Norðurslóð - 23.11.1989, Side 2

Norðurslóð - 23.11.1989, Side 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og abyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Dagsprent Að aðlagast raunvöxtum Margt bendir til að nú rofi til í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi. Rekstrarskilyrði greinarinnar eru nú betri en þau hafa verið um nokkurt skeið. Auk þess gera skuldbreytingar sem framkvæmdar hafa verið hjá mörgum fyrirtækjum þeim léttara fyrir að standa við skuldbindingar sínar. Hitt er svo annað mál að mörg fyrirtækjanna í þessari grein skulda orðið mjög mikið og þola ekki nokkurt áfall meðan svo er. Sumum kann að þykja að slíkt sé nú gömul saga og það er út af fyrir sig rétt. En nú ber fjármagn háa raunvexti, það er breyting frá því sem áður var. Hér áður fyrr linaði verðbólgan þjáningar skuldugustu fyrirtækjanna en nú eykur fjármagns- kostnaður erfiðleikana. Hækkun fjármagnskostn- aðar hefur kallað á hagkvæmari rekstur og meiri varfærni í fjárfestingum. Fyrirtækin voru svifasein að bregðast við þessum breyttu aðstæðum, auk þess villti uppsveifla í efnahagslífinu á árunum 1986 og 7 mönnum sýn, og því dróst að gerðar væru í atvinnulífinu ráðstafanir á réttum tíma. Nú eru samdráttartímar og magnast því upp vandinn sem fylgir háum vöxtum. Raunvextir voru allt of háir til skamms tíma og eru reyndar enn. Þó þeir verði að lækka munum við áfram búa við raunvexti og tímar neikvæðra vaxta munu varla koma að nýju. Þess vegna er Ijóst að skuldug fyrirtæki munu eiga erfiða tíma fyrir höndum og krafa til hagkvæms reksturs mun því verða gerð til þeirra. Yið þessu verða fyrirtæk- in að bregðast fljótt og vel. Enda eru margir að gera það. Ymsar breytingar sem hafa verið að gerast á sviði sjávarútvegsmála, til dæmis í sölu á fiskafurðum okkar erlendis og vinnsluaðferðum, gera það að verkum, að við þurfum að endurmeta flesta hluti á þessu sviði. Fyrirtækjum í sjávarút- vegi er því mikill vandi á höndum að bregðast við hinum breyttu aðstæðum. Það er hins vegar fyrst og fremst á valdi fyrirtækjanna sjálfra að verjast áföilum sem af breytingum leiða. Að vísu er það svo að stjórnvöld verða sem fyrst að breyta mörgum leikreglum sem gilt hafa fyrir sjávarútveginn. Þó aðkallandi sé er slíkt ekki í sjónmáli. Hagsmunapot og hagsmunagæsla gera allar kerfisbreytingar erfiðar. Dirfsku þarf til að gera það sem gera þarf. Meðan lenska er að gera ekki hluti sem gera þarf, fyrr en svokallaðir hags- munaaðilar skrifa upp á það, er hætt við að seint gangi. J.A. Frti sófumifresti Aðventusamkomur verða á Dalvík og í Svarfaðardal í desember sem hér segir: Vallakirkju föstudaginn 8. des. kl. 21.00. í Dalvíkurldrkju sunnudaginn 10. des. kl. 20,30. Dagbók Jóhanns á Hvarfi - Anno 1898 18. júní. Rekið geldfé, var Holá rekandi svo vel gekk, Flekkur slapp við Sandá, voru 4 gemlingar komnir fram á Tungu af kyni Flekks. Fóru 4 bátar í hvalferð til Siglufjarðar, fengu það sem flutt gátu. 20. júní. Fékk Gunnlaugur á Karlsá 20 kr. af Sparisjóði til að geta farið til hvalkaupa á Siglu- fjörð. 24. júní. Gott veður. Kom Jói litli heim, höfðu menn héðan af 4 bátum skorið hval á Siglufirði er Færeyskur Cútter kom með og seldi Siglfirðingum. Var hlutur úr 6-rónum bát 2 krónur fyrir utan vinnulaun sem gengu í hlutinn, var spik, rengi, sporð og bægsla- hvalur á 3ja hundrað pund. 25. júní. Gerðum við til góða hval þeim sem kom í gærkvöldi. Brætt og saltað. Sendur matur til pilta. Kom Nonni heim, hefur verið á Mínervu frá 30. f.m. 26. júní. Fór Jói ofan á Möl með bréf til sýslumanns fyrir mig, bað Jón M. Magnússon fyrir það. Fóru piltar ofan: Jói Hjaltastöð- um, og Jón en Jói vinnumaður var niðurfrá. 