Norðurslóð - 29.03.1988, Qupperneq 3
NORÐURSLÓÐ - 3
5. ágúst. Fór Arngrímur á
Porsteinsstöðum með kú til amt-
mannsins á Akureyri. Fór Týra
hér út og vestur, með henni fóru
að sögn heimleiðis til Reykjavík-
ur úr yfirreiðarferðum sínum um
Norðurland og Austurland,
biskup, landshöfðingi og póst-
meistari.
9. ágúst. Allvíða hirt tún í
dag. Fór ég til kirkju gangandi og
Nonni. Stúlkur og drengir riðu á
hrossum.
19. ágúst. Frost og morgni. Féll
kartöflugras til muna var í góðum
horfum.
20. ágúst. Fóru alfarnir til
róðra Þorleifur (Rögnvaldsson)
Klængshóli og Kristján.
28. ágúst. Fór Nonni ofan til
róðra. Fóru margir alfarnir til
sjávar, ágætur afli.
1. september. Fór ég ofan og
Jói með til að taka aftur hesta.
Flutti heim þungt á hesti, hlutur
Nonna. Tókum til róðra á okkar
bát. Komu drengir ofan (drengir
eru Jóhann og Sveinn. Tryggvi er
7 árum yngri) og fluttu heim að
auki 18 ýsubönd og allan fiskinn
til flatnings hér heima.
7. september. Fór ég til
Gránufundar, samferða Þórði á
Hnjúki, Sigurði í Tjarnargarðs-
horni (síðar Grund). Júlíus
(Hallssyni) Hverhóli (faðir Árna
Brekkukoti), Árna Sölvasyni,
Vigfúsi Holárkoti. Náðum í fjár-
hús á Dagverðareyri. Fjaska
hvasst.
8. september. Lokið heyskap.
Var á Gránufundi á Oddeyri.
15. september. Farið í göngur,
bieytuillviðri og kuldi, margir
mjög lúnir. Páll hér veiktist var í
Gljúfurákoti.
16. sept. Birti upp tók allan
snjó miðhlíðis. Komu faktorar.
Tóku til markaðs. Markaður á
Hofsrétt. Selt 1000 og 30 kindur
eða þá fátt eitt fleira.
18. sept. Fór Sólveig og Páll í
kaupstað. Sveitarmenn ráku allt
féð, og fjöldi fór þar fyrir utan,
með hesta í kaupstaðarferð, líka
nokkrir sjóveg.
24. sept. Komið með Hött litla
til Sólveigar frá Koti. Klárað að
þekja útvallar flagið. Búist og
farið ofan til kaupstaðarferðar,
lagt á stað að kvöldi á nótabát
Böggvisstaða ogokkarbát. Kom-
umst inn að Brimnessandi lágum
þar yfir lágnættið í sunnan stormi
og úrkomu.
29. sept. Fórum að slaga inn
hjá Haga. Gjörði svo norðan
hríð hvassa gott leiði. Var Rósa
samskipa inn fjörðinn á leið frá
Kaupmannahöfn. Lögðust kl. 6
e. m. á Akureyrarpolli. Kýr sett-
ust inn alls staðar.
30. sept. Vorum í kaupstað,
tekið út og flutt í nótabát allt
klárt að kvöldi.
1. október. Farið á stað kl. 8
f. h. Lagt við Böggvisstaðasand
V/i að nóttu. Allt flutt upp og
gekk vel, búið kl. 6, þá lögðu
menn sig til svefns í 2 tíma.
2. október. Komu margir ofan
og sóttu kaupstaðarvörur. Skift
úr einu olíufati af 4 sem komu.
Ekki komið ofan til mín. Gisti í
Sandgerði (þar var húsráðandi
Júlíus Magnússon).
3. okt. Komið ofan til mín
með hesta. Flutti Nonni heim
kornvörur og fleira. Var ég kyrr
við olíumæling úr tveim fötum
svo fór ég og Jón á Hvarfi í Háag-
erði til gistingar.
4. okt. Kom Páll ofan með
hesta og flutti heim kornvörur.
Komum heim í björtu.
9. okt. Fórum við Páll að velja
steina út í skriðu.
11. okt. Tók ég til skurðar 8
sauði og 2 lömb. Rakaðar gærur.
13. okt. Komu hreppsnefndar-
menn til niðurjöfnunar. Jón á
Hreiðarsstöðum, Halldór hrepp-
stjóri, séra Kristján, Baldvin á
Böggvisstöðum, Sigurður á
Tungufelli, Jón Syðra-Hvarfi,
Sigfús Krosshóli, vantaði Þorgils
Sökku.
