Norðurslóð - 20.11.1991, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5
Svarfdætingamót
í Bændahöltiimi
9. nóvember
Hið árlega Svarfdælingamót var
haldið í Búnaðarþingssal Hótels
Sögu laugardagskvöldið 9. nóv-
ember. Þar voru mættir um 70
Svarfdælingar til að sýna sig og
sjá aðra sveitunga. Húsið var
opnað upp úr sjö og gátu gestir
þá glatt sig á fordrykk áður en
sjálf veislan hæfist. Klukkan
rúmlega átta setti formaður
Svarfdælingasasmtakanna,
Valdimar Óskarsson, samkom-
una og fól Atla Kristinssyni
veislustjórn.
Ræðumaður kvöldsins var
Kristján Júlíusson bæjarstjóri á
Dalvík. Fór hann vítt og breitt í
máli sínu og sagði m.a. frá ástandi
mála á Dalvík, sýndist mönnum
það harla gott.
Að loknu máli Kristjáns risu úr
sætum Soffía Halldórsdóttir
söngkona frá Mclum og Kári
Gestsson píanóleikari með meiru
og fluttu þau í sameiningu nokk-
ur sönglög íslensk og erlend af
þokka og skörungskap og við
góðar undirtektir áheyrenda. Þá
Systurnar frá Ásbyrgi, kolbrún og Anna Kristín Arngrínisdætiir.
Soffía frá Meliini syngur. Kári
Gestsson spilar undir.
var komið að „leyninúmeri
kvöldsins" eins og það var kynnt.
Það var Tjarnarkvartettinn sem
fyrir tilviljun var staddur í höfuð-
liorginni og flutti hann sveitung-
um á höfuðborgarsvæðinu söng
sinn og kveðjur að norðan.
A meðan þessu fór fram voru
þjónar hússins á þönum við að
bera fram úr eldhúsi forrétti,
aðalrétti og eftirrctti matreidda
af Sveinbirni Dalvíkingi Frið-
jónssyni.
Þá las Atli veislustjóri bréf til
samkomunnar í gamansömum
tón frá ónefndum Dalvíkingi og
einnig barst samkomunni með-
fylgjandi Ijóð frá Birnu Friðriks-
dóttur sem Atli las upp. Norður-
slóð fékk góðfúslegt leyfi hjá
Birnu til birtingar á Ijóðinu svo
fleiri Svarfdælingar fengju notið
þess.
Nokkuð var dagskráin og
borðhaldið klemmt af tíma vegna
*
Fra Sparisjooi
Svarfdæla
Til viðskiptavina sparisjóðsins
sem eru eigendur tékkareikninga
og eru á faraldsfæti.
í Reykjavík eru tékkhefti okkar til sölu hjá:
Sparisjóði Reykjavíkur, Skólavörðustíg
og Sparisjóði Vélstjóra, Borgartúni.
Á Akureyri:
í Sparisjóði Glæsibæjarhrepps
Brekkugötu.
Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík
Nokkrir veislugestir. F.h. Þórunn Elíasdóttir, Freyja Antonsdóttir, Karla
Jónsdóttir, Hörður Björnsson, Guðjón Jónsson, maður Körlu.
Nýjabæjarfólk. Guúbjörg Ringsted, Kristján l’or .liilíusson, Friðbjörn Krist-
jánsson, Laufey Olafsdóttir, Sigvaldi Júlíusson, Jóna Kristjánsdóttir og
F.lísabet Þórisdóttir, kona Sigvalda. Ljósm. Hj.Hj.
þess að upp úr tíu átti að hefjast
í Súlnasal kabarettsýning Halla,
Ladda og Bessa sem varpað var á
tjald og sjónvarpsskjái í Búnað-
arþingssalnum.
Að mati blaðamanns hefði
mátt sleppa þætti þeirra þre-
menninga í Svarfdælingamót.inu
enda nóg til af Svarfdælingum
sem auðveldlega hefðu hrist fram
úr erminni mun betra og upp-
byggilegra skemmtiefni en þarna
var fram borið.
Að loknum kabarettinum gafst
mönnum kostur á að spjalla við
sveitunga yfir léttum veigum og
taka lagið. Pá gátu menn stigiö
dans í Súlnasalnum við undirleik
hljómsveitar hússins til klukkan
þrjú. Ekki var samt stiginn neinn
mars í Súlnasalnum þó vissulega
hefði mátt sýna fastagestum stað-
arins hvernig dansað er á
almennilegum böllunt í Svarfað-
ardal.
Hj.Hj.
Á heimleið
Hcim í fjördinn , heim í dalinn
liugur leilar marga stund.
Par var æskueldur falinn
ævistarfið lagt í mund.
Nú cr sól við hafsbrún hnigin
liorfin yst við sjónarrönd.
Við rökkurkomu roðna skýin.
Rennum norður Arskógsströnd.
Vcstur yfir Hálsinn höldum
liljótt er kvöld og djúp er ró.
Langt að jöluls Ijósu földum
lyngið skrcytir hæð og mó.
Standa háir klettakambar
kirfilega um dalinn vörð
fram að Múla nyrðstu nöfum
norðan til við Eyjafjörð.
Birtast fjöll í blárri móðu
bæir standa i hlíðarrót.
Hér sem garpar götur tróðu
glaðir héldu störfum mót.
Rcystu býli, ruddu vegi,
ræktuðu móa og holtabörð.
Bóndans hönd á björtum degi
báti renndi út á fjörð.
Færðu jafnan fisk að landi.
Fæddu margan svangan þegn.
Einatt viljinn óþrjótandi
til orku færður stormum gegn.
Gott ef augum entist skíma
og eitthvað sást um vík og land
því áhætta var oft að stíma
inn á Böggvisstaðasand.
Hvergi var þá Ijós að lýsa
til lendingar í svartabyl.
Hrakta mátti í húsum hýsa
er höfðu litla birtu og yl.
Ýmsir máttu þrautir þola
og þrengingar að feigðarhyl.
Ekki þýddi að þrefa og vola
það var ekkcrt betra til.
Oft var smalans erfið ganga
upp um hlíð og fjalladal.
Fótasár með föla vanga,
fh'kur slitnar, léttan mal.
Úr dýraríki matur mestur
mönnum flcytti sérhvern dag.
Var heimafenginn baggi bestur
búendanna létti hag.
Milli byggða löng var leiðin
er lá um þessi fjallaskörð.
Pá var Heljardalsins- heiðin
mcð hcstalest að þjóðbraut gjörð.
En víst munu þessir tröllatindar
töfra sérhvern ferðalang
meðan blása um veröld vindar
og vor hcfur lengstan sólargang.
Nú er annar aldarháttur
allt hefur breyst með lífsins starf.
Nú er ekki mannsins máttur
það mesta sem á treysta þarf.
Heldur vit og viljastyrkur
vélaafl á tækniöld.
Enginn sultur, ekkert myrkur.
Allsnægt hefur tekið völd.
Meðan á að ósi fellur.
Alstirnt brosir himinhvel.
Foss í klettagljúfri gellur
geislar sól um laut og mel.
- Vermdi sérhvert bændabýli
og byggðina við sjávarströnd.
Hér öllu lífi af ástúð skýli
alvalds mikla föðurhönd.
Birna Friðriksdóttir