Norðurslóð - 23.11.1989, Qupperneq 3
NORÐURSLÓÐ - 3
Byggðajafhvægi
- Framhald af forsídu
norðlenskrar byggðar. Vegurinn
suður mætti bíða og vegur númer
eitt í Eyjafirði lægi til Dalvíkur
og Ólafsfjarðar, næstur í röðinni
væri svo vegurinn til Húsavíkur
og því næst vegurinn til Sauðár-
króks. Með slíkum samtenging-
um yrði til sá byggðakjarni á
Norðurlandi sem allt standast
mundi samkeppni höfuðborgar-
svæðisins og stuðla að jafnvægi
byggðar um landið allt. Því mið-
ur er tengingin við Sauðárkrók
ekki að fullu komin enn.
Jafnvægi í byggð Eyjafjarðar
Ég minnist þess að fyrir u.þ.b. 20
árum leitaði þekktur embættis-
maður ríkisins álits míns á veru-
legri uppbyggingu sem þá átti sér
stað á Grenivík. Honum fannst
menn vera að dreifa kröftunum,
betra væri að nota aurinn á Akur-
eyri. Ég andmælti kenningunni
og sagði að á Grenivík væri hægt
að gera hluti á hagkvæman hátt
sem ekki væru hagkvæmir á
Akureyri og þótt gera mætti
þetta á Dalvík eða Ólafsfirði væri
mikils um vert að efla útvörð ey-
firskrar byggðar út með firði að
austan. Reynslan sannar að þessi
kenning var rétt. Vegna Greni-
víkur er hægri fylkingararmúrinn
miklu traustari en ella væri en í
Svalbarðsstrandarhreppi, Grýtu-
bakkahreppi og í Hálshreppi búa
nú um 935 manns. Handan fjarð-
arins er þó eftir enn meiru að
slægjast. Þar standa tveir kaup-
staðir þétt saman sem til þessa
hafa verið einangraðir hvor frá
öðrum. Nú rofnar sú einangrun
og samkvæmt lögmálinu munu
Dalvík og Ólafsfjörður senn fara
að renna saman í eina hagræna
og félagslega heild. Vegna
hörmulegrar skammsýni eru
Múlagöng að vísu of mjó, því
Vegagerðin virðist ekki skilja
hvað gerist þegar einangrun ná-
lægra siaða rofnar. Vart munu
mörg ár liðin af nýrri öld þegar
vegna miklillar umferðar verður
talið nauðsynlegt að gera önnur
jarðgöng við hlið þeirra sem nú
er verið að Ijúka við. En þessi
útvarðarbyggð Eyjafjarðar að
vestan er stærri en þetta. I næsta
nágrenni við kaupstaðina tvo eru
Svarfaðardalur og Árskógs-
hreppur og einnig er eðlilegt að
hugsa sér að Hrísey tengist við
þessa byggð. Á þessu svæði öllu
bjuggu í árslok 1988 yfir 3500
manns sem er um 17,5% Eyfirð-
inga. Próun þessarar byggðar
sem heildar hefur verið sveiflu-
kennd. Síðustu árin hefur hún þó
tekið að eflast verulega og örugg
tenging Ólafsfjarðar við hana
kemur til með að efla hana enn
meira.
Þegar horft er yfir Eyjafjörð
allan, þessa þrjá þéttbýlisstaði
héraðsins auk tveggja landbún-
aðarsvæða sem hér eru enn ótal-
in, utan Akureyrar með um 670
íbúa og framan Akureyrar með
tæplega 1000 íbúa og svo Gríms-
eyjar með 114 íbúa, þarf ekki
nema meðalhugmyndaflug og
skilning á mannlegu samfélagi til
þess að átta sig á samhengi og afli
þessa héraðs. Sú mynd sem kem-
ur hér fram í mynd 2 af íbúaþró-
un svæðanna á þeim áratug sem
nú er að líða í kjölfar framfar-
anna á áttunda áratugnum verður
því að teljast óeðlileg. Það þjóð-
félagslega ástand og sú stjórnun
sem leiðir til þess að slíkt hérað
tapar fólki, sbr. einnig mynd 3,
getur ekki talist vitræn.
