Norðurslóð - 26.02.1992, Side 2

Norðurslóð - 26.02.1992, Side 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Svarfdælsk byggð og bær Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Er sameining það sem koma skal? Sameiningu sveitarfélaga hefur oftar en einu sinni borið á góma hér í blaðinu og er það ekki óeðlilegt þar sem hin svarfdælska byggð er í tveim sveitarfélögum. Að undanförnu hefur komið skriður á sameiningarmál sveitarfélaga vítt og breitt um landið í kjölfar ýmissa aðgerða stjórnvalda sem ætlað er að stuðla að þróun til sameiningar. Mörk sveitarfélaga eru ekki eilíf og óbreytan- leg frekar en landamæri ríkja sem dæmin sanna. Fram eftir öldinni urðu ýmsar aðstæður í þjóðfé- laginu þess valdandi að sveitarfélögum fjölgaði og þau urðu smærri. Víða varð þróunin svipuð þeirri sem varð hér í Svarfaðardal. Porp hafði risið á örfáum áratugum niður við sjóinn. íbúar sveitarinnar sáu ofsjónum yfir því að sameigin- legir fjármunir færu til framkvæmda í þorpinu og þorpsbúar höfðu sömuleiðis lítinn áhuga á að standa undir kostnaði við framkvæmdir í sveit- inni. Lausn vandamálsins fólst í skiptingu sveit- arinnar og sú varð raunin hér 1945. Nú eru aðrir tímar og aðrar aðstæður í þjóðfé- laginu. Stjórnvöld hafa um langt skeið stefnt að fækkun og stækkun sveitarfélaganna og vilja með því ná fram aukinni hagræðingu. En auk þess stefnir ríkisvaldið að því að færa fleiri verk- efni frá ríki til sveitarfélaga. Að undanförnu hef- ur ríkisvaldið gengið fram í málinu með auknum þunga með hvers kyns stjórnvaldsaðgerðum og boðun breyttra hátta. Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar sameinast bæði hér við Eyjafjörð og víðar. Annars staðar eru byrjaðar þreifingar og víðast hvar hafa menn gert sér það Ijóst að þessi þróun verður ekki stöðvuð. Endursameining Dalvíkurbæjar og Svarfaðar- dalshrepps hefur um langt skeið verið hjartans mál margra Svarfdælinga og að öllum líkindum hefur sá hópur farið stækkandi undir það síðasta. Telja margir að ekki sé spurning um hvort af sameiningunni verði heldur hvenær. Með til- komu Múlaganganna og fjölgun sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna hér út með Firðinum hafa hugmyndir um enn stærra sveitarfélag verið nokkuð ræddar, jafnvel hugmyndir um allt Eyja- fjarðarsvæðið undir einum hatti. Sjálfsagt finnst ýmsum erfitt að kyngja svo róttækum hugmynd- um og óttast að smærri byggðirnar hafi heldur lítið hlutfallslégt vægi í svo stórri heild. Engum ætti þó að blandast hugur um það að fjárhagslegt bolmagn hinna smærri byggða gæti aukist ef rétt væri á málum haldið og á ýmsum sviðum er hægt að ná fram mikilli hagræðingu með auknu sam- starfi. Ekki verður hér lagt mat á hvaða kostur er vænlegastur í sameiningarmálum sveitarfélag- anna en óhætt er að hvetja lesendur til að skoða og ræða þessi mál gaumgæfilega og mynda sér um þau skoðanir byggðar á sanngirni. Hj.Hj. Aðalbjörg Jóhannsdóttir: Minningar hennar mömmu Sem sagt, Haustið 1895 fór ég til Reykjavíkur að læra ljósmóður- fræði. Ráðgert var að eg færi með Týru frá Akureyri til Reykjavíkur og var Jakob Havsteen á Akureyri milligöngumaður með að útvega mér far, pabbi hafði verslunarvið- skifti við hann á Akureyri og hjá þeim hjónum hafði eg verið vetur- inn áður. Hann milligekk það líka að eg fékk úttekt hjá Bryde í Reykjavík á því sem eg þyrfti á að halda. Ferðin til Reykjavíkur gekk nú heldur seint á nútíma mælikvarða. Frá Böggvisstöðum fór eg með árabát, það var sexæringur. A þeim var farið í allar lengri ferðir, svo sem til Akureyrar og í lengri fiskiróðra, en byttumar voru not- aðar í selatúra og fugl, þær voru með 4 árum. Frá Akureyri fór eg svo með Týru. Við fengum óláta- veður og vorum 3 vikur á leiðinni. Strax á Siglufirðu töfðumst við vegna veðurs, en lengst vorum við að þvælast fyrir Vestfjörðum. Við fórum í land á ísafirði og þekkti eg þar konu sem eg kom til. Þegar við komum til Patreksfjarðar voru matarbirgðir á þrotum, enda ferðin staðið miklu lengur en ráð var fyr- ir gert. Var farið þar í land en ekki var hægt að fá neitt matarkyns nema kaffi og