Norðurslóð - 26.10.1988, Side 5
NORÐURSLÓÐ - 5
Starfsfólk við vígsluhátíð 11. 9. 1955: F.v. Sigurveig í Brekku, Rannveig á Jarðbrú, Helga á Bakka, Halldór á
Jarðbrú, Halldóra á Sökku, Klemenz í Brckku, Ósk á Bakka, Kristín á Skeiði, Sigtryggur í Brekkukoti, Margrét
i Hofsárkoti, Halldóra á Þverá.
Gunnar Markússon í Þorlákshöfn
Mmniiigabrot með
yiðaukum og ívafí II
Verslunin Sogn
Vegna breytinga í versluninni hefst rýmingarsala
27. október og stendur í eina viku.
Mikil verðlækkun á fatnaði og hljómplötum.
Komið og gerið góð kaup.
Verslunin Sogn.
Hús til sölu
Til sölu er húseignin Hafnarbraut 23
Dalvík (Sólgarðar).
Upplýsingar veitir sparisjóðsstjóri.
AP Sparisjóður Svarfdæla
Dalvík
Frá Bæjarbókasafni
Nú varð heldur betur „hama-
gangur á Hóli“ - eða réttara sagt
á Flúðum.
September genginn í garð og
ekki nema um vika þangað til
vígja átti skólann fyrir norðan.
En við hjónin vorum þá á góðum
starfsaldri og kl. urn 9 kvöldið
fyrir vígsluna renndi ég í hlaðið á
Húsabakka á vörubílnum, sern
flutti dót okkar norður.
Fjölskyldan komst hins vegar
ekki nema til Akureyrar og var
þar um helgina.
Þegar heim að skóla kom var
þar erill og amstur því verið var
að leggja síðustu hönd á undir-
búning vígslunnar.
Þarna voru og margar hendur,
sem voru fúsar til að hjálpa mér
að bera búslóð mína af bílnum
svo það gekk bæði fljótt og vel að
koma henni fyrir í svefnherbergi
íbúðarinnar.
Sjálfur fór eg svo fram að
Grund og það verður að viður-
kennast, að það var þreyttur
maður, sem búið var um í stof-
unni þar upp úr miðnættinu þetta
kvöld.
Og svo rann vígsludagurinn
upp. Um þann dag get ég verið
fáorður því ég held að mér takist
ekki að lýsa honum betur en
Géstur í Bakkagerði gerir í dag-
bók sinni, en þar segir svo:
„11.9. 1955, Sunnudagur, logn
og sólskin.
í dag fór fram vígsla heimavist-
arbarnaskólans á Húsabakka.
Oddviti Svarfaðardalshrepps,
Hjörtur Eldjárn á Tjörn, stjórn-
aði samkomunni og flutti ávarp.
Vígsluna framkvæmdi séra Stef-
án Snævarr. Auk þeirra fluttu
ræður: Stefán Jónsson, náms-
stjóri og Magnús Jónsson, alþing-
ismaður, sem mætti fyrir hönd
menntamálaráðherra. Formaður
byggingarnefndarinnar, Gunn-
laugur Gíslason Sökku. Rakti
hann sögu byggingarinnar og lýsti
henni. Taldi að eins og húsið
stæði nú mundi það kosta um
1.000.000 króna. Afhenti hann að
lokum hreppsnefnd og hrepps-
búum húsið.
Þórarinn á Tjörn dregur vígslufána að hún.
Oddviti veitti því viðtöku og
afhenti það síðan skólanefnd.
Að vígslu lokinni var fólki
boðið til kaffidrykkju og var það
hóf fyrir Þórarinn Eldjárn á
Tjörn, sem nú lætur af skóla-
stjórn. Samsætinu stjórnaði vara-
oddviti hreppsins, Björn Jónsson
á Ölduhrygg. Auk hans tóku til
máls, séra Stefán Snævarr, sem
flutti aðalræðuna, ennfremur
Valdimar Snævarr og Jóhannes
Haraldsson, sem flutti ávarp frá
nemendum og afhenti Þórarni
sparisjóðsbók með um 15.000
krónum, Kristinn Jónsson, oddviti
Dalvíkurhrepps Gestur Vilhjálms-
son, Hjalti JÍaraldsson, Magnús
Jónsson, alþingismaður, Snorri
Sigfússon, Bernharð Stefánsson,
Gunnar Markússon, hinn nýi
skólastjóri og að lokum Þórarinn
Eldjárn. Þetta þótti allt takast
með ágætum."
Við þessa frásögn Gests vil ég
bæta því einu, að vígslan fór fram
á pallinum á suðurenda hússins
og setið var að kaffidrykkjunni
hvar sem hægt var að koma íyrir
borði og stól innanhúss, en ræður
í hófinu voru fluttar í einu skóla-
stofunni, sem þá var tilbúin og
komið um húsið með hátalara-
kerfi.
Vegna plássleysis er þessi þáttur í stysta
lagi. Meira verður næst.
Dalvíkur
Sögustundir fyrir börn 3-6 ára hefjast miðviku-
daginn 26. okt. kl. 11.00 og kl. 13.30. Verða þær
á þessum tíma í nóvember og desember annan
hvorn miðvikudag þ.e. dagana 9. og 23. nóv. og
7. og 21. des.
Almennur afgreiðslutími safnsins er: Mánudaga-
föstudaga kl. 14.00-17.00 og fimmtudaga kl.
19.00-21.00.
Bókavörður.
f DALVIK |
Húseign til sölu
Dalvíkurbær auglýsir til sölu húseignina að
Sunnubraut 4 Dalvík. Húseignin selst í
núverandi ástandi og er áskilinn réttur til að
taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalvíkur-
bæjar fyrir 7. nóvember.
Bæjarstjórinn á Dalvík.
/-----------------------------N
Frá Sparisjóðnum
Höfum til sölu spariskírteini tíkiss/óðs.
Sparisjóður Svarfdæla Dalvík
j