19. okt. Býst á stað yfir í Nes
með umboðsjarðagjöld til Ein-
ars. Kom í Háls, þaðan og Jón á
Hreiðarsstöðum á Litla-Árskógs-
sand að Gunnlaugs, þar í 2 tíma,
svo beittum við með hans mönn-
um og iögðum. Settir upp í
Finnastaðafjöru. Gengum inn
Strönd fyrir ofan Grenivík, suður
Hverfi að Grýtubakka, komum
þar í dögun þann 20. Logn og
blíðveður alltaf.
20. okt. Þáðum kaffi á Grýtu-
bakka. Fórum í Nes. Jóni fylgt að
Laufási. Ég afgreiddi til Einars
569,75 kr. þar af fékk hann mér
18 kr. í umboðslaun,- Jón kom
aftur með konuna og barnið.
Báðum fylgdar með þau að
Steinkoti þaðan í Litla-Árskóg,
en við út á L.-Sand óðum Þor-
valdsdalsána og fórum svo upp
að Krossum.
21. okt. Hláka í nótt. Kom
konan með barnið sitt kl. 11 út í
Krossa. Bárum við barnið að
Hálsi, töfðum þar og skyldum
það eftir. Komum hér að Hvarfi
kl. 6. Sama hláka hér og orðið
nær því örísa til fjalla og dala og
áin liggur á löndum. Gisti Jón og
hvíldumst vel báðir.
25. okt. Nonni kom heim
hafði farið 2 róðra, lítill afli.
Hólsmenn í kaupstað með þeim
Baldvini á Böggvisstöðum.
28. okt. Kom Halldór á Mel-
um líka með fólkstalsform til
Stefáns í Hofsárkoti og Gísli á
Hvarfi, hér í sókn. Drengir skutu
86 rjúpur.
29. okt. Kom vinnumaður frá
Skriðulandi að sækja peninga
Filipíu Sigurðardóttur (Sveins-
,sonar frá Hofi, F. flutti til ísa-
fjarðar) alla innstæðu með vöxt-
um 638 kr.
I. nóv. í dag á manntal að fara
fram í öllum hreppum, sama um
allt land.
6. nóv. Fór Nonni inn á Akur-
eyri með 9 krónur fyrir skotfæri.
7. nóv. Kom Nonni heim með
skotfærin. Sendi Pál með bréfin í
Tjörn.
II. nóv. Fór seint um kvöld
fram að Melum. Gekk Skíðadals-
ána á ís. Fór Páll með mér að
ánni.
18. nóv. Fór ofan á Sand með
Jóni sem vill selja fiskúthaldið
okkar Guðjóni á Skáldalæk (G.
Jóhannsson fyrri m. Ingibjargar
Svæði).
21. nóv. Kom Jón á Hr. Fór
með honum í syðra Hvarf. Borg-
aði ég kirkjugjald mitt, 5 pund
tólg og 6 kr. í pen. alls 7,25 kr.
Tafið fram á kvöld, lesið úr Eld-
ingu. Fór heim á vöku.
22. nóv. Á vöku kl. 9V5 kom
talsvert þéttur jarðskjálftakippur
svo brast í húsum til muna.
28. nóv. Kom Gísli á Hvarfi úr
kaupstað gangandi. Kom með
bók mína, og vasakver sem Chr.
Hafstein sendi mér með fanga
merki á skildi á annari hlið. Mið-
vikudaginn 26. þ.m. lagði kaup-
skipið Grána út af Eyjafirði með
síldarfarm.
8. des. Sigurður á Urðum
færði Sólveigu skónálar, við feng-
um honum magál. 12. þ.m. dó
Snjólaug Baldvinsdóttir Krossum.
14. des. Dáið barn á Tjörn
Kristján Eldjárn son Jóns og
Stefaníu, (J. Tr. Jóhannssonar og
S. Hjörleifsdóttur). Fórum að
Urðum að jarðarför Ólafs á
Þverá Sv. (Sigurðssonar frá
Koti). Fréttum lát Hjörleifs á
Tjörn Kristjánssonar prests þar
og maddömu Petrínu Soffíu
Hjörleifsdóttur) það 8. sem dáið
hefur úr umferðarveiki nú,
(barnaveiki).
17. des. Sagar Gísli enn í dag
fletti 6 pör skíða. 15. þ.m. dó
tökubarnið í Hofsárkoti. Það 1.
hér í sókn en það 9. í tölu barna
sem dáið hafa hér í sveit á
skömmum tíma.
18. des. Trippin og rauður
hýst í nótt í fyrsta skifti. Rjúpa
bar hvítu nauti. Fór Gísli á
Hvarfi heim úr sögun. Kom
Stefán Hofsárkoti með boð frá
Tjörn.
20. des. Fórum að Tjörn.
Voru jarðsettir Hjörleifur og
Kristján börn þar. Um 40 manns
viðstatt.
24. des. Fór Lilja út að Völl-
um að syngja.
