Norðurslóð - 29.06.1990, Side 2

Norðurslóð - 29.06.1990, Side 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Umsjón, dreifing og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Góðir gramtar Fátt er mikilvægara fyrir þjóðríki en að eiga góða ná- granna og vera laus við nágrannakritinn,sem altaf er ömurlegur og birtist í sínu versta formi í árekstrum og styrjöldum eins og Evrópusagan á allt of mörg og sorg- leg dæmi um. Mikið má eyþjóð eins og við íslendingar þakka fyrir að eiga óumdeild landamæri og þurfa ekki að bítast um þau við einn eða neinn. I»ó má með nokkrum sanni segja, að landhelgismál okkar hafi verið landamæra- deila og þar áttum við mest í höggi við nágranna okkar, Breta. Sú deila er fyrir löngu úr sögunni og verður að segjast, að þar beittu Bretar ekki nema svo sem afli lit- lafingurs síns gegn okkur og létu að lokum sanngirnina ráða og viðurkenndu „rétt“ okkar til auðlindar, sem þeir höfðu nýtt um aldir meðan við máttum okkar einskis fyrir sakir umkomuleysis og ósjálfstæðis. Nú er öldin önnur eins og best sannast á því, að þjóð- höfðingi Breta, Elisabet drottning, er hér gestur okkar þessa dagana og er tekið eins og hjartkærum nágranna af háum sem lágum hér á landi. Þetta er ein sú heillavænlegasta þróun okkar utanrík- ismála, sem hugsast getur. Bretar eru og eiga að vera okkar besta viðskiptaþjóð. Þangað seljum við afurðir okkar í miklum mæli og þangað höfum við sótt þekk- ingu og hugsjónir nálega frá því að land okkar byggðist m.a. af fólki þaðan komið. Við erum 2 eyþjóðir í Atl- antshafi og eigum að geta skilið og metið hvor aðra og verið vinir. Um bresku drottningarhjónin er það að segja, að þau eru bæði þess háttar fólk, sem eru Islendingum að skapi. Drottningin er hin mesta atgerviskona og hámenntuð í orðsins besta skilningi. Því fylgir, að hún er látlaus og alþýðleg og blandar geði við lægri sem æðri sem á vegi hennar verða bæði heima og erlendis eftir því sem ástæður leyfa. En þær leyfa ekki alla hluti í þeim efnum eins og flestir skilja. Filippus prins af Edinborg er breskur í besta skilningi enda þótt hann sé blandaður að þjóðerni. Meðal góðra þátta í fari hans er heilbrigð afstaða hans til náttúrunn- ar í hvaða formi sem er. Dæmi um það hefur leiöara- höfundur heyrt og séð með eigin augum og eyrum. Eitt sinn lenti hann í Keflavík á ferð sinni milli heims- álfa. Það var kalsaveður og rigningarsuddi eins og ömurlegast getur orðið á því landshorni. Útvarpsmenn voru á vettvangi og áheyrendur heyrðu prinsinn segja fyrst orða, þegar hann steig út úr vélinni. „Uhmmm, hér er dásamlegt, hér er þó hægt að anda“. Annað dæmi af sama toga. Það mun hafa verið árið 1964 að Filippus kom til Akureyrar og mun þá hafa ver- ið hér í opinberri heimsókn. í Lystigarðinum var mót- taka af hendi bæjarstjórnar og það var úrhellisrigning. Prinsinn gekk að ræðustól og sagði: „Það rignir hressi- lega. Þetta er eitt af því, sem við mennirnir ráðum ekki við, og guði sé lof fyrir það.“ Þetta er áreiðanlega engin uppgerð og sýnir mann- gerðina. Og í samræmi við það er hann mjög virkur og virtur í alþjóðlegum samtökum náttúruverndarsinna og öðrum samtökum, sem til heilla horfa fyrir heims- byggðina. Þá hlýtur maður að nefna son þeirra heiðurshjóna, Karl prins af Wales, væntanlegan konung „Hins Sam- einaða Konungdæmis“ (UK) og góðvin íslands af mörgum veiðiferðum sínum hingað. Við myndum gjarnan vilja sjá hann hér kominn í opinbera heimsókn með sinni hrífandi eiginkonu Díönu. Það er ánægjulegt að sjá þær hlið við hlið drottningu Bretlands og forseta íslands. Það eru konur, sem eiga vel saman eins og tákn þeirra samskipta, sem eiga að vera milli þjóða þeirra. HEÞ. S Ur dagbók Jóhamis á Hvarfi Anno 1901 19. febrúar. Séra Kristján söng yfir séra Tómasi, læknir sóttur til hans. 17. þ.m. byrjaði Halldór hnakkaaðgjörð sína. Binda Jói og Loftur bækur, Tryggvi gerir við sleða og járnar hann. 24. febrúar. Kom Angantýr frá Tjörn. ís hér úti fyrir fjarðar- kjafti. 