Norðurslóð - 22.09.1988, Qupperneq 4

Norðurslóð - 22.09.1988, Qupperneq 4
4 - NORÐURSLÓÐ Gunnar Markússon í Þorlákshöfn Minningahrot með viðaukum og ívafl I í nokkur ár hefir svarfdælskur vinur minn öðru hverju verið að nefna við mig, að setja á blað eitthvað af endurminning- um mínum frá árinu 1955 þeg- ar kennsla hófst að Húsa- bakka. Það hefír þó einhvern veginn farið svo, að á prjónum mínum hafa verið önnur verk- efni, sem ég taldi brýnni. En í vor (1988), þegar ákveðið var að ég dveldi í tvo mánuði hjá dóttur minni í Ameríku, sá ég fram á æði marga aðgerðar- leysisdaga svo ég bjó mig út með nesti og nýjan penna. Þessi fyrirhyggja kom sér vel því þegar hitinn utan dyra rokkar á milli 35 og 40 stig á selsíusmæli er gott að geta set- ið inni í kældu herbergi og hugsað um sunnlenskt slagveð- ur og norðlenska stórhríð. Árið 1955 fóru þeir Tító og Adenauer til Moskvu til þess að ræða um batnandi sambúð ríkja sinna við Sovétríkin. Frakkar veittu Túnis heimastjórn, en á annað þúsund manns féllu í Alsír og Marokkó vegna óska þeirra þjóða um sömu réttindi. Á Mexikóflóa og austurströnd Bandaríkjanna geysuðu fellibylir og stórflóð, sem ollu dauða hundraða manna og eignatjóni sem talið var í milljörðum dala. í byrjun ágúst hófst í Genf ráð- stefna um friðsamlega notkun kjarnorkunnar og í Færeyjum var Klakksvíkurdeilan í algleymingi. En þegar sumarið 1955 ber á góma okkar, sem þá áttum heima á Suðurlandi, er það ekki þetta, sem fyrst kemur upp í hugann, heldur rigning og aftur rigning. Þetta ár var ég skólastjóri að Flúðum í Hrunamannahreppi og lifði því og hrærðist meðal þeirra manna, sem áttu allt sitt undir sól og regni og vegnaði því aðeins vel, að hvorugt væri veitt af neinni ofrausn á kostnað hins. Vorið hafði verið svo þurr- viðrasamt, að bændur voru farnir að hafa áhyggjur af. Á hvítasunnudag (29.5.) var fermt í Hrunakirkju og við hjón- in vorum í fermingarveislu um kvöldið. Mér er enn í minni gleði manna þegar við komum út upp úr miðnættinu og mildur og hlýr vorúðinn strauk um vanga okkar. Við vorum sammála um að þetta væri svo sem engin rigning, en ef hún yxi aðeins með morgninum þá væri sárasta þorsta jarðarinnar svalað í bili. Og rigningin óx og óx og hélt áfram að vaxa. Tuttugasta og fyrsta júlí segir Morgunblaðið frá því, að í júní hafi verið 21 úr- komudagur í Reykjavík - og bæt- ir svo við - „þá var rosinn þó ekki byrjaður fyrir alvöru“. í fyrirsögn í sama blaði 6. ágúst segir að aðeins hafi verið 3 þerrir- dagar í síðasta mánuði og í grein- inni segir, að þetta sumar minni mjög á sumarið 1899. Og enn rigndi. Tuttugasta og fimmta ágúst tal- ar Morgunblaðið um neyðar- ástand. Fyrsta sept. birtist mynd af tveim stúlkum í sundbolum. Undir myndinni stendur: „Það er sem ykkur sýnist. Stúlkurnar eru í baðfötum og það sem meira er - myndin er tekin í Reykjavík síð- asta sunnudag. - Þá sá til sólar.“ En það er eins og karlinn sagði forðum: „Það amar sitt lítið að konu minni hverri.“ Fyrir norðan var sumarið ein nóttlaus voraldarveröld þar sem „folöldin þá fara á sprett og fugl- inn syngur, og kýrnar leika við kvurn sinn fingur.