Norðurslóð - 28.01.1988, Side 6
Tímamót
Afmæli
Þann 20. janúar varð níræð Anna Arngrímsdóttir á Dalvík. Hún
er nú vistmaður á Dalbæ, heimili aldraðra.
Það 20. janúar varð sjötug Lilja Röngvaldsdóttir frá Dæli, áður
húsfreyja á Hóli fram, nú búsett á Dalvík.
Þann 26. janúar varð 75 ára Kristinn Rögnvaldsson á Hnjúki,
sbr. afmælisgrein í blaðinu.
Andlát
10. desember 1987 lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, Dalvík,
Sigurlaug Sölvadóttir.
Sigurlaug var fædd í Kjartacnstaðakoti í Skagafirði 7. mars
1906. Foreldrar hennar voru Sigurjón Sölvi Jóhannsson og
Sigurlaug Björnsdóttir. 11 börn þeirra hjóna komust til fullorð-
insára og af þeim eru fjögur enn á lífi, Haraldur, Sigríður sem
býr á Dalbæ. Þórhildur og Jóhann. 1929 gekk hún í hjónaband
með Jóni Sveinbirni Vigfússyni frá Dalvík og bjuggu þau í Sæ-
landi meðan bæði lifðu. Sveinbjörn lést 1959. Þau hjón eiguðust
fimm börn: Sverri er lést 1983, Vigfús er lést 1981, Jónínu
Hólmfríði er lést fárra mánaða gömul og tvær dætur, Ástu Jón-
ínu og Birnu sem báðar búa á Dalvík.
Sigurlaug flutti inn á Dalbæ sumarið 1979, þegar dvalarhei-
milið var tekið í notkun.
Sigurlaug var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 19. desember og
hlaut legstað við hlið manns síns í Upsakrikjugarði. JHÞ.
Sundskálinn lifiiar við
Að eignast þak yfir höfuðið
Blokkhús við Lokastíg
Einhvern næstu daga ætlar
oddviti Svarfaðardalshrepps að
hóa saman fólki til athafnar í
gamla, góða Sundskálanum
okkar. Blaðið getur ekki beðið
eftir því, en vill skýra Iítillega frá
tilefninu. Það á nefnilega að
„opna" skálann eftir gagngera
lagfæringu, sem staðið hefur í
heilt ár eða meir. Það má víst
segja að hann sé genginn í endur-
nýjun lífdagann svo notað sé
gamalt orðalag eða að hann sé að
rísa úr öskunni eins og fuglinn
Fönix svo vitnað sé til grískrar
goðsögu.
Málið er það að nú er lokið
miklum áfanga við heildarum-
bætur á sundskálahúsinu, sem
kominn var í mikla niðurníðslu,
svo að tvísýnt þótti um að gerlegt
væri að hressa hann við aftur.
Á sínum tíma var þó tekin
ákvörðun um að það skyldi gert
og árangurinn er nú kominn í
ljós.
Að þessu sinni skal þess aðeins
getið að búið er að byggja nýja
og mjög fullkomna búningsklefa
við Skálann og koma upp vold-
ugu „súgþurrkunarkerfi" í sjálfu
laugarhúsinu til þess að losna
endanlega við rakann sem frá
öndverðu hefur verið til ama og
tjóns byggingunni og gestum
hennar. Þetta er mikið verk og
dýrt, kostar þegar upp verður
staðið, búið að setja klæðingu og
einangrun utan á veggi og sitt-
hvað fleira, eitthvað á bilinu 5-10
milljónir íslenskar verðbólgu-
krónur.
Hver kostar svo þetta? munu
einhverjir spyrja. Svarið er, að
stóri bróðir, íslenska ríkið, á að
kosta helminginn og svo eiga
heimaaðilar, Svarfaðardals-
hreppur og Dalvíkurbær að
skipta hinum helmingnum
bróðurlega á milli sín.
Nú á sem sagt að opna Skálann
tii notkunar að nýju og er þess að
vænta að menn notfæri sér þessa
nýju og fullkomnu aðstöðu vel og
rækilega. Strax nú um mánaða-
mótin mun Húsabakkaskóli hefja
þar skyldukennsluna og síðan á
Skálinn að vera opinn almenningi
einhverjar stundir strax nú í vet-
ur og einkum þó þegar vorar og
veðrin gerast blíð. Má trúlegt
þykja að ungdómurinn í sveit-
inni, og reyndar ekki síður á
Dalvík, muni sjá sér leik á borði
og baða sig í laugavatni og sól-
skini á þessum fagra stað úti í
grænni náttúrunni á sumri
komanda og um mörg ókomin
ár. Því Sundskáli Svarfdæla,
þessi 60 ára merkisbygging á að
standa um langa framtíð öldum
og óbornum kynslóðum Svarf-
dæla til gagns og gleði og and-
legrar og líkamlegrar heilsubót-
ar.
