Norðurslóð - 29.03.1990, Page 5
NORÐURSLÓÐ - 5
Gömlu leiðimar
Sigvaldi í Hofsárkotí segir frá
Norðurslóð hefur fengið aldr-
aða menn og greinagóða til að
lýsa þeim leiðum,sem menn
fóru hér framan úr sveit
„ofan“ þ.e. niður á Sand
(Böggvisstaðasand) áður en
akvegur var lagður frá Dalvík
fram dalinn.
A síðastliðnu ári (í maíblaði
Nsl.) greindi Óskar Júlíusson
frá Kóngstöðum frá göngu- og
reiðleiðinni frá fremstu byggð í
Skíðadal til Dalvíkur. Sig-
tryggur Jóhannesson í Göngu-
staðakoti hefur Iýst leiðinni frá
Sandá niður að Þverá þangað
sem akvegurinn var kominn í
hans æsku. Þessi grein er enn
óbirt.
Hér segir Sigvaldi Gunn-
laugsson í Hofsárkoti frá leið-
um sem menn völdu sér af
framanverðum Austurkjálka
niðureftir með kerruhest, og
fleira tekur hann inn í leiðalýs-
inguna.
Sigvaldi talaði þennan pistil
inn á segulband og hefur engu
verið breytt, hvorki efni né
orðfari. Ritstj.
Pegar vegurinn sem byggður
var fram Vesturkjálkann, og mun
hafa verið byrjað á í kring um
1909, var kominn fram fyrir neð-
an Grund, var strax farið að
hyggja að leiðum til að komast
yfir á hann með hest og kerru eða
vagn eftir að þeir komu til sög-
unnar, hér af framanverðum
Austurkjálkanum.
F>að var reyndar ekki um marg-
ar leiðir að velja, aðeins tveir
staðir komu til greina þar sent
sæmilegt var að komast að ánni
og fara yfir hana með hestvagn.
Önnur leiðin var að komast
hérna suður og ofan á skriðuna,
sem aðeins var hægt með dálitl-
um lagfæringum. Skriðan sem
svo er nefnd, er reyndar gamall
farvegur Skriðulækjarins þar sent
hann hefur grafið sig í gegn um
börðin í tímanna rás og flögrað
um út og suður á 100 metra
breiðu svæði.
Farið var niður Skriðuna niður
í mýrarnar sem eru nokkuð slétt-
ar og mjúkar yfirferðar og ekki til
vandræða blautar þarna sem far-
ið var niður nteð merkjaskurðin-
um. Á þessum tíma rann Skíða-
dalsáin öll út að austan og sam-
einaðist ekki Svarfaðardalsánni
fyrr en út fyrir neðan Blakks-
gerði, hún var eiginlega ekki góð
yfirferðar þarna sem komið var
að henni og varð þá að fara nokk-
uð norður með henni þar sem
örlítið brot myndaðist. Verst var
hve botninn var þarna stórgrýttur
og vondur fyrir hest og vagn.
Þarna vildi oft verða djúpt.
Handan árinnar tóku við bakk-
arnir sem farið var vestur yfir í
ótal krókunt því sýki og gamlir
Svo komu vagnar til sögunnar.
árfarvegir urðu þarna á vegi
manns og ekki alls staðar greið-
fært yfir. En brátt var komið að
Svarfaðardalsánni sent rennur
vestur undir Bakkabörðunum, og
lá nú leiðin út nteð ánni, út á
móts við Bakkabæinn. Var þetta
greið og góð leið neðan við
Bakka og var farið yfir ána á vöð-
um sem oft vildu breytast því
botninn var laus og mikið á hreif-
ingu svo vaðið var ekki alltaf á
sama stað, og eftir vatnavexti var
oft hætta á sandbleytu, en það
vandist að sjá hvar hætta leynd-
ist.
Þegar komið var yfir ána lá
leiðin norður með Bakkabörðun-
um því þá var sú leið greið, og
allbreið eyri reyndar út nteð
börðunum út á Garðshornshólm-
ana slétta og ágæta yfirferðar út
að Grund. Leiðinlegar keldur
voru neðan við Grundarskriðuna
sem varð að fara yfir. Var nú
greið leið upp á hinn nýlega
byggða veg sem nú var hægt að
fara eftir til Dalvíkur.
