Norðurslóð - 28.09.1989, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 28.09.1989, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ - 7 Golfklúbburinn Hamar í júní sl. hittist hópur golf- áhugamanna í Bergþórshvoli á Dalvík og var þar ákveöið aö stofna golfklúbb. Á sama fundi var ákveðið að klúbburinn skyldi hljóta heitið Hamar, lög um starfsemi hans voru sam- þykkt og kosin var stjórn. Forsaga þess, að lagt var í stofnun klúbbs af þessu tagi, er sú, að Hjalti bóndi Haraldsson í Ytra-Garðshorni fékk þá hugmynd, að hluti af landi hans væri nýtilegt fyrir golfvöll. Að fengnu áliti sérfræðinga var séð. að hugmyndin var allgóð. Félagið var því stofnað og allir Dalvík- ingar, Svarfdælingar og Árskógs- strendingar boðnir velkomnir. A stofnfundi voru rúmlega 40 félag- ar mættir. Þar var ákveðið að ganga til samninga um leigu á landi í Ytra-Garðshorni og hefj- ast handa um gerð golfvallar. Sem starfsmaður var ráðinn Jón R. Hjaltason í Ytra-Garðshorni. I lluti golfvallarins er á svoköll- uöu Arnarholti, þar sem fundist liafa grafir fornmanna. Var vell- inum því gefið nafnið Arnarholts- völlur. Við vinnslu á landinu kom í ljós að um kjörlendi fyrir golf var að ræða og gekk því vel að byggja völlinn upp. I dag eru því 8 brautir nothæfar á vellinum. Nokkur vinna er þö framundan áður en tilbúinn verður góður 9 holu völlur. Þegar í byrjun starfseminnar var fenginn golfkénnari frá Akur- eyri, ensk stúlka að nafni Pat Smiley. Mikill fjöldi klúbbfélaga sótti tíma hjá henni. Árangurinn varð a.m.k. sá að vekja enn meiri áhuga á íþróttinni. Hafa þeirsem leið ciga framhjá Arnarholtinu eflaust veitt því athygli. að þar eru kylfingar gjarnan á ferð. Fyrsta mót golfklúbbsins Ham- ars var haldið 9. sept. sl. Par var um að ræða bændaglímu og tóku um 20 félgar þátt í mótinu. Félagar klúbbsins eru nú milli 60 og 70. Stjórn hans skipa; For- maður Björn Pórleifsson. varaformaður Hjördís Jónsdótt- ir. ritari Pórunn Bergsdóttir, gjaldkeri Helgi Þorsteinsson og meðstjórnendur Lárus Gunn- laugsson, Gunnar Aðalbjörnsson og Helgi Jónatansson. Á næsta sumri verður lögð áhersla á að fullgera völlinn. en hönnun á honum hefur verið unnin af Halldóri Jöhannssyni landslagsarkitekt á Akureyri. Unnið veröur að því að bæta flat- ir og teiga og koma fyrir síðustu brautinni. Mikill áhugi hefur gert vart við sig á félagssvæðinu og er þess að vænta að enn fleiri hafi áhuga á að vera með. Þeir verða bara að gefa sig fram, því nægilegt pláss er enn á vellinum. B.Þ. Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu 2. sept. sl. Guðrún Hallgrímsdóttir Bjarnastöðum Dalvík. Sundskáli Svarfdæla Almenningstímar á mánudögum og miövik- udögum falla niður í vetur og verður hér einung- is opið fyrir almenning á sunnudagsmorgnum milli kl. 10-12. Sundskálanefnd. á dilkakjöti af nýslátruðu fer fram í Svarfdœlabúð effir pöntunum. Munið að panta tímanlega! Sími 61200 Þakkarávarp Hjartanlegar þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér og fjölskyldunni samúð og vinarhug við fráfall og útför mannsins míns, ARNGRÍMS JÓHANNESSONAR frá Sandá, sem lést 9. september. Guð blessi ykkur öll. F.h. fjölskyldunnar, Halla Baldvinsdóttir. DALVIK w Frá Dalvíkurbæ Opnunartími sorphauga Sorphaugarnir við Sauðanes eru opnir sem hér segir: Mánud. kl. 13-17. Þriðjud. kl. 9-17. Föstud. kl. 8-17. Laugard. kl. 11-15. Dalvíkurbær. DA LVl KURSKDLI Frá Dalvíkurskola Laus er til umsóknar staða húsvarðar við skólann. Umsóknir berist skólastjóra fyrir 5. október n.k. Skólastjóri. DALVÍK Dalvíkurbær Sundlaug Dalvíkur verður opin á eftirtöldum tímum í vetur: Þriðjudaga frá kl. 17-21. Fimmtudaga frá kl. 17-21. Laugardaga frá kl. 13-16. Árshátíð Svarfdælingasamtökin í Reykjavík og nágrenni halda árshátíð sína 1. vetrardag, 21. okt. nk., í nýj- um og glæsilegum sal að Sigtúni 3. Húsið opnað kl. 19.30. Borðhald hefst kl. 20.00 stundvíslega. Ræðumaður kvöldsins Gunnlaugur Snævarr. Skemmtiatriði. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Miðapantanir í síma 39833 og 656115 þann 14., 15. og 16. okt. eftir kl. 16 alla daga. Ath. breyttan stað og tíma. Jóla- og tækifæriskort seld á staðnum. Mætum öll hress og kát. Stjórnin.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.