Norðurslóð - 26.02.1992, Qupperneq 4
4 — NORÐURSLÓÐ
Að sameinast eða sameinast ekki
- Það er þessi spurning sem sveitarstjórnir og almenningur þurfa að finna svar við
Segja má að nýtt líf hafi færst í umræður um sameiningu sveitarfélaga bæði hér og
annars staðar á landinu eftir að birtar voru tillögur og greinargerð „Nefndar um
skiptingu landsins í sveitarfélög“ á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Skýrsla
þessi kom út í tveim bæklingum í september 1991 og var henni fylgt eftir með
fundum með sveitarstjórnarmönnum um allt land. Segja má að tvær meginhug-
myndir hafi verið þar fyrirferðarmestar: annars vegar að landið skiptist í 60-70
sveitarfélög og hins vegar 25 sveitarfélög eða svipaðar einingar og sýslurnar. Samkvæmt fyrr
nefndu hugmyndinni var talað um að 5 sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð yrðu samein-
uð: Ólafsfjörður, Dalvík, Svarfaðardalur, Árskógsströnd og Hrísey. Af því tilefni lék okkur
forvitni á að heyra álit sveitarstjóra viðkomandi sveitarfélaga á þessum hugmyndum. Dal-
víkingar og Ólafsfirðingar hafa raunar fengið að láta Ijós sitt skína um þessi mál í öðrum
fjölmiðium en minna hefur heyrst í forystumönnum smærri sveitarfélaganna. Við snérum
okkur því til forsvarsmanna Svarfaðardalshrepps, Árskógshrepps og Hríseyjarhrepps og
spurðumst fyrir um hug þeirra til sameiningar.
Jónas Vigfússon,
sveitarstjóri í Hrísey
Hér er töluvert rætt um sameining-
armál bæði manna á meðal, í
hreppsnefndinni og í samráðs-
nefnd sem í eiga sæti oddvitar,
sveita- og bæjarstjórar þessara
fimm sveitarfélaga hér út með firð-
inum. Ég var einmitt að ganga frá
fundargerð 46. fundar samráðs-
nefndarinnar þar sem fjallað var
um samstarf á hinum ýmsu sviðum
s.s. hafnamálum, heilsugæslu,
skólamálum, atvinnuuppbyggingu
og samgöngumálum. Umræðan er
því ekkert ný en ég get ekki sagt að
það sé farið djúpt í hlutina. Mest er
þetta á yfirborðinu.
Við hér í Hrísey höfum mikla
sérstöðu í þessuin hópi. Þetta er jú
eyja. Við sjáum ekki fram á að yf-
irstjóm þessa stóra sveitarfélags
yrði eitthvað skilvirkara apparat en
það sem fyrir er eða að okkar þátt-
taka skilaði okkur einhverju meiru
almennt séð. Ég tel að Héraðs-
nefnd sýslunnar geti mun betur
sinnt því hlutverki sínu að vera
tengiliður sveitarstjómanna en
sýslunefndin gamla vegna þess að
fulltrúar í henni eru beint kjömir af
hverri sveitarstjóm fyrir sig. Hér-
aðsnefndin ætti að hafa starfsmann
á sínum vegunt sem sinnir þessum
samstarfsmálum.
Við hér erum hins vegar hlynnt
auknu samstarfi við nágranna-
Viðskiptavinir
sparisjóðanna
hafa vinninginn
H /FSTA
ÁRSÁVÖXTUN Á
INNL ANSREIKNIN GI
mitpm
MIW JAfN musi
ÖRVGGISBÓK
12 MÁNAÐA SPARIREIKNINCL R
BESTI
KOSTURIH
24 MÁN. SPARIREIKNINGUR
Hæsta ársávöxtun á innlánsreikningum hjá
bönkum og sparisjóðum kom í hlut þeirra sem
skipta við sparisjóðina.
Annað árið í röð hefur reynslan pannig sýnt að peir sem vilja
ávaxta sparifé á innlánsreikningum geta borið mest úr býtum
hjá sparisjóðunum. Hafðu petta íhuