Norðurslóð - 23.11.1989, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær
13. árgangur
Fimmtudagur 23. nóvember 1989
9. tölublað
Úr Svarfaðardal. Víðirinn leggur undir sig dalbotninn.
Bjarni Einarsson
Byggðaj afiivægi
Vegna mikilla umræðna um samvinnu og samruna sveitarfélaga
undanfarið bað Norðurslóð Bjarna Einarsson, fyrrum bæjar-
stjóra á Akureyri, nú deildarstjóra í Byggðastofnun, um úttekt á
stöðu byggðar við utanverðan Eyjafjörð sérstaklega. Eftirfarandi
er framlag hans til umræðunnar.
Eyjafjörður,
mótvægi höfuðborgarsvæðisins
I mínum huga er Eyjafjarðar-
byggð það byggða iand sem vatn
fellur af í Eyjafjörð að viðbættri
Grímsey. Þetta er svæðið frá og
með Ólafsfirði tii og með Háls-
hreppi. Hvað sem fornri um-
dæmaskiptingu líður er þetta
landssvæði félagsleg og efnahags-
leg heild, nú með rúmlega 20.000
íbúa, og það hefur alla burði tii
þess að vera blómlegasta byggð-
arlag landsbyggðarinnar og
kjarni öflugs Norðurlands. Hlut-
verk Eyjafjarðar er einnig að
stuðla að því að byggð geti áfram
verið öflug í „jaðarlandshlutun-
um“ þremur, Vestfjörðum,
Norðurlandi vestan og austan
Eyjafjarðar og á Austurlandi.
Þessir landshlutar verða miklu
byggilegri ef öflug og dafnandi
atvinnu- og félagsstarfsemi fer
fram beggja vegna við þá. Lands-
hlutarnir þrír, Suðurland, Suður-
nes og Vesturland, sem liggja að
höfuðborgarsvæðinu, tengjast
því nú sífellt betur með góðum
vegum og eru að vissu leyti að
verða hluti af því. Hins vegar
njóta þeir, sérstaklega Vestur- og
Suðurland, einnig góðs af öflugu
kjarnasvæði hinum megin við sig.
A Vestfjörðum verður vonandi á
næstu árum gert það átak, sem
nauðsynlegt er til þess að treysta
byggðina þar. Sams konar átak
verður svo vonandi gert fyrir
austan. Austurland hefur mun
meiri möguleika en Vestfirðir til
vaxtar og bregðist Eyjafjörður
skyldu sinni verður miðbik Aust-
urlands að taka að sér mótvægis-
hlutverkið gegn höfuðborgar-
svæðinu þótt enn vanti mikið á að
þetta svæði hafi þann styrkleika
sem Eyjafjörður hefur í dag. En
þá hugsun, að Eyjafjörður nái
ekki aftur vopnum sínum og
staðni til langframa, er ekki hægt
að hugsa til enda. En þess vegna
er þetta sagt aö þróun byggðar í
Eyjafirði hefur verið með öðrum
hætti þann áratug sem nú er að
líða en maður hefði óskað.
Mynd 1 sýnir hlutfallslegar
breytingar á íbúafjölda Eyja-
fjarðar, landsbyggðarinnar og
landsins alls. Myndin sýnir glöggt
hina kröftugu þróun í Eyjafirði á
áttunda áratugnum, mun kröft-
ugri en hvort sem er á lands-
Pólstjarnan hækkar á hhnni
Pólstjarnan Dalvík er í þann
veginn að kaupa húsnæði það
sem hún hefur haft á leigu
undanfarin 5 ár, að Sandskeiði
26. Framkvæmdastjórinn Jón
Tryggvason sagði blaðinu að í
ráði væri að stækka síðan hús-
næðið um 400 fermetra eða
rúml. um helming. I þessu nýja
húsnæði verður bætt aðstaða
fyrir starfsfólk, stækkun á lag-
erhúsnæði með kælingu og
frysti.
Niðursoðna lifrin hefur aðal-
lega verið send til Rússlands og
Kanada, og hann á ekki von á, að
á því verði mikil breyting. Á síð-
astliðnu sumri var byrjað á nýrri
framleiðsluvöru hjá Pólstjörn-
unni, sem hlaut nafnið „Tarama“.
Petta eru þroskhrogn í sojaolíu
framleidd í 100 gramma glösum.
Þau voru kynnt á matvælasýn-
ingu í Köln í Þýskalandi fyrr á
árinu. Síðan hafa borist margar
fyrirspurnir sem verið er að vinna
úr. T.d. eru Frakkar áhugasamir
um kaup á þessari nýju vöru, og
var strax í sumar byrjað að senda
Tarama til Frakklands. Þetta gef-
ur góða von.
Þá hafa framleiðsluvörur Pól-
stjörnunnar nýlega verið sendar
til kynningar bæði til Japans og
ísraels.
Jón á von á því að Tengelmann
hinn þýski byrji aftur að kaupa af
þeim vörur eftir áramótin.
Það er ekki hægt að heyra ann-
að en framkvæmdastjórinn sé
nokkuð bjartsýnn á framtíðina
þrátt fyrir að hart sé í ári og dag-
lega berist fréttir af gjaldþroti
stórra og smárra atvinnufyrir-
tækja.
Eigendur Pólstjörnunnar eru,
auk Jóns, allar minni útgerðirnar
á Dalvík (smábátarnir) og G.
Ben. á Árskógsströnd.
Norðurslóð óskar Pólstjörn-
unni góðs gengis.
Ásetningsmenn. F.v. Júlíus F'riðrikssun og Þórarinn Jónsson.
