Norðurslóð - 26.02.1992, Page 1

Norðurslóð - 26.02.1992, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær 16.árgangur Miövikudagur 26. febrúar 1992 2. tölublaö Mikið um að vera hjá hestamönnum „Hestakvennafélagið“ Hringur Það er engin lognmolla í kring um hestamenn í Svarfaðardal þessa dagana. Hestamannafélag- ið Hringur hélt aðalfund sinn 1. febrúar s.l. Ingvi Baldvinsson á Bakka sem verið hefur formað- ur félagsins um tveggja ára skeið lét þar af formennsku og ásaint með honum hætti Gunnar Sig- ursteinsson í stjórninni. I stað þeirra voru kosnar í stjórnina Kolbrún Kristjánsdóttir í Rauðuvík, forinaður, og Lilja Björk Reynisdóttir Dalvík, rit- ari. Gjaldkerinn úr gömlu stjórninni sat hins vegar áfram en það er Veronika Konráðs- dóttir Dalvík. Það hefur því orðið kvennabylt- ing í félaginu og er það líklega í fyrsta.skipti í Islandssögunni sem aðalstjórn hestamannaféiags er eingöngu skipuð konum. Vara- menn og fulltrúar karlþjóðarinnar í stjórn eru áfram þeir Skarphéðinn Pétursson á Hrísum og Einar Hólm Stefánsson á Dalvík. Hringsholt Þá bar það til tíðinda á sameigin- legum fundi Hestamannafélagsins og Hesthúseigendafélagsins í Ytra-Holti að fundið var nafn á hesthúsið stóra. 150 tillögur bárust og úr þeim höfðu 5 verið valdar fyrir fundinn að vinsa úr. Fyrir val- inu varð nafnið HRINGSHOLT. Voru það einir 10 aðilar sem sent höfðu inn þá hugmynd og mega þeir eiga von á einhverri viður- kenningu fyrir framlag sitt. HRINGSHOLT skal því húsið heita. Þess má að lokum geta að Hestamannafélagið Hringur er 30 ára á þessu ári og er óhætt að segja að þar hafi félagið gefið sjálfu sér veglega afmælisgjöf sem aðstaðan í Hringsholti er. Blaðið óskar hes- tamönnum til hamimngju með húsið og nafnið og félaginu til hamingju með afmælið í ár. Leikfélag Oalvíkur frumsýnir nú um mánaöamótin söngleikinn Rjúkandi ráö eftir þá Stefán Jónsson og bræðurna Jónas og Jón Múla Arnasyni. Sigurgeir Scheving leikstýrir en á myndinni má sjá þá Steinþór Steingrímsson (tv.) og Birki Bragason í hlutverkum síruim í leiknum. Frumsýning verður á föstu- daginn 28. febrúar en sýningar liafa verið ákveðnar 1., 3., 6., 7. og 10. mars. Á konudaginn var messað í Dalvíkurkirkju og voru konur þar í helstu hlut- verkum, öðrum en preststarfmu sem sr. Jón Helgi Þórarinsson sinnti að vanda. Elín Stephensen flutti ræðu, kór kvenna úr prestakallinu söng, Elísabet Guðmundsdóttir lék á tlðlu við undirleik Hlínar Torfadóttur organ- ista og nemendur úr söngdeild Tónlistarskóla Dalvíkur sungu undir stjórn kennara síns, Rósu Kristínar Baldursdóttur. Aðalfundur Sæplasts hf. Hagnaður þrátt fyrir samdrátt Aðalfundur Sæplasts hf. á Dal- vík verður haldinn í dag, 26. febrúar, og verður þar borin undir atkvæði tillaga stjórnar um að hluthöfum verði greiddur 15% arður. Hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári varð 34 milljónir króna eftir skatta. Þetta getur talist viðunandi árangur í ljósi þess að sala á fram- leiðsluvörum fyrirtækisins dróst saman um 13,9% á árinu. Mestur varð samdrátturinn í sölu innan- ktnds, 17,4%, en útflutningur á trollkúlum jókst um 7%. Nú er svo komið að 45% af heildarsölu fyrir- tækisins er til útlanda. Heildartekjur Sæplasts hf. á árinu sem leið voru 302 milljónir króna. Heildareignirfélagsins voru 389 milljónir um síðustu áramót en skuldir námu 160 milljónum króna. Eigið fé fyrirtækisins var því um 229 milljónir eða 59% sem telst býsna gott. Hluthafar í Sæplasti hf. eru um 280 talsins og fjölgaði þeim um 50 á sfðastliðnu ári þrátt fyrir lægð sem ríkti á hlutabréfamarkaði. Bjart er framundan í rekstri fyr- irtækisins þrátt fyrir samdrátt í veiðum og vinnslu hér á landi. Það sent af er árinu hefur sala verið svipuð og í fyrraog nú eru nýir markaðir að opnast, til dæmis í Frakklandi og Suðaustur-Asíu. í síðustu viku sendi fyrirtækið frá sér fyrstu kerin sem.