25. des. Messað á Völlum. Fór
allt fólk héðan til kirkju, og þess
vegna stóð allt fé inni. Kom
Björn Snorrason.
26. des. Byrjuð tilhleiping
hér. Komu nokkrir menn, en fólk
fór héðan til Tjarnarkirkju,
Anna nótt í Brekku.
27. des. Köfnuðu 4 kýr í fjósi
á Hallgilsstöðum í Möðruvalla-
sókn. Hafði kviknað í þurru torfi
af öskuburði í fjósið. Engin kýr
eftir á lífi.
29. des. Kom Sig. á Tungufelli
Vorum við sparisjóðinn að gera
upp.
30. Kom Sig. á Tungufelli.
Héldum áfram við sparisjóð til
kl. 5. Sóttur að Hofi til að vera
yfir veikri kú sem stóð ekki upp
né heildist eftir kálflrurð í nótt.
Kom Ólafur á Hallgilsstöðum að
fala kýr til kaups.
31. des. Var á Hofi í nótt, kýr-
in staðin upp og át lítið eitt en
heilist ekki. Fór ég heim snöggv-
ast og klæddi mig til að geta farið
á aftansöng sem haldinn var á
Völlurn. Mjög fjölmenni. Fór ég
aftur að Hofi. svo heim kl. 12
e.m. var þá sótt naut og haldið
Skrautu og Yngri-Rauðhjálmu
báðum í senn. Var bjart veður
heiðskýrt og frostkali lítill. Þann-
ig endaði árið 1890 má kalla
góðæri frá nýjári.
Hnjótafjall Heljardalsheidi til vinstri.
Sími um Heljar-
dalsheiði á ný?
Árið 1906 var merkisár í íslands-
sögunni. M.a. kom þá til landsins
sæsími frá Skotlandi um Færeyjar
til Seyðisfjarðar. Á leið sinni
þaðan til Reykjavíkur lá hann
um Heljardalsheiði og er mikil
saga um símlögnina þar, enda
mun þetta hafa verið einn allra-
hæsti og tofærasti kaflinn á allri
þessari leið.
Alltaf þótti þessi kafli á milli
Svarfaðrardals og Skagafjarðar
vera erfiður í viðhaldi á meðan
síminn var þar á staurum. Síðar
var hann lagður í jörð yfir
háheiðina og að lokum aflagður
með öllu eftir að komið var nýtt
samband að sunnan bæði með
þræði og þráðlaust.
Ljósleiðari
Nú á dögunum var hér á ferðinni
umdæmisstjóri pósts og síma á
Akureyri, Ársæll Magnússon.
Hann kom á Dalvík og ræddi við
póstmeistara vorn, Þorgils Sig-
urðsson. Einnig skrapp hann
framm í dal og ræddi við Gunn-
laug bónda á Þorsteinsstöðum og
e.t.v. fleiri. Erindi hans þangað
frameftir var að horfa upp á Helj-
ardalsheiði og fræðast um hana.
Ástæðan er þessi:
Nú er í gangi lagning svokall-
aðs ljósleiðararstrengs milli
Reykjavíkur og Akureyrar. í
fyrra var lagt milli Blönduóss og
Sauðárkróks. Á fjárlögum í ár er
ætlað fé til þessa verks milli
Sauðárkróks og Akureyrar og
næsta ár er svo gert ráð fyrir
tengingu milli Blönduóss og
Reykjavíkur. Nú er sem sagt ver-
ið að athuga hvaða leið er hent-
ugast að fara milli Skaga- og
Eyjafjarðar og koma fleiri leiðir
til greina rétt eins og 1906-7. Það
er Öxnadalsheiði, Hörgárdals-
heiði og Heljardalsheiði. Sitt-
hvað mælir með Heljardalsheiði
þótt hún sé hæst og hrikalegust.
M.a. það að þessi nýi strengur
þarf að koma við á Dalvík.
Málið er það, að til stendur að
setja upp nýja símstöð á Dalvík
jafnvel þegar á þessu ári, stöð
sem notar svokallað digital eða
stafrænt kerfi og kunnum við
varla að skýra frá svo tæknilegum
hlutum en segjum nánar frá þeg-
ar þar að kemur. Hitt er hægt að
segja, að allt þetta á að gefa
möguleika á miklu betra síma- og
jafnvel útvarpsþjónustu milli
Suður- og Norðurlands og bæta
sérstaklega símaþjónustu hér á
okkar svæði.
Rétt er að taka fram í lokin að
allt er málið nú í athugun og ekki
víst, að Helja verði fyrir valinu
sem línustæði. En gaman væri
það ef ævintýrið frá 1906-7
endurtæki sig nú í breyttu formi.
Mælingamenn við Stóruvörðu á Heljardalsheiði.