö-
vikudaginn 27. maí kl. 20.00.
Sama dag verður haldinn foreldradagur í
skólanum og veröa umsjónarkennarar þá
til viðtals. Foreldrar og/eða nemendur
geta komið í skólann, rætt við umsjónar-
kennara og fengið einkunnir afhentar.
Kennarar verða til viðtals sem hér segir:
Kl. 10.00 - 12.30: 4,- 8. bekkur.
Kl. 12.30 - 15.00: Forskóli - 3. bekkur.
Skólastjóri.
Helgi Hallgrímsson:
Frá huldufólkí í
Svarfaðardal IV
Brennivín frá álfum
í Gróugerði. (Urðum)
í sögnum af séra Magnúsi Einars-
syni, sem prestur var á Tjöm
1769-1794, og Jónas Benjamíns-
son kennari hefur ritað 1884
(Gríma hin nýja 3. bindi, bls.
274), er eftirfarandi smásaga:
„Fyrir utan Urðir sér fyrir
tóttarústum af litlum bæ, er
þar var endur fyrir löngu og
hét Gróugerði. t>ar í túninu er
stór steinn, og er sú trú á, að
þar búi huldufólk. Hola ein
þröng og nær armslöng er inn í
stein þennan. Það er sagt að
prestur hefði þann vana, þá er
hann fór til tíðagerða að
Urðum, að stinga vasaglasi
sínu inn í holuna í steininum
og vitja þess þar aftur þegar
hann fór heimleiðis, og væri
það þá ávallt fullt af góðu
brennivíni. Það átti að vera frá
álfunum."
Gróugerði er rétt undir ytra
horni berghlaupsins stórgrýtta,
sem kallast Urðahraun, um Vi km
út frá bænum. Liggur vegurinn
líklega þvert yfir túnið. Umrædd-
ur steinn er því rétt fyrir ofan
veginn, dökkur af skófum, og all-
ur smáholóttur, um 1 m á hæð.
Niður við grassvörðinn norðan í
honum, er um 20-30 sm löng
hola, sem vísar niður, og er það
að líkindum sú merka brenni-
vínshola. (Það skilaði samt eng-
um árangri þótt ferðafélagi minn
setti vínglas inn í holuna).
Skökhóll (eða Strokk-
hóll), Ytra-Garðshorni
Sagan af huldukonunni í Skök-
hóli er birt í Grímu hinni nýju, 5.
bindi, bls. 96-99, eftir handriti
Sigluvíkur-Jónasar (þ.e. Jónasar
Jónssonar kennara, 1828-1907)
og í ritsafninu Að vestan, I.
bindi, bls. 154-157, rituð af Hall-
dóri Steinmann (upphaflega birt í
vesturíslenska tímaritinu Syrpu,
4. árg., bls. 254-236). Sagan er
efnislega eins á báðum stöðum,
en orðalag mismunandi. Þar segir
svo um hólinn:
„Fyrir sunnan og ofan
Grund er einstakur hóll, sem
kallaður er Skökhóll; heitir
hóllinn því nafni af þeim
ástæðum, að þá er leið að frá-
færum, heyrðu smalar strokk-
hljóð í hólnum, þegar þeir áttu
leið þar um. Voru Grundar-
bændur vanir að draga fráfær-
ur, þangað til strokkhljóðið
hafi heyrst, hvernig sem tíðar-
far var annars, og þótti vel
gefast.“ (Gríma).
í örnefnaskrá Jóh. Óla Sæm.
er hóllinn nefndur Strokkhóll, en
bæði nöfnin munu þekkjast enn í
dag. Hóllinn er nokkurn veginn
beint upp af Ytra-Garðshorni
(sem er útbýli frá Grund), á
neðstu brún fjallsins, frá bænum
séð. Þetta er allstór og brattur
melhóll, sem sker sig vel frá
umhverfinu, topplaga séð að
neðan.
Umrædd huldufólkssaga fjallar
um skipti Gísla Pálssonar bónda
á Grund (1878-1885) við huldu-
hjónin í Skökhóli, sem eignuðu
sér vallendisblett (svonefnda
Tungu) í lækjarskriðunni fyrir
utan og ofan Grundarbæinn, og
leyfðu engum að slá hann, áfalla-
laust. Þegar Gísli sló Tunguna
lenti hann í útistöðum við þetta
fólk, sem endaði með að það
brenndi fyrir honum eldhúsið í
bænum, að hann taldi, og gafst
hann þá upp á að halda hey-
skaparrétti sínum í Tungunni til
streytu. Þetta var nánar rakið í
Álagaþáttum 1986 (3. þætti), og
verður því ekki endurtekið hér. I
frásögn Jónasar í Grímu, segist
hann rita söguna eftir frásögn
Gísla „vetri síðar en eldhúsbrun-
inn varð, var sagan skrásett í
viðurvist hans, og kvað hann
hana rétta vera.“ Það var reyndar
ekki óalgengt, að strokkhljóð
heyrðist í hulduhólum, en ekki er
mér kunnugt um að fráfærur hafi
annars staðar verið við það mið-
aðar.
Jóhannes Óli segir í örnefna-
skrá sinni frá svonefndri „Skælu-
hlöðu“ í Ytra-Garðshorni, sem
þótti standa illa, sökum þess að
sprengdur var huldufólkssteinn
til að fá grjót í hana. Fékk hús-
freyjan á bænum viðvörun í
draumi frá huldukonunni í stein-
inum, en það kom fyrir ekki.
Þetta er nánar rætt í Álagaþátt-
unum (3. þætti) og sagt frá upp-
lýsingum Hjalta í Garðshorni um
þetta.
Grásteinar á Grund
Snorri Sigfússon námsstjóri segir
frá eftirfarandi atburði í bókinni
„Ferðin frá Brekku", bls. 24
(Iðunn, Rvík. 1968).
Grásteinar... „það eru fal-
lega löguð björg, skammt
sunnan og ofan við bæinn.
Hafði Ella gamla sagt mér að
þar byggju huldukonur, og
mætti ég aldrei henda grjóti í
Grásteina."
Eitt sinn slysaðist þó svo til, að
Snorri henti í steinana, og ætlaði
síðan að biðja huldukonuna af-
sökunar, er hann sat þar yfir
kúnum.
„Sé ég hana þá koma út úr
steininum, og standa þar og
horfa á mig. Stend ég eins og
negldur við jörðina og gat mig
ekki hreyft. Og svo var allt
horfið á augnabliki.“
Segir Snorri að þetta hafi
styrkt sig mjög í trúnni á huldu-
fólkið, enda þótt hann lenti
aldrei aftur í slíkri reynslu.
Grásteinarnir á órund eru
þrír, allstórir steinar, sem standa
saman í þyrpingu á sléttum gras-
velli, um 200 m SSV af Grundar-
bænum (núverandi) ofan vegar.
Hj.Hj.
Grásteinn á Grund, Svarfaðardal.
Kœrar þakkir og kveðjur sendi ég
öllum þeim sem mundu mig á
85. afmcelisdaginn.
Daníel A. Daníelsson.