það selur til Kína en þar er stór markaður fyrir vörur Sæplasts. Framkvæmdastjóraskipti urðu í lok síðasta árs. Þá lét Pétur Reint- arsson af störfum eftir farsælan feril, en við af honum tók Kristján Aðalsteinsson. Sameining að ofan og/eða neðan Ymis samstarfsverkefni sveitarfélaga og félagasamtaka eru þegar hafin Sameining og hagræðing eru lykilorð þessi niisserin. Um allt land er verið að sameina fyrir- tæki og hagræða. Það er líka verið að sameina sveitarfélög. Svo rammt kveður að þessu að nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði hefur lagt til að gripið verði til róttækra breytinga á skipan íslenskra sveitarfélaga. Nefndin gerir tillögur um að í stað þess að sveitarfélög séu um 200 eins og nú er verði þeim fækkað niður í 60-70 eða jafnvel niður í 25.1 síðarnefnda dæminu léti nærri að hvert sveitarfélag samsvaraði einni sýslu eins og þær voru og hétu. Hér út með Eyjafirði vestan- verðum hafa menn hugleitt sam- einingu, eða kannski öllu heldur aukið samstarf, alveg síðan ljóst varð að Múlagöngin yrðu að veru- leika. A sumum sviðum hefur raunar verið samstarf í gangi, eink- um milli Dalvíkur og ná- grannasveitarfélaganna Svarfaðar- dals og Arskógsstrandar. Minna hefur verið um að samstarfsverk- efnin nái út fyrir Múlann þótt ekki sé það með öllu óþekkt. Að sjálfsögðu hafa margir mikl- ar efasemdir um sameiningu sveit- arfélaga. Ymsar ástæður geta mælt gegn sameiningu þótt fáir verði til þess að mæla í mót auknu sam- starfi. Enda má hugsa sér margs konar fyrirkomulag á samstarfi annað en algeran samruna sveitar- félaga. Á því ber hins vegar núna á allra síðustu vikum og mánuðum að hugmyndir um aukið samstarf sveitarfélaga hér út með Eyjafirði eiga vaxandi fylgi að fagna. Ef til vill eiga tillögur ofangreindrar nefndar sinn þátt í viðhörfsbreyt- ingunum: menn óttast að ef þeir taki ekki sjálfir frumkvæði að sam- einingu verði þeir sameinaðir „að ofan“ ef svo má segja. Og þá er skárra að verða fyrri til og samein- ast þeim sem maður helst kýs með þeim hætti sem nienn telja bestan. Margvíslegt samstarf Eins og áður segir er ýmiss kon- ar samstarf í gangi milli sveitar- félaganna fimm, Hríseyjar, Ár- skógsstrandar. Svarfaðardals, Dal- víkur og Ólafsfjarðar. Ekki nær það þó í neinu tilviki til allra byggðarlaganna. Eitt slíkt sam- starfsverkefni er þó í uppsiglingu þar sem er sameiginleg urðun á Glerárdal upp af Akureyri á öllu sorpi sem til fellur við Eyjafjörð. Sorpeyðing á Sauðanesi er raunar það samstarf sem víðtækast er því þar er brennt allt sorp af svæðinu nema frá Hrísey. Heilsu- gæslustöðin á Dalvík þjónar íbúum Svarfaðardals, Árskógsstrandar og Hríseyjar enda er þetta eitt læknis- hérað. Brunavarnir eru sameigin- legt verkefni Dalvíkinga, Svarf- dælinga og Árskógsstrendinga og sama máli gegnir um öldrunarmál- in, Dalbær þjónar þessu svæði öllu. Á sviði skólamála er sam- vinna um rekstur 10. bekkjar Dal- víkurskóla og heimavistarinnar á Dalvík en þangað koma unglingar úr Hrísey, af Árskógsströnd og úr Svarfaðardal. Þá ber að geta sam- starfs Dalvíkinga og Svarfdælinga um rekstur byggðasafns og skjala- safns auk þess sem