Norðurslóð - 26.04.1988, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 26.04.1988, Blaðsíða 1
Heilsaö upp á Sofonías Þorkelsson í Hofsárrcit á sumardaginn fyrsta. Ljósm. HEÞ Köld sumarkoma - en batinn í augsýn? sumardaginn fyrsta, enda hörku- frost daga jafnt sem nætur og þó að sólin skíni af öllum kröftum vinnur hún ekkert á breðanum. Ekki eru menn þó mjög niður- dregnir yfir ástandinu, veðrið er raunar ágætt, samgöngur í prýðislagi, nóg fóður í sveitinni o.s.frv. Og álitið er að undir snjónum sé mjög lítill klaki í jörðu, svo menn eiga ekki von á kali í túnum að þessum sinni. Að leika sér í snjónum grágæsa, sem flugu fram og aftur. um dalinn í leit að opnu vatni, sem hvergi er að finna. Svo sá blaðamaður reyndar hrossagauk, sem flaug upp af auðum bletti þar sem volga vatnið hans Þorsteins Aðalsteinssonar rennur niður í Holtsskriðuna. Margir voru á skíðum. Fáir samt í Böggvisstaðafjalli, því fjöldi Dalvíkinga voru í Hlíðar- fjalli við Akureyri þar sem ung- dómurinn tók þátt í Andrésar Andar leikunum og stóðu sig vel sbr. frétt annars staðar í blaðinu. Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl 1988, rann upp bjartur og fagur - með 10 stiga frosti. Það frusu svo sannarlega saman vetur og sumar, sem kvað vera mikill góðsviti. Þó að það skuli fúslega viður- kennt, að menn eru fljótir að gleyma, þá hlýtur að mega segja, að þessi sumarkoma nú sé ein- hver hin harðneskjulegasta, sem um getur. Norðanhríðin, sem hér geysaði dögum saman fyrir og um miðjan mánuðinn, skildi héraðið eftir undir þungu snjóafargi með sköflum, sem sums staðar eru ævintýralega háir. Þessi snjór var enn ekkert farinn að sjatna á Þrátt fyrir allt sáust vormerki í lofti einmitt á sumardaginn fyrsta. Þau voru í líki nokkurra Þá var gerður út sleða/skíða- leiðangur upp í Tungnahryggs- skála. Það voru 6 vélsleðar frá Dalvík og úr dalnum plús 7 skíðamenn og farþegar, alls 13 manns, 11 karlar, 2 konur. í skálanum hittu leiðangursmenn 5 Skagfirðinga, sem unnu við að einangra þak og veggi skálans. Þessi ferð var hin ágætasta að sögn, því fjallaheimurinn uppi á Tröllaskaga er stórfenglegur og engu öðru líkur. Fleiri mættu kanna þær slóðir. En nú er kominn tími til að fari að vora, svo ekki þurfi að kveða gömlu vísuna: Hóla bítur hörkubál, hrafnar éta gorið. Tittlingarnir týna sál, tarna er Ijóta vorið. P.S. Og nú, 25. apríl er reyndar kom- ið hlýrra veður, snjórinn farinn að síga og fuglar að syngja. Gleðilegt sumar! „Árgerði frá suðri séð / á sumardaginn fyrsta" - Hver vill butna? Ljósm. HEÞ Bráðum kemur betri tíð Bráðum keriiur betri tíð með blóm í haga, sœta langa sumardaga. Þá er gaman að trítla um tún og tölta á eingi, einkum fyrir únga dreingi. Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýngur, og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur. H.K.L. Andrésar Andarleikamir: Agætur árangur DalvOdnga Skíðamót það sem kennt er við And- rés önd var haldið í 13. sinn í Hlíðar- fjalli 20.-23. apríl. Mótið er styrkt af dönsku Andrésar-útgáfunni ug Skipadeild SIS gaf verðlaunin. í svigi og stórsvigi fá 6 fyrstu verðlaun, en í göngu og stökki 3 fvrstu, þar sem keppendur eru mun færri. Frá Dalvík voru að þessu sinni 46 keppendur, þar af 6 frá Árskógs- strönd en það eru drengir og stúlkur 12 ára og yngri, seni hafa stundað skíðin af dugnaði í vetur og tekið þátt í skíðanámskeiðum. Árangur Dalvíkinga var mjög góöur af 24 gullverðlaunum í svigi og stór- svigi fengu Dalvíkingar 8 en samtals 17 verðlaun. Árangur Dalvíkinga var eftirfarandi: STÓRSVIG. Drengir 7 ára og yngri. 