26. júní. Fært frá. Komið með Hofsárkotslömbin, setin saman við. 27. júní. Hiti 13 stig. Fór ég með lambið sem Guðjón á Hreiðarsstöðum lánaði mér. Böðuð lömbin að kvöldi. 1. júlí. í vetur og vor hefur hér í sveit gengið dipteritis barna- veiki hafa dáið 20 börn til þessa tíma, líka hefur taugaveiki geng- ið talsvert á Vesturkjálka — nú hefur Klemenz sýslumaður látið prenta skjal sem bannar allar samgöngur við hin sýktu heimili. 3. júlí. í nótt logn og frost 4 stig, féllu plöntur uppkomnar hér í garði sem voru í góðum horfum (kartöflur). Fóru piltar ofan, róið með nýja síld. 4. júlí. Fórum við Jói ofan með 3 reiðingshesta. Skift pöntun. Lá Rósa við Sandinn. Tók skip Gránufélagsins fiskinn. Kom með prjónavél til mín frá Chr. Havstein. Tekin maskínan, fisk- ur og fleira. Kom Consúlsskip hér að Sandi. 6. júlí. Fór Jói ofan í Consúl- skip, verður þar til helgar. Byrj- aði að slá ofurlitla stund (hann byrjar sjálfur eitthvað að slá, sýn- ist mér vera venja). 17. júlí. Fundur á þinghúsi. Kosið til fundar á Akureyri, þar á að kjósa til Þingvallareiðar. Til að mæta á Akureyri nokkrir: Halldór á Melum, Jón á Hreið- arsstöðum, Þorleifur Hóli, Þor- gils Sökku. 1. ágúst. Fylgdi ég Baldvin gamla á Oddeyri með kú út í Háls (keypt á Hnjúki). 3. ágúst. Norðaustan hrak- viðri, snjóar í fjöll, slítur hvítt úr honum í byggð. Entum að slá mýrar. Ær fóru heim til húsa eins og á vetrardag. 7. ágúst. Kom Nonni, og Sveinn með honum. Fóru Syðra- Hvarfshjón með Gunnlaug litla til kirkju, sem áður var heima- skírður skemmri skírn. Fórum við hjónin suður í Hvarf í skírn- arveislu. 11. ágúst. Fór Gísli á Hvarfi í kaupstað að taka út viðinn í Hol- árbrú. 12. ágúst. Tók Gísli brúarvið- inn hjá Snorra, ráðgert að flytja með Skálholti. 2. september. Frost, heiðríkt og ekki bakki til hafs. Fór ég, Gísli, Jói á Hjaltastöðum og Sigurður Jónsson í Sælu, byrjuð- um þessir 4 á undirstöðustólpum við Holárbrú, fengum 60 pund sement hjá Þórði á Hnjúki. Snúið öllu. Hirt hvert strá hér. Bárum heim orf að kvöldi. 9. sept. Fékk Nonni fisk á handfæri, töluvert, kom heim með á tveim hestum. 10. sept. Göngur. Gangnaveð- ur hið versta, sótþoka. 21. sept. Var Jón á Hjaltastöð- um hér, risti í bása og þakti, gert að gáttum og fleira þess háttar. 22. sept. Komu allir sem ráku markaðsfé. 25. sept. Komu rekstrarmenn úr Fljótum, ráku þeir pöntunar- sauði á Oddeyri, Hjaltadalsheiði, voru þeir 5 daga að reka þangað eftir byggð, fyrst í Hjaltadalinn, svo ofan Hörgárdal. Þótti þeim gott að reka fram í skip á Odd- eyri, eftir því sem þeir hafa vanist á Króknum. Fylgdi ég þeim að Urðum. 28. sept. Sótti ég með stúlkum hrís á 2 hesta. 30. sept. Rakaðar gærur, höggnir kroppar. Komu 2 menn vestan frá Hofsós sóttu síld á 2 hesta, hefir það eigi verið gert í minni tíð. 20. október. Jörðuð 3 börn á Urðum: 1 frá Klaufabrekkum, 1 frá Ytri-Másstöðum, 1 frá Þverá, öll látin í sömu gröf. 29. okt. Komu piltar heim frá sjó, sögðu beituskort því ekkert er utan pækluð síld til þeitu. Hef- ur þessi mánuður verið góðviðra- samur. Fóru bræður með 150 rjúpur til að koma þeim í kaup- stað. 1. nóv. Fór Jói með Sokku fram í Gljúfurárkot, Bergur fær folald hennar, brúna hryssu með hvítan blett á herðakambi. Ætlar Jói að koma aftur með Sokka minn þriggja vetra og Rauð sinn veturgamlan, er gengið hafa á Kongstaðadal í sumar. Kom Jói með báða folana og Sokku aftur, en Bergur tók folaldið, læt ég það borga upprekstrartoll. 