Norðurslóð - 22.09.1988, Qupperneq 6
IBJMI
Svarfdælsk byggð & bær
Tímamót
Skírnir
Þann 24. júlí var skýrður í Ólafsfjarðarkirkju Björn Ingi. For-
eldrar hans eru hjónin Bryndís Björnsdóttir (Daníelssonar á
Húsabakka) og séra Svavar A. Jónsson prestur í Ólafsfirði, sem
sjálfur skírði son sinn.
4. september var skírður í Dalvíkurkirkju Jóhannes. Foreldrar
hans eru Júlía Linda Ómarsdóttir og Stefán Jóhannesson (Stef-
ánssonar) nú til heimilis að Steinahlíð 1 i, Akureyri.
4. september var skírð í Urðakirkju Sigurlaug Ilanna. Foreldrar
hennar eru Halla Soffía Einarsdóttir og Hafliði Ólafsson. Heim-
ili þeirra er að Urðum, Svarfaðardal.
Andlát
21. ágúst lést Marinó Jóhann Jóhanns-
son að heimili sínu Karlsbraut 1,
Dalvík.
Marinó fæddist í Hólkoti, Ólafsfirði
12. júní 1936 sonur hjónanna Kristínar
Sigurhönnu Sigtryggsdóttur og
Jóhanns Guðlaugs Kristjártssonar. Var
Marinó fjórði í röð sex barna þeirra
hjóna en þau eru auk hans: Arnfríður,
Hjörleifur, Kristján, Rósa og Sigtrygg-
ur.
Barn að aldri fluttist hann með fjölskyldu sinni til Dalvíkur og
bjó þar æ síðan. Sjómaður var hann lengst af starfsævi sinnar en
vann síðar í landi við ýmis störf. Fór af honum orð fyrir trú-
mennsku og dugnað við þau störf sem hann innti af hendi og
einnig liðsinnti hann eftir mætti þeim er til hans leituðu.
Marinó var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 30. ágúst.
10. september lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri Rósa Þorgilsdóttir
frá Sökku, Svarfaðardal.
Rósa fæddist á Sökku 23. ágúst 1895.
Foreldrar hennar voru Þorgils Þorgils-
son og Elín Sigurbjörg Árnadóttir. Var
Rósa næst yngst af fjórum börnum
þeirra hjóna sem upp komust en einnig
ólst hún upp með fjórum eldri hálfsyst-
kinum sínum.
1924 giftist hún eftirlifandi manni sínum Gunnlaugi Gíslasyni
frá Hofi og bjuggu þau á Sökku upp frá því. Þeim varð fjögurra
barna auðið sem eru: Jóna, Dagbjört, Halldóra og Þorgils.
Einnig ólu þau upp fósturson Halldór Arason.
Á Sökku dvöldu einnig mörg börn og unglingar til lengri eða
skemmri tíma og aldraðir áttu þar einnig skjól. Var Rósa ein-
staklega hlý og gestrisin kona, sem sífellt hlúði að þeim sem
kringum hana voru og lagði hverjum þeim lið er hún vissi að var
hjálparþurfi. Hún var mjög glaðlynd og hjálpaði það henni,
ásamt dugnaði og festu sem einkenndu þau bæði hjón, til að
mæta margvíslegum erfiðleikum og áföllum sem mættu henni og
þeim hjónum sem svo mörgum öðrum. Má þar nefna að heimili
þeirra brann til grunna snemma árs 1956.
Rósa og Gunnlaugur hættu búskap á Sökku 1973 en höfðu búið
ásamt syni og tengdadóttur frá árinu 1957.
Rósa var jarðsungin frá Vallakirkju 17. september.
JHÞ
Ljósleiðarinn lagður neðan við Hól fram.
Nýr skólastjóri hefur verið
ráðinn að Tónlistarskóla Dal-
víkur. Það er Hlín Torfadóttir
tónmenntakennari. Hún er
fædd í Reykjavík 14. aprfl 1945
dóttir Torfa Jónssonar fyrrver-
andi lögregluþjóns og fræði-
manns, (Æviskrár samtíðar-
manna) og konu hans Ragn-
heiðar Magnúsdóttur. Systir
Hlínar er Hildur Torfadóttir
útvarpsmaður.
Hlín stundaði nám við íþrótta-
skólann á Laugarvatni og lauk
þaðan kennaraprófi 1965. Hún
kenndi íþróttir í 10 ár en jafn-
framt hóf hún nám í Tónlistar-
skólanum og lauk þaðan prófi
sem tónmenntakennari 1975.