Mynd 2
Hlutfallslegar breytlngar íbúafjölda frá 1971
---D EyjafjðrÖur
— Arskógsbær
•— Akurcyri
Grcnivik og nágrenni
—ö— Svcitahrcppar
Mynd 3
Fólksflutningar aö og frá Eyjafiröi
Breyting þróunarstefnunnar
upp úr 1980 var átakanleg. Þessi
breyting var bein afleiðing þess
skilningsleysis sem þá ríkti meðal
valdamanna á orsökum byggða-
röskunar í landinu. En það
ánægjulega er þó þegar horft er
til Eyjafjarðar er, að síðustu árin
hefur þróunin þar snúist til betri
vegar samtímis því að brottflutn-
ingur af landsbyggðinni sem heild
eru meiri en nokkru sinni fyrr.
Leiðandi í þeirri þróun er byggð-
arlagið út með firði að vestan,
sem ég ætla að leyfa mér að gefa
bráðabirgðanafnið Árskógsbær.
Akureyri fylgdi í kjölfarið ári
seinna. Svæðið út með firði að
austan hefur tapað fólki síðan
1984 en gæti núna verið að ná
jafnvægi. Merkilegast er þó ef til
vill hið ágæta jafnvægi sem
sveitahrepparnir halda á meðan
flest landbúnaðarsvæði landsins
eiga í miklum erfiðleikum. Hins
vegar er enn langt í land með að
Eyjafjörður nái aftur snerpunni
frá áttunda áratugnum. Það ger-
ist varla nema héraðið fái víta-
mínsprautu í formi stóraukins
atvinnurekstrar.
Árskógsbær
Öflugt samfélag út með firði að
vestan eflir hina eyfirsku heild
mun meira en ef þar væri strjál-
býlt en mismunur íbúafjöldans
væri búsettur á Akureyri. Vita-
skuld er þessi byggð og verður
annexía frá þjónustumiðstöðinni,
Akureyri. En fyrir það fyrsta, er
þarna atvinnustarfsemi sem hag-
kvæmara er að reka ytra en í
stóra bænum og fleira getur til
komið á atvinnumálasviðinu sem
hentar betur út með firði en inni
við fjarðarbotn. Á sama hátt og
öflugur Eyjafjörður hefur jákvæð
áhrif á byggð á milli hans og
höfuðborgarinnar hefur öflugt
samfélag út með firði mikil áhrif
á búsetu á strandlengjunni á milli
þess og Akureyrar. Við þetta má
svo bæta aukinni tilbreytingu í
mannlífinu öllu ef meiriháttar
bæir eru fleiri en einn. En hvaða
rétt á embættismaður suður í
Reykjavík að vera að búa til bæ
úr fimm sjálfstæðum sveitarfélög-
um og það, þó hér sé af gamni
gert og til hægðarauka, að gefa
honum þó ekki sé nema bráða-
birgðanafn. Þessi bíræfni helgast
af tvennu. Annars vegar helgast
hún af hinni miklu breytingu sem
verður við það að Ólafsfjörður
tengist hinum sveitarfélögunum
fjórum með tilkomu Múlaganga
en hins vegar af sögulegum stað-
reyndum og umtali sem af og til
hefur farið fram um aukið samstarf
þessara sveitarfélaga, um sam-
einingu sumra þeirra og, hjá
þeim róttækustu, sameiningu
þeirra allra. í skjóli þessa tek ég
mér þann rétt að nota gagna-
brunn tölvukerfis Byggðastofnun-
ar til að búa þennan bæ til og
nafnið vel ég vegna þess að mér
finnst það fallegt.
Árið 1986 var nokkurs konar
botnár öfugþróunar níunda ára-
tugarins við Eyjafjörð. Frá árs-
lokum 1986 til ársloka 1988 fjölg-
aði fólki við fjörðinn um 419
manns, þar af um 219 á Akur-
eyri. í Árskógsbænum fjölgaði
um 154 manns. Mest var fjölgun-
in á Dalvík 91, í Ólafsfirði 38 í
Svarfaðardal 21 og í Árskógs-
hreppi 7. í Hrísey fækkaði um 3.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunnar, sem við notum í
gagnabankanum, var heildar-
íbúafjöldirm í árslok 1988 3525
manns. Sambærilegir bæir að
íbúafjölda eru Selfoss og ísa-
fjörður, höfuðstaðir Suðurlands
og Vestfjarða. Á þessu má sjá að
Árskógsbær er öflug eining sem
ráðið getur við stór verkefni. Hér
á eftir ætla ég að setja fram forv-
itnilegar upplýsingar um
Árskógsbæ í myndrænu formi.
