Norðurslóð - 20.11.1991, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 20.11.1991, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLOÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgóarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaöardal Jóhann Antonsson, Dalvík Umsjón, dreifing og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Að rækta ódyggðimar Það er með blendnum tilfinningum, sem þjóðin með- tekur fréttirnar af frestun, ef til vill langri frestun, á framkvæmdum við áformaða álbræðslu á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd syðra. Prinsipandstæðingar ál- bræðslu á íslandi svo sem kvennalistakonur fagna ákaf- lega, margir umhverfisverndarmenn anda léttara og það gera ýmsir fleiri góðir borgarar, sem óttast aukin tök erlends auðvalds á hinni dvergsmáu íslensku þjóð. Á hinn bóginn er sá stóri hluti þjóðarinnar, sem stað- fastlega trúir á stóriðju sem bót flestra meina og óttast hvorki pólitísk og efnahagsleg áhrif hennar né heldur og þaðan af síður umhverfisáhrifin. Þeir menn hafa nú orðið fyrir miklum vonbriðum. Fyrir mestum vonbrigð- um liafa þeir þó orðið sem búa í nánd við fyrir- hugaðan verksmiðjustað og sjá nú drauma sína um yfir- fljótanlega atvinnu og uppgrip auðs fjarlægjast og hverfa út í móðu óvissrar framtíðar. Það fólk á áreiðan- lega mjög bágt þessa dagana og er það vel skiljanlegt. Svo er til þriðji hópurinn, sem að vísu hefur verið reiðubúinn til að samþykkja aðra álbræðslu hérlendis í von og trú á heiðarlega viðsemjendur og á getu tækn- innar til að koma í veg fyrir skaðlega mengun, en sættir sig ekki við staðarvalið á þenslusvæðinu suðvestan- lands. Þennan hóp fylla margir landsbyggðarmenn og trúlega ekki síst Eyfirðingar, sem lifðu lengi í voninni um að fá slíkt kröftugt atvinnutæki í hendurnar til að berjast með gegn óheillastraumi fólks okkar og fjár- muna suður yfir heiðar. Þetta fólk getur trauðla af heil- um hug hryggst yfir því bakslagi, sem nú er komið í álmálið. Nú munu margir, sem þessi orð lesa, stökkva upp úr sæti sínu og hrópa upp nokkur Ijót orð: „Ofund, mein- fýsi, minnimáttarkennd, músarholusjónarmið, norð- lenskur smásálarskapur af verstu tegundu. Allt getur þetta átt við hér og að allar þcssar ódyggð- ir sýni hér sitt Ijóta smetti. En við hverju er að búast eins og þróun hefur verið og ástand er í byggðamálum. Héruðin til lands og sjáv- ar tæmast af mannfólki og yfirvöld í Stór-Reykjavík búa sig undir að taka á móti þúsundunum, sem strcyma inn hvaðanæva. Og ofan á þetta óheillaástand var og er enn áformað að setja niður nýja álbræðslu knúða raf- orku frá Norður- og Austurlandi. Öfund og meinfýsi eru andstyggilegar systur, en þær eiga sér samt geymdan stað í hver manns brjósti og geta hreiörað þar um sig þegar skilyrðin eru hagstæð. Sá sem staðhæfir, að öfund gæti aldrei bærst í sínu brjósti er annaðhvort einfeldningur eða hræsnari, nema hvor- tveggja sé. Og er það bara norðlenskur smásálarskapur og sveitamannaþröngsýni að vera ósáttur við þá ráðs- mennsku, sem svo mjög mismunar landsfólkinu og ögr- ar breiðum byggðum landsins? Við höldum ekki, og unum ekki þeim illu örlögum í gervi stjórnaraðgerða, sem ala upp í fjölda landsins barna þær illu kenndir, sem að ofan voru nefndar. Það er vond iðja að rækta ódyggðir. HEÞ Röskva meö mömmu sinni. Við Dalvíkurhöfn - Yörumagn rúmlega tvöfaldast á fimm árum um á einn stað í stað þess að koma við á öllum höfnum. Landfræðilega liggur Dalvík- urhöfn vel við hér á Eyjafjarðar- svæðinu. Dalvík er miðsvæðis hér við utanverðan Eyjaförð. Sigling inn til Akureyrar tekur umtalsverðan tíma fyrir flutn- ingaskipin svo það getur beinlínis borgað sig að safna vörum saman á Dalvík frekar en á Akureyri. í öðrum löndum er algengt að aðalhafnir eru ekki í stærstu borgunum heldur í bæjum í ná- grenninu. Þó ekki sé ráðlegt að líkja þessu algjörlega