kandís. Verst þótti mér að fá ekki mjólk í kaffið. Margir voru sjóveikir í þessari ferð og sumir dauðveikir, ein koma var skilin eftir á Isafirði og margir lágu fyrir allan tímann. Eg er svo heppin að eg hef aldrei verið sjóveik, og ekki heldur í þetta skipti. Þegar eg kom til Reykjavíkur tók á móti mér frændi minn Stefán Kristinsson frá Ysta-Bæ í Hrísey (síðar prestur á Völlum). Hann var þá í Latínuskólanum, og hafði, í svokölluðu Doktorshúsi, útvegað mér fæði og húsnæði hjá Björgu og Markúsi Bjömssyni Stýri- mannaskólastjóra. Allur þessi seinagangur varð til þess að eg missti fyrstu vikuna í Ljósmæðraskólanum og þótti mér það slæmt. Við vorum 7 í skólan- um og það var Jónassen landlækn- ir sem kenndi okkur, líka fengum við tíma hjá Þorbjörgu Ijósmóður Sveinsdóttur. I janúar var náminu lokið og ætlaði eg þá strax heim með Týru til Akureyrar. En það var ekki allt búið enn, því það brotnaði af henni stýrið og engar líkur á ferð norður fyrr en í maí. Nú varð eitthvað að nota tím- ann í Reykjavík. Eg tók fyrst tíma í útsaumi hjá Elínu Briem. Hún vildi, að ég héldi áfram hjá sér og til þess langaði mig sannarlega. En ég hætti því mér fannst, að ég ætti að læra eitthvað hagnýtara, svo að ég fór að læra karlmannafatasaum hjá þeirri konu, sem hét Jórunn Guðmundsdóttir og var frá Siglu- firði. Líka notaði ég tímann og saumaði mér peysuföt, því ég átti bara þau, sem ég fékk, þegar ég var fermd. Vegna þess, að mér fannst ég ekki eiga nógu góð föt var ég búin að hafna boði á ball í Latínuskólanum! I Doktorshúsinu ácti heima syst- ir frú Bjargar, móðir Steingríms rafmagnsstjóra, hún lánaði mér saumavélina sína, og á hana saum- aði eg peysufötin mín. Þetta var allt svo gott, mikilhæft og elsku- legt fólk sem eg fékk þama að um- gangast, svo mér finnst að að þessi vetur og veturinn áður hjá Haf- steenshjónunum á Akureyri, hjá því ágæta fólki, hafi verið mitt leiðarljós í lífinu og kennt mér að nýta gæði þess og koma auga á þann styrk sem er að hafa alist upp Jóhann Jóhannsson, eiginmaður Guðlaugar. Jórunn Jóhannsdóttir. á traustu og góðu heimili. Skipið sem eg fór með heim um vorið hét Otur, og gekk ferðin að óskum. Þann 15. júní 1896 var eg skip- uð Ijósmóðir í hluta af Svarfaðar- dalshreppi. Fyrst var eg eingöngu til heimilis á Böggvisstöðum, en svo þótti það ekki nógu miðsveitis, svo eg flutti í Ytra-Hvarf og hafði aðsetur mitt þar að nokkru leyti. Eg saumaði töluvert af karl- mannsfötum meðan eg var á Ytra- Hvarfi. Eg tók 8 krónur á fötin og 9 krónur þegar það voru brúð- kaupsföt eða eitthvað fínni föt. Þá vom vestin flegin með kraga,og stundum flegin kragalaus. Þessi ár kenndieg ögn ungum stúlkum til handanna, til dæmis dætrum Sig- urhjartar á Urðum og fyrri konu hans Soffíu, en þær voru fimm Þama kynntist eg manr.inum mínum, Jóhanni (síðar í Sogni Baldvin Jóhannsson, sonur þeirra. Rannveig Stefánsdóttir, l'ósturdóttir Jóhanns og Guðlaugar. Dalvík). Hann var skemmtilegur ungur maður. Við giftum okkur 31. maí 1901 og tókum við búi á Ytra-Hvarfi eftir Jóhann bónda föður hans, sem lést 4. maí þetta ár. Bjuggum við þar til 1905, þá fluttum við til Dalvíkur og tókum þátt í landnámi því sem þar var hafið. Þannig endarfrásögn Aðalbjargar Jóhannsdóttur, sem hún hefur skráð eftir móður sinni, en Guð- laug andaðist 13. septemher 1964. Þó að þetta sé hér endir á fram- haldssögu, þá gefa þessi síðustu orð Aðalbjargar til kynna. að þau gœtu jafnframt verið upphafsorð á öðrum kafla œvisögu Guðlaugar I Sogni og fjölskyldu hennar. Sú saga mundi ekki síður vera frá- sagnarverð og gceti að sínu leyti verið merkur þáttur í þroskasögu Dalvíkurbœjar. Við sjáum livað setur. Ritstj. Frá Menningarsjóði Svarfdæla Auglyst er eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði Svarfdæla Samkvæmt 2. gr. skipulagsskrár sjóðsins er tilgangur hans að veita styrki til hvers konar menningarmála í byggðum Svarf- dæla. Umsóknum skal skilað til formanns sjóðsstjórnar, Þóru Rósu Geirsdóttur, Hólavegi 3, Dalvík, fyrir 20. mars 1992. Stjórn Menningarsjóðs Svarfdæla i

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.