“ í septemberbyrjun er þess get- ið í frétt úr Þingeyjarsýslum, að heyskapur þar hafi verið leikur einn, nema hjá þeim, sem gerðu vothey. - Þeir urðu að standa í því að sprauta vatni á heyið til þess að verkun heppnaðist. En þótt mikið rigndi var úr- koman samt ekki aðaláhyggju- efni okkar hjónanna. Áhyggjur okkar snérust mest um húsnæði það, sem við vorum í. Við höfðum flutt að Flúðum fyrir fjórum árum með tvö börn og þá í allt of lítið húsnæði, en von um stækkun því nýr skóli var ofarlega á óskalista Hruna- manna. Um veturirtn (1955) höfðu ver- ið samþykkt ný lög um skóla- byggingar og virtust mér þau mundu drepa þessa drauma niður í nokkur ár. Hvað áttum við að gera? Börn- in voru orðin 4 og auðvitað seld undir það lögmál allrar æsku, að vaxa og þurfa meira svigrúm. Hins vegar er sveitin falleg og gott að vinna bæði með skóla- nefnd og hreppsnefnd og við höfðum eignast þarna vini, sem erfitt var að skiljast við. Svo var það einn slagveðurs- daginn í ágúst að Sigurlaugu barst bréf frá Dagbjörtu föður- systur sinni á Grund í Svarfað- ardal. Þar lýsir Dagbjört heimavistar- skóla, sem Svarfdælingar væru að Ijúka við að byggja en enginn kennaralærður maður hefði sótt um að fá að kenna við. í lok bréfsins spyr hún hvorl við þekkjum ekki, í kennarastétt- inni, einhvern þokkalegan mann, sem fáanlegur væri til að sækja um skólastjórastöðuna hjá þeim Svarfdælingum. Bréf þetta olli heilmiklum umræðum þar á Flúðum. Ég - hreinræktaður Sunnlend- ingur í marga ættliði - hafði stundum látið þau orð falla, að ég vonaðist til að verða aldrei svo aðþrengdur að ég neyddist til að vinna fyrir lifibrauði mínu norð- an Holtavörðuheiðar. Að vísu hafði ég notið gistivin- áttu - sumars og sólar - hjá tengdaforeldrum mínum á Akur- eyri og öðrum góðum Eyfirðing- um. Eg vissi því fullvel, að það var engin mannhætta að flytja norður. Auk þess hafði ég heyrt einn mætasta skólamann lands- ins, Snorra Sigfússon á Akureyri, mæra Svarfdælinga umfram aðra menn. En samt. - Svarfaðardalur var fyrir norðan. Sigurlaug, sem uppalin er á Akureyri, hafði hins vegar oftar en einu sinni heimsótt frænku sína á Grund og heyrt hana og föður sinn ræða um sveitunga hennar, taldi sig því vera mér miklum mun dómbærari um þessa hluti. Hún sagði, að Svarfaðardalur væri hreint ekki síður fallegur en Hrepparnir - bara öðruvísi. Nú svo hefði sér ekki heyrst mér liggja svo illa orð til þessa eina Svarfdælings, sem ég þekkti, að ég þyrfti þess vegna að hræðast þá. Sumarið 1939 hafði ég unnið við þjóðminjagröft í Þjórsárdal og þá kynnst Kristjáni Eldjárn þó nokkuð. Endirinn á þessum umræðum varð sá, að Sigurlaug sat heima á Flúðum og gætti búss og barna en ég fór á fræðslumálaskrifstofuna í Reykjavík að skoða teikningar af þessum skóla þeirra þar nyrðra og ef mér litist á íbúðina og aðra vinnuaðstöðu, að sækja þá um stöðuna. Þegar á fræðslumálaskrifstof- una kom fannst engin teikning af heimavistarskóla í Svarfaðardal og töldu menn þar víst, að