Norðurslóð - 29.06.1990, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 29.06.1990, Blaðsíða 6
Tímamót Skírnir 4. júní voru skírð í Dalvíkurkirkju Kristjana Lóa og Kristján Loftur. Foreldrar Kristjönu Lóu eru Rósa Sigrún Kristjánsdótt- ir og Sölvi Haukur Hjaltason, Hreiðarsstöðum, og foreldrar Kristjáns Lofts eru Guðrún Kristjánsdóttir og Helgi Sigfússon, Munkaþverárstræti 30, Akureyri. 17. júní var skírð Jónína Björt. Foreldrar hennar eru Margrét Brynjólfsdóttir og Gunnar Smári Björgvinsson Svarfaðarbraut 4, Dalvík. Skírn Þann 24. júní var skírður Jóhann Björgvin, foreldrar Elísabet Sigursveinsdóttir (Friðrikssonar frá Hánefsstöðum) og Elías Þór Höskuldsson frá Hátúni. Þau eru tii heimiiis að Öldugötu 15,Árskógssandi. Prestur var sr. Hulda Hrönn Helgadóttir sóknarprestur. Hjónavígslur 2. júní voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Einar Víkingur Hjörleifsson og Lilja Guðnadóttir Lynghólum 4, Dalvík. Á sjómannadaginn 10. júní, voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Kristmundur Sigurðsson og Arný Hólm Stefánsdóttir, Brimnesbruut 17. Dalvík. 16. júní voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Stefán Hallgrtmsson og Sigríður Gunnarsdóttir, Brimnesi, Dalvík. Merkisafmæli Þann 9. júní varð sjötugur Olafur Tryggvason, fyrrv. bóndi á Ytra-Hvarfi, organisti í kirkjum Svarfaðardals, nú til heimilis í Lambhaga, Dalvík. Þann 27. júní varð sjötugur Friðgeir Jóhannsson, fyrrv. bóndi á Tungufelli, nú á Mímisvegi 15, Dalvík. Friðgeir er formaður nýstofnaðs Félags aldraðra (60 ára og eldri) á Dalvík og ná- grenni. Þann 26. iúlí verður áttræð Lilia Tryggvadóttir, húsfreyja Goðabraut 18, Dalvík. Þann 23. júlí verður 99 ára Soffía Jóhannesdóttir á Urðum, elsti borgarinn hér í byggðarlaginu. Heillaóskir. „Hin gömlu kynni gleymast ei . . . Mót 40 ára fermingarbarna á Dalvík 23. júní 1990. Standandi f.v.: Jón Pálsson, Jónas Fransson, Ingólfur Jónsson, Kristinn Antonsson, Matthías Jakobsson, Loftur Baldvinsson. Fremri röð f.v.: Þóranna Hansen, Sólveig Antonsdóttir, Svanhildur Björgvinsdóttir, Kristín Tryggvadóttir og Osk Jónsdóttir. Á myndina vantar Garðar Björnsson, Gylfa Björnsson og Snjólaugu Guðmundsdóttur. Úr hópnum er dáinn Marinó Jóhannsson. Ekkí karIrembusvín - Skeyti úr Skíðadalnum Ágæti ritstjóri. Það hefur verið árátta hjá mér að lesa fyrst leiðara hvers blaðs sem eg hefi komist yfir. Það er sennilega vani frá þeim árum er eg var ritstjóri vikublaðs á Akur- eyri. Hefur ástæðan eflaust verið sú að vita hvort kollegar mínir á hinum blöðunum sendu mér skeyti. í síðasta tölublaði Norðurslóð- ar las eg leiðarann með athygli svo sem venja mín er. Alveg er ég sammála því að grannar okkar Dalvíkingar eru hreinir snillingar í því að búa til Iistakokteil, að því undanskildu að hinir óháðu er samrekktu með Sjálfstæðis- flokknum skyldu þegjandi og hljóðalaust samþykkja D-ið, sem er jafntengt flokknum og fálkinn, er líta má yfir höfði formannsins á landsfundum. Já, svo er það karlremban í honum Svarfaðardal, sem þú, rit- stjóri góður, ferð um hörðunt orðum. Sá er þessar iínur ritar hefur alla tíð verið jafnréttissinn- aður þótt lítillar kvenhylli hafi notið á rölti sínu upp æviveginn. Minn sagnarandi hvíslar því að mér að úrslit kosninganna hér í hreppi, stafi eigi af karlrembu heldur karlelsku, þ.e. að eigin- konur og dætur elski og virði svo menn sína og feður að þær hafi nreð glöðu geði hafnað kvenna- listakenningunni og kosið karla sína sökum mannkosta þeirra, því þeim hefði verið næsta auð- velt að ná meirihluta í hreppsnefnd, ef þær hefðu ekki látið karlelsku sína ráða úrslit- um. Hér er um merkilegt rann- róknarefni að ræða sem brýnt er að fá vísindalega niðurstöðu á. Legg eg til að ráðnir verði til starfans félagsfræðingur og einn- ig sálfræðingur svo að vandað verði til verksins, og þá er niður- staða liggur á borðinu, efa ég ekki að nýi oddviti hreppsins stingi að fræðingunum nokkrum þúsundköllum fyrir púlið. Virðingarfyllst, Sigurjón Jóhannsson. P.S. Ofanskráð skemmtileg athugasemd er frá Sigurjóni Jó- hannssyni í Hlíð í Skíðadal. Það skal upplýst yngri lesendum til uppfræðslu að Sigurjón var hér á árum áður velþekktur og velmet- inn ritstjóri Álþýðunrannsins á Akureyri á meðan það blað var og hét. Sigurjón skrifaði blaðið að miklu leyti sjálfur og þótti stíll hans persónulegur og voru grein- ar hans lesnar með athygli. Hvað viðvíkur athugasemd hans við ritstjórnargrein í síðasta blaði, þá er hún líklega alveg hárrétt. Og um karlrembuna, sem þar var talin meiri í Svarfað- ardal en annars staðar, þá kom það nú fljótlega í ljós, að í meiri- hluta eyfirskra hreppa fékk engin kona inngöngu í hreppsnefnd, svo gáfulegt sem það nú er. Við þökkum Sigurjóni tilskrifið og óskum honum til hamingju með nýju ritvélina sína. Ritstj. Fréttahomið Fermingarbörn við Urðarkirkju á hvítasunnu 1990. Fremri röð t'.v.: María Vilborg Guðbergsdóttir, Þverá niður; Lárus Arnór Guð- mundsson, Húsabakka; Jökull Bergmann Þórarinsson, Klængs- hóli; Stefán Birnir Sverrisson, Meluni; Sara Dögg Árnadóttir, Ytra-Garðshorni; Inga Sigrún Ingvadóttir, Þverá fram. Aftari röð f.v.: Sr- Jón Helgi Þórarinsson; Aðalbjörg Hólm Stefánsdóttir, Jarðbrú og Áslaug Hólm Stefáns- dóttir. Ljósm. H. Ein. Kaffihlé. Konur í Tjarnasókn vinna í kirkjugarðinum. Ljósm. s.H. Söngkór Dalvíkurkirkju hélt kon- sert í kirkjunni 2. dag hvítasunnu- dag. Stjórnandi Hlín Torfadóttir. Ljósm. H. Ein. Jónsmessufagnaður á Flötutungu 1990. Góðaksturskeppni á traktor með kerru. í baksýn Ytra-Hvarf. Ljósm. S.H.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.