Norðurslóð - 28.01.1988, Qupperneq 1
Svarfdælsk byggð & bær
12. árgangur
Finuntudagur 28. janúar 1988
Ráðherra flytur ávarp. Sitjandi f.v. Gunnar Aðalbjörnsson, Trausti Þorstcinsson, Sigurður Hallmarsson námsstjóri,
Sólrún Jcnsdóttir skrifstofustj. í menntamálaráðuneytinu og Kristján Þór Júlíusson. Sér í hnakka f.v. Guðlaugar
Björnsdóttur og Svanfríðar Jónasdóttur.
Fiskiðmiám í haust
- Menntamálaráðherra heitir stuðningi sínum
Menntamálaráðherra Birgir
Isleifur Gunnarsson var ásamt
föruneyti í heimsókn hér á
Dalvík á föstudaginn í síðustu
viku. Ráðherrann skoðaði
frystihúsið og húsnæðið sem
fást mun á leigu fyrir fiskiðn-
nám í Allahúsinu. Þá var skól-
inn heimsóttur og gekk ráð-
herrann þar um sali. Að lokum
var boðið til kaffidrykkju í
Sæluhúsinu og var bæjarráð,
skólanefnd, nefnd um sjávrút-
vegsfræðslu á Dalvík og ýmsir
aðrir gestir mættir. Þar voru
skólanum færðar stór gjaFir frá
nokkrum fyrirtækjum hér í bæ
og menntamálaráðherra hét
mönnum fullum stuðningi sín-
um og ráðuneytisins við frekari
uppbyggingu sjávarútvegs-
náms á Dalvík.
Svo sem kunnugt er hefur, á
undanförnum misserum, verið
unnið að auknum námsmöguleik-
um á sviði sjávarútvegsfræðslu
hér á Dalvík. Nefnd á vegum
bæjarstjórnar hefur að þessu
unnið og einnig önnur á vegum
menntamálaráðuneytisins. Raun-
ar var fyrsta skrefið stigið með
starfrækslu 1. stigs náms stýri-
manna haustið 1981. í fyrra haust
hófst 1. stigs nám og nú er í undir-
búningi fiskiðnnám. Ráðuneytis-
nefndin er um þessar mundir að
skila af sér til ráðherra og munu
þar koma fram tillögur hennar
um hvernig náminu verður
háttað.
Eins og þetta er nú, er stýri-
mannanámið framhaldsbraut við
Dalvíkurskóla með samþykki
menntamálaráðuneytisins og lík-
legt er að svo verði einnig með
fyrstu skrefin varðandi fiskiðn-
námið. Hins vegar er gert ráð fyr-
ir að svona nám fái fastan sess
innan ramma laga um framhalds-
skóla sem hugsanlega verða sett á
Alþingi í vetur. Þar með væri
kominn sérstakur framhaldsskóli
með sjálfstæða yfirstjórn.
í ávarpi sem Birgir ísleifur
Gunnarsson flutti í kaffiboðinu
hér lýsti hann yfir stuðningi sín-
um við þær hugmyndir sem
kynntar hafa verið fyrir honurn
varðandi uppbygginguna hér. I
fjárlögum þessa árs er ekki gert
ráð fyrir fjármagni til fisk-
iðnfræðslunnar en ráðherra hét
heimamönnum liðveislu til að
vinna því máli brautargengi, svo
kennsla gæti hafist næsta haust.
Annars hófst kaffisamsætið
með því að Trausti Þorsteinsson
skólastjóri bauð menn velkomna
og lýsti þeirri vinnu sem fram
hefur farið varðandi sjávarút-
vegsfræðslu á 'Dalvík. Hann las
einnig ályktun sem Skipstjórafé-
lag Norðlendinga hefur sent frá
sér varðandi skipstjórnarbrautina
og getið er hér um á öðrum stað í
blaðinu.
Gunnar Aðalbjörnsson gerði
því næst nánari grein fyrir stöðu
mála og afhenti síðan ráðherra
gjafabréf frá fyrirtækjum og
stofnunum sem nefnd um sjávar-
útvegsfræðslu á Dalvík hafði
borist.
Hér eru á ferðinni stór gjafir.