Síðan hefur hún kennt tónmennt
í ýmsum skólum í Reykjavík og
nágrenni og unnið með kórum
svo sem skólakór Seltjarnarness,
Árnesingakórnum og fleirum.
Hún er gift Sigurði Jónssyni
húsasmið úr Reykjavík, ættuðum
af Snæfellsnesi, og eiga þau son á
4. ári, Atla, sem er með móður
sinni hér á Dalvík. Sigurður hef-
ur hins vegar ekki gert upp við
sig, hvort hann er tilbúinn að
flytjast út á landsbyggðina og er
það mál í biðstöðu.
Áhugasvið Hlínar snýst eink-
um í kringum starf hennar við
músik og söng, ekki síst kórstarf
blandaðra kóra og barnakóra.
Einnig hefur hún áhuga á skíða-
íþróttinni og vonast til að geta
eitthvað sinnt henni hérna í
Nýr æskulýðsfulltrúi er tekinn
til starfa á Dalvík í stað Ingi-
mars Jónssonar, sem nú er
fluttur burt af staðnum.
Sá heitir Hannes Garðarsson,
Ólafsfirðingur, fæddur þar 1. júlí
1966. Foreld:arnir eru Garðar
Guðmundsson útgerðarmaður og
kona hans Sigríður Hannesdótt-
ir.
Hann lauk venjulegu skyldu-
námi á heimaslóð, í Samvinnu-
skólanum var hann 1980-82 og
lauk prófi. Þaðan lá leiðin til
M.A. þaðan sem hann útskrifað-
ist með stúdentspróf 1984. Næstu
ár var hann þar líka „húskarl“
þ.e. umsjónarmaður húsa við
skólann.
Til Raufarhafnar fór hann
ásamt konu sinni haustið 1985
þar sem þau kenndu bæði við
skólann til vors 1986. Því næst lá
leið þeirra í Kennaraháskólann,
en þaðan luku þau ekki prófum
en ákváðu að hætta að snúa sér
að örðu. Hingað komu þau svo í
septemberbyrjun.
snjóaríkinu. Hún segist hyggja
gott til starfsins hér og vonast eft-
ir mikilli og góðri samvinnu við
nemendur og ekki síður fjöl-
skyldur þeirra.
Norðurslóð býður þetta
nýkomna fólk velkomið til starfa.
Kona Hannesar, sem nú vinn-
ur á Bókhaldsskrifstofunni er
Steinunn Aðalbjarnardóttir Gunn-
laugssonar skólastjóra á Lundi í
Öxarfirði, fædd 14. júlí 1964. Þau
gengu í hjónaband í maí 1985.
Hún vinnur nú á Bókhaldsskrif-
stofunni á Dalvík.
Hannes álítur að starf æsku-
lýðsfulltrúa passi ágætlega fyrir
sig. Hann hefur alltaf haft áhuga
á félagsmálum allskonar, ekki
síst tengdum börnum og ungling-
um.
Hann nefndi ýmislegt sem
hann hefur áhuga á í því samb-
andi m.a. í skátastarf, en skáta-
félag stofnuðu þau hjónin á
Raufarhöfn.
Hannes lætur þess getið ósp-
urður að sér lítist prýðilega á sig
á Dalvík, telur sig hafa orðið var-
an við mjög jákvætt hugarfar
fólks hér gagnvart æskulýðsstarfi.
Hér gætu þau hjón sem best
hugsað sér að setjast að til fram-
búðar ef allt gengur að óskum.
Fréttahomið
Nú eru verktakar sem óðast
að ganga frá verkum sínum í
sambandi við lagningu ljósleiðar-
ans milli Sauðárkróks og Akur-
eyrar um Heljardalsheiði. Hefur
tækjabúnaður þeirra vakið eftir-
tekt þar sem hann sniglast áfram
um hlíðar og hóla og grjót og
urðir við lagningu jarðkapalsins.
Undarlegast er þó að sjá allan
fyrirganginn á heiðinni. Þangað
er nú kominn allsæmilegur jeppa-
vegur og hafa margir gripið tæki-
færið og ekið upp að Stóruvörðu
til að sjá dýrð heiðarinnar. Þar á
meðal er Jónas Hallgrímsson á
Dalvík, sem fyrir mörgum árum
uppgötvaði þar uppi á háheiðinni
lilaðna veggi af tvírýmdu mann-
virki, líklega húsi, sem enginn
veit hvað verið hefur. Dalbúum
þykir ævintýralegt að sjá bílljósin
þegar þau koma ofan af heiðinni
á myrku haustkvöldinu.