Asetningur haustíð 1989
Forðagæsla er lagaskylda hér á
landi og ber sveitarstjórnum
að sjá til að hún sé framkvæmd
samviskusamlega hver í sínu
umdæmi. í Svarfaðardals-
hreppi eru forðagæslufulltrúar
eða ásetningsmenn, eins og
þeir eru gjarnan kallaðir,
Júlíus Friðriksson í Gröf og
Þórarinn Jónsson á Bakka.
Þeir hafa nú lokið haustumferð
sinni og hefur Norðurslóð fengið
hjá þeim eftirfarandi upplýsingar
um fóðurbirgðir og fjölda búfjár í
hreppnum. I svigum eru samsvar-
andi tölur frá 1988
Kýr 797 ( 826)
Kelfdar kvígur 108 ( H2)
Yngri geldneyti 395 ( 199)
Kálfar 211 ( 277)
Gemlingar 347 ( 0)
Hross 387 ( 363)
Hænur 4255 (4265)
Hér er það helst athyglisvert,
að geldneyti eru miklu fleiri en
áður enda ásettir kálfar óvenju-
lega margir í fyrra. Menn eru að
reyna að bæta sér upp sauðleysið.
Þá er sauðfé aftur komið á blað
þótt í smáum stíl sé. Og loks er
það Ijóst, að enn eru menn að
fjölga hrossum.
Heildarfóðurmagn í rúmmetr-
um er nú 42.200, sem er fvið
minna en í fyrra. í þessari tölu
eru 1654 rúllubaggar, sem eru
metnir á 1,4 rúmmetra hver eða
um 2200 rúmmetrar alls. Þetta er
lítið yfir 5% af heyfengnum þótt
það sýndist mikið á túnunum í
sumar. Fóðurþörf í hreppnum er
hins vegar metin á 35.500 rúm-
metra svo afgangur ætti að verða
allmikill á vori komanda þ.e.
6.700 rúmmetrar, sem slagar upp
í 300 kýrfóður.
í Eyjafirði
Mynd 1.
Hlutfallslegar breytingar ibúafjölda frá 1971
byggðinni sem heild eða í landinu
öílu. Hins vegar dró mátt úr
Eyjafirði eins og öðrum hlutum
landsbyggðarinnar upp úr 1980.
Byggðin virðist þó vera að sækja
í sig veðrið upp á það síðasta og
vonandi er það merki þess að
stöðnunartímabilinu sé að ljúka.
Þetta er samt ekki enn nógu gott
því til meira verður að ætlast af
Eyjafirði en öðrum hlutum lands-
byggðarinnar. Þessi byggð verður
að vera brjóstvörn landsbyggðar-
innar þegar hallar undan fæti og í
fylkingarbrjósti þegar vel gengur.
En hér er ekki við íbúa Eyja-
fjarðar að sakast nema að litlum
hluta. Til þess verður að ætlast af
landsfeðrum og mæðrum að þau
átti sig á mikilvægi Eyjafjarðar
og geri ráðstafanir til þess að
tryggja þar þá þróun sem nauð-
synleg er jafnframt því sem
heimamenn líti raunsæjum aug-
um á atvinnuuppbygginguna í
héraðinu og láti hvergi deigan
síga.
Þótt í Eyjafirði sé þétt og sam-
felld byggð og einstök byggðalög
séu vel tengd með góðum vegum
skiptist byggðin í nokkuð vel skil-
greinanleg svæði. Mest ber að
sjálfsögðu á Akureyri enda búa
þar tæp 70% íbúa héraðsins. Hér
á árum áður voru settar fram
kenningar um ákveðna „stórbæi“
sem áttu að vera grundvöllur
hagkvæmari byggðaþróunar.
svokölluð stjörnukenning. Þar
var Akureyri sett á oddinn. Þegar
ég gerðist framkvæmdastjóri
þessa bæjarfélags vorið 1967 var
„Akureyrarkenningin" í hámæli.
í sjálfu sér var talsverður sann-
leikur í þessari kenningu. En sá
var galli við framsetningu flestra
að Akureyri slitin úr samhengi
við nágrannabyggðir sínar. Þegar
ég kom norður hafði ég í um
fjögur ár unnið við rannsóknir á
byggðaþróun í landinu og gerð
byggðaþróunaráætlana, m.a. um
tveggja ára skeið við undirbúning
„Norðurlandsáætlunar". Mér var
orðið vel ljóst að byggðir, hvort
sem talað var um héruð eða
stærri svæði, líktust helst lifandi
verum, þar sem liver hluti „lík-
amans" hafði sínu hlutverki að
gegna. I mínum huga var norð-
lenska stórstjarnan ekki Akur-
eyri ein út af fyrir sig heldur hér-
aðið sem heild. Eftir að norður
kom varð ég mikið var við að á
Akureyri sem annars staðar þar
sem ég hafði komið hugsuðu
flestir suður. Ef Akureyringar
ræddu um vegamál var einn veg-
ur til umræðu, vegurinn til
Reykjavíkur. Það sama sögðu
Vestfirðingar og Norðlendingar
aðrir en Akureyringar. Lands-
byggðarfólk virtist ekki sjá nema
einn möguleika til að bæta lífið,
það að vera nógu fljótur að aka
til Reykjavíkur. Ég einsetti mér
að byrja á að reyna að vaska
þessa vitleysu úr heilabúunr
Akureyringa og á klúbbfundum
og annars staðar þar sem mér var
leyft að tala hélt ég því fram að
menn ættu að líta sér nær. Akur-
eyri mundi hvorki þrífast í ey-
firskri né norðlenskri eyðimörk.
Bæinn skyldum við byggja upp
samtímis eflingu eyfirskrar og
Framhald á bls. 3.