Norðurslóð - 23.05.1987, Page 5
DALVÍ KURSKQ Ll
Skipsstjómarbraut
á Dalvík
A Dalvík verður starfrækt
1. og 2. stig skipstjómamám
veturinn 1978-88.
Umsóknir um skólavist
sendist skólastjóra Dalvíkurskóla
fyrir 15. júní 1987.
Nánari upplýsingar veita skólastjóri
og vfirkennari í síma 96-61380.
félagið Hugleikur úr Reykjavík
sýndi leikritið „Ó þú“ eftir Sig-
rúnu Óskarsdóttur, Ingibjörgu
Hjartardóttur og Unni Gutt-
ormsdóttur. Leikrit þetta hefur
verið sýnt fyrir fullu húsi einum
sextán sinnum í höfuðborginni og
þar sem sögusvið leiksins er m.a.
einhver ónafngreindur dalur á
Norðurlandi og einn höfundanna
Svarfdælingur þótti tilhlýðilegt
að lokasýningin yrði á þinghúsinu
að Grund. I leiknum segir frá
Indriða og Sigríði sem ekki eiga
að fá að njótast og hefur á ýmsu
gengið áður en yfir lýkur. Sýning-
in var bráðskemmtileg, textinn
drepfyndinn og lipurlega skrifað-
ur og kunnu áhorfendur greini-
lega vel að meta.
Að þessu leikriti loknu var
leiklistarviðburðum lokið þessa
stórkostlegu góðviðrishelgi í hon-
um Svarfaðardal og virtust gestir
dalsins nokkuð sammála að seint
myndu þeir gleyma þessum
óvenjulegu menningardögum.
Hj.Hj.
Hueleikur í svarfdælskri sumarblíðu.
Heimavist er á staðnum.
DALVIK
Dalvíkurbær
Auglýsing
um breytingu á aðalskipulagi
Dalvíkur 1980 - 2000
Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964
er lýst eftir athugasemdum viö tillögu að
breytingu á aðalskipulagi Dalvíkur
1980 - 2000.
Breytingarnar eru:
1. Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli tengist
byggðinni með götu sem kemur í framhaldi
af Mímisvegi á milli íbúðasvæðanna þarsem
átti að vera opið svæði.
2. í stað græns opins svæðis austan
Skíðabrautar við gatnamót við Mýrargötu
verði lóð fyrir verslun og þjónustu.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu bæjar-
tæknifræðings í ráðhúsinu á Dalvík frá 22.
maí til 3. júní 1987.
Athugasemdum við tillöguna skal skila til
bæjarstjórans á Dalvík eigi síðar en 17. júní
1987 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem
ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests
teljast samþykkir tillögunni.
Dalvík 19. maí 1987.
Bæjarstjórinn á Dalvík.
Hús til sölu
Til sölu er fasteignin Karlsbraut
20, Dalvík.
Allar nánari upplýsingar gefur
sparisjóðsstjóri.
*
Sparisjóóur Svaifdœla
Dalvík