Norðurslóð - 24.10.1990, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 24.10.1990, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Umsjón, dreifing og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Uinheimurinn og landsbyggðin Við lifum nú cinhvcrja mestu breytingatíma veraldarsögunnar. Þær umbreytingar ná til allra mannlegra samskipta og samvinnu þjóða. Merkilegast við þessa tíma er að trú manna á friðsamlegri sambúð þjóða hefur ekki verið meiri í langan tíma. Þessi staðreynd er einmitt umhugsunarverð því reynslan sýnir að einmitt umbreytingar skapa spennu milli þjóða og einstaklinga sem leitt getur til átaka í einu eða öðru formi og þá því miður oftast vopnaðra átaka. En það er von- andi tákn þess að breytingarnar leiði til minnkandi spennu og aukins friðar að örlagavaldur hinna stjórnmálalegu breytinga, Gorbasjov Sovétforseti fær friðarverðlaun Nobels í ár. Breytingar á stjórnmálasviði í Austur-Evrópu eru að sönnu merk- ar en líklegt er að breytingar á sviði efnahagslífs þessara þjóða eigi jafnvel eftir að hafa meiri áhrif ef til lengri tíma er litið. Ljóst er að ef heldur fram sem horfír muni þjóðir heims búa við mjög svipaðar leikreglur í efnahagsmálum. Hagkerfí þjóðanna verða samræmd. Það þýðir að efnahagsleg samskipti þeirra verða auðveldari en nú er og efnahagsleg landamæri munu smátt og smátt þurkast út. Hraði í viðskiptum verður sífellt meiri en það er megin ástæðan fyrir að hraðahindranir eins og efnahagsleg landamæri eru nú að hverfa. Frjálsræði í viðskiptum eins og við sjáum að fer vaxandi í löndum hér í kringum okkur, er óhjákvæmiieg afleiðing breyttrar tækni sem leitt hefur til meiri hraða og aukinna upplýsinga. Það verður æ erf- iðara fyrir hvert þjóðríki fyrir sig að hafa sýn yfír að leikreglum sé fylgt og því fer vaxandi þörfín fyrir yfirþjóðlegt vald á sviði efnahags- mála á svipaðan hátt og Sameinuðuþjóðirnar hafa verið á sviði stjórnmálanna. Þróunin í Evrópu séstaklega hjá EB þjóðunum er hluti af þessu máli. Hvað gerist síðan þegar hagkerfí Austur-Evrópu- þjóðanna verða tilbúin fyrir aukið frjálsræði. Yfírgnæfandi líkur eru til að þær verði hluti af þeirri efnahagslegu hcild sem er að myndast í Evrópu. Það er vandasamt fyrir smáþjóð eins og okkur Islendinga að máta okkur inn í þá veröld sem er að myndast. Reynsla okkar af yfirþjóð- legu valdi eins og Sameinuðuþjóðanna svo sem í hafréttarmálum sýnir að okkur getur verið vörn í slíku. Einangrun sem þýddi að við héldum öllum efnahagslegum landamærum og jafnvel mynduðum nýjar og hærri girðingar myndi vafalítið gera okkur erfítt að mæta kröfum um bætt lífskjör. Hættan er að lífskjör versni og það er ein- mitt drifkraftur annarra þjóða sem nú eru að auka frjálsræði hjá sér og undirbúa sig undir nánara samstarf við aðrar þjóðir. I þessu samhengi er fróðlegt að skoða umræðu um byggðamál hér á landi. Hugmyndir um einskonar efnahagslegar girðingar fyrir landsbyggðina eru alltaf að koma fram. Hugmyndir um að einhverj- ar aðrar reglur eigi að gilda gagnvart landsbyggðinni en höfuðborg- arsvæðinu. Það má vera að menn telji sig geta unnið einhverja skammtíma sigra með slíku. En til lengri tíma litið yrðu slíkir sigrar einungis frestun á framtíðinni og kæmu illa í bak síðar. Þess vegna er nauðsynlegt að umræðan um þróun byggðar taki ekki aðeins mið af stöðu mála hjá okkur í dag heldur sé hún sett í samhengi við hvert við stefnum í samskiptum við aðrar þjóðir í framtíðinni og hvernig veröldin mun blasa við okkur úti á landsbyggðinni eftir áratug eða svo. J.A. Evíirsk sameining Sameining 3ggja inneyfirsku hreppanna eru mikil og trúlega mjög góð tíðindi fyrir þá sjálfa og fyrir þá, sem geta farið að þeirra for- dæmi. Þarna í hinum blómlega Eyjafjarðardal er að verða til fyrir augum okkar fjölmennasti og líklega öflugasti