Norðurslóð - 23.11.1989, Side 6

Norðurslóð - 23.11.1989, Side 6
Tímamót f íslcnsk skírn í Lissabon. Þann 26. nóvember verða 75 ára tvíburabræðurnir Hjalti Þor- steinsson, Bjarkarbraut 15, Dalvík og Skafti Þorsteinsson, Efstakoti, Dalvík. Blaðið árnar heilla. Andlát 31. október lést Björn Þór Árnason, skipstjóri, Smáravegi 8, Dalvík. Björn í>ór fæddist 29. september 1958, sonur Ingibjargar Jónínu Björnsdóttur og Árna Reynis Óskarssonar. Var hann elstur sex barna þeirra hjóna sem eru auk hans: Helga Kristín, Óskar Reynir, Víkingur Arnar, Þorbjörg Ásdís og Snjólaug Elín. Björn Þór fór ungur á sjóinn og var á sjónum að mestu leyti upp frá því, utan hann settist á skólabekk á Dalvík veturinn 1981- 1982 og lauk þaðan skipstjórnarprófi. Hann var á nokkuð mörg- um bátum á sínum sjómannsferli enda duglegur og eftirsóttur. Var hann gjarnan stýrimaður á bátum frá því í byrjun þessa ára- tugar og skipstjóri hin síðari ár, nú síðast á Hafsteini. 1979 eignaðist hann dóttur, Sigrúnu Birnu, með Guðrúnu Rún- arsdóttur. Björn Þór var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 4. nóvember. JHÞ 7. nóvember lést Kristján Loftur Sölvason, Hreiðarsstöðum, Svarfaðardal. Kristján fæddist 1. júlí 1970 sonur Rósu Sigrúnar Kristjánsdóttur og Sölva Hauks Hjaltasonar. Var hann elstur fimm barna þeirra hjóna sem eru auk hans: Sigurður Jóhann, Ómar Hjalti, Anna Heiða og Jón Haraldur. Kristján ólst upp á Hreiðarsstöðum en eft- ir skólagöngu í Húsabakkaskóla lá leið hans til Dalvíkur þar sem hann lauk 9. bekk. Fór hann síðan að vinna fyrir sér, var á sjó um tíma en vann einnig m.a. í Salthús- inu og hjá Otri. Var hann skemmtilegur félagi, skrafhreifinn og glaðlegur í viðmóti sem eignaðist marga félaga nær og fjær. Kristján var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 11. nóvcmber. JHÞ Skírnir Þann 23. september var skírð í Lissabon í Portúgal Jara Fatínia Foreldrar hennar eru hjónin Sandra Carla Barbosa og Brynjólfur Odds- son, Lækjarstíg 7, Dalvík. Skírn í Grundarkirkju. Katrín mcð Úlfur, Jóhann Ólafur með Halldór. Skírðir voru í Grundarkirkju í Eyjafirði 12. nóv. sl. tvíburarnir Halldór Rafn og Úlfar Bjarki. Foreldrar þeirra eru Katrín Úlfarsdóttir frá Grísará, Eyjafirði og Jóhann Ólafur Halldórs- son frá Jarðbrú, Svarfaðardal, nú búsett Grundargötu 4, Akur- eyri. Sr. Hannes Örn Blandon skírði. Afmæli Þann 8. nóvember varð áttræður Sigvaldi Gunnlaugsson bóndi í Hofsárkoti, nú búsettur á Skeggsstöðum. (Sjá grein.) Bókmenntaafrek við Árgerðisbrúna Hér í Svarfaðardal hefur á undanförnum árum og áratug- um verið unnið hljóðlátt og hógvært stórvirki á sviði íslenskra bókmennta. Þar hef- ur verið að verki fyrrverandi héraðslæknir okkar Daníel Á. Daníelsson í Árgerði, og verk- ið er Ijóðaþýðingar. Nú er komin út bókin Sonnett- ur Shakespeares í þýðingu Daní- els. Útgefandi er Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins. Það er ekki smáverk, sem hér um ræðir. Sonnetturnar eru 154 að tölu, 14 ljóðlínur hver samkvæmt hinu hefðbundna og fastmótaða formi þessarar Ijóða- gerðar. Flestir kannast við hið mikla enska skáld, William Shakespeare (d. 1616) og leikrit hans, sem margir telja, að séu mestu snilldarverk á því sviði, sem nokkurn tímann hafa verið skrifuð. Færri kannast við hina miklu Ijóðabálka, sonnetturnar, sem eru e.t.v. að sínu leyti ekkert ómerkari bókmenntir þótt ekki séu þær eins vel þekktar. Mörg af leikritum Shakespear- es, sem yfirleitt eru öll ort í bundnu máli, hafa verið þýdd á íslenska tungu. Þar koma við sögu m.a. Matthías Jochumsson og á síðari árum Helgi Hálfdán- arson. Fáir nokkrir'hafa á hinn bóginn tekist á við sonnetturnar til þessa, þangað til nú að D.