Norðurslóð - 28.09.1989, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær
13. árgangur
Fininitudaj;ur 28. september 1989
7. tuluhluð
• •
Orðug vegagerð
- Nauðsynlegar samgöngubætur
Norðurslóð fór til í rigningu
eftirniiðdag 19. sept. að kanna
vegagerð sem nú stendur yfir í
Urða- og Hólslandi. Þar eru
Fnjóskdælir að verki og hafa
unnið heilmikið rúmrusk allt
samkvæmt áætlun og teikning-
uni. Uppfylling er mikil sums
staðar í lægðum í Urðaengi.
Mest er þó áberandi tilfærsla
vegarins upp í melinn framhjá
bæjarhúsum og kirkju á
Uröum. Þar seni áöur var
vinaleg gróin blómabrekka er
nú blár og nakinn melurinn
nær því upp að kirkjugarði.
Þarna verður mikið verk að
vinna við snyrtingu og upp-
græðslu vegkanta og jarðvegs-
sára. í kirkjugarðsbrekkunni
er hugsanlegt að nota lúpínu til
að festa mölina og skapa jarö-
veg fyrir annan gróður grasa
og blóma.
Talað var við verkstjórann,
Vigni Valtýsson í Nesi sem stýrir
harðsnúinni sveit Þingeyinga við
verkið. Af venjulegu þingeysku
æðruleysi sagði hann. að að vísu
hefðu þeir verið óheppnir nieð
tíðarfarið. Bleyturnar hafa skap-
að alls konar erfiðleika, leir-
drullu og leiðindi. Þar fyrir bjóst
hann við, að þeir myndu standa
sig nokkuð með að Ijúka um-
sömdu verki á tilsettum tíma um
mánaðamótin sept.-okt. Þeirra
verk er að skila veginum með
burðarlagi. Síðan taka aðrir við
með ásetningu slitlags og mun
áformað að það verði einnig gert
á þessu hausti, enda er vegurinn
satt að segja illnotandi eins og
hann er.
Vegagerðarmennirnir búa í
gamla íbúðarhúsinu á Hóli og
líður þar ágætlega í alla staði.
Vegagerð framhjá Urðum. Heljardalsheiði í haksýn.
Ljú.sm: Hallgr. K.
Sumarið 1989
Enn eitt sumarið er iiöiö í ald-
anna skaut og aldrei keniur
það til baka, víst er það. Hins
vegar er rétt og skylt að hugsa
til baka og rifja upp fyrir sér
hvernig þetta suniar var, hvað
var gott og hvað var miöur
gott.
Fyrst er þess að minnast að
sumarið 1989 var afskaplega seint
á ferðinni. snjó tók ekki af lág-
lendi að fullu fyrr en komið var
langt fram í júnímánuð eða jafn-
vel síöar í giljum og slökkum.
Dæmi um þetta er sorgarsagan af
kúnni í Miðkoti seaMéll niður í
gegnum snjóloft á íSík þar hjá
túninu 8. júlí! Þettii væri nú bara
til að hlæja að ef ekki hefði viljað
svo ólánlega til, að kusa kom nið-
ur á hrvgginn og var dauð þcgar
að var komið. Óvenjulegt atvik
sem betur fer.
Heyannir
Heyskapur byrjaði að vonum
óvenjulega seint eöa ekki fyrr en
komið var nokkuð fram í júlí.
sums staðar seint í júlí. Ástæðan
var hið kalda, síðbúna vor og þar
á eftir þrálátur þurrkur. sem
reyndar er ekki óvenjulegur hér
um slóðir í byrjun sumars. Hey-
skapartíð var hins vegar góð í júlí
og náðu ýmsir töluveröu af góð-
um heyjum. Ágúst var hins vegar
leiðinlegur til heyskapar og gekk
hægt og seint að ljúka honum.
Var reyndar komið fram í miðjan
september þegar þeir síðustu
losnuðu úr heyskaparbaslinu.
Þrátt fyrir allt má fastlega gera
ráð fyrir, að menn hafi almennt
nóg hey fyrir komandi vetur.
