Norðurslóð - 20.11.1991, Blaðsíða 6
TIMAMÖT
Skírnir
27. október var skírður í Dalvíkurkirkju Daníel. Foreldrar hans
eru Magnea Kristín Helgadóttir og Halldór Kristinn Gunnars-
son, Reynihólum 5, Dalvík.
27. október var skírð í Dalvíkurkirkju Sigrídur. Foreldrar
hennar eru Friðrika Jónmundsdóttir frá Hrafnsstöðum og Por-
steinn Benediktsson, Böggvisbraut 4, Dalvík.
17. nóvember var skírður í Vallakirkju Sigurður Marinó. For-
eldrar hans eru Aðalheiður Reynisdóttir og Kristján Tryggvi
Sigurðsson frá Brautarhóli, Ásholti 2, Hauganesi.
Hjónavígsla
26. október voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju
Brynjar Zóphoníasson og Sólveig Hallsdóttir frá Skáldalæk.
Heimili þeirra er að Lynghólum 6, Dalvík.
9. nóvember voru gefin saman í hjónaband í Minjasafnskirkj-
unni á Akureyri Gísli Örn Davíðsson og Ingibjörg Sólriin Ingi-
miindardóttir. forstöðukona Dalbæjar. Heimili þeirra er að
Mímisvegi 22, Dalvík.
Afmæli
Pann 3. nóvember varð 85 ára Tryggvi Jónsson fyrrverandi
frystihússtjóri nú til heimilis á Dalbæ, Dalvík.
Pann 21. nóv. verður 70 ára Anna Jóliannesdóttir húsfreyja á
Hóli á Upsaströnd.
Þann 30. nóv. verður 80 ára Pálnti Jóhannsson, bifvélavirki í
Odda, Dalvík.
Norðurslóð flytur heillaóskir.
í fyrstu vetrarsnjóuin.
Af skipsnafninu Baldur
All sérstætt mál er nú risið á
milli Snorra Snorrasonar
útgerðamanns liér á Dalvík og
Landhelgigæslu Islands. Eins
og kunnugt er geta skipacig-
endur l'engið einkaleyfi á nöfn-
um skipa. Baldur sem skips-
heiti hefur lengi verið í einka-
leyfiseign en þannig er að ef
einkaleyfishafi hefur ekki átt
skip með því nafni í fimm ár
rcnnur einkaleyfið út. Pannig
mun hafa háttað til með Bald-
ursnafnið. Síðasti einkaleyfis-
hafinn Olafur Björnsson frá
Keflavík hafði ekki átt skip
með þessu nafni í nokkur ár og
því búinn að ntissa nafnið.
Landhelgisgæslan hafði kom-
ist á snoður um þetta og náði
nafninu og ætlaði að nota það á
landmælingabát. Þetta kom upp
þegar Snorri var að ganga frá
skráningu á skipinu á sitt nafn.
Við slíka skráningu þarf leyfi
einkaleyfishafa til að halda nafn-
inu. Landhelgisgæslan neitaði.
Snorri kom með snildarbragð á
móti og sótti um einkaleyfi á
Þórsnafninu sem er jú eitt helg-
asta nafn Landhelgisgæslunnar. í
raun hcfur Landhelgisgæslan lítið
haft af Baldursnafninu að segja.
í landhelgisstríðinu 1976 hafði
gæslan afnot af togaranum Baldri
scm ríkissjóður hafði þá nýlega
keypt héðan frá Dalvík. Skipið
gat sér gott orð í því stríði svo
efalaust þykir gæslumönnum
vænt um nafnið. En Baldursnafn-
ið á sér lengri sögu á bátum Dal-
víkinga en hjá Landhelgisgæsl-
unni sem raunar fékk nafnið að
láni og eiginlega frá Dalvík.
Heimildir sýna að þegar árið
1907 var hér bátur sem bar nafnið
Baldur og haföi einkennisstafina
EA 215. Eigandi þá var Baldvin
G. Porvaldson á Böggisstöðum.
Sigfús Þorleifsson eignaðist
þennan bát 1928 og bar hann
áfram Baldursnafniö.