þær lægju hjá húsameistara ríkisins. Ég labbaði mig því til þess virðu- lega embættis og starfsmenn þar gerðu heilmikinn reka að því að finna téðar teikningar. Árangur varð hins vegar sá sami og hjá fræðslumálastjóra - teikning fyrirfannst engin - enda yfirmenn þessara stofnana ýmist í sumar- fríum eða við störf á sólríkari stöðum en Reykjavík var þá. Þegar hér var komið sögu fannst mér för mín orðin hin háð- ugiegasta og borin von að kona mín tryði því að ekki hefði verið hægt að finna teikningarnar ef áhugi minn hefði verið nægur. Hitt taldi ég, hins vegar deginum ljósara, að þótt engin teikning fyndist í höfuðborginni þá hlyti húsið sjálft að finnast í dal þeim, sem bréf Dagbjartar sagði það vera. Ég ákvað því að fara norður og skoða hús og fólk þar í dalnum. Af margnefndum Dagbjartar- pistli vissi ég, að séra Stefán á Völlum var formaður skóla- nefndar. Því hringdi ég til hans, sagði honum nokkúr deili á mér, í hvaða hugleiðingum ég væri og hver ljón hefðu orðið á vegi mín- um í hinum æðstu stofnunum fræðslu- og byggingarmála ríkis- ins. Hann kvað það verka léttast að finna skóla þeirra Svarfdælinga. Einnig tjáði hann mér hvenær rúta færi frá Akureyri og lofaði að vera á Dalvík á jeppa númer þetta eða hitt þegar rútan kæmi þangað. Hann lofaði og að sýna mér skólann og sjá til þess að ég nyti bæði svefns og matar meðan ég dveldist þar í dalnum, en áætl- unarferð til Akureyrar væri ekki fyrr en að morgni næsta dags. Nú var þá ekki annað að gera en verða sér úti um farseðla með flugvél til og frá Akureyri og voru þeir pappírar miklum mun auðfundnari, en teikningar þær, sem ég hafði áður leitað. Þegar vélin svo hóf sig á loft í rigningunni á Reykjavíkurflug- velli sat ég þar sæll í sinni fyrir því að eiga framundan nokkra klukkutíma án rigningar og hafði þær áhyggjur einar, að ég væri hvorki klæddur né skæddur fyrir þá sólarbreyskju, sem almættinu hafði þóknast að hella yfir Norðurland. Þær áhyggjur urðu þó ekki langæjar því að á Akureyri var skýjað loft, en hékk þó þurrt og þegar til Dalvíkur kom var rigning. Nú, ég var volkinu vanur og stutt að fara úr rútunni í Valla- jeppann og í honum var ekið beint fram í skóla. Var nú gengið um húsið og það skoðað hátt og lágt og reyndist klerkur æði mikið fróðari um byggingu þessa, en þeir ráðu- neytismenn. Já meira að segja þraut mig örendið við spurninga- flóðið löngu áður en viskubrunn- ur hans var tæmdur og sagði hann mér margt ófregið. Á þessari göngu minni um hús- ið fann ég hins vegar skýringu á fáfræði þeirra sunnanmanna. í horni uppi á lofti var borðskrifli, slegið saman úr illahreinsuðu mótatimbri og á því hrúga af teikningum af heimavistarskóla að Ljósafossi í Grímsnesi. Það var sem sé notuð sama teikningin að Ljósafossi og Húsa- bakka og annað hvort hafa menn þar syðra verið svo önnum kafnir, að þeir hafa ekki haft tíma til að breyta nafninu eða þeir hafa hugsað eins og maður- inn, sem ekki þótti alltaf rata í rétt rúm við hver háttumál og var spurður hverju það, sætti. Hann sagði bara: „Æ, mér er alveg sama hvort það er Gróa eða Gunna.