Athyglisvert er það, að þótt
ekkert búfjárhald sé á mörgum
jörðum hér í sveit nú, þá má
heita að öll tún séu slegin. Þar
eru fyrst og frernst að verki
bændur sem hafa lítin eigin tún.
en líka hestamenn af Dalvík, sem
sífellt þurfa á meira heyi að
halda.
Hér í sveit cr hin klassíska
heyskaparaðferð vallþurrkun,
heimflutningur mcð hleðslu-
vagni, innblástur og notkun
dreifikerfis í hlöðu. Síðan súg-
þurrkun. Nú hafa þó ýmsir tekið
mikla trú á vothcysgerð með plast-
innpökkun heys og voru 2 slík
úthöld í gangi í sveitinni í sumar
þ.e. á Hóli fram og á Grund.
Fengu margir bændurna á þess-
um bæjurn til að „binda" fyrir sig
á þennan hátt svo að um skeið
voru stór svæði alsett þessum
hvítu risaeggjum. Ekki beint
augnayndi en trúlega hcyskapar-
aðferð. sem á framtíð.
Göngur
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að nú er að líða sauðlausa
árið hér í Svarfdælabyggð. (Áöur
var hér sauðlaust ár 1949-50 frá
hausti til hausts.) Eigi að síður
fóru menn í göngur hver á sínu
svæði eítir ákvörðun hrcpps-
nefndar. „Réttað" var á Tungu-
rétt sunnudaginn 17. september.
Veður var heldur óskemmtilegt
en þó ekki afleitt. Þangað kom
upp úr hádeginu hið harðsnúna
lið afréttargangnamanna ríðandi
og syngjandi með píska sína og
pela og allt tilheyrandi rétt eins
og á alvöru gangnadegi.
í afréttinni var kveðin þessi
vísa og lýsir hún nokkuð sálar-
ástandi gangnamanna:
Nístir kinnur norðanvindur
og niðdimm þoka á gangnadag.
Látum. bræður. bvergi kindur
komast undan - nú er lag.
Á Tungurétt mætti reyndar ótrú-
Framhald á bls. 6
Hciðlóan. Skjaldarmcrki Svarl’aóardalslircpps.
Skjaldarmerkí
Á síðasta ári hauðst Erlingur
Páll Ingvarsson auglysinga-
teiknari til þess við hrepps-
nefnd Svarlaöardalshrepps, að
gera tillögur að skjaldarnierki
fyrir sveitarfélagið. Slíkt merki
hefur ekki veriö til svo sjálf-
sagt þótti að athuga hvað út nr
tillögugerðinni kæmi. Erlingur
er vanur vinnu af þessu tagi,
hefur gert mörg fyrirtækja-
merki, t.d. merki Útvegsbanka
Islands.
Tillaga sú cr hér er kynnt barst
hreppsnefnd til umsagnar í júlí-
mánuöi sl. og var samþykkt að
taka þetta merki upp seni skjald-
armerki Svarlaöardalshrepps.
I umsögn sinni um merkiö
sagði höfundurinn, að sér þætti
friöland fugla í utanverðri sveit-
inni mjög stcrkt einkenni á
dalnum. Þess vegna hefði sér
dottiö í Inig aö liafa fugl í merk-
inu. Þá mætti segja að lóan heföi
alltal eitthvað jákvætt viö sig.
Sveit sem hefði lóuna í nierki sínu
gæti því virst staöur er byði bæði
menn og dýr velkomin.
Bakgrunnur myndarinnar. sem
birtist grár í blaðinu. mun verða í
grænum lit. Á liturinn að vera
táknrænn fyrir landbúnaöarhér-
að.
Að lokum sagði höfundurinn,
að sterk hefð væri fyrir notkun
dýra af ýmsu tagi í skjaldar-
merkjafræðinni. Sér þætti bara
merkilegast að ekkert sveitarfé-
lag hel'ði nýtt sér lóumyndina
fyrr.
Sauóbændur fagna nýja fjárstofniniini. Ljósm: llallj;r. E.