Norðurslóð - 24.10.1990, Side 3

Norðurslóð - 24.10.1990, Side 3
NORÐURSLÓÐ - 3 kort af Svarfaðardal - Óþarflega margar villur Undanfarna mánuði hafa verið að koma á markaðinn ný kort frá Landmælingum íslands í mæli- kvarðanum 1:50.000. Pað var orðið meira en tímabært að þessi kort kæmu út. Gömlu íslands- kortin eru að vísu bæði falleg og vel gerð, en þau byggja á land- mælingum sem gerðar voru á fyrstu áratugum þessarar aldar, en mælitæki og kortagerð hefur fleygt æði mikið fram síðan eins og nærri má geta. Nú er allt unn- ið eftir loftljósmyndum en áður var hlaupið með mælistöng og kíki út um allar þorpagrundir. A gömlu kortunum er fyrir vikið mjög varhugavert að treysta á hæðalínur. Hæðir fjalla virðast líka víða víkja nokkuð frá réttu lagi. Gömlu kortin eru í mæli- kvarðanum 1:100.000 þ.e. í helmingi smærri mælikvarða en þau nýju. Nýju kortin ættu því í alla staði að vera miklu betr i og nákvæmari og ekki er að efa það að í þeim er mikill fengur fyrir þá sem sinna skipulagsmálum, vega- gerð og öðrum stórframkvæmd- um. Hátt í 300 kortblöð þekja landið allt og enn er ekki kominn út nema helmingur þeirra. Á meðal þeirra korta sem út eru komin er kort af Svarfaðardal. Blaðskiptingin er heppileg fyrir dalinn og hann rúmast nær allur á blaðinu. Dalvík er í norðaustur- horninu, Sveinsstaðir í Skíðadal við suðurjaðarinn og Heljardals- heiðin við vesturjaðarinn. Á norðvesturhluta kortsins er Lág- heiði og Stífla. Kortið er unnið og gefið út af Landmælingum íslands og Korta- stofnun bandaríska varnarmála- ráðuneytisins. Pað er að vísu hálf skammarlegt að þurfa að leita á náðir erlends hers til að gera kort af eigin landi en flestir myndu láta sem þeir sæju það ekki ef hin amerísku áhrif væru ekki svo augnaístingandi sem raun ber vitni. Ensk-ameríska er nefnilega aðalmál þessa korts. I skýringun- um er enskan letruð feitu letri fyrst en íslenskan grönnum stöf- um neðanundir. Það brýtur auð- vitað algerlega í bága við mál- ræktarstefnuna og allt velsæmi að íslenska skuli gerð að undirmáli á opinberu íslandskorti frá Land- mælingum fslands. Á kortablaðinu stendur á ein- um stað: „Gert 1989 eftir bestu fáanlegum heimildum." Pessi fullyrðing er því miður ekki rétt því kortið úir og grúir af villum stórum og smáum. Prófarkalest- ur virðist hafa gleymst og kunn- ugur maður hefur ekki verið lát- inn líta yfir kortblaðið áður en það var prentað. Undirrituðum sárnar t.d. að Tjarnartjörnin er ekki sýnd á þessu korti. Bæjar- nöfn eru víða á röngum stað og vantar sumstaðar alveg. Hánefs- staðir eru t.d. komnir vestur fyrir á og tróna á milli Húsabakka og EYJAFJQRÐUR l(Lækjarbakki) p Dalvík (fjöggvisjtaöir)! Hrísahöfði (Ytraholt) Syörbholt (Hamar^líptJ. Húnefsstaj /jaféim/ Norðausfurhorn nýja kortsins, Jarðbrúar. Eyðibýli eru sýnd í byggð og byggðir bæir í eyði. Vegakerfið er full endasleppt, Kot og Atlastaðir eru samkv. kortinu ekki í þjóðvegasambandi við byggðina. Pað er ánægjulegt að sjá að Dýjafjallshnjúkur, hæsta fjall við Skíðadal, hefur fengið hæðatöl- una 1445 m. Á gömlu kortunum er hann sýndur 1421 m hár. Nýja talan mun vera réttari. Pað slær þó aðeins á gleðina að Landmæl- ingar skuli, með tilstyrk ameríska hersins, hafa breytt hreppamörk- um á þessum stað svo Dýja- fjallshnjúkur, þetta stolt okkar Svarfdælinga, er allur kominn yfir í Skriðuhrepp. í skýringum neðst á kortablað- inu eru ýmis óskiljanleg furðuleg- heit m.a. tilskipun, skráð rauðu feitu letri á ensku, um að kortið skuli eyðilagt að notkun lokinni eins og um hernaðarleyndarmál sé að ræða. Pað er leitt að þurfa að vera svona