sveitahreppur í land- inu. Eftir er reyndar að sjá, hvernig Eyfirðingarnir spila úr þeim góðu spilum, sem þeir hafa á hendinni, en engin ástæða er til að vænta annars en að reyndin verði það sem að er stefnt, kröftugra sveitarfé- lag, hagsælla samfélag. Og svo nokkur orð um nafnið. Ekkert er athugavert við þann greinilega vilja, sem fram kemur í skoðanakönnuninni, að hreppur- inn verði kenndur við Eyjafjörð. Það verður að vísu nokkuð styrt nafn, upp á minnst 5 atkvæði, þótt þeim eigi ekki að blöskra, sem búið hafa í Svarfaðardalshreppi heilan mannsaldur. Það er aðeins eitt, sem ekki má í þessu sambandi. Það er að nefna nýja hreppinn Eyjafjarðarftyggð Það orð merkir í vitund okkar hér útfrá alla byggð Eyjafjarðar, líka útsveitirnar beggja vegna tjarðar. Annað mál er Eyjafjarðarhreppur eða Eyjafjarðarsveit. En samt, hvert sem nafnið verður, til hamingju, Eyfírðingar. HEÞ Til Skotlands - Framhald ferðasögu Eftir 4 viðburðarríka daga í Færeyjum stígum við um borð í Norröna, sem komin er til Þórshafnar frá Björgvin í Noregi. Það er mánudagur 12. ágúst 1990 og ferðinni er heitið til Skotlands. Skipið stefnir til suðvesturs og sjórinn er sléttur. Færeyjar sökkva brátt í sæinn, framunan er 12-14 tíma sigling til næsta áfangastaðar, Leirvíkur á Hjaltlandseyjum. Alltaf er nú eitthvað spennandi við að sigla um úthafið og sjá ekkert nema sjóinn allt um kring. Hugurinn reikar til feðranna, sem sigldu þennan sjá fyrir 11 öldum á leið til Færeyja og áfram til nýfundna landsins í norðvestr- inu. Það er komið undir kvöld þeg- ar sér til lands framundan á bakborð. (Er ekki þetta rétt sjó- mannamál? Ég meina til vinstri.) Þetta kvað vera eyjan Foula, það er afbökum úr Fugley segja menn. Hún liggur góðan spöl vestan við aðalklasa Hjaltlands- eyja, sem Bretar kalla nú Shetland. Brátt sér í annað land, lágt og grænt. Það er Meginland (Mainland), langstærst Hjalt- landseyja, þar sem Leirvík er. Þvínæst hillir undir háa eyju á stjórnborð. Þetta kvað vera Fair Isle og þýðir bersýnilega Fjár- eyja. En nú breytir Norræna greinilega um stefnu. Hún er að sveigja fyrir suðurodda Main- lands og síðan töluvert langa leið norður með austurströndinni þar sem Leirvík liggur við fallegan vog girtan lágum, mjúkum hæða- drögum. Leirvík Myrkrið er að skella á, þegar skipið leggst að bryggju og hundruð farþega streyma frá borði. Það er gaman að vera kominn til enskumælandi lands. Við finnum húsaskjól hjá góðri konu, sem leigir út herbergi með morgunverði. B og B (Bed and Breakfast) kalla þeir það, eins og maður á eftir að sjá auglýst á óteljandi stöðum um allt land. Næsta dag er tíminn notaður til að kynnast þessu stórmerka landi, sem svo lengi var byggt norrænu fólki. Hér réðu norskir jarlar öldum saman og öll menn- ingarsambönd voru við Noreg og Danmörku. Hjaltlendingar nútímans halda mjög í heiðri hinni norrænu arfleifð og sögu. Hér í Leirvík eru göturnar kenndar við norska kónga: Hák- on konung, Ólaf konung, Harald konung, Magnús konung og enn fleiri höfðingja norska, sent við íslendingar könnumst vel við úr sögunni. Leirvík er fallegur. þrifalegur bær með mikið af nýlegum bygg- ingum. Sagt er, að Hjaltlending- ar hafi tryggt sér væna sneið af olíugróðanum úr Norðursjónum og noti hann vel til að byggja upp menningar- og þjónustustofnan- ir. f nýbyggðu Safnahúsi eru miklar heimildir um gamla daga á eyjunum. Þar fáum við margt að vita um gamla, norræna málið, sem nú er alveg glatað af vörum manna. Það var kallað Norn og var, eins og nafnið segir, norræn mállýska. Það lifir nú aðeins í orðabókum og svo í fjölmörgum staðarnöfnum, sem yfirleitt eru þó hroðalega afbökuð og mörg lítt þekkjanleg jafnvel fyrir íslending. Tökum dæmi. í bókadeild safnsins var bók um staðarnöfn á eyjunum með upprunaskýring- um. Þar voru t.d. tekin nöfn