Norðurslóð - 22.09.1988, Síða 1
Svarfdælsk byggð & bær
12. árgangur
Fimmtudagur 22. september 1988
7. tölublað
Guðmundur Jónsson fjárbóndi á Dalvík hugar að fé sínu.
Ljósm. H.E.Þ.
Sé ég eftir sauðunum...
- Svipmyndir af Dalvíkurrétt
Fréttamaður Norðurslóðar var
þar staddur laust fyrir hádegið
þegar féð var að koma að réttinni
og dreif að mikill mannfjöldi til
að sjá sauðfé áður en það er of
seint vegna niðurskurðarins.
Veður var gott og kom frétta-
manni á óvart hve staðurinn er
vinalegur þarna norðan við Stór-
hólinn og hve þarna var margt
um fólk og fénað af því síðar-
nefnda líklega fleiri en á sjálfri
Tungurétt, sem hann hafði hing-
að til haldið að væri hin eina
sanna rétt í byggðarlaginu.
Gangnasvæði Dalvíkinga eru
3: Fremst er svæðið milli Holtsár
og Brimnesár, þá milli Brimnesár
og Karlsár og nyrst svæðið norð-
an Karlsár allt norður eftir Múla
til Ófærugjár, þar sem mætast
lönd Dalvíkinga og Ólafsfirð-
inga.
Langflest fé virtist fréttamanni
koma af miðsvæðinu, þ.e. Upsa-
dal og Hólsdal og fjallinu á milli,
Bæjarfjalli. Og nú munu þeir les-
endur, sem ekki eru staðkunnug-
ir hætta að skilja. Það er af því að
þessir dalir heita allir tveimur
nöfnum, sínu hvoru megin ár.
Böggvisstaða- og Upsadalur er
einn og sami dalurinn og áin er
Brimnesá. Hóls- og Karlsárdalur-
inn er einn dalur og áin er Karlsá.
Múlareksturinn kom síðastur til
réttar og ekki var hann stór,
eitthvað lítið á annað hundrað
fjár, en vænt var það fé og föngu-
legt, það verður að segjast.
Reyndar var allt fé í Dalvíkurrétt
ljómandi fallegt, lömb jafnt sem
eldra fé. Datt fréttamanni í hug
gamla, sunnlenska saknaðarljóð-
ið, sem byrjar svo:
Sé ég eftir sauðunum,
sem að koma af fjöllunum
og etnir eru í útlöndum.
Þarna verður þó að gera smá-
breytingu á síðustu setningu og
segja t.d. og grafnir eru í gjót-
unum.
Sjá myndir á bls. 3.
Dalvíkingar höfðu göngur og
réttar á venjulegum tíma þ.e.
laugardaginn 17. september.
Vörpulegur gangnamaður úr Múl-
anum - Björn Björnsson smiður.
Ljósm. H.E.Þ.
Haustpístíll
- Heyskapur, göngur og réttir
í Svarfaðardal
Sumarið er liðið og komið haust
með tilheyrandi stormum og
regni. Göngur og réttir eru
afstaðnar og náttúran býr sig í
vetrarklæðin.
Ekki munu svarfdælskir bænd-
ur þurfa að kvíða vetri vegna
heyforðans því hann mun hafa
orðið sæmilegur bæði að vöxtum
og gæðum. Heyskapartíðin var
reyndar erfið undir það síðasta,
en þó voru langflestir búnir með
sinn fyrirhugaða heyskap um
miðjan ágúst. Það var jafngott
því þá gekk hann í vætutíð. Allar
götur síðan hefur tíðin verið rök
og rysjótt svo ógerlegt hefur ver-
ið að þurrka hey.
Hámarki náði rosi og rigning
undir mánaðamótin þótt ekki
væri úrkoman sambærileg við
það sem gerðist hjá nágrönnum
okkar norðan Múlans. Samt var
úrkoman í miðsveitinni hér á 5
dögum, 28. ágúst-1. sept.,
samanlagt 75 mm, sem er tvöföld
meðalúrkoma septembermánað-
ar í lieild.
Þess má geta að úrkoman í síð-
ari hluta ágúst var kærkomin kart-
öflugörðunum, sem höfðu þjáðst
af þurrki í allt sumar. Uppskera
þessa jarðargróða er því dágóð
því frost kom ekki fyrr en aðfar-
arnótt 13. september. Þá kolféllu
grös um alla'sveit. Og ekki má
gleyma blessuðum berjunum.
Spretta þeirra var með ólíkindum
mikil. Munu margir hafa sökkt
upp í stóru ausunni sinni með öll-
um þremur berjategundunum,
krækiberjum, bláberjum og aðal-
bláberjum (bláum og svörtum).
