Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1991, Blaðsíða 21

Norðurslóð - 13.12.1991, Blaðsíða 21
NORÐURSLÓÐ - 21 Athafnamaðurínn... í'ranihald Í&feum lanítómönnum Frá Dráttarbraut Dalvíkur. Skipum ráðið til hlunns. (§leöilegra JÖla ogfetsads tomanii&S BIINAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTIBÚIÐ AKUREYRI OG AFGREIÐSLAN VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUHLlÐ lögð niður, urn og upp úr 1940. Auk þessa voru ótal önnur félög er lutu að sama marki, hagsmun- um sjómanna, þar sem Þorsteinn var virkur þátttakandi. Oddvitinn Afskipti Þorsteins Jónssonar af opinberum málum voru mörg og mikilvæg. Þegar gluggað er í Gjörðabækur Svarfaðardals- hrepps á því tímabili er hann hafði hvað mestu afskiptin af sveitarstjórninni, kemur í Ijós afar gott yfirlit yfir þau störf Þor- steins í þágu sveitarinnar, og ekki síður hversu virkur hann var og afgerandi í allri ákvarðanatöku. Hann lét sig varða öll mál er snerti þróun byggðar í Svarfað- ardal, allt frá sjávarsíðunni og fram til fremstu byggðar. Það var árið 1917 sem Þorsteinn kernur inn í hreppsnefndina og verður þá þegar oddviti hennar. 1942 hættir hann afskiptum af þessum málum. Símstjórinn Þegar síminn kemur fyrst til Dal- víkur tók Þorsteinn Jónsson að sér stöðvarvörsluna endurgjalds- laust í 5 ár. Seinna meir byggði hann við íbúðarhús sitt fyrir símann. Árið 1933 tók hann við póstþjónustunni af föður sínum Jóni Stefánssyni, en póst- og símamálum sinnti Þorsteinn til ársins 1955, eða í 48 ár. Þá var Þorsteinn afgreiðslumaður Eim- skipafélagsins um áraraðir, ásamt því að gegna afgreiðslu fyrir Ríkisskip. Hann var lengi í stjórn Sparisjóðs Svarfdæla og í trúnað- arráði sjóðsins. í skattanefnd sat hann lengi, og gengdi ótal mörg- um öðrum trúnaðarstörfum í lengri eða skemmri tíma. Hlédrægur en framsækinn Þorsteinn Jónsson var maður hlédrægur að eðlisfari, og af þeim sökum hafa störf hans á hinum ýmsu sviðum í þágu byggðarlags- ins legið að mestu í þagnargildi. Hann flíkaði hvorki í ræðu né riti störfum sínum á opinberum vettvangi eða eigin athafnasemi. Þess í stað hafði Þorsteinn meiri ánægju af afreksverkum sínum með því að bera þau ekki á torg, en láta heldur hugann reika um athafnarsvið sitt og ylja sér þann- ig við glæður minninganna. Það er háttur margra athafnamanna. En víst er, að maðurinn hefur verið vel til forustu fallinn, enda falin ótal trúnaðarstörf. Þar á meðal oddvitastörf í Svarfaðar- dalshreppi um 20 ára skeið. Þetta tímabil í lífi Þorsteins var mikið mótunarskeið í sögu Dalvíkur, og því oft verið erilssamt fyir hann að sinna forustuhlutverki í öllum málaflokkum sveitar- stjórnar, jafnhliða því, að vera einn mesti og framsæknasti athafnamaðurinn hér á Dalvík. Fjölskyldan Heimili þeirra hjóna Ingibjargar og Þorsteins var rómað fyrir gest- risni. Húsbóndinn höfðinglegur í öllu fasi og framgöngu, glaður og reifur, og framreiðsla húsfreyju ætíð til fyrirmyndar. Ingibjörgu konu sína missti Þorsteinn árið 1950. Þau eignuðust fjögur börn, Hannes skipstjóra, Þórarin bónda og síðar bifreiðastjóra, Friðþjóf, sem lést á fermingar- aldri og Hildigunni, sem lést um tvítugt. Auk þess ólu þau upp tvö börn, Marinó Eðvalds, systurson Þorsteins, og Hólmfríði Ingunni bróðurdóttur Ingibjargar. Fóst- urbörn þeirra hjóna nutu uppeld- isins sem þeirra eigin börn væru. Þann 1. janúar 1956 lést Þor- steinn Jónsson, þá 77 ára að aldri. Hann var jarðsettur að Upsum við