Útgerðarfélag Dalvíkinga hf.
gefur video plotter, Bliki hf.,
radar, Rán hf. og Stefán Rögn-
valdsson hf., dýptarmæli, Har-
aldur hf., loran og Otur hf.,
sömuleiðis loran. Sparisjóður
Svarfdæla gefur síðan 3 tölvur
með fylgihlutum. Samtals eru
gjafirnar að verðmæti yfir eina
milljón króna. í gjafabréfunum
segir meðal annars. „Tilgangur
gjafar þessarar er að treysta í
sessi og efla sjávarútvegsfræðslu
á Dalvík og henni fylgir sú ósk að
frekari skref verði stigin í upp-
byggingu sjávarútvegsfræðslu á
Dalvík.“
Menntamálaráðherra flutti síð-
an ávarp eins og fyrr segir og
afhenti skólastjóra gjafabréfin og
fól honum umsjón þessara tækja.
Ráðherra þakkað þessar stórmann-
legu gjafir og taldi þær bera vott
um hug heimamanna til þessarar
uppbyggingar og þess frumkvæð-
is sem héðan hefði komið.
Gjafir
vedumuðanna
1. tölublaö
Veðurguðirnir voru okkur misk-
unnsamir anno 1987 eftir holdgan
vors herra. Árið var að vísu ekk-
ert metár en veturinn var mildur,
vorið gott, sumarið ágætt og
haustið gjöfult og meiri berja-
sulta í búrhillunum en áður hefur
sést. Matarskattur og óáran í
efnahagslífi er manna verk,
veðurguðir eiga þar enga sök.
Úrkomumælingarnar voru gerðar
á Tjörn 18. árið í röð og gáfu
eftirfarandi niðurstöður:
Mán. Úrkomumagn Úrkomudagar
Jan. 4,3 mm 4 dagar
Feb. 17,2 mm 13 dagar
Mars 41,8 mm 22 dagar
Ap. 25,7 mm 14 dagar
Maí 2,9 mm 4 dagar
Júní 10,1 mm 4 dagar
Júlí 56,5 mm 17 dagar
Ag. 21,2 mrn 12 dagar
Sept. 80,5 mm 22 dagar
Okt. 76,8 mm 17 dagar
Nóv. 59,8 mm 21 dagar
Des. 48,4 mm 14 dagar
Alls 445,2 mm 164 dagar
Hvað úrkomu varðar var hún í
tæpu meðallagi, en ársmcðaltal
undanfarinna áratuga hefur verið
unt 490 mm. Úrkomudreifingin á
árið var hins vegar fremur
óvenjuleg. Janúar og febrúar
voru óvenju þurrir en september
alveg óvenju votviðrasamur.
Janúar er úrkomusnauðasti jan-
úarmánuður sem komið hefur
síðan mælingar hófust á Tjörn
1969. Venjulegt úrkomumagn í
þeim mánuði er 50-60 mm. Mesta
sólarhringsúrkoman mældist 19.
nóv. 23.7 mm. Úrfellið hófst nteð
rigningu sem svo gekk yfir í
slyddu og síðan sjókomu.
Alautt var orðið á láglendi 5.
maí en fyrsti haustsnjórinn féll 6.
okt. Fram að því hafði haustið
verið óvenju hlýtt t.d. komu aldr-
ei næturfrost í september en það
er mjög óvenjulegt í Svarfaðar-
dal. Kartöflurnar komu því bæði
bústnar og í miklu magni upp úr
moldinni.
Þeir sem stunda úrkomumæl-
ingar fyrir Veðurstofuna senda
henni skýrslur mánaðarlega. Auk
mælitalnanna fylgir hverri skýrslu
smá umsögn um veðurfar undan-
farandi mánaðar. Hér á eftir eru
birtar þessar mánaðarumsagnir
síðasta árs frá Tjörn.
Janúar: Þetta hefur verið mjög
óvenjulegur janúarmánuður.
Logn og stillur flesta daga. Mikil
svellalög og hálka á vegum.
Úrkomulaust og heiðskýrt mik-
inn hluta mánaðarins. Bændur
óttast kal á vori komanda vegna
langvarandi svellalaga.