25. febrúar. Fór Loftur alfar- inn eftir að hafa verið hér í 20 daga við bókbandslærdóm hjá Jóa. Gaf eg honum reikning fyrir fæði rúm og húsnæði kr 0.50 pr. dag, alls kr. 10.00 sem óskast greitt í einhverju af sjávarafla við hentugleika. Var tekinn ofan vefstóll fyrst og rakið. Farið með Önnu á Brattavöllum á sleða frá Tungufelli út í Háls. Jórunn Jóhannsdóttir. 28. febrúar. Hafa verið veður góð þennan mánuð, alltaf hægur, og jörð allan seinni part fyrir hross og sauði. Liggur séra Tóm- as þungt. I. mars. Komu 3 drengir frá Þóru og Lilju að sækja 3 hænsni hingað sem við hjálpum þeim um. Gista þeir hér. Fór í Fell. Ráðgert að panta hjá Hermanni á Þingeyrum: 200 pund selskinn, 4 nautgripahúðir, 12 meldínur, 1 tunnu feitsel. II. mars. Pöntunardagur á Þinghúsi. Mættu allflestir reikn- ingsmenn, en sáralitlar upplýs- ingar fengust frá aðalfundi 1. þessa mánaðar, því sauðir fórust í haust, og ull óseld. Málið út af sauðafarmi næstliðið haust er ólokið í assúrans, og líkur fremur ljótar, svo í reikning okkar sveitamanna er úttekt öll í skuld, hjá oss sem eigi höfum fisk. 12. mars. Var farið í 3ja sinn eftir Sigurði lækni, til séra Tóm- asar sem alltaf liggur þungt. 14. mars. Kom Mangi á Upps- um og Jói á Hóli að sækja bekki í þinghúsið til brúkunar í leik sem halda á í gamla salthúsinu til ágóða fyrir Upsakirkju. 16. inars. Fór Jói, Lauga, Páll, Addi og Alla ofan á Sand. Leik- ið. 17. mars. Frost 10 stig. Fór Tryggvi, Dóri, (Halldór Brekku) Stebba, (Stefanía Grund) Stína, (Hofsárkoti) ofan á leikinn, svo eigi er heima nema við Sólveig. Kom Páll í Möðrufelli og Valde- mar, bræður séra Tómasar í dag að Völlum. Frétti í dag að Sigur- jón í Búð fékk graðsel og nóra í gær og Þorleifur á Hóli kampsel. Kom Stebba, Anna, Alla og Páll heim af leiknum. 18. mars. Fór Alla inn í HúíT með þráð til Lilju. Jói og Lauga komu kl 3 neðanað en Dóri og Tryggvi kl 4 í nótt. Fór Gísli í Velli að fá fréttir hjá sr. Kristjáni, en hann er hjá sr. Tómasi í dag. 20. mars. Jói og Dóri fóru inn á Akureyri snemma í morgun. 22. mars. Kom Jói og Dóri heim kl 2 eftir miðdag, voru í húsi Jóns Stefánssonar í nótt. Fór Soffía á Krosshóli hefur verið í saumalæri hjá Laugu frá 25. f.m. 25. mars. Kom Jón litli á Skeggsstöðum, sagði að Tómas Hallgrímsson á Völlum hafi dáið í gær, búinn að liggja 7 vikur þungt, sagt heldur léttari nú í þessari viku. Svo kom blóðupp- gangur og hann dó af því. Fór Jóhann á Völlum að sækja Gísla til ráðagerðar og kistusmíðis ákvörðunar. Lét eg steinolíu á flösku sem um var beðið utanað. 28. mars. Hreppsnefndarfund- ur á Syðra-Hvarfi. 29. mars. Kom Stína frá Helgafelli, var að spinna. Jóhannes í Hofsárkoti þæfði hér Ólafur Jónsson barnakennari. grátt vaðtnál í dag. Kom Tryggvi dró 12 drætti á tombólu á Stóru- Hámundarstöðum, til ágóða fyrir Stærri-Árskógskirkju. 3. apríl. Frost 11 stig. Kom Einar í Brautarhóli og fleiri, fengu sleða og sóttu líkkistu sr. Tómasar í Syðra-Hvarf. Gísli smíðaði og fer með úteftir. Sr. Tómas Hallgrímsson. 