Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1991, Side 8

Norðurslóð - 13.12.1991, Side 8
8 - NORÐURSLÓÐ Nú gengur enginn lengur upp að litlu húsi hvítu sem fyrrum horfði glaðlega mót gestum í grænum dal. Litlu hnarreistu húsi sem stóð á blístri af kátínu sprengfullt af sögum og Ijóðum og komst hér um bil upp á háa C. Bitrir vindar tóku sinn toll sfðar tók tryllitæki og kramdi það sem eftir var einhver sópaði yfir sár. Snerra In memoriam Pað síðasta sem ég man heilt varhraustleg eldavélfrá Husqvarna á emalíeruðum fótleggjum sverum fastráðin í að lifa. Hún vildi að minnsta kosti geta sagt frá gestapönnukökum og kjötsúpupottum áður en hún félli í valinn. Kannske komst hún undan, ekki Snerra. Hríslur húsfreyju húktu einar og yfirgefnar kengbognar í nepjunni. Pær voru ófáanlegar til að ræða málið. Vatnslitamynd af Snerru eftir sr. Pétur Sigurgeirsson. Þetta hugþekka tregaljóð sendi okkur frú Anna S. Snorradóttir, dóttir Guðrúnar Jóhannesdóttur og Snorra Sigfússonar, sem byggðu sumarhúsið Snerru í landi Jarðbrúar skammt sunnan við Laugahlíð. Guðrún lést fyrir aldur fram 1947 og skömmu síðar var húsið selt. Það féll í niður- níðslu og brotnaði niður. Síðar var brakið fjarlægt og jafnað yfir rústina. Trén, sem Guðrún og dætur hennar plöntuðu, standa enn furðu keik og minna ein á þann bráðskemmtilega mannabústað, sem Snerra var. Ritstj. v\' >VI ", Um leið og Flugleiðir - umboðið á Dalvík - óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs minnum við á hina fjölbreyttu ferðamöguleika á komandi ári. • Odýrar helgarferðir innanlands og utan. • Árshátíðarferðir fyrir starfshópa - innanlands eða utan. • Lágu sumarfargjöldin í sólina og stórborgir. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. FLUGLEIDIR umboð Dalvík Goðabraut 3 • Sími 61300. Oskum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Landsbanki íslands L Strandgötu 1, Akureyri Brekkuafgreiðsla, Kaupangi Ljóðagetraun Norðurslóðar 1991 1. Hver hlær við sínum hjartansvini? 2. Hvað heitir fuglinn í fjörunni? 3. Hver greiðir sér upp úr bárulaugunum? 4. Hver er svört á brún og brá? 5. Hver varpar sér á teig? 6. Hvenær skein sól á sundin blá? 7. Hvað eykur mér óyndið? 8. Hvar átti ég löngum mitt sæti? 9. Hvað er komið í koppinn ntinn? 10. Hver grær á grænum völlum? 11. Hvenær hef ég annað eins reynt? 12. Hvað kom eftir seglskipið? 13. Hvenær var frækorni sáð? 14. Hverju stakk hún í síðu? 15. Hvað er ungum allra best? 16. Hver telur tárin mín? 17. Hvað eiga 9 menn að stytta? 18. Hvar hafði fólkið hversdagsskemmtan af hanagali? 19. Hver labbar þvera götu? 20. Hvaðan komu feðurnir frægu? 21. Hvað sé ég í anda? 22. Hvern bæri ég hermannlega? 23. Hver kannar straum vandlega.? 24. Hvar skal hafa aðgát? 25. Hver er blóðug um sólarlag? 26. Hvcnær er engin þörf að kvarta? 27. Hver settist sjálf við okkar borð? 28. Hvenær fannst Jóni komið nóg? 29. Hvaðan er ekkjan fögur og rík? 30. Hvenær er best að hætta hverjum leik? Að þessu sinni er ljóðagetraunin með léttasta móti svo nú þarf enginn að kvarta eða kveina undan þyngslununt. Verðlaun verða sem fyrr veitt fyrir bestu úrlausn og dregið á milli, ef tvær eða fleiri dæmast jafngóðar. Ritstj. Málsháttagátur Enn hefur vinur blaðsins, Árni Rögnvaldsson frá Dæli, sent jólagjöf í formi málsháttaþrautar í líkingu við þá, sem hann sendi í fyrra. í umslaginu var 1000 krónu seðill til verð- launa. Nú vill Árni láta þess getið, að þetta sé síðasta skipti, sem hann sendi svona efni í jólablaðið. Efnið sé tæmt. Blaðið þakkar Árna kærlega fyrir framlag hans til jóla- blaðs Norðurslóðar í mörg ár. Kannske dettur honum í hug eitthvert nýtt gátuform fyrir næsta blað. Sumir eru svo frjóir í hugsun fram á elliár. Hver veit? 1. Hver er hollur heimafenginn? 2. Hvað er illt að reyta af lófa? 3. Hver lofar sér líkt? 4. Hver lætur á glysi ginnast? 5. Hvað verður oft úr göldum fola? 6. Hvað er sá sem einskis spyr? 7. Hverjir njóta oft góðra gesta? 8. Hver flýgur seint á kvöldin? 9. Hvernig er iðjulaus hönd? 10. Hvað skal hamra ineðan heitt er? 11. Hvað er ekki sopið þótt í ausuna sé komið? 12. Hvað er best með forsjá? 13. Hvað kennir hesti að aka (ganga)? 14. Hvað kennir neyðin naktri konu? 15. Hvað heitir hálfa framkvæmd? 16. Hvað kemur sjaldan hlæjandi aftur? 17. Hvað vildu öll skáld kveðið hafa? 18. Hverjir dansa eftir höfðinu? 19. Hvað er oft í lygnu vatni? 20. Hvað dregur loftið oft í halanum? 21. Hver var mönnum misheill? 22. Hvað er sá er við rassinn glímir? 23. Hvað er oft undir bjartri Lilju? 24. Hvað má oft kyrrt liggja? 25. Hverjir koma með nýjum herrum? 26. Hvern kámar sá, er skarni á aðra kastar? 27. Á hverju læra hvolparnir að stela? 28. Hvar situr sjaldan svinnur (vitur) maður? 29. Hvað hefur margur undir sauðargærunni? 30. Hvað lofar meistarann? 31. Hvað er næst þegar neyðin er stærst? 32. Hver er sá er til vamms segir? 33. Hver kennir árinni? 34. Mey skal að morgni lofa en hvað að kveldi? 35. Hverjar verða ekki bældar með byssustingjum?

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.