Þessi leið að frátalinni Skriðu-
kots skriðunni var líka farin frá
Ytra-Hvarfi ef fara átti með hest
og vagn til Dalvíkur.
Hin leiðin sem stundum var
farin var öllu torfarnari, þá var
farið norður frá bænum og reynt
að þræða sem greiðasta leið á
milli þúfnabarða og ntishæða.
Á einum stað hafði þurtft að
grípa til rekunnar til að gera leið-
ina færa, það var nterkjagarður
mill i Hofsárkots og Skeggsstaða,
en hann var alstaðar svo hár að
ófært var yfir hann með hest og
kerru. En svo vildi til að þar sent
hann var stunginn niður var ofur-
lítil brekka norður af og nokkur
raki í jarðveginum. Því reyndist
þetta hin mesta torfæra þegar
grasrótin var farin og lá oft illa í,
ef farið var þarna yfir með þungt
hlass.
Nú var farið norður mýrasund-
in sunnan við Skeggsstaði og um
Skeggstaðahlað og út eftir endi-
Heybandslest í Svarfaöardal.
löngu Skeggsstaðatúni var þá
kornið undir velvilja Skeggsstað-
abónda hvort maður fékk að fara
þarna eða ekki, en aldrei man eg
eftir því að við mér væri amast á
þeim bæ. Þessi leið var nú ekki
farin nema vor og haust þegar
ferðaleiðin yfir túnið gerði
minnstan skaða.
Þegar komið var út fyrir túnið
varð að þræða melbörð og finna
sér leið yfir mýrarsund og lækjar-
drög þar til komið var út á Lang-
holtið, þangað sem skógræktin er
núna. Var þá farið neðan við
börðin út á Hofsárskriðuna, en
það var vond leið og gat maður
alltaf átt á hættu að velta bæði
vagni og hesti því hliðarhallinn
var svo mikill á köflum. En þegar
kontið var á Hofsárskriðuna var
leiðin greið niður að ánni þar sem
farið var yfir hana, en nú voru
báðar árnar komnar saman í eitt
og vatnsmagnið því oft mikið
þarna, en oft voru þarna góð vöð
og gott að fara yfir.
En ekki var á vísan að róa með
vöðin ef hún var í vexti, hún var
oft undarlega fljót að breyta sér
og ekki víst að vaðið væri eins að
kvöldi og það hafði verið að
morgni.
Einu sinni var mér hált á því,
var eg þá allhætt kominn og
missti allan flutninginn í ána, sem
eg hafði verið með, en það er nú
önnur saga.
Með ána að baki komst maður
á santa stað á veginn og eftir
hinni leiðinni. Frá Hofsá var
mjög auðvelt að komast yfir ána.
Á árunum um og eftir alda-
mótin síðustu voru engir vegir
unt sveitina sem heitið gátu. Þá
voru aðeins smá vegarspottar.
sem byggðir höfðu verið upp (og
nú tala ég aðeins um Austur-
kjálkann). Þessir vegir voru að
sjálfsögðu aðeins ætlaðir gang-
andi mönnum og hestum.
Þessir vegaspottar voru yfir
Hofstúnið, brekkan sunnan við
Brautarhól og smáspotti sunnan í
Hamrinum. auk þess höfðu á
stöku stað verið byggðar brýr yfir
læki. Milli þessara vegaspotta
lágu svo götuslóðar sem tengdu
þá saman. Hér framan að lá leið-
in eftir melbörðunum að mestu
leyti út aö Hofsánni þar scm farið
var yfir hana suður af Hofsbæn-
um, fylgt var melbörðum milli
llofs og Grafar.
Út frá Brautarhóli lá svo leiðin
út ofan við túngarð á Völlum og
alllangt ofan við Ölduhrygg, en
þar í brekkunni þar sem farið var
upp á Hamarinn var mýri ill mjög
yfirferðar og lágu hestar oft illa í
þar í brekkunni. Leiðin lá svo
norður Hamarinn og ofan við
bæinn Hamar, síðan var farið
norður á Hrísamóana æðispöl
ofan við Hrísa.
Ef fara átti til Akureyrar var
fariö upp Hrísamóana yfir Háls-
ána og inn yfir Hámundarstaða-
háls, lá sú Ieiö ofan túns á Hálsi.
Ef hins vegar átti að fara ofan á
Böggvisstaðas and, síðar Dalvík,
lá leiðin út móana út i svokallað
Melshorn ekki fjarri þeinr stað
sem hitaveitan nú liggur yfir ána.
Frá Melshorninu var farið á
ferju yt'ir ána en hestar látnir
synda, því þarna mun áin ekki
hafa veriö reið. Ekki mun þetta
hafa veriö fjölfarin leiö, og þá
aðallega farin af ystu bæjunum í
hreppnum.
Ýntsar leiöir voru farnar af
Áusturkjálkanum yfir ána til þcss
að komast á slóðir Svarfdælinga
og Vesturkjálkabúa framan
Brckku, sem lágu niður Grund-
ar- og Tjarnarbakka út á Ingvara-
ósbrú, en Ingvaraósinn ntun
snemma hafa verið brúaður, því
þarna var allntikil umferð, og
ósinn því slæmur farartálmi á
leiðinni ofan á Sandinn. Þau vöð
á ánni scm oftast voru farin voru:
vöð fyrir neðan Bakka og Grund,
Torfhólavað scnr var milli Hofs
og Grafar, Vallavað sem var ofan
undan Völlum (Trjónubakka-
vað) og Ingvaravað sem var aust-
an Ingvaraóss. Var það gott vað
að öðru leyti cn því að hár bakki
var að ánni vestanmegin og þurfti
oft að ryöja skarð í bakkann til
þess aö gott væri að komast þar
upp.
Auðvitað var víðar farið yfir
ána en á þessum stöðum sem eg
hcfi nefnt, og þá sérstaklega af
þeim mönnum scnt þekktu vel til
árinnar, eða þegar svo lítið var í
Framhald af síðu 3.
samkvæmt aldursreglum þar á
bæ. Þetta hefur veriö ágætur
tími. Bára hefur líka unnið við
afgreiðslustörf hjá félaginu lengi
og gerir enn. Þetta er nú atvinnu-
sagan í allra stærstum dráttum.
Og á meðan hefur Dalvík dafnað
að atvinnu og auði og það hefur
fjölgað um eitthvaö í kringum
1000 manns á staönum.
Ekki brauðstritið eitt
Við höfum dvalið mest við störf
Árna á lífsleiðinni. En þó að þau
skipti rniklu máli í lífi hvers
manns skiptir annað ekki minna
máli. Við höfum minnst á fjöl-
skylduna. Hjónabandið hefur
verið farsælt, börnin hafa lukkast
prýðisvel: Jórunn bjó í Svíþjóð,
en andaðist snemma á þessu ári
45 ára að aldri, Vignir er í
Þýskalandi, Þorsteinn Máni í
Reykjavík, Elías og Friðrikka á
Akureyri. Barnabörnin eru orðin
9.
Báteigendurnir Bára og Árni
stunda ntikið sportveiðar á firðin-
um. Þau sigla stolt og galvösk á
Hansa sínum og draga margan
fiskinn úr djúpinu. Börnin koma
ntikið heim á sumrin og eru fljót
að koma sér á sjóinn. Hvers
vegna þetta skrýtna nafn? Jú,
bátarnir voru skírðir eftir heim-
ilisvininum honum Hansa gamla
Pauli, Færeyingnum, sem allir
henni að nánast alstaðar var liægt
að fara yfir hana.
Auk framantalinna leiða yfir
ána, voru svo ferjur á nokkrum
stöðum. Fremst var Hofsferja,
var hún utan og neðan við Hof,
allmikið notuð, og áttu Hofs-
menn margar ferðir á ferjustað til
að sinna kalli fólks sem stóð á
bakkanúm vestanmegin og kall-
aði á ferjumann sér til hjálpar,
einnig að ferja fólk sem þurfti
vestur yfir ána. Þá-var ferja all-
langt utan og neðan við Velli, og
Itygg eg að sú ferja hafi minna
verið notuð. Þá var ferja hjá Ár-
geröi, þar ntun hafa verið allmikil
umferð yfir ána, og þeirri ferju
sinnt frá Árgerði.
Ókunnugt er ntér um hver eða
hvaðan ferjunni hjá Melshorni
var sinnt en þar var ferja eins og
fyrr segir, en lagðist snentma af.
En ferjurnar hjá Hofi og Ár-
geröi voru notaðar þar til brýr
komu á árnar á þessum stöðum.
Ferjunni á Völlum mun hafa
veriö haldiö við eitthvað lengur.
Aldrei mun hal'a veriö lögt'crja
í Svarfaöardal og því ekki skylda
að borga fyrir flutning yfir ána,
hitt er annað mál að sumir munu
hafa borgað fyrir sig, er þeir
höfðu fengið flutning yfir ána.
Allar þessar ferjuleiðir yfir ána
lögöust af að mestu með tilkomu
brúarinnar viö Árgerði 1928 og
vegarins um Austurkjálkann og
síðar brúarinnar hjá Hofi
1952,sem reyndist verða hin
mesta samgöngubót, þótt ekki
væri hún byggð sem bílabrú.
Enn sér fyrir þessum gömlu
leiðum víða í sveitinni. götu-
troðningar sem liggja gjarnan
saman hlið við hlið og það er eins
og maöur skynji fótatak þeirra
kynslóða sem fóru þcssar gömlu
lciðir og mörkuöu þessi djúpu
spor í jarðveginn. Nú er kominn
ný kynslóö með nýja ferðatækni
og götuslóðarnir gróa upp og
hverfa og cru innan tíðar ekki
lengur vitni um livar forfeður
okkar og mæður fóru ferða sinna,
og sú kynslóð senr síðast fór um
þessar gömlu götur senn horfin af
sjónarsviðinu.
Sigvaldi Gunnlaugsson,
Hofsárkoti.
Ath. í Dalvíkursögu, öðru bindi,
segir, að lögferja hafi vcrið hjá
Árgerði um allmörg ár eftir alda-
mótin síðustu. Var ferjutollur 10
aurar fyrir manninn. Ritstj.
eldri Dalvíkingar muna eftir.
Hann var heimagangur hjá
okkur, ekki síst meðan við bjugg-
um á Bjarkarbrautinni. Hann
passaði t.d. fyrir okkur börnin ef
við brugðum okkur eitthvað frá á
kvöldin. Stóllinn hérna á bakvið
dyrnar hét Hansastóllinn. Við
gátum endurgoldið honum vin-
áttu og greiöasemi með því að
færa honum eina og cina máltíð í
ellinni.
Söngur skipaði stórt rúm meðal
áhugamála Árna. Hann söng
mikið í karlakórnum bæði með
Gesti og Stefáni Bjarman. Með-
an hann var í skólanefnd með
þeim Þorgils Sigurðssyni og
Jóhannesi Haraldssyni, var Tón-
listarskóli Dalvíkur stofnaður og
það var þarft verk. þar kom sr.
Stefán Snævarr líka mikið við
sögu.
Lífið úthlutar öllum mannanna
börnum bæði súru og sætu Vissu-
lega hafa þau hjónin fengið að
kynnast hvorutveggja. En það
sæta hefur verið í yfirgnæfandi
meirihluta.I rauninni eru þau
gæfunnar börn, scm njóta bæði
vinsældar og virðingar samborg-
ara sinna, eiga góða fjölskyldu og
góða vini allt um kring og enga
óvildarmenn, hvar sem leitað
væri.
Slíkt fólk má vera sátt við lífið
og tilveruna. Það segist Árni líka
vera, og ég er viss un að hann
meinar það. HEÞ.