tveggja stórra eyja norðaustar- lega í eyjaklasanum. Þær heita þeim skrýtnu nöfnum Fetlar og Yell (Jell). Hverjum mundi detta í hug að fyrra bragði, að í þessum nöfnum felist norrænu lýsingar- orðin feitur og geldur. Þetta kvað þó vera staðreynd og höfða nöfn- in til þess, að fyrrnefnda eyjan er frjósöm vel, feit, en hin síðar- nefnda ófrjó, geld. Sauðfé og svörður En nú er að skoða landið ofurlít- ið, við höfum bara þennan eina dag. Við stígum því upp í rútu- bíl, sem ekur túristum langa leið suður eftir eyju og bílstjórinn er óspar á upplýsingsr og sögur um land og fólk. Þetta er vinalegt land en ekki stórbrotið. Mjög ólíkt Færeyjum. Þó ekki að öllu leyti, landið er skóglaust, grasi vafið og þéttsetið sauðfé. Þetta er vel ræktað skoskt Cheviotfé, hvítt, kollótt, þéttvaxið, uilar- prútt. Á einum stað voru bundnir við veginn tveir Hjaltlandshestar, sem eru einhverjir smæstu hestar i heimi, lágfættir, gildir og lura- legir. Þetta er líklega gert fyrir okkur túristana. Annað vekur þó meiri athygli okkar. Svarðarhraukar eru út um allt til þerris og fullþurrkaður svörður í plastpokum. Þetta átt- um við eftir að sjá víðar á ferð okkar. Svörðurinn er notaður til brennslu í opnum eldstóm í hús- um manna. Og svo er hann seld- ur í brugghúsin suður í landi, þar sem hann er notaður til að gefa viskíinu þetta sérstaka bragð, sem sumir þekkja vel og kunna að meta, en aðrir kunna engin skil á. Þetta átti eftir að rifjast vel upp fyrir undirrituðum, þegar hann tók þátt í að dæma 8 teg- undir af maltviskíi í smáveislu í Edinborgarháskóla nokkru síðar. Þar var mest „reykta“ tegundin svo römm, að hún beit og reif í kverkarnar og manni lá við köfnun. Til Skotlands Um hádegi næsta dag varð að skilja við þessar grænu, vinalegu eyjar. Þetta var allt of stuttur stans. Við hefðum þurft nokkra daga í viðbót og kanna norður- eyjarnar. En ferðaáætlunin leyfir ekki slíkt, svo við ökum aftur suður á eyjarenda til flugvallarins við Sumburgh. Þaðan í flugvél til Edinborgar með viðkomu í Aberdeen í þoku og sudda. Á Edinborgarflugvelli bíða vinir í bíl og aka okkur beinustu leið heim til sín suður við „Landa- mærin“, sem engin landamæri eru, milli Skotlands og Englands. Næstu daga ferðumst við í bíln- um með þessu góða fólki vestur eftir landi og til Vatnahéraðsins víðfræga, sem reyndar er Eng- landsmegin við „Landamærin“. Þarna hafa svo margir komið, að ástæðulaust er að lýsa þessum héruðum. Landið er fjöllótt og stórfagurt, ágætis sauðfjárland. Þarna eru kindurnar allar hyrnd- ar (úthyrndar) og mógráar um hausinn. Ekki er þetta samt sú alþekkta skoska Svarthausateg- und, heldur önnur skyld, sem heitir Swaledale fé (Svöludalsfé). Það er gaman að aka í róleg- heitum um þessi héruð, beiti- lönd, skóga og smáborgir. En allraskemmtilegast er að stoppa oft og setjast inn í einhverja af þessum fjölmörgu bráðskemmti- legu veitingahúsum við þjóðveg- inn, þar sem angan af bjór og beikoni leggur á móti gestinum um leið og inn er stigið. Svo heita þau svo stórfrumlegum nöfnum. Við litum t. d. inn á eina vegar- krá, vegna nafnsins. Sú heitir Hvíti hjörturinn og reyndist hinn besti staður. Þetta nyrsta hérað Englands á vesturströndinni við írska hafið heitir Kambría. Þaðan lá leiðin þvert austur yfir landið til Kumb- erlands við Norðursjóinn. Þetta er ekki löng leið yfir „mitti" Stórabretlands. En leiðin liggur yfir hæðakeðju, sem gengur eins og hryggur langt suður eftir landi, kallað Pennín-hæðir. Margir halda, að England sé ekk- ert nema akrar og borgir. En það er nú öðru nær. Þar eru líka þessi miklu hæða- eða heiðasvæði, þar sem engin tré vaxa það sem aug- að eygir, og heldur ekki neinn mannabústaður svo séð verði, Framhald á bls. 5 Svarthausahrútar við þjóðveginn. Ljósm. SH

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.