Norðurslóð - 26.04.1988, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 26.04.1988, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 DeOdarfundir Kaupfélags Eyfirðinga Fimmtudaginn 14. apríl voru haldnir deildarfundir í Svarf- aðardals- og Dalvíkurdeildum Kaupfélags Eyfirðinga. Veður var upp á það lakasta, reglu- legt kaupfélagsfundarillviðri upp á gamla mátann sögðu ein- hverjir, og mætingin var eftir því. Kaupfélagið er mjög stór þátttakandi í atvinnulífinu á Dalvík, svo miklu máli skiptir að fyrirtæki þess á staðnum gangi vel og áfallalaust. Það segir sína sögu i þessu sam- bandi, að heildarlaunagreiðsl- ur KEA á Dalvík 1987 voru 140 milljón krónur, þar af um 58% í fiskiðnaðinum. Þetta og margt fieira kom fram í ítar- legri skýrslu Rögnvaldar Skíða Friðbjörnssonar útibússtjóra. Hér verður í niáli og myndum gerð grein fyrir því merkasta, sem fram kom í máli útibús- stjóra. I stjórum dráttum gekk rekst- urinn vel á árinu. Heildarvelta útibúsins var yfir 812 milljónir, þar af rúmlega helmingurinn velta frystihússins ásamt annarri fisk- verkun tengdri því. Verslunin á Dalvk jókst nokk- urn veginn í takt við verðbólgu og var að sjálfsögðu langmest í Svarfdælabúð eða kr. 141 millj- ón. Byggingarvörudeildin seldi líka vel eða fyrir kr. 51 milljón. er þar um mikla aukningu að ræða frá fyrra ári, sem endur- speglar væntanlega batann í byggingarstarfsemi á staðnum. Bensín- og olíusala frá bílaverk- stæðinu dróst mikið saman og hefur nú verið lögð niður. Nýjasta fyrirtæki félagsins á Dalvík, Fiskiland, sent er rekið í tengslum við frystihúsið, hafði veltu upp á nærri 4,5 milljónir og er nú að feta sig áfram til fjöl- breyttari framleiðslu, nú nýlega rneð framleiðslu á fiskibollum. í yfirlitsskýrslu um stofnkostn- að kom fram, að félagið hefur fjárfest á Dalvík fyrir rúmlega 15 milljónir á árinu 1987 og er það langmest innrétting nýju bygg- ingardeildarinnar annars vegar og hins vegar tækjakaup í fryst- ihúsið, rúmlega 7 milljónir í hvorn stað. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um neinar meiri- háttar framkvæmdir á árinu 1988, Tonn 1300 1200 1100 1000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 Jan. Febr. Mars en í liðnum fjárfestingar 1987 var m.a. „hönnunarkostnaður nýrrar véladeildar við bifreiðaverkstæð- ið kr. 134 þúsund“. Þetta er vís- benöing um hvað ntuni verða næsta stórverkefni félagsins á Dalvík. En hvort það fer í gang á þessu ári eða þvf næsta er ekki Ijóst á þessari stundu. Af minni háttar framkvæmdum nefndi úti- bússtjóri malbikun á plani vestan við frystihús/sláturhús. Þá kom það fram, að kaupfélagið hafði á árinu selt tvö íbúðarhús, sem lengi hafa verið í eigu þess, Hóla- veg 11 og Sognstún 2. Um stöðu viðskiptareikninga er það að segja, að inneignir voru í árslokin 29 milljónir en skuldir 37 milljónir. I innlánsdeild voru í árslokin rösklega 52 ntilljónir og hafði innstæðan hækkað um tæp 40% á árinu. Frystihúsinu bárust alls á árinu ’87 6740 tonn af fiski. Úr honum voru unnar afurðir sem hér segir: Freðfiskur 1387 tonn, saltfiskur 1430 tonn, saltflök 14 tonn, skreið 61 tonn og hausar 191 tonn. Engar afkomutölur voru gefn- ar upp á fundunum enda hefur aðalfundur kaupfélagsins enn Flaggað fyrir vorinu í GoAabraut á Dalvík. UNNIN AFLI 1987 SKIPTING EFTIR VERKUNARAÐFERÐUM Alls unnin afli 1987 = 6.739.672 Apríl Maí Jiini Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Hvítt = frysting, svart = söltun, strikaö = skreift. ekki verið haldinn. Við þessar upplýsingar má því við bæta, i sambandi við stöðu- breytingar hjá félaginu, að skrif- stofustjórinn, Ásmundur Jóns- son, mun nú senn hætta og flytj- ast á brott. í hans stað hefur nú verið ráðinn Fórður Viðarsson. 24 ára gamall Húsvíkingur. Hann er lærður í Samvinnuskólanum, en er auk þess útgerðartæknir að mennt. ✓ Sala verslana og fyrirtækja U.K.E. Dalvík 1987 1986 Vísi- Verslun: Kr. Kr. tala Áburðarreikningur 9.237.559.00 8.731.689.00 1.0579 Byggingavörudeild 51.065.777.00 36.070.201.00 1.4157 Fiskhús 3.439.586.00 3.073.912.00 1.1190 Fóðurvörudeild 12.053.387.00 15.237.752.00 0.7910 Svarfdælabúð 141.428.980.00 114.198.244.00 1.2385 Olíusala - smurning 3.900.916.00 3.764.047.00 1.0364 Varahlutadeild BVD 28.850.237.00 24.166.145.00 1.1938 Samtals 249.976.442.00 205.241.990.00 1.2180 Þjónusta - Iðnaður: Bifreiðadeild 2.883,879.00 2.787.572.00 1.0345 Seld vinna Bílaverkst. 36.658.637.00 32.213.728.00 1.1380 Bensín/olía - Bílaverkst. 3.665.049.00 4.380.912.00 0.8366 Hrognareikningur 7.635.759.00 Umboðssala olía 37.029.919.00 41.321.764.00 0.8961 Ýmsar tekjur 8.317.702.00 6.477.765.00 1.2840 Samtals 96.190.945.00 87.181.741.00 1,1033 Sjávarútvegur: Frystihús 402.462.438.00 319.487.569.00 1.2597 Fiskiland 4.394.162.00 Samtals 406.856.600.00 319.487.569.00 1.2735' Landbúnaðarreikningar: Stórgripaslátrun 9.503.012.00 6.382.874.00 1.4888 Sláturhússreikningur 50.015.295.00 40.955.438.00 1.2212 Samtals 59.518.307.00 47.338.312.00 1.2573 Velta alls 812.542.294.00 659.249.612.00 1.2325 Hlutfall af veltu: Þús. kr. 1987 % Þús. kr. 1986 % Verslun 249.976 30,75 205.242 31,13 Þjónusta - Iðnaður 96.191 11,85 87.182 13,23 Sjávarútvegur 406.857 50,08 319.488 48,46 Landbúnaður 59.518 7,32 47.338 7,18 Heildarvelta 812.542 100,00 659.250 100,00 Auglýsing: Óska eftir að taka íbúð á leigu sem fyrst. U.K.E. Dalvík. Rögnvaldur Friðbjörnsson.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.