Við vonumst svo til að geta
greint betur frá málinu í næsta
blaði.
Laugardaginn 16. janúar voru
kaupendum afhentar 10 íbúðir
í blokkhúsi, sem risið er við
nýja götu, Lokastíg, sem liggur
norður/suður ofanvið gamla
húsið á Brimnesi. Fyrirtækið,
sem hefur byggt og nú selt
þessar íbúðir er Viðar hf. en
þar eru í forsvari bræðurnir
Daníelssynir frá Saurbæ í
Eyjafirði, Hilmar á Dalvík,
Viðar í Reykjavík og Víkingur
á Akureyri, sem var byggingar-
kaupendunum íbúðirnar, en
sem Hilmar Daníelsson afhenti
íbúirnar kaupendunum, en
þeir eru 7 einstaklingar og Dal-
víkurbær, sem er kaupandi að
3 íbúðunum. Hér er slitur af
upplýsingum, sem fram komu í
máli Hilmars:
Byrjað var á byggingunni í júlí
sl. en í henni eru 6 þriggja- og 4 ■
tveggja herbergja íbúðir. íbúð-
irnar eru seldar á föstu verði, til-
búnar undir tréverk með fullfrá-
genginni sameign og frágangi að
utan. Verð stærri íbúðanna er kr.
2.350.000 en þeirra minni kr.
1.850.000. Kaupverð að frádreg-
inni 300 þús útborgun er greitt
með væntanlegu láni Húsnæðis-
stofnunar ríkisins. Þó hefur eng-
inn kaupendanna, að einum
undanskildum, enn fengið svar
frá Húsnæðisstofnun við lán-
beiðni sinni. íbúðir Dalvíkurbæj-
ar, sem eru tveggja herbergja,
verða afhentar fullbúnar 1. apríl
n.k. Það kom fram, að enginn
þeirra einstaklinga, sem þarna
eignaðist eigið húsnæði, átti íbúð
fyrir.
Flestallir kaupendurnir voru
mættir til að taka á móti lykli að
íbúð sinni og var sjáanlegur
ánægjusvipur á andlitum þessa
fólks, sem flest er kornungt.
Staðurinn þarna ofan við Brim-
nesbæinn er ljómandi fallegur,
stutt til fjallsins og stórfenglegt
útsýni til allra átta: fram í dal,
upp til fjalls, út til hafs, yfir til
Hríseyjar og inn með firði. Þarna
verður áreiðanlega gott að eiga
heima. Að lokum skal þess getið,
að Viðar hf. hefur ákveðið að
ráðast í byggingu annarar blokk-
ar af sömu stærð vestan við göt-
una. Verður hafist handa við
framkvæmdina í apríl á vori
komanda. Eru þegar teknar að
berast pantanir í íbúðir í því
húsi.
Fiskiskipafloti Dalvíkinga fer
enn stækkandi. Haraldur hf.
hefur fest kaup á 136 brl. bát frá
Húsavík. Björg Jónsdóttir ÞH
321 heitir báturinn, sem er eikar-
bátur smíðaður í Svíþjóð 1964.
Þeir Haraldarmenn fá bátinn
afhentan um miðjan febrúar en
Húsvíkingarnir eru að kaupa
annan og stærri. Ekkert hefur
kvisast um hvaða nafn verður á
bátnurn þegar hann kemur í
hendur Haraldar hf. en þeir eiga
Harald EA 62 fyrir og munu
halda honum.
Eins og fram kom í fréttahorn-
inu í haust jókst umferð
vöruflutningaskipa og vöru magn
í gegnum Dalvíkurhöfn verulega
á síðasta ári. Samtals voru flutt
13.141 tonnafvörum út um höfn-
ina á móti 9.969 árið áður. Aukn-
ingin er 3.172 tonn. Innfluttar
vörur voru 11.202 tonn á móti
Kaupendur íbúða þeirra sem
afhentar voru í þetta skipti eru:
Bergur Lundberg og Regína
Halldórsdóttir, Björn Björnsson
og Sigríður Guðmundsdóttir,
Ellen Sigurðardóttir, Friðrik
Eins og fram kemur í grein um
úrkomu og veðurfar annarsstaðar
í blaðinu ríkti árgæska hér á landi
lengst af 1987. Ekki hvað síst
voru síðustu mánuðir ársins
óvenjulega mildir. Samt fór það
svo, að um miðjan desember
gerði dálítinn snjó, svo Norð-
lendingar fengu hvít jól eins og
best hæfir hér norður undir heim-
skautabaugnum.
