Norðurslóð - 29.06.1990, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3
16. júní 1990. 50 ára MA-stúdentar í heimsókn á Tjörn. A leiöinni heimsótti hópurinn kirkjuna á Mööruvöllum og heilsuöu upp á Davíö skáld
í garöinum í Fagraskógi. , ;
Þjóðhátíð á Dalvík
Séð úr kirkjuturni á Dalvík 17. júní 1990.
Ljósm. Hcimir
Þátttakendur á aðalfundi Sambands norðlenskra kvenna.
Hinn árlegi aðalfundur Sam-
bands norðlenskra kvenna var
haidinn að Lundi í Öxarfirði
dagana 12. og 13. maí sl.
Meðal mála sem fjallað var um
á fundinum var könnun sem
landbúnaðarráðuneytið lét gera á
síðasta ári á stöðu kvenna í land-
búnaði og atvinnumöguleikum
þeirra. Elín Líndal Lækjamóti í
V.-Húnavatnssýslu sagði frá
þessari könnun.
Sólveig Arnórsdóttir Útvík
Skagafirði talaði um Ferðaþjón-
ustu bænda. Kristín Sigfúsdóttir,
matvælafræðingur, flutti erindi
um hollustuhætti i mataræði.
Gerður Pálsdóttir, húsmæðra-
kennari, sagði frá könnun sem
hún vinnur að um matarvenjur
íslendinga á fyrri hluta þessarar
aldar.
Margar tillögur voru sam-
þykktar á fundinum. Meðal ann-
arra var tillaga þar sem skorað er
á konur í bændastétt að taka
virkari þátt en verið hefur í starf-
semi búnaðarfélaganna. Önnur
tillaga skorar á konur á sam-
bandssvæðinu að gangast fyrir
aukinni fræðslu um mataræði og
hollustuhætti í samræmi við
markmið Manneldisráðs íslands
og stuðla þannig að heilbrigði
fyrir alla.
Margt fleira var rætt á fundin-
um. Kvöldvaka var í Skúlagarði
kvöldið 11. maí, sem heimakon-
ur sáu um. Par voru mörg vönd-
uð skemmtiatriöi og veisluföng á
boðstólum og var þetta hin besta
skemmtun sem endaði með Sam-
bartdssöng norðlenskra kvenna,
cn texti hans er eftir Laufeyju
Sigurðardóttur frá Torfufelli í
Eyjafirði en höfundur lags er
Björg Björnsdóttir Lóni í Keldu-
hverfi. Björg stjórnaði söngnum
af miklu öryggi, svo og öðrum
söng á kvöldvökunni.
Formannsskipti urðu á þessum
fundi. Elín Aradóttir Brún
Reykjadal, sem hefur verið for-
maður sl. 14 ár, lét af störfum og
í hennar stað var kosin Anna
Helgadóttir, kennari á Kópa-
skeri. Aðrar stjórn eru Sigríður
Hafstað Tjörn í Svarfaðardal og
Guðrún Óskarsdóttir Akureyri.
(Frcttatilkynning)
Aðalfundur Samb. norðlenskra kvenna:
Konur taki virkari þátt
í starfí búnaðarfélaganna
í minningu Kristjáns Eldjáms
Að kvöldi þess dags sem mér
barst sú harmafregn að Kristján
Eldjárn fyrverandi forseti íslands
væri dáinn, reit ég grein á valdi
þeirra sáru tilfinninga er fréttin á
öldum Ijósvakans olli mér. Þessi
grein hefur legið niður í skúffu
hjá mér í nær átta ár, og því
aidrei birst á prenti. Til þess hafa
legið allnokkrar ástæður m.a. sú,
að ég hefi vonast eftir að áhrifa-
meiri Svarfdælingur, heima eða
að heiman, kæmi fram með þá
hugmynd, sem er megininntak
hinnar 8 ára gömlu greinar
minnar. En því miður hefur bið
mín orðið til.einskis. Af þeim
sökum bið ég ráðendur Norður-
slóðar að Ijá þessum línum rúm.
Þær eru ekki ritaðar af sama til-
finningarhita og fyrnefnd grein
mín, þótt hugmynd mín og
skoðanir hafi í engu slævst gegn-
um árin. Megininntak títtnefndr-
ar greinar var eftirfarandi, svo að
stytt sé mál:
Að Svarfdælingar heima og
heiman reisi Kristjáni Eldjárn
vandaðan minnisvarða á bernsku-
og æskuheimili hans Tjörn, sem
væri tákn sveitunga hans um að
eigi skuli gleymast sú staðreynd í
gegnum nið ókominna ára, að
þriðji forseti íslenska lýðveldis-
ins, göfugmennið Kristján Eld-
járn var fæddur og uppalinn í
Svarfaðardal, dalnum fagur-
krýnda. Að vísu hefur Kristján
sjálfur reist sér óbrotgjarnan
varða með afkastamiklum rann-
sóknar- og fræðistörfum að
ógleymdu rismiklu starfi sem
þjóðhöfðingi um tólf ára skeið.
Menningarsjóði ber að þakka
fyrir útgáfu á ræðum og ávörpum
Kristjáns Eldjárns, sem hann
flutti í forsetatíð sinni. Sú bók er
perla íslenskrar mál- og stilsnilld-
ar.
í þessu greinarkorni mínu hefi
ég beint orðum til Svarfdælinga
en vil taka fram að þar á ég einn-
ig við granna okkar á Dalvík, því
mér finnst bær og sveit svo
samofin að vart er hægt að greina
á milli, og óefað myndi fólk víðs-
vegar um landið vilja leggja
þessu máli lið, því eigi er ofsagt
að Kristján Eldjárn hafi verið
ástmögur þjóðarinnar alla sína
forsetatíð.
Á næsta ári, þann 6. desember
hefði Kristján orðið 75 ára. Er
það óraunsær draumur að einmitt
þann dag verði fjölmennt að
Tjörn þar sem séra Jón Helgi víg-
ir og blessar veglegan minn-
isvarða til heiðurs og í minningu
þriðja forseta lýðveldisins,
Kristjáns Eldjárns?
Sigurjón Júhannsson.
Allt smáprent
Allt smáprent
Allt smáprent
Dagsprent
Strandgötu 31 © 96-24222 Akureyri
N