sarnan þá er engu að síður ástæða að gefa gaum að þessari staðreynd. Það voru sem sagt ýmis hag- stæð ytri skilyrði sem ýttu undir þróunina sem hófst hér á árinu 1986. Hins vegar er rétt að benda á að ekkert gerist af sjálfum sér. Bæjaryfirvöld gerðu sér grein fyr- ir möguleikunum og hafa nreð ýmsu móti reynt að ýta undir eða örfa þessa þróun. Nýr afgreiðslu- maður, Valdimar Snorrason, réðist til Eimskips hér á Dalvík seinnihluta árs 1986 og hefur hann manna mest stuðlað að aukn- um umsvifum hér í vöruflutning- um með útsjónasemi og góðri þjónustu. Þetta kemiir greinilega fram í töflu 1. Þar sést að fá skip Eimskips komu hér við á árunum fyrir 1986 en þá verður aukning og á árinu 1987 verða algjör umskipti. Jafnframt sést á töflu I. að fjölgun komu skipa Samskipa hefur einnig verið talsverð á þess- um tíma. Á árinu 1985 konru hér flutninga- skip tæplega þriðja hvern dag að meðaltali en á síðasta ári nálgast að hér sé eitt skipa á dag og ef ferjan Sæfari er talin með er hér meira en eitt skip að meðaltali. Samkvæmt upplýsingum hafnar- varðar hefur skipakomum fjölg- að enn á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. flutt út héðan af skreið sem safn- að var frá ýmsum stöðum hér á Norðurlandi. Reyndar var svo einnig um saltfisk. Með bættum landsamgöngum þótti hagkvæm- ara að safna saman með bílum og skipa út hér í stað þess að láta skipin koma við á mörgum stöð- um og sækja smá slatta. Norðurgarðurinn, en þar er athafnasvæði fyrir flutningaskip- in. var í slæmu ástandi svo erfit var að veita góða þjónustu aðstöðunnar vegna. Hins vegar Tafla 1 - Skipakomur (flutnlngaskip) í Dalvíkurhöfn Samtais Ríklsskip Eimskip Samsklp Olíusklp Önnur 1982 93 16 11 22 11 33 1983 114 30 15 21 12 36 1984 98 31 5 17 14 31 1985 110 34 4 17 14 41 1986 180 63 18 18 18 63 1987 205 54 60 32 17 42 1988 258 60 73 42 35 48 1989 242 46 74 46 32 44 1990* 270 53 88 48 37 44 * Á árinu 1990 kom Eyjafjarðarferjan Sœfari 156 sinnumtil Dalvíkur, svo í raun voru skipakomur426 það ár. Dalvíkurhöfn hefur lengst af veriö dæmigerö höfn í sjávar- byggö út á landi. Aö langmest- um hluta byggð upp til þjón- ustu fyrir fiskiskipaflotann og til að skipa út afurðum sem framleiddar eru í fiskverkunar- stöövunum. En á þessu hefur nú oröiö mikil breyting. Undanfarin ár hefur umferð fiutningaskipa aukist mjög mikið og vörumagn sem hér fer um höfnina sömuleiðis. Flest bendir til að þessi þróun haldi áfram og Dalvíkurhöfn verði megin höfn á Eyjafjarð- arsvæðinu og þá á Norðurlandi um leið. Það var á árinu 1986 sem breytingar á þjónustunni við var garðurinn endurbyggður á árunum upp úr 1980 og lauk endurbyggingunni snemma árs 1986. Aðstæður allar breyttust mikið við þessar famkvæmdir. A þessum árum var einnig öll flutn- ingatækni að breytast. Gáma- flutningar voru að aukast. Til- koma gámanna opnaði einmitt fyrir möguleika á þeirri þróun sem síðar var hér við höfnina. Gámanotkun við flutninga breytti í raun öllum aðstæðum í skipaflutningi. Sérbyggð flutn- ingaskip fyrir gáma voru keypt sem meðal annars hafði þau áhrif að skip stoppa mun skemur í hverri höfn. Mun skemmri tíma tekur að koma vöru um borð þegar hífa þarf einungis gáma Uppfyllingin milli norðurgarðs og nýja brimgarðsins. höfnina byrjuðu fyrir alvöru. Af þeim töflum sem birtast hér í blaðinu má lesa þessa þróun. Fyrir 1986 breyttust skipakomur og vörumagn lítið frá ári til árs. Engu að síður mátti þá strax sjá fyrir um að mál mundu þróst í þá átt sem síðan hefur orðið. Á árunum upp úr 1980 var talsvert um borð í stað þess að koma vörunum fyrir hverri fyrir sig í skipunum eins og áður var. Hag- kvæmi í sjóflutningum jókst einnig við þetta. Hagkvæmnin byggðist einnig á því að skipin séu sem fljótust í förum. Það leiðir af sér að betra er að safna saman vörum af ákveðnum svæð-

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.