hlið konu sinnar. Það kann að vera að einhverjir er lesa þessi skrif mín um athafnamanninn Þorstein Jóns- son finnist ég gera hlut hans ærinn miðað við aðra samtíða- menn hans. Ég hefi aflað mér eins góðra heimilda um Þorstein og ég hefi haft tök á, ýmist í rit- uðu efni eða í samtölum við menn er vel þekktu til hans. Ég er einnig kunnugur sögu Þorste- ins enda þótt aldursmunur hafi verið mikill á okkur. Frá 1930 til andláts hans 1956 var ég í næsta nágrenni við hann, ólst þar upp, og er þar að auki bróðursonur hans. Eftirmæli Að Þorsteini látnum rita. tveir valinkunnir menn í blaðið Dag á Akureyri, þann 11. janúar 1956. Menn þessir þekktu vel sögu Þor- steins og voru honum samtíða um áraraðir. Gísli Kristjánsson frá Brautarhóli ritar eftirfarandi: „Við fráfall Þorsteins á sveitin öll - Svarfaðardalur - á bak að sjá þeim manni, sem tvímælalaust var mestur athafnamaður sinnar samtíðar þar í hreppi og hefur markað mörg spor og glögg, sem sýnileg munu og metin að verð- leikum löngu eftir hans daga. Ungur að árum hóf Þorsteinn athafriir og var afkastamaður á borð við þá sem voru mörgum árum eldri en hann. Hann keypti og gerði út fyrstu vélbátana, er komu til Dalvíkur 1906, reisti þar bryggju og verbúðir á nútímavísu og lagði með því grundvöll að nýtísku útgerðarhöfn í Dalvík. í okkar sveit voru framkvæmdir langtum stórfelldari en nokkur hafði séð, þegar hann stóð í byggingarframkvæmdum, og rak útgerð og verslun samtímis. Spunnust í sambandi við þetta, meðal áhorfenda, sögur um, að ævintýraleg heppni með happ- drættisvinning hefði skapað frumrót að öllum þessum fram- kvæmdum. Svo mun þó ekki hafa verið. Hitt mun sannast mála, að menn, sem áttu fjármuni voru glöggskyggnir á athafnaþrá og stjórnhæfni Þorsteins, áræði hans og hagsýni, trúðu honum fyrir fé til hinnar miklu og fjölþættu framkvæmda." Og að lokum seg- ir Gísli: „Þegar Þorsteinn kaup- maður nú er horfinn, veit ég að margir þeir er minnast athafna- samasta tímabils ævi hans, skoða það skeið sem hið framfaradrýgsta í okkar sveit, allt frá tilveru þorpsins, sem Böggvisstaða- sands, með mörgum torfkofum, til þess að verða veglegt Dalvík- urkauptún með reisulegum byg- gingum. Tíminn breiðir blæju sína yfir framfarasporin hans Þorsteins, en þau eru svo mörg og djúp, að seint mun í þau fenna að fullu, og þegar saga sveitar- innar verður skráð hlýtur hún að tengja margar akkerisfestar í undirstöður þær, sem Þorsteinn lagði.“ í sama blaði birtist grein eftir Þórarin Eldjárn, fyrrum hrepp- stjóra að Tjörn í Svarfaðardal, og þar segir hann: „Þorsteinn Jóns- son var mjög vakandi og opinn fyrir öllum nýjungum og framför- um og glöggur að koma auga á, hvað til framfara horfði og órag- ur að reyna nýjar leiðir. Athafna- þrá og átök við viðfangsefni voru honum unaður, enda var hann aldrei glaðari en á meðan slíkri glímu stóð.“ Ennfremur segir Þórarinn: „Enginn efaðist nokkru sinni um það, að málefn- um hreppsins væri vel borgið í höndum hans. En hitt kom fyrir, að ýmsum þætti fast um fjármál hreppsins haldið og jafnvel um of, og höfðu þá eitt og annað á hornum sér. Én þetta er ekkert sérstakt fyrir Þorstein Jónsson. Það fá allir hnútur sem starfa fyr- ir fjöldann.