Snjórinn hefur haldist síðan án
þess þó að nokkurn tímann hafi
gert eiginlega stórhríð eða stór-
fenni eins og við þekkjum þau
hér um slóðir. Aftur á móti gerði
geysimikið frost nú seint í þess-
um mánuði. Einkum var það
dagana 22.-24. jan. sem frostið
hélt sig í kringum 20 stig og frétt-
ir bárust um allt að 30 stiga frosti
austar og innar í landinu. Þessa
daga var heiður himinn og kyrrt
veður.
í slíku veðri sjást himintunglin
sérstaklega vel. Svo þá gátu
10.813 aukningin milli ára nemur
389 tonnum. Hins vegar var
landaður afli mjög svipaður bæði
árin. 1987 nam landaður afli
12.653 en 1986 var hann 12.753
þannig að mismunurinn er um
100 tonn. Bolfiskafli jókst en
rækjuafli minnkaði. Þessa dag-
ana eru kvótamál einstakra skipa
að komast á hreint og getum við
kanski kafað ofaní þau mál í
næsta blaði.
Miklar byggingarframkvæmd-
ir voru hér á Dalvík á síð-
asta ári. Það bendir allt til þess að
sama verði upp á teningnum
næsta sumar ef heldur fram sem
horfir. Viðar hf. ráðgerir að
byggja annað fjölbýlishús og
Tréverk hf. raðhús. Tréverk hef-
ur sótt um óbyggða lóð austan
Bjarkarbrautar suður undir
Björk, þar vilja þeir byggja fjöl-
býlishús. Þá hefur flogið fyrir að
Helgason og Sigríður Jósepsdótt-
ir, Guðmundur Júlíusson og
Áslaug Þórhallsdóttir, Hilmar
Friðþjófsson, Kristinn Hauksson
og Herdís Valsdóttir.
menn, og geta enn, virt fyrir sér
a.m.k. tvær skærustu pláneturn-
ar. Það eru Venus og Júpíter.
Venus er kvöldstjarna og fer að
sjást á suðurhimninum strax og
skyggja tekur. Hún er jafnvel
óvenjulega skínandi björt vegna
nálægðar við jörðu og gengur
undir Svarfaðardalsfjöllin upp úr
kl. 6 á kvöldin. Júpíter gengur á
eftir ástastjörnunni og miklu
hærra á lofti og sest trúlega undir
Böggvisstaðafjallið frá Dalvík
séð seint á kvöldi. Nú er vaxandi
tungl og á dögunum munaði
minnstu að tunglið gengi fyrir
Júpíter, sem stundum gerist og
þykir alltaf dálítill viðburður. En
að þessu sinni „varð árekstri
forðað" og ekkert skeði.
Nú skyldu menn taka vel eftir
þessum „himnakroppum" og
aldrei framar rugla þeim saman,
því önnur er inna við en hin utan
við okkur á hringferð okkar allra
í kringum móður SÓL.
Viðar hf. sé með fleira í athugun
en fjölbýlishúsið. Sem sagt ýmis-
legt í farvatninu í þessum efnum
og á þessi gróska í íbúðabygging-
um ekki hliðstæðu annars staðar
á landsbyggðinni um þessar
mundir.
Meistaramót íslands í atr-
ennulausum stökkum var
haldið 23.-24./1. ’88 í Rvík.
Þrenn gullverðlaun og tvenn silf-
urverðlaun féllu í hlut Dalvík-
inga. Þóra Einarsdóttir hlaut öll
þrenn gullverðlaunin:
Langstökk án/atr. 2,63 m
Hástökk án/atr. 1,34 m
Þrístökk án/atr. 7,73 m
Snjólaug Vilhelmsdóttir hlaut
tvenn silfurverðlaun:
Langstökk án/atr. 2,57 m
Þrístökk án/atr. 7,61 m
Vel af sér vikið og „geri aðrar
vinnukonur betur".
Fréttahomið
F.v. Viðar og Hilmar Daníelssynir og fyrstu kaupendurnir, Sigríður Guð-
mundsdóttir og Björn Björnsson.
Tíðarfarið