58 keppcndur. I. sæti Björgvin Björgvinsson. Dalvíking- ar voru í 9., 10., 16., 25. og 27. sæti. Stúlkur 7 ára og yngri. 48 keppendur. Dalvíkingar voru í 3!..38.,39. og41. sæti. Drengir 8 ára. 44 keppendur. 1. sæti Sturla M. Bjarnusnn. Dalvíkingar voru í 9., 11. og 12. sæti. Stúlkur 8 ára. 32 keppendur. Dalvíkingur var í 27. sæti og ein lauk ekki keppni. Drengir 9 ára. 35 kcppendur. 6. sæti Hannes Steindórsson. Dalvíkingar voru í 16., 20.. 22. og 28. sæti. Stúlkur 9 ára. 39 Iteppendur. 1. sæti Eva Bragadóttir. 3. sæti Snjólaug Jónsdóttir. 6. sæti Dagbjört Sigurpálsdótt- ir. Dalvíkingar voru í 24. og 35. sæti. Drengir 10 ára. 33 keppendur. 1. sæti Sveinn Torfason. Dalvíkingar voru í 9. og 30. sæti. Stúlkur 10 ára. 41 keppandi. Dalvíkingur var í 17. sæti. Drengir 11 ára. 57 keppendur. Dalvíkingar voru í 8. og33. sæti.einn lauk ekki keppni. Stúlkur 11 ára. 23 keppendur. Enginn frá Dalvík. Drengir 12 ára. 45 keppendur. 3. sæti Sveinn Brynjólfsson. Dalvíkingar voru í 8., 19., 25., 26., 32. og 35. sæti. Stúlkur 12 ára. 29 keppendur. 2. sæti Margrét Eiríksdóttir. Dalvíkingur í 26. sæti. SVIG. Drengir 7 ára og yngri. 50 keppcndur. 2. sæti Björgvin Björgvinsson. 5. sæti Atli V. Björnsson. Dalvíkingar voru í 8., 9., 15., 21. og 31. sæti. Stúlkur 7 ára og yngri. 50 keppendur. Dalvíkingar voru í 29.. 37. og 40. sæti. tveir luku ekki keppni. Drcngir 8 ára. 46 keppendur. 1. sæti Sturla M. Bjarnason. Dalvíkingar voru í 11., 12. og 17. sæti. Stúlkur 8 ára. 33 keppendur. Dalvíkingar voru í 26. og 28. sæti. Drengir 9 ára. 32 keppendur. Dalvíkingar voru í 17., 20. og 21. sæti. Stúlkur 9 ára. 39 keppendur. 1. sæti Eva Bragadóttir. Dalvíkingar voru Í8..9., 19. og 35. sæti. Drengir 10 ára. 33. keppendur. 1. sæti Sveinn Torfason. 3. sæti Gauti Sigurpálsson og Dalvíkingur í 14. sæti. Stúlkur 10 ára. 45 keppcndur. Dalvíkingur í 17. sæti. Drengir 11 ára. 52 keppendur. 4. sæti Valur Traustason og Dalvíkingur í 31. sæti, einn lauk ekki keppni. Stúlkur 11 ára. 19 kcppendur. Enginn frá Dalvík. Stúlkur 12 ára. 27 kcppendur. 2. sæti Margrét Eiríksdóttir og Dalvíking- ur í 26. sæti. Drengir 12 ára. 44 keppendur. 1. sæti Sveinn Brynjólfsson. Dalvíkingar í 10. og 17. sæti. Þrír luku ekki keppni. Ganga og stökk er ekkert æfð af krökkum héðan. en Sveinn Brvnjólfsson var eini keppandinn frá Dalvík í göngu og varð í 5. sæti. I stökki tóku þátt þrír frá Dalvík. Bjarmi Skarphéðinsson varð í 7. sæti í sínum flokki, Sveinn Brynjólfsson í 6. sæti og Kristján Sighvatsson í 8. sæti. Það var ánægður og sólbrúnn hópur kepp- anda og farastjóra sem kom til Dalvíkur á laugardagskvöldið 23. apríl. Fararstjór- arnir sögðu að ferðin hafi gengið vel og framkoma barnanna verið héraðinu til sóma. Alls voru keppendur frá 13 héruð- unr, 541 þátttakandi og 150 fararstjórar. Sv.St. Eva Bragadóttir, tvöfaldur meistari í alpagremum. Ljósm. I)agur Stoltir sigurvegarar. F.v. Sturla Bjarnason og Björgvin Björgvinsson. Ljósm. Dagur

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.