neikvæður vegna þess að það var svo sannarlega kominn tími til að gott kort byggt á flug- myndum og nýjustu tækni væri gefið út. En því miður, þrátt fyrir allar framfarir síðustu áratuga verður að segjast eins og er að gamla Svarfaðardalskortið, sem mælt var af Dönum árið 1931, er miklu betra og fallegra en þetta nýja kort. Á.H. Kerlingin séð af toppi Stólsins. T.h. Tjarnhólahnjúkar. Maður er nefndur Á sunnudaginn 21. kl. 14.30 vatt sér skyndilega inn á eldhúsgólf ungur maður, grannvaxinn og stæltur að sjá, sólbrenndur í and- liti, og kastaði kveðju á heima- fólk um leið og hann togaði frant af sér hvítan stakk með stórum blóðblettum. Rjúpnablóð, sagði hann til skýringar. Hér var kominn Ari Gunnars- son frá Akureyri einn mesti fjallamaður og rjúpnabani, sem um getur hér nærsveitis. Reyndar á hann ekki langt að sækja veiði- náttúruna því hann er sonur Álf- hildar Gestsdóttur Hjörleifssonar og Gunnars Arasonar Kristins- sonar, sem sagt af mögnuðu svarfdælsk/dalvíksku veiði- - Ari Gunnarsson Ari á toppi Month Blanc sumarið 1990. Hæð 4810 m. mannakyni í báðar ættir. Ari er stýrimaður á Sólbaki frá Akur- eyri og er í fríi þessar vikurnar og hentar honum vel því fjallapríl og rjúpnaveiði eru honunr hálft lífið. Nú var hann að koma framan af Klaufabrekknadal með 14 rjúpur og á morgun fer hann upp að Nykurtjörn og þaðan kannske yfir fjallið og inn á Holtsdal. Hann er ekki búinn að fá nema 120 rjúpur nú á vertíðinni. Það er nokkuð mikið undir metárinu 1989, en þ á fékk hann 502. Ari lætur sér ekki nægja að klífa fjöll hér innanlands heldur leitar hann á fjarlægari mið, sjá mynd. Mér er spum Smátt og smátt er miðbær Dal- víkur að fríkka, gras- og trjá- gróður er vel hirtur og fer að setja svip á umhverfið. Og sýn til hafnarinnar er óhindruð og mjög upplífgandi. Kaupfélagshúsið er að sjálf- sögðu sterkur dráttur í myndinni. Boglínan er óvenjuleg og skemmtileg, enda kölluðu börn Snjólaugar skáldkonu frá Skálda- læk húsið „Litla JL húsið" eftir því sem hún sagði hér í blaðinu fyrir margt-löngu síðan. Húsið var í meðferð á árinu 1989, þaki lyft o.fl. sem vel hefur tekist og er það síður en svo lakara útlits eftir en áður. Nú væntu menn þess að sjálfsögðu, að á þessu nýliðna sumri fengi húsið fallega andlitslyftingu. Af því varð þó ekki og er andlit KEA á Dalvík því heldur dapurlegt þessa stund- ina, satt að segja. Og eftir þennan Ianga formála kemur svo stutt spurning til ráðamanna KEA, Dalvík: - Mega menn ekki vænta þess, að verslunar- og skrifstofuhús Kaupfélagsins verði frágengið og málað bæði fljótt og vel á kom- andi ári? Rögnvaldur Skíði Friðbjörns- son, útibússtjóri svarar: Það er algert forgangsverkefni hjá Kaupfélaginu hér á staðnum að mála og ganga frá þessu húsi að utan snemma á vori komanda. Okkur þykir alveg eins leiðinlegt eins og öðrum að horfa á húsið í þessu ástandi. En svo er eftir að ákveða liti og þá er nú ekki víst, að auðvelt verði að gera öllum til hæfis. En það verður leitað til fagmanna og trúlega haft samráð við hönnuð hússins, Mikael Jóhannesson hjá KEA á Akur- eyri. Það þykir sjálfsögð tillits- semi. Um frekari vinnu við innrétt- ingar á efstu hæðinni er ekkert ákveðið enn sem komið er. Þetta er 300 fermetra gólfflötur og ágætispláss til að innrétta fyrir skrifstofur eða aðra „létta“ starf- semi og hefur ýmislegt verið rætt í því sambandi. En hitt er klárt: Þegar vorið kemur með lit í tún og móa, þá kemur líka litur í fölt andlit Kaupfélagshússins. Gott er að heyra það, og blað- ið þakkar Rögnvaldi fyrir svarið.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.