Eins og fram kom í síðasta
blaði var meira vart við lax í
Svarfaðardalsá í sumar, en
nokkru sinni áður. A.m.k. 20
laxar komu á land úr ánni. Tvö
stangveiðifélög eru starfandi hér
í byggðarlaginu sem hafa á leigu
annars vegar svæði ofarlega í
Laxá í Aðaldal og hins vegar
Mýrarkvísl þar fyrir austan líka.
Veiði á þessum stöðum var svona
í meðallági góð. Um fimmtíu lax-
ar komu á land á svæðinu í Laxá
og um 300 úr Mýrarkvísl. Sport-
veiðimenn hafa nú lagt veiði-
stangirnar á hilluna og hafa tekið
fram haglabyssur og huga að
gæsum. Síðan verður það rjúpan
og sjófuglinn. Þannig er alltaf
eitthvað um að vera hjá þeim,
sportveiðin heillar.
I' siðustu viku lauk annarri lotu
malbikunar hér á Dalvík. í
sumar var Grundargatan og hafn-
arsvæðið malbikað og nú var
Böggvisbrautin rnilli Mímisvegar
og Hólavegar og svo Svarfaðar-
braut sunnan Mímisvegar mal-
bikuð ásamt nokkrum blettum
öðrum svo sem kringum fyrir-
tæki. Árið í ár er líklega mesta
malbikunarár á Dalvík til þessa.
Enn er þó talsvert eftir svo náist
að malbika allar götur. Frágang-
ur gangstétta er orðin nokkuð
langt á eftir gatnaframkvæmdum
og þyrfti að gera mikið átak í
þeim efnum. Eitthvað verður
unnið við lagningu gangstétta í
haust en betur má ef duga skal. í
haust verður skipt um jarðveg í
efri hluta Bárugötu og eftir þá
framkvæmd verður búið að
skipta um jarðveg í öllum íbúða-
götum á Dalvík.
Nú er verið að ganga frá efstu
hæðinni í Ráðhúsinu. Múr-
arar hafa verið að störfum og síð-
an verða sett upp skilrúm og allt
málað. Ákveðið hefur verið að
kennsla í sjávarútvegsdeildum
verði þar til húsa næstu tvö árin
eða svo. Á upphaflegum teikn-
ingum af efstu hæðinni var gert
ráð fyrir dómssal bæjarfógeta og
bæjarstjórnarfundasal ásamt
fleiru svo sem kaffistofu sameig-
inlegri fyrir allt húsið. Nú hefur
sem sagt verið ákveðið að leigja
skólanum hæðina því ógerlegt
reyndist að hýsa allt skólastarf í
núverandi húsnæði. Það hefur
alltaf verið von manna að fjár-
magn fengist á fjárlögum ríkisins
til áframhaldandi byggingar
kennsluhúsnæðis en það hingað
til ekki fengist.
Talandi um fjármagn sem
vantar af fjárlögum þá líður
uppbygging hafnarinnar einnig
fyrir of lítil framlög. Nýi Björg-
vin ristir það djúpt að menn ótt-
ast vandræði í vetur. Það hafði
náðst í gegn að hér átti að dýpka
í vetur en á dögunum sökk dýpk-
unarskipið sem verkið átti að
vinna svo óvíst er hvenær þessi
framkvæmd getur hafist. Þá hef-
ur komum flutningaskipa fjölgað
ár frá ári og vörumagn út og inn
um höfnina aukist gríðarlega.
Sem dæmi um slíkt fóru 11.615
tonn af vörum um höfnina 1984
en 24.344 tonn 1987. Fyrstu sjö
mánuðina í ár fóru 17.556 tonn
um höfnina á móti 15.693 tonn-
um í fyrra. Skipakomur í fyrra á
sama tíma voru 108 en voru
orðnar 151 á þessu ári. Þannig
sést hversu vaxandi þjónustuhlut-
verk Dalvíkurhafnar er. Útflutn-
ingsafurðir frá nágrannabyggðar-
lögum eru fluttar út héðan í æ
ríkara mæli t.d. má heita að allur
skreiðarútflutningur til Ítalíu fari
héðan. Skreiðinni er safnað sam-
an af Norður- og Austurlandi
hingað. Mjög brýnt er að stækka
athafnasvæði hafnarinnar við
Norðurgarðinn svo hægt sé að
mæta hinum vaxandi kröfum sem
leiða af þessum vaxandi útflutn-
ingi.