Göngur
Göngum var flýtt. Þær fóru fram
9. og 10. september og Tungu-
réttin var þann 11. Veður var
ekki sem ákjósanlegast, en þó
ekki afleitt. A réttinni var fjöl-
menni að venju, jafnvel venju
fremur, mikið sungið og mikið
drukkið - vel eð merkja af kaffi
hjá húsfreyju Tilraun í Tunguseli
- jú og svo af einhverju sterkara
úr pelunum, sem ekki höfðu allir
gleymst heima. En hvað þá um
kindurnar, sem eiga að vera aðal-
málið á einni fjárrétt? Jú, reynd-
ar sáust þarna kindur, meira að
segja nokkur hundruð af þeim,
en þúsund, nei af og frá. Afrétt-
arsafnið töldu menn að hefði ver-
ið 3-400 eða svo sem 8. hluti þess,
sem það var á velmektarárunum
fyrir 1980. Það er ýmist í ökla eða
eyra. Svo var réttarballið á Höfð-
anum. Það var troðfullt hús marg-
faldað með 2 að því að sagt var.
Þar af leiðir að helmingur mann-
skaparins varð að vera utandyra í
senn. Allt fór þó vel fram og sið-
samlega og komu engin óhöpp
fyrir svo vitað sé.
Sauöfjárslátrun
í síðasta sinn?
Slátrun hófst hjá KEA á Dalvík
þriðjudaginn 13. sept. Verður nú
slátrað með allra minnsta móti
eða ca. 6000 dilkum.
Þar við bætist svo fullorðna
féð, allt sem eftir er af því hér í
sveit líklega um 2000 fjár. Það fé,
bæði sýkt og heilbrigt, verður
urðað á hentugum stað sam-
kvæmt fyrirmælum sauðfjársjúk-
dómanefndar. Fallþungi dilka er
í góðu meðallagi og flokkun
kjötsins ágæt. En nánar verður
sagt frá þessu í næsta blaði. Þetta
verður síðasta sauðfjárslátrun á
Dalvík a.m.k. í bráð, því sveitin
verður algjörlega fjárlaus í vetur.
Hvort upp verður tekin aftur
slátrun síðar er með öllu óvíst og
reyndar heldur ósennilegt. Þá
væri lokið merktum þætti í
atvinnusögu Dalvíkur, senr stað-
ið hefur í 70 ár.
Bamastarf
Dalvíkurkirkju
aö hefjast
Sunnudaginn 25. september
hefjast á ný, eftir sumarhlé,
barnamessur í Dalvíkurkirkju.
Þessar samverustundir verða
að jafnaði Vi mánaðarlega í
vetur og hefjast kl. 11.
Öll börn eru velkomin og eru
foreldrar hvattir til að koma með
börnum sínum. Hlín Torfadóttir
nýráðin organisti við Dalvíkur-
kirkju mun aðstoða við samver-
urnar en einnig er hér auglýst eft-
ir fleira fólki til að aðstoða á einn
eða annan hátt við samverurnar.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir
að hafa samband við sóknar-
prest. JHÞ
Nýr Bliki
- Aflinn allur frystur um borð
Á síðasta ári gerði Bliki hf.
samning við Auðbjörgu hf. í
Þorlákshöfn, þar sem Bliki
yfirtók smíðasamning Auð-
bjargar í Svíþjóð og þar með
gamlan bát sem skipasmíða-
stöðin tók upp í hið nýja skip.
Auðbjörg fékk gamla Blika í
skiptum og var hann afhentur
þeim í júlí síðastliðnum. Nýja
skiptið var síðan tilbúið um
síðustu helgi og á föstudaginn
var það skírt með viðeigandi
viðhöfn. Eftir helgina fór skip-
ið í prufuveiðiferð eins og það
er kallað. Reiknað er með að
það Ieggi síðan af stað heim-
leiðis nú um miðja viku, en
siglingin heim tekur um sjö
sólarhringa.
Ottó Jakobsson framkvæmda-
stjóri Blika hf. sem staddur er í
Svíþjóð ásamt öðrum eigendum
Blika og áhöfn til að veita nýja
skipinu viðtöku sagði í samtali
við blaðamann Norðurslóðar, að
menn væru mjög ánægðir með
skipið og frágang allan. Það var
Ágúst Bjarnason sem skírði skip-
ið og er Gústi þar með guðfaðir
þess. Skipið er um 35 metra langt
með 990 hö aðalvél og búið öllum
nýjustu siglingar- og fiskileitar-
tækjum. Um borð er búnaður til
frystingar á rækju og raunar ýms-
um öðrum tegundum. Það er því
gert ráð fyrir að allur afli verði
unninn um borð. Skipið verður
fyrst og fremst á rækjuveiðum og
ef að líkum lætur svokallað sér-
veiðiskip á rækju en með nokk-
urn kvóta til veiða á öðrum teg-
undum. Norðurslóð mun segja
nánar frá skipinu þegar það verð-
ur komið til heimahafnar.
Bliki EA 12 á leið heim um íslandshaf.