Sigfús eignast síðan árið 1935 í
félagi viö Sigvalda Þorsteinsson
annan bát sem hét Baldur og
hafði einkennisstafina EA 629.
Hann var seldur héðan árið 1944.
Sigfús átti áfram hlut að nafninu.
Hann var meðal þátttakanda í
félagi sem keypti hingað skip árið
1947. Bar það fyrst nafnið Pól-
stjarnan en hlaut síðan nafnið
Baldur EA 770 og er það skip
viðloða Dalvík fram yfir 1960.
Næst kemur nafnið við útgerð-
arsögu Aðalsteins Loftssonar.
Aðalstein var sonar sonur Bald-
vins á Böggvisstöðum þess sem
átti Baldur EA 215 á fyrstu árum
aldarinnar. Aðalsteinn fær sinn
fyrsta Baldur 1962 það var 101
tonna stálbátur smíðaður í
Þýskalandi. Aðalsteinn seldi
þann bát 1966 en setti nafnið á
225 tn skip sem þá hét Loftur
Baldvinsson þcgar hann fékk nýtt
skip sent bar nafnið Loftur Bald-
vinsson. Sá Baldur var seldur
síðla árs 1968. Þá kemur nokkurt
hlé á nafninu hjá Aðalsteini eða
þar til hann lætur smíða 740 tn
togara í Póllandi sem fékk nafnið
Baldur EA 124. Togarinn kom til
landsins árið 1974 og er í eigu
Aðalsteins til árins 1976 þegar
ríkissjóður kaupir hann fyrir
Hafrannsóknarstofnun. Fyrsta
verkefnið var þó að verja land-
helgina í þorskastríði okkar við
Breta.
Aðalsteinn hafði fengið einka-
leyfi fyrir Baldurs nafninu. Árið
1981 keypt Upsaströnd h/f togara
frá Englandi sem áhveðið var að
hlyti nafnið Baldur. Sterkustu
rökin fyrir að velja þetta nafn
voru einmitt að viðhalda því hér
á Dalvík þar sem saga þess var
orðin löng. Vitað var að Aðal-
steinn átti einkaleyfi á nafninu og
reyndist auðsótt að fá hans leyfi
til að nota það. Þegar hins vegar
búið var að merkja skipið og alla
þess fylgihluti kom í ljós að
einkaleyfi Aðalsteins hafði runn-
ið út nokkrum mánuðum áður og
Ólafur Björnsson í Keflavík náð
því. Ólafur samþykkti að Bald-
ursnafnið yrði engu að síður not-
að einmitt með þeim orðum að
löng hefð væri fyrir því hér á
Dalvík.
En nú hefur Ólafur ekki átt
bát með þessu nafni í ein fimm ár
og því misst einkaleyfið sem
Landhelgisgæslan hefur náð. Við
skulum vona að sá snjalli gambít-
ur sem Snorri setti á gæsluna
núna nægi honum til að halda
Baldursnafninu og það nái að
vera á skipum hér um ókoinin ár.
Fréttahomið
Nú er að ljúka lagningu vegar
upp að skíðasvæðinu í fjall-
inu. Vinna við vegalagninguna
hófst scint í haust og hefur geng-
ið vel þrátt fyrir snjóinn. Ymiss
frágangur og snyrting á umhverfi
bíður vorsins. Hús Skíöafélagsins
er risið og er nú tilbúið undir
málningu. Áfram verður unnið
við húsið á næstunni en ekki er
fyllilega Ijóst livað hægt verður
að gera mikið nú í vetur. Fjár-
hagsstaðan mun ráða ferðinni.
Rekstur fiskvinnslu KEA
hefur gengið vel á þessu ári.