“ Að lokum segir Þór- arinn: „Með Þorsteini Jónssyni er horfinn einn af mikilhæfustu mönnum Svarfaðardalshrepps og óumdeilanlega sá maðurinn í þessum hreppi fyrr og síðar, sem auðnast hefur stærst spor að marka í verklegum framkvæmd- um. Maður alls ekki gallalaus, en með yfirgnæfandi kosti. En hver er sá sem ekki á sínar veiku hliðar, sem betur fer, vil ég leyfa mér að segja, væri einhver slíkur til, hlyti hann að vera leiðinlegur maður. Þorsteinn Jónsson var kappi, vopndjarfur, og bar vopn sín djarflega og af karlmennsku, en aldrei með eitur í eggjum. Við slíka menn er ávallt gott og gagn- legt að eiga orðastað, og ljúft og skemmtilegt að rétta vinar- og sáttarhönd að endaðri glímu.“ Þetta voru orð samtíðarmanna Þorsteins, þeirra Gísla frá Braut- arhóli og Þórarins Eldjárns á Tjörn. Það væri við hæfi, að farið yrði að vinna að því af bæjaryfirvöld- um, að Þorsteini Jónssyni yrði reistur minnisvarði, t.d. við Ráð- húsið okkar, þar sem oddvitinn fyrrverandi fylgdist með daglegri stjórnsýslu, og jafnframt gæfist honum gott útsýni yfir Dalvíkur- höfn, þegar fiskiskip okkar og strandferðaskip athafna sig og eiga sér öruggt lægi. Júlíus Kristjánsson. Aidamótalj óö Það er margvíslegur fagnaðarboðskapur ýmissa tíma. Fyrir þessi jól hefur hæst borið boðskapinn um Evrópska efnahagssvæðið og Evrópusamfélagið. Utanríkisráðherra hefur á kynningarfundum sínum veifað því sem hann kallar „vegabréf“ eða „farmiða inn í tuttugustu og fyrstu öldina“. Þá hefur ráðherra haft á orði að gæsla íslenskra hagsmuna sé í góðum höndum þar sem helstu samningamenn fyrir íslands hönd heiti Hannes Hafstcin og Einar Benediktsson. Glöggir menn minnast þá þess að forfeður og nafnar einmitt þessara manna boðuðu nýja öld, okkar öld, með hvað mestum gíæsibrag, í Ijóðum. Einhverjir hafa bent á að boð- skap um nýja öld beinlínis verði að flytja í bundnu máli ef rétt áhrif eiga að nást. Þar sem þeir Hannes og Einar okkar daga hafa látið þetta ógert hafa góðir menn gengið í málið og ort í þeirra orðastað Ijóð sem að formi og nokkru leyti að innihaldi er „upp- yrking“ á kvæðinu „Aldamót“ eftir Hannes Hafstein. Flýgur með hatt og frakkalöfum þöndum. Fagnaðarboði meðfram íslands ströndum. „Frelsist þú þjóð úr forneskjunnar böndum fríverslun stunda skal með öðrum löndum.“ íslenska þjóð sem Framsókn réð til forna farsæld og manndáð vek oss endurborna, forgefis er gegn frjálshyggjunni að sporna forræðishyggjulindir eru að þorna. Sé eg í anda opnast lendur víðar evropskar borgir skóga fjöll og hlíðar. Hugsa sér, íslands fjármagnslindir fríðar flæðandi út í anda nýrrar tíðar. Hingað til veiða sé eg bræður boðna bátanna dekk af karfahaugum roðna. Landsmenn þó síst á keppni þeirri koðna kemur í staðinn Grænlandsmiða-loðna. Sú kemur tíð er sárin foldar gróa sveitirnar tæmast, breytast tún í móa. Matvælin skaffar markaðsaflið frjóa menningin deyr, við látum hana róa. í markaðsaðild möguleiki er falinn magnaður gróði í viðskiptunum talinn andmælum hreyfir einkum kommi galinn er evropskir vinir kaupa Hörgárdalinn. Viðskiptin eflist, víst er okkar krafa vellur inn meira úrval jólagjafa. Fraktskipin aftur flytja út án vafa fáránleg býsn af appelsínusafa. Sé eg í Brussel fjölda tölvutrúða tipplandi um í möppudýraskrúða og vítt um löndin velgreidda og prúða viðskiptaflæði- stjórna milli búða. Sé eg í Strassburg marga þjóð á þingi þar er frá okkur mættur Tómas Ingi messar á frönsku yfir almenningi ákaft sem fagnar mælskum Norðlendingi. Dagur er liðinn, öld af öld er borin efnahagssvæðið er sól er skapar vorin. Eimreiðin „Framtíð“ áfram rennur sporin alla sem hana missa, fellir horinn. B.Þ. og Þ.H.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.