4. nóv. Kom Gísli úr kaupstað í gær og hingað í dag, sagði að nokkrir bátar hefðu róið í gær tveim þeirra hvolft við Böggvis- staðasand, drukknuðu 3 menn af Syðra-Holts bát og 3 af Grundar- bát, 3 var bjargað af hvorum þeirra. Þeir sem drukknuðu: Júlíus formaður Guðmundsson í Halldórsgerði (maður Helgu Magnúsdóttur), Björn Sigfússon Tjarnargarðshorni (húsmaður þar frá Grund. Bróðir Snorra og Ingigerðar), Eggert Jónsson Hreiðastaðakoti (faðir Soffíu, Holtinu síðast). Þessir af Holtsbát, en af honum komust: Baldvin Blakksgerði (Steindyr- um), Þorleifur Syðra-Holti (faðir Sigfúsar útgerðarmanns), Jóhann Sigurðsson hér af heimili (Jói vinnumaður síðar Skriðu) var hann mjög hætt staddur og liggur niður á Sandi. Af Grundarbát fórust: Haraldur Jónsson Tjarn- argarðshorni (bróðir Soffíu móð- ur Petrínu), Guðmundur Krist- jánsson Ingvörum (sonur Krist- jáns áður bónda á Hrafnsstöðum, unglingur), Guðmundur frá Laugarhúsum í Fljótum. En af komust: Gunnlaugur á Grund (Daníelsson frá Tjarnargarðs- horni), Sigurður á Hofsá (frá Atlastöðum Björnsson og bóndi í Sælu), Sigurður Grund (frá Hálsi, albróðir Ingibjargar Svæði. Saga Dl. Fórst með Krist- jáni 1904). 4. nóvember. Kom Nonni heim í kvöld, sagði allt hið sama og Gísli. Talaði Jón við Jóhann og sagði að hann hefði gengið milli rúma meðan búið var um hann. 5. nóv. Fór ofan með 2 hesta, sótti Jóa og flutti heim, var hann eftir vonum. 14. nóv. Frétti í bréfi að Jór- unn í Kálfskinni dóttir okkar liggur þungt haldin. Vestan fjaska veður í nótt með stórhríð. Lækir illir vegna klakastíflu, fór bæjarlækurinn hér heim á hlað og inn í Grindahjall og út um tún úr farvegi sínum. 4 bátar fuku á Árskógsströnd. 19. nóv. Fór Solla í Kálfskinn ytra. Jórunn liggur og á að ljá stúlku þangað nokkra daga. 23. nóvember. Dó Jórunn dóttir okkar kona Ólafs í Kálfsskinni 32 ára. 26. nóv. Kom Baldvin litli á Brattavöllum með bréf um dauðsfall Jórunnar. Dó hún í bát á flutningaleið á spítala, eftir þunga og stranga legu. 3. dcsember. Fjaska stórfenni, skaflar og djúpt á milli. 7. des. Fór Sólveig inn í Litla- Skóg, fylgdi Einar í Brautarhóli henni, illt að ganga og skíðafærð vond. 8. des. Fór fram jarðarför í Stærri-Árskógi, við vorum héðan: Sólveig, Jóhann, Tryggvi, Þóra og Sólveig vinnukona. (Síð- ar Skeggstöðum, systir Sveins.) Ég var heima, treysti mér ekki sökum ófærðar og lasleika, sendi ég með þeim vers sem Þorsteinn orti (Þorsteinn Þorkelsson Syðra- Hvarfi). 9. des. Kom Jói, Tryggvi og Solla heim í kvöld, Sólveig gisti á Hálsi, Þóra í Litla-Árskógi. 10. des. Síld veiðist inni á firði, margir á Árskógsströnd við þá veiði. 28. des. íshúsfundur í húsi Jóns Stefánssonar. Gisti í Ár- gerði, leit í blöð sem Jón Stefáns- son kom með. 31. des. Fór Jói og Tryggvi ofan á Sand á Bindindisfélags- fund, hafði þar verið fjöldi fólks. Sunnan stormur. Hefur verið illt bæði tíð og jörð síðan með nóv- ember. Öll jólafasta snjór og hríðarveður. Árið 1898. Heilsufar hér yfir- leitt misfellasamt. Taugaveiki gekk í byrjun árs samhliða hinni illkynjuðu difteritis barnaveiki sem stakk sér niður hingað og þangað til haustnótta, þá kvað mest að því í Tjarnarsókn. Úr taugaveiki dó enginn af 78 er í henni lágu. Úr áðurnefndri barnaveiki dóu 25 börn og að auki 8 börn úr öðrum kvillum, alls 33 börn. Fullorðnir dóu 11 á sóttarsæng flest aldrað fólk, og 3. nóvember drukknuðu 5 menn hér úr sveit og 1 úr Fljótum af tveim bátum er hvolfdi í brim- garði við Böggvisstaðasand; sama dag drukknuðu 4 menn frá Krossum og 2 menn inni í Krossanesál. Hafa því látist af yngra og eldra fólki hér í sveit 49 manns. LEIÐRÉTTINGAR - í síðasta kafla Dagbókarinnar stendur við færslu 30. janúar Steini í Gröf. Þarna átti að standa Stjáni í Gröf (Kristján í Brautarhóli). Undir færslu 16. maí stendur Gunnar á Klængs- hóli. Þarna á að standa Gunna á Klængshóli (Guðrún vinnukona á Hvarfi Arngrímsdóttir bónda á Klaufrakoti).

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.