byggingarfull- trúi Dalvíkur þjónar dalnum líka. Samstarfið við Ólafsfjörð er á sviði tónlistarskólanna en þeir hafa samstarf um ráðningu kennara og hafa stofnað sameiginlega lúðra- sveit. Á sviði löggæslu hefur það gerst að búið er að samræma vakt- ir lögreglunnar á Dalvík og í Ólafs- firði. Santa máli gegnir um lækn- ana á Dalvík og í Ólafsfirði, þeir skipta með sér vöktum að ein- hverju leyti. Grasrótin á hreyfíngu Þetta var hin opinbera samvinna á sviði sveitarstjórnanna. En það færist æ meir í vöxt að samstarf komist á í grasrótinni ef svo má að orði komast. Dæmin um það eru mýmörg. Fyrst ber að nefna að nú í vetur var kona af Árskógsströnd kjörin formaður hestamannafé- lagsins Hrings í Svarfaðardal enda nær starfssvæði þess einnig yfir Dalvík og Árskógsströnd. í byrjun apríl verður haldið skíðalandsmót á Dalvík og í Ólafs- firði og er það sameiginlegt verk- efni skíðafélaganna á báðum stöð- um. Samstarfið nær raunar lengra því félögin senda sameiginlegar sveitir til leiks í yngri flokkunum. Fyrir skemmstu var frá því greint að meistaraflokkar Reynis á Árskógsströnd og Dalvíkur í knatt- spyrnu karla hefðu ákveðið að tefla fram sanreiginlegu liði í 3. deildinni í sumar. Þetta kemur í framhaldi af samstarfi félaganna á sviði kvennaknattspyrnu og knatt- spyrnu í yngri tlokkum. Þá mun vera starfandi bridds- klúbbur Dalvikinga og Ólafsfirð- inga og síðast en ekki síst ber að nefna að stofnaður hefur verið saumaklúbbur kvenna í Ólafsfirði og Dalvík. Skipt um fógeta? Og fleira er í bígerð. Á vegum sveitarstjóma Dalvíkur og Ólafs- fjarðar er starfandi nefnd sem hef- ur það verkefni að kanna hvort ekki sé hagkvæmt að sameina rekstur hafnanna tveggja. Það er stórmál og ef það kemst í höfn að koma á sameiginlegum hafnarsjóði og verkaskiptingu milli hafnanna er verulega stórum steini hrundið úr vegi frekara samstarfs. Þar eru miklir hagsmunir í húfi því hafn- imar við utanverðan Eyjafjörð eiga mikla möguleika á því að keppa við Akureyri um vöruflutninga. Einnig má nefna að Árskógshrepp- ur hefur sóst eftir að tengjast Hita- veitu Dalvíkur. Fyrir síðustu jól samþykkti bæj- arstjórn Ðalvíkur að senda dóms- málaráðuneytinu beiðni þess efnis að skipan fógetaembætta verði breytt á þá lund að Dalvík heyri framvegis undir bæjarfógetann í Ólafsfirði en ekki fógeta á Akur- eyri eins og verið hefur. Engin við- brögð hafa enn borist við þessari beiðni. Síbreytileg hreppamörk I lokin er ekki úr vegi að benda á að þótt margir vilji standa vörð um núgildandi mörk sveitarfélaga fer því Ijarri að þau mörk hafi gilt frá því land byggðist. Á manntali árið 1703 kemur fram að Vallahreppur eins og hann hét þá var einn fjölmennasti hrepp- ur landsins og sá sem hafði flest lögbýlin. Þá náði hreppurinn frá Sauðanesi í norðri suður undir Hillurnar, að Hrísey meðtalinni. I upphafi þessarar aldar náði Arnar- neshreppur hins vegar alla leið norður að Hámundastaðahálsi. Ár- skógshreppur varð ekki til fyrr en árið 1911 og Hrísey öðlaðist sjálf- stæði árið 1930. Flestir vita að Dalvík á sér ekki lengri sögu sem sjálfstætt sveitar- félag en aftur að lokum sfðari heimsstyrjaldar. Þá var það ákveð- ið að skipta Svarfaðardalshreppi í tvo hluta. Þegar þetta gerðist höfðu menn ýmsar ástæður fyrir skipt- ingunni. Það er hins vegar orðið tímabært að skoða þá skiptingu og athuga hvort þær forsendur sem fyrir henni voru fram færðar eigi sér stoð lengur. Siá frekari umfjöllun á bls. 4-5

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.