Á.D. stígur fram og hefur upp raust sína. Það er álit undirritaðs, að þetta verk Daníels sé fyrirtaks gott og muni lengi halda nafni hans á lofti. Það er ekki heiglum hent að glíma við hið knappa form sonn- ettunnar og verða um leið að heiðra kröfur íslenskunnar um stuðla og höfuðstafi en vera jafn- framt trúr höfundinum um merk- ingu og anda ljóðsins. Ég held að þýðandinn hafi leyst þessa þraut frábærlega vel. Það gefur þessari bók stórauk- ið gildi að Daníel skrifar í hana langan og ítarlegan formála til skýringar á þessum ljóðum hins enska skálds, en mönnum hefur lengi verið það nokkur ráðgáta, hvernig þau urðu til og hvaða saga, persónuleg og þjóðfélags- leg, liggur að baki þeim. Enn- frernur skrifar hann langan eftir- mála um ákveðið svið vesturevr- ópskra bókmennta, sem ensk ljóðskáld á tímum Shakespeares skutu rótum í. Allt mun þetta vera nýstárlegur og merkilegur fróðleikur fyrir hina ljóðelsku íslensku þjóð. Og svo skilgetið afkvæmi Daníels læknis í Árgerði er þessi bók, að jafnvel mynd Williams Shakespeares fremst í bókinni er Daníel Ixknir í árgcrði. teiknimynd, sem hann gerði ung- ur maður árið 1926. Það má vera mikið ánægjuefni hinum mikla bókmenntamanni D.Á.D. að þessi bók er nú full- búin og gefin út af einni virðuleg- ustu stofnun íslenska ríkisins, Menningarsjóði. Okkur Svarfdælum má líka vera það til nokkurrar upphefð- ar, að slíkt andans afrek skuli hafa verið unnið hérna á hólnum við Árgerðisbrúna, í jaðri kaup- staðarins á Dalvík og þó úti í sveit, sem jafnframt er einn feg- ursti staður í héraðinu. E.t.v. á það einhvern þátt í hve hér hefur fágætlega vel tekist til. HEÞ. Fréttahomið Hjá KEA á Dalvík eru breytingar nokkrar í starfsliðinu. Nú lætur af störfum sem dcildarstjóri Byggingavöru- deildar eftir mjög langt og heilla- drjúgt starf Friðþjófur Þórarins- son, en hann mun þó halda áfram að starfa hjá félaginu. Við starfi sem deildarstjóri tekur Bragi Jónsson húsasmíðameistari. Frá því var sagt í síðata blaði, að hann væri ráðinn húsvörður Dal- víkurskóla. Af því verður sem sé ekki og er sú staða því aftur laus til umsóknar. Friðþjófur. Birgir. Pá hefur verið ráðinn „mat- reiðslumeistari“ til Svarf- dælabúðar. Er það Gunnar Björgvinsson frá Fellum austur, en hann hefur verið búsettur hér um skeið. Er spennandi að sjá, hvort breyting (til bóta) verður á kjöt- og fiskborðinu, því lengi getur gott bestnað eins og kerl- ingin sagði. s Iþriðja lagi er þess að geta að eftir mánaðarmótin flyst um- boð Samvinnutrygginga og Brunabótafélags íslands, nú sam- einuð í Vátryggingafélag íslands hf., í nýtt húsnæði í gömlu Bygg- ingavörudeild á jarðhæð vestast í Kaupfélagshúsinu. Er verið að innrétta þar væna skrifstofu fyrir umboðið, sem Birgir Sigurðsson veitir forstöðu. Leikfélag Dalvíkur hóf vetr- arstarfsemi sína sl. laugar- dag. Þetta var kynning á rithöf- undinum Guðlaugi Arasyni og var lesið upp úr bók hans „Vík- ursamfélagið". Þráinn Karlsson stjórnaði upplestrinum og hafði hann ásamt höfundinum, valið kaflana sem lesnir voru. Hvorki meira né minna en 18 upplesarar komu fram. Á milli atriða léku 3 ungar stúlkur úr Tónlistarskólan- um á Dalvík á þverflautur og einnig léku 3 harmonikuleikarar á sín hljóðfæri. Þetta var góð til- breyting í hversdagsleikanum og er vonandi að L.D. bjóði oftar í vetur upp á dagskrá í líkingu við þetta. Foreldrafélag Húsabakka- skóla sem stofnað var á fyrra ári hélt basar í þinghúsinu Grund síðastliðinn laugardag til styrktar starfsemi félagsins. Þarna var líka spilað bingó. Margt fólk mætti þarna bæði for- eldrar og velunnarar skólans, og margir eigulegir munir seldust upp á stuttum tíma. Haltur ríður lirussi (hjólhesti). Þórarinn P. Þorlcifsson.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.