Tölvutæknin er notuð til að
breyta tölum gagnabanka Byggð-
astofnunar í myndir sem gefa
þægilega og fljóta yfirsýn. Orðin
verða tiltölulega fá.
Sú fyrsta af þessum myndum,
mynd 4 sýnir breytingar á íbúa-
fjölda svæðisins síðan 1941. Unt
þá þróun er fátt að segja. Á
myndinni sést, að erfið tímabil
hafa gengið yfir Árskógsbæ þótt
heildarþróunin hafi verið jákvæð
og lengst af ör.
Mynd 4 Fjöldi íbúa í Árskógsbæ
Mynd 7
Atvinnuskipting 1987
0.0% -
Landbúnaður Úivcgsgrcinar Iðnaður
Byggingar Þjónustugrcinar
hlutfall útvegsgreinanna, en inn-
an bæjarins eru nú fimm útvegs-
pláss, Ólafsfjörður, Dalvík,
Hrísey, Árskógssandur og
Haugancs. Hlutfall útvegsgrein-
anna er nógu hátt til þess að á
öðrum Norðurlöndum væri Ár-
skógsbær talinn hafa mjög ein-
hæft atvinnulíf. Hér á landi er þó
hægt að finna fjölda bæja með
hærra hlutfall útvegsgreina, hæst
um og yfir 60%. Mismunurinn á
hlutföllum iðngreina og þjón-
ustugreina er afar eðlilegur. Á
heildina litið er bærinn livað
atvinnuskiptingu varðar áþekkur
sumum öðrum íslenskum útvegs-
Mynd 5
Síðan kemur mynd nr. 5, sem
,ýnir fólksflutninga að og frá
\rskógsbæ síðan 1971. Þróun
ressara fólksflutninga er ekki
úns og algengast er á landsbyggð-
nni á þessu tímabili. Algengasta
rróunin, og einnig þróun á lands-
jyggðinni sem heild, var þannig
rð við upphaf áttunda áratugar-
ns var brottflutningur mikill en
iíðan fór hann ört minnkandi og
jm miðjan áratuginn var flutn-
ngsjöfnuðurinn orðinn lands-
oyggðinni hagstæður. Síðan fór
jöfnuðurinn aftur að þróast
landsbyggðinni í óhag og það
hefur hann haldið áfram að gera.
Nú er svo komið að um 1,5%
íbúa landsbyggðarinnar sem
heildar flytja til höfuðborgar-
svæðisins á ári. Gagnstætt þessu
er flutningaþróun Árskógsbæjar
skrykkjótt frá ári til árs. Érá
árinu 1982 til 1985 minnkuðu
aðflutningar mjög en brottflutn-
ingar sveifluðust til frá ári til árs
eins og áður. Síðan 1986 hafa
aðflutningar farið vaxandi.
Mynd 6 Aldurssklpting 1.1. 1989
60.0%-1
stöðum. Næst síðasta myndin
sýnir svo breytingar á atvinnulífi
Arskógsbæjar frá 1981 til 1987 og
sú síðasta er byggð á sömu
tölum, sýnir nettóbreytingar á
fjölda ársverka.
Mynd 8
samstarf. Ekki er vafi á að sem
eitt sveitarfélag væri Árskógsbær
sterkur. Hins vegar þarf margt að
athuga áður en sameining yrði
ákveðin. En ekki er alltaf þörf
fyrir byltingar, markviss þróun er
oftast betri kostur. Þótt íslend-
ingum sé oft illa við að horfa
fram fyrir nef sér er það mjög
gagnlegt fyrir sveitarstjórnir.
Menn verða að geta hugsað sér,
að ákveðin þróun verði á svæðinu
sem jafnvel eigi sér ákveðið
markmið og síðan geta menn
gengið þróunarbrautina skref fyr-
ir skref.
Niðurlag
Ég lét koma fram hér framar að
ákveðinn sannleikur sé fólginn í
gönrlu stjörnukenningunni ef hún
er rétt túlkuð. Þá er ekki bara
tekið mið af einhverjum örfáum,
einangruðum stórbæjum, einum í
hverjum Iandshlúta. Það afbrigði
stjörnukenningarinnar sem er í
fullu gildi og er að verulegu leyti
grunnur þeirra kenninga sem nú
eru settar fram urri hvernig ís-
lensk byggðastefna eigi að vera
næstu ár, byggir á að með mikl-
um vegabótum verði byggð upp
„kjarnasvæði", þar sem þjón-
ustumiðstöðvar, sérhæfðir bæir
og kauptún og sveitir verði tengd
saman til þess að verka sem ein
félagsleg og efnahagsleg heild.