Febrúar: Einmuna tíð allan
Afrekskonur í fiskiðnaði. F.v. Jónína Ketilsdóttir „gæðadrottning“ Frystihússins á Dalvík 1987, Una Steingríms-
dóttir, Hrefna Haraldsdóttir og Sigríðu^ Hermatin&dóttir sema allar fengu sérstaka viðurkenningu fyrir vel unnin
störf.
mánuðinn. Töluvert hafa svella-
lög minnkað því hláka hefur ver-
ið af og til. Stillur og mild veðr-
átta og líkist mánuðurinn fremur
apríl en febrúar. Snjór í giljum
og lautum. Svellalög enn nokkur.
Mars: Fram í miðjan mars var
tíðin einmuna góð, hlýindi og
sunnanátt, brum var farið að
lifna á einstaka tré og svellin að
mestu horfin. en þá brá hann til
norðanáttar og kólnaði. 20. mars
var norðan stórhríð og grenjandi
stórhn'ð aftur þann 31. Mikill
snjór yfir öllu um mánaðarmót.
Apríl: Mikill snjór í byrjun og
allt fram í miðjan mánuð. Þá
hlýnaði heldurog blotaði. í mán-
aðarlok var snjór á láglendi að
mesu hofinn nema í lautum og
giljum. Jörð virðist koma
óskemmd undan sjó, en of
snemmt er að spá nokkru um kal.
Maí: Aðeins fyrstu daga mán-
aðarins mældist einhver úrkoma.
Síðan ekki dropi úr lofti. Hita-
bylgja gekk yfir í kring um 20.
maí. Sól og hlýindi hvern dag. Þá
hljóp vöxtur í ár og læki og gerði
tölverðan usla á nokkrum túnum
og vegum. I lok mánaðar voru
tún hins vegar orðin það þurr að
það stóð grasvexti nokkuð fyrir
þrifum. Kal er mikið í túnum hér
um slóðir en mismikið þó, eftir
því hvernig svellin lágu síðast lið-
inn vetur.
Júní: Mánuðurinn var hlýr
nema fyrsta vikan. Þá var fremur
kalt. Spretta tók við sér í byrjun
mánaðar en í lokin var jörð orðin
mjög þurr og háði það sprettu.
Sláttur er aðeins að hefjast hér
um slóðir nú um mánaðarmótin
og spretta misgóð. Vel lítur út
með garðávexti þar sem vökvað
er. •
Júlí: Sláttur byrjaði almennt 2.
júlí en þurrkurinn kom þann 9.
og var mikið heyað til 16. júlí.
Síðan gekk heyskapur fremur
hægt úr mánuðinn. Veður fremur
hlýtt og góðar horfur með berja-
sprettu.
Ágúst: Tíðin var frentur leiðin-
leg til heyskapar eftir miðjan
mánuð. Vel hlýtt var þó allan
mánuðinn. Margir hirtu unt og
eftir ntiðjan ágúst. Berjaspretta
er mjög góð og sömuleiðis
spretta garðávaxta. I lok mánað-
ar stóðu kartöflugrös óskemmd
og engin næturfrost enn.
September: Mjög votviðra-
samur mánuður og rigningar
flesta daga, þó engar stórrigning-
ar. Næturfrost hafa engin komið
ennþá og gróður lítið sölnaður
fyrr en nú síðustu daga. Upp-
skera garðávaxta mjög rnikil og
ber í allra mesta lagi og óskemmd
í mánaðarlok. Flestir luku hey-
skap í ágúst, en þeir fáu sem ekki
hirtu þá, hafa verið í mestu vand-
ræðum að þurrka síðustu hána,
vegna votviðris.
Október: Veðrátta var köld
meiri hluta mánaðarins, en síð-
ustu dagana hlýnaði og snjó tók
upp þannig að í mánaðarlok var
aftur komin eðlileg haustveðr-
átta.
Nóvember: Það er skemmti-
legt frá því að segja að tíðin í
nóvember var alveg einstök mið-
að við árstíma. Hún var eins og
mild haustveðrátta, auð jörð og
hiti frá 0 og upp í 10-12 stig. Um
mánaðarmótin var snjór aðeins í
háfjöllum.
Desember: Áfram sama góða
tíðin. Snjólaust að inestu fram
undir jól og oftast frostlaust. í
lok mánaðar var þó kominn snjór
með norðanátt og ekta vetrar-
veðri. Góð beit var fyrir hross
fram undir mánaðarmót. Gleði-
legt nýtt ár.
Á. Hj.
Q
o
9 : v
<j o u