Fyrstu níu mánuði þessa árs varð
10-15% magnaukning og um það
bil 25% veðmætisaukning miðað
við sama tíma og í fyrra. Verð-
mæti framleiðslunnar níu mánuð-
ina var 585 miljónir króna sem er
nokkru hærra en allt árið 1990. Á
þessu ári verða framleidd 300-400
tonn í nýju famleiðslulínunni
sem sett var upp í gamla slátur-
húsinu. Framleiðslugeta þessarar
línu er 800- 1.000 tn á ári. Fram-
leiðslan eða réttara sagt sala fór
rólega af stað í fyrstu en útlitið
nú er mjög gott. Nú þegar eru
fyrirliggjandi samningar um sölu
500-600 tn á næsta ári. Veruleg
verðmætisaukning er í þessari
framleiðslu umfram bestu pakn-
ingar í heföbundinni vinnslu.
Útflutningverðmæti eru 40-50 %
hærra en í hefðbundinni vinnslu
en er þó mismumandi eftir fisk-
tegundum.
Það er ekki á hverjum degi
sem Dalvíkingar eiga fulltrúa
á hinu háa Alþingi en hefur þó
svo sem gerst. Árið 1984 sátu
tvær dalvískar konur samtímis
sem varamenn á þingi, þær Svan-
fríður Jónasd. varam. Steingríms
Sigfússonar og Kristín Tryggvad.
varam. Kjartans Jóhannssonar.
Nú að undanförnu hefur Svan-
hildur Árnadóttir fyrsti varamað-
ur sjálfstæðismanna í Norður-
landskjördæmi eystra, setið á
þingi í fjarveru Halldórs Blöndal
landbúnaðarráðherra. Halldór
þurfti að bregða sér til Ítalíu og
settist Svanhildur á þing á
meðan. Þrátt l'yrir þingannir gaf
hún sér þó tíma til að skreppa
norður um helgina og taka á móti
ömmubarni, 16 marka stúlku.
Síðastliðinn laugardag var
haldin í gamla Lambhaga,
núverandi aðalbækistöð Leikfé-
lags Dalvíkur, einskonar kynning
á verkum Kristjáns frá Djúpa-
læk. Það var Þráinn Karlsson sem
veg og vanda átti að þessari
samantekt en flytjendur voru
félagar í leikfélaginu. Upplestur-
inn var jafnframt endapunktur á
framsagnarnámskeiði sem Þráinn
stjórnaði með hópnum.
Ekki létu margir áhorfendur
sjá sig við uppákomuna frekar en
venja er þegar boðið er upp á
vandað heimaunnið menningar-
efni á Dalvík. En flytjendur létu
það ekki fipa sig og fluttu bundið
og óbundið mál Kristjáns af
skörungskap svo unun var á að
hlýða. Einnig voru sýndar lit-
skyggnur af steinamyndum þeim
sem Kristján orti Ijóð við og gefin
voru út í bókinni „Óður steins-
ins“ og voru Ijóðin lesin undir
myndasýningunni. Þá var boðið
upp á kaffi. pönnukökur og söng
í hlénu og í heild var dagskráin
L.D. til sóma. Rætt hefur verið
um að gera einhvers konar menn-
ingáruppákomur í Lambhaga að
föstum lið í starfsemi leikfélags-
ins. Húsrými er þar nóg fyrir
hverskyns upptroðslu, jafnvel
leiksýningar. Er óskandi að
áhugaleysi bæjarbúa verði þeini
áformum ekki að aldurtila.
Af starfsemi leikfélagsins er
annars það að frétta að búið er að
ráða leikstjóra til að stýra aðal-
verkefni vetrarins. Sá heitir Sig-
urgeir Scheving. Hins vegar er
enn ekki ákveðið hvert verkefnið
verður að þessu sinni.
Reilar af dagsláttu kallaðist dagskrá L.D. sem Þráinn Karlsson stýrði í
Ganilalambhaga. Sitjandi: ungir félagur úr leikfélaginu. Standandi t.v.
Dagmann Ingvarsson. T.h. Þráinn Karlsson. Ljósm. Hj.Hj.