Með þcssu móti verði byggðir
upp stærri markaðir úti á landi og
með þessu móti verði einnig hægt
að bjóða upp á meira úrval
atvinnu. Slík svæði vonast menn
nú til að geta byggt upp á Vest-
fjörðum og á Áusturlandi með
mikilli jarðgangagerð. Eyjafjörð-
ur er slíkt svæði, það öflugasta í
landinu og er raunar fyrit myndin
þegar um þessi mál er fjallað í
almennu samhengi. En þessi
kenning hrynur ef hún ekki getur
sannast hjá fyrirmyndinni. Því er
mikilvægt að í Éyjafirði komi
ótvírætt fram að tiltölulega fjöl-
v,‘" ZL
Landbúnaður Útvegsgreinar Iðnaður
Mynd 9
Byggingar Þjónustugreinar
0-19 ára 20-69 ára 70áraogyftr
Aldurshópar
I mynd 6 er gerður samanburð-
ur á grófri aldursskiptingu í
Árskógsbæ og á Akureyri. Þessi
mynd sýnir í báðum bæjum
aldursskiptingu sem ekki er ýkja
frábrugðin landsmeðaltali. Börn
og unglingar eru ívið fleiri í
Árskógsbæ en á Akureyri og fólk
á starfsaldri og eldra fólk aðeins
færra. Ekki er hægt að segja ann-
að en að þetta sé hagstæð aldurs-
skipting fyrir atvinnulíf og rekst-
ur sveitarfélags.
Að síðustu koma fáeinar
myndir sem eiga að lýsa atvinnu-
skiptingu og atvinnuþróun í
Árskógsbæ. Mynd 7 er saman-
burður á atvinnuskiptingu í
Árskógsbæ og á Akureyri.
Hér gefur að líta afar ólíka
atvinnuskiptingu. Tiltölulega
hátt hlutfall landbúnaðar stafar
auðvitað af því að innan Ár-
skógsbæjar eru all miklar sveitir.
Stærsta frávikið er þó hið háa
Landbúnaður Útvegsgreinar
Á þessum myndum sést hvar
vöxturinn hefur verið í atvinnu-
lífi svæðisins. Eins og annars
staðar skara þjónustugreinarnar
fram úr, enda er nú svo komið að
yfir 90% eru í þjónustugreinum
sem er sams konar hlutfall og hjá
mörgum þjóðum sem eru á svip-
uðu þróunarstigi og við íslend-
ingar erum á. Hjá ýmsum iðnað-
arþjóðum fækkar reyndar störf-
um í framleiðslugreinum þannig
að fjölgun í þjónustugreinunum
er komin yfir 100%.
Sá lauslegi fróðleikur sem hér
hefur verið settur fram um
svæðið, sem ég hef leyft mér að
kalla Árskógsbæ, bendir til þess
að sem heild sé þetta svæði á
íslenska vísu mjög sterk eining.
Þetta afl nýtist að sjálfsögðu mun
betur ef sveitarfélögin starfa náið
saman. Til þess að sanna það þarf
engar frekari rannsóknir né
kannanir. Sameining sveitarfé-
laga er mun flóknara mál en
Iðnaður Byggingar Þjónustugreinar
menn atvinnu- og þjónustusvæði
geti þróast ört og geti boðið fólki
upp á þá atvinnu og aðra aðstöðu
til að lifa, sem það er sátt við. Ég
held að engan langi til að búa í
íslenska borgríkinu við Faxaflóa
með landsbyggðina að öðru leyti
í auðn. Kannski verður þeim
spurningum svarað við Eyjafjörð
á allra næstu árum hvort ástæða
sé til þess að óttast að sú þróun
verði sem við í Byggðastofnun
höfum reiknað að verði með
óbreyttri byggðaþróun, þar sem
fólksfjöldi sent svarar til allra
íbúa Norðurlandskjördæmis
eystra flytur suður á árunum
fram til 2010. Við, sem viljum
umfram allt fá jákvætt svar að
norðan, viljum þá að sjálfsögðu
að þróun byggðarinnar við Eyja-
fjörð rati inn á þá þróunarbraut
sem styrki hana mest. Þá verður
að ríkja byggðajafnvægi við
fjörðinn og til þess að svo verði
verður byggð að dafna í Árskógs-
bæ.