9. aprfl. Frost 15 stig. í gær- kvöldi þegar birti til hafs, sást héðan af hlaðinu mikill ís fyrir öllu hafinu inn fyrir Hrólfssker. Fór margt fólk gangandi úr öll- um áttum að Völlum. Séra Tóm- as Hallgrímsson jarðsettur, dáinn 24 f.m. Fjölmennast sem hér hef- ur verið við jarðarför. Yfir 300 sögðu sumir, nær 500 aðrir, en eigi nákvæmari tölu ákomið. Gerði séra Kristján öll prestverk því eigi var annar prestur við- staddur. Tengdafólk og skyld- menni var að innan og vestan. 11. aprfl. Fór eg ofan í Bögg- visstaði, skar í fót á hesti. Hafði ís rekið í nótt hér af víkinni yfir að ey og yfir á sund, er þar lagt milli jaka. Fóru margir héðan í selasnatt í morgun, komu ekki heim í kvöld. 13. aprfl. Frost 2 stig. Fór Jói eftir kornskeffu oní Efstakot til Manga, peysuverð. Skip frosin inni á Siglufirði. Sagt að Jakob í Hornbrekku hafi fengið 8 seli og Halldór í Burstabrekku 4. Eigi sást út fyrir ísinn af Kaldbaks- fjalli. 15. aprfl. Selamenn sáu bjarn- dyraspor á ísnum og selatæjur þar. Síld veiðist á Oddeyri, frem- ur smá. Kom Sveinn innanað. Jói og Lauga komu neðanað. Eftirmáli í jólablaði Norðurslóðar 1987 hófum við að birta útdrátt úr dagbók Jóhanns Jónssonar bónda á Ytra-Hvarfi, sem hann byrjaði að skrifa í árs- byrjun 1888. Þess var þá getið í formála, að þetta mundi trú- lega endast okkur allt árið ’88. Reyndin varð sú, að það tók okkur tvö og hálft ár að ljúka verkefninu. Vel vitum við, að mörgum lesendum blaðsins hundleiðast þessir þættir og hafa látið það í Ijós tæpitungulaust. Hinir eru þó miklu fleiri, sem hafa lýst ánægju sinni við útgef- endur fyrir birtingu þessa efnis og segjast lesa það allt með áfergju sér til skemmtunar og fróðleiks um líf og störf forfeðranna sem hér bjuggu fyrir hundrað árum. Samt er það aðeins brot af dag- bókinni, sem birt hefur verið, fimmta- eða fjórðahver færsla eða svo, eftir því sem Aðalbjörgu hefur fundist nýstárlegt eða áhugavert koma fram í bókunum afa síns. Eigi að síður höfum við fengið góða mynd af Ytra- Hvarfsbóndanum þessum harð- duglega og sívakandi áhuga- manni, sem alls staðar kom við sögu þar sem mikil væg mál voru á dagskrá innansveitar og innan- héraðs. Við sjáum sveitabúskapinn, fráfærur og sauðasölu þar sem markaður á réttinni í Hofsgili kom svo mikið við sögu. Við sjá- um Jóhann bónda arka lengst fram í dali og út á Upsaströnd til að lækna veika kú, sem ekki mátti missast ef fátæk heimili áttu ekki að komast í bjargarþrot. Við sjáum menn draga fyrir sil- ung í ánni og skjóta rjúpu í fjalli og liafa úti allar klær til að sjá heimilunum farborða. Við sjávarsíðuna sjáum við ekki síður mikla athafnasemi. Sjórinn er stundaður af kappi frá hafnlausri ströndinni, menn eru farnir að salta fisk til útflutnings. íshús er byggt til að geyma beitu. ís rekur að landi og menn róa út til að slást við íshafsselinn. Og menn fara í kaupstað (til Akur- eyrar) gangandi, ríðandi og ekki síst róandi eða siglandi. Fyrir öllu þessu hefur Jóhann á Hvarfi opin augun og fylgist með öllu, sem gerist í sveitinni og í verbúðum og fiskireitum niðri á Sandinum. Hann lifir aldamótin og veltir fyr- ir sér, eins og aðrir, hvað ný öld muni bera í skauti sér fyrir land og þjóð. Og einnig fyrir Böggvis- staðasandinn, þar sem nú hefur verið byggt timburhús og einhver hefur fundið upp nýtt nafn á plássið, lipurt í munni og kallað Dalvík. Vonirnar eru miklar, það hillir undir innlenda stjórn og Hvarfs- menn eru eindregnir heima- stjórnarmenn eins og flestir Svarfdælingar. Það hillir líka undir nýja öld verklegra fram- Frh. á bls. 5.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.