“ Þegar ég taldi mig ekki geta innbyrt meiri fróðleik um títt- nefnda skólabyggingu ókum við séra Stefán sem leið liggur yfir að Völlum og í rúma þrjá áratugi hefi ég trúað því, að það mikla rigningarsumar 1955 hafi ég aldrei lent í öðru eins skýfalli og á þeirri leið. Ekki man ég lengur hvað var á borðum á Völlum þetta kvöld. Hitt man ég full vel, að ég stóð ekki svangur upp frá borðhaldi og að undir borðum sagði prestur mér, að hann hefði boðað skóla- °g byggingarnefndir til fundar þar að Völlum um kvöldið svo ég mætti hitta að máli fleiri Svarf- dælinga, en sig einan. Nefndarmenn komu svo á níundatímanum og þegar þeir höfðu heilsað byrjuðu þeir Allirá því að lofa Guð fyrir úrkomuna því bæjarlækir að aðrar mjólk- urkælingar voru að verða þurrar og komu því að takmörkuðu gagni. Ég verð því miður að játa, að ég gat ekki tekið undir þessa Iof- gjörð þeirra til skaparans. Nú man ég ekki lengur hvort fundur þessi er skráður í gerða- bækur viðkomandi nefnda, en að honum loknum gekk ég frá umsókn minni um skólastjóra- stöðu við Barnaskóla Svarfdæla. Að þessari „norðurgöngu" lok- inni tóku við ýmis störf, sem ávallt fylgja búferlaflutningum. En hér kom einnig fleira til. Það náði auðvitað ekki nokk- urri átt, að segja upp stöðunni á Flúðum og flytja með 6 manna fjölskyldu milli landsfjórðunga án þess að hafa bréf upp á það, að maður fengi stöðuna á nýja staðnum og þar kom til kasta ráðuneytisins, en það eru stofn- anir, sem þekktari eru fyrir vinnuvöndun en vinnuhraða. Svarfdælir höfðu ákveðið vígsludag fyrir skóla sinn og vildu gjarnan, að verðandi skólastjóri yrði þar viðstaddur. Ég var á sama máli - og ráðu- neytið raunar líka, en það taldi sig þó þurfa sinn tíma til að afgreiða málið. Þetta kostaði mig þónokkrar ferðir á fræðslumálaskrifstofuna og þegar ég hélt mig vera að fara þangað mína síðustu för, að sinni, kom í ljós, að bréf það, sem ég taldi mig vera að sækja var enn óskrifað. Ástæðan var sú, að enginn vissi hvað skólinn hét og við nafnlausan skóla var ekki hægt að skipa skólastjóra. Ég varð að játa, að ég væri þeim engu fróðari um það mál því rigningarkvöldið góða þar að Völlum voru mér víst allar spurn- ingar ofar í huga en nafnið í skólanum. Nú voru góð ráð dýr. Ég neit- aði að fara bréflaus norður og enginn tími til bréfaskrifta milli ráðuneytis og skólanefndar ef ég ætti að ná þangað fyrir vígsluna. Nú voru kallaðir til flestir starfsmenn skrifstofunnar, en enginn var öðrum fróðari um þetta vandamál. Einhver þeirra taldi sig þó hafa dreymt til þess, að einhvern tíma hefði Þórarinn Eldjárn skrifað bréf vegna fjár- mála skóla, sem verið var að byggja á Húsabakkanum. Var nú settur mannafli til þess að rýna í tilskrif þeirra Svarfdæla og mikið rétt, þarna hafði Þórar- inn skrifað með eigin hendi orðið Húsabakki. Ég var því í snarheitum settur, til eins árs, skólastjóri við heima- vistarskólann að Húsabakka í Svarfaðardal. Fyrstu Húsabakkahjónin - Gunnar og Sigurlaug.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.