Norðurslóð - 29.03.1990, Síða 6

Norðurslóð - 29.03.1990, Síða 6
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir 10. mars var skírður í Dalvíkurkirkju Stefán Hrafn. Foreldrar hans eru Hrafnhildur Hafdís Sverrisdóttir (í Tungu) og Stefán Björnsson Þorleifssonar (frá Hóli), Hjarðarslóð 6 a, Dalvík. 11. mars var skírð í Dalvíkurkirkju Sigríður Linda. Foreldrar hennar eru Ólöf Gunnlaugsdóttir Hofsárkoti, og Þórarinn Geir Gunnarsson Þórarinssonar, Svarfaðarbraut 16 Dalvík. Afmæli Þann 24. febrúar sl. varð 70 ára Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn. Þann 28. febrúar-1. mars (fæddur á hlaupársdag 29. febrúar 1920) varð 70 ára Árni Arngrímsson Goðabraut 3 Dalvík. Þann 24. mars varð 70 ára Guðlaug Kristjánsdóttir Uppsölunt. Norðurslóð árnar heilla. Andlát 11. mars lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Hrefna Júlíusdóttir Bjark- arbraut 1, Dalvík. Hrefna fæddist í Sunnu- hvoli, Dalvík. 7. ágúst 1914, dóttir Júlíusar Björnssonar og Jónínu Jónsdóttur. Var hún þriðja elst barna þeirra hjóna er upp komust, en elsta dóttirin lést kornung. Önnur systkini Hrefnu eru: Egill, Sigrún sem er látin, Kristín, Baldur, María sem lést ung, Hjálmar, Ragn- heiður og Gunnar. Arið 1937 giftist Hrefna eftirlifandi manni sínum, Jónasi Hall- grímssyni frá Melum. Bjuggu þau hjón meðal annars í Steðja sem þau hjón byggðu, en árið 1950 fluttu þau í Bjarkarbraut 1, sem þau byggðu einnig og var heimili þeirra æ síðan. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem eru: Þóra Nanna, Halla Soffía og Júlíus Óskar. Þeir sem þekktu Hrefnu fundu að þar fór kona með hlýtt hjarta sem vildi öllum vel. Hún hafði gott eyra fyrir tónlist og lék á fleira en eitt hljóðfæri. Hrefna var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 17. mars s.l. Við opnun Svarfdælabúðar 26. niars 1985 ann 26. mars fyrir 5 árum síðan var opnuð með pomp og pragt ný stór sölubúð KEA á Dalvík. Verslunin hlaut nafnið Svarfdælabúð og voru menn mis- jafnlega hrifnir af nafninu. Allt um það hefur búðin notið vax- andi vinsælda þennan hálfa ára- tug, sem síðan er liðinn. Afmælisveislur eru í mikilli tísku á vorum dögum og er það vel. Kaupfélagið hélt líka upp á afmæli þessa yngsta barns síns. Öllum jafnöldrum búðarinnar var boðið í afmælisveislu í búð- inni og boðið upp á afmælistertu og aðrar veitingar. Komu mörg börn á ýmsum aldri og þáðu góð- gerðir. Fyrir eldri viðskiptavini var hins vegar sett upp nýtt ávaxta- og grænmetisborð, í búðinni, með sjálfsafgreiðslusniði. Þar geta menn handleikið vöruna áður en keypt er (en ekki er þó leyfilegt að bíta í hana). Þykir þetta vera ágæt nýbreytni, sem á að standa til frambúðar. (Sjá auglýsingu.) Ennfremur var sett í gang „til- boðsvika" með ýmsar vöruteg- undir. Þ.e. vikan 26.-31.mars. Norðurslóð óskar afmælisbarn- inu og aðstandendum þess til hamingju. Nýja Hríseyjar-Grímseyjar- ferjan mun væntanlega koma til landsins í næsta mánuði. Fyrst í stað mun hún aðallega vera í vöruflutningum, en 1. júní byrjar hún áætlunarferðir með fólk, Hrísey, Dalvík, Grímsey, tvisvar í viku, einnig Hrísey, Akureyri, Hrísey, einu sinni í viku. Ferðaskrifstofan Nonni við Ráðhústorg á Akureyri mun hafa afgreiðslu fyrir ferjuferðirnar. Laugahlíð og nágrenni. Myndin tekin í Jakobslundi. Ljósmynd Helga Hauksdóttir. Ný byggð við Laugahlíð? Byggðarskógur í brekkunum? Samkvæmt bestu heimildum hefur hrcppsnefnd Svarfaðar- dalshrepps til meðferðar hug- mynd um skipulag fyrir sumar- húsahverti í landi hreppsins við Laugahlíð. Það er að nokkru leyti endur- vakin gömul hugmynd um að skipuleggja byggingarsvæði neð- an við Sundskálann. Nú er hins vegar unt að ræða svæði á námunda við sjálf bæjarhúsin í Laugahlíð. Staðurinn hefur margt til brunns að bera, nálægð við Sundskálann og Húsabakka- skóla, dýrðlegt útsýni og Skóga- arlund Jakobs Frímannssonar rétt ofan við. Reyndar hefur sjálfur Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon ásamt Grýlunni sinni Ragnhildi Gísladóttur fyrirætlan- ir á prjónunum um að byggja sér sumarhús í eða fast við lundinn, hvað sent úr þeim fyrirætlunum verður. En gaman verður að fylgjast með hvað út úr þessum plönum kemur. Þess má ennfremur geta, að komið hafa fram tillögur um að girt verði stórt svæði í Lauga- hlíðarbrekkum þar sem mönnum yrði úthlutað skákum til skóg- ræktar, sumarhúsaeigendum og öðrum. Enginn þarf að efast um að skilyrðin eru þar ákjósanleg til skógræktar. Þar er Jakobslundur órækur vitnisburður. Fréttahomiö Glaðir gestir við munna Múlaganga. Samgönguráðherra styður á linapp- inn. Fimmtánda mars sl. sprengdi Steingrímur Sigfússon sam- gönguráðherra síðustu metr- ana út úr jarðgöngunum í Ólafsfjarðarmúla og var þar með náð merkum áfanga í vegagerð- inni gegn um Múlann. Ólafsfirð- ingar fögnuðu með veislu þar sem bæjarbúar og gestir fjöl- menntu. Göngin verða 3,4 km fullgerð með vegskálum við opin báðu megin. Mikil vinna er enn eftir við göngin og er gert ráð fyr- ir að þau verði opnuð fyrir umferð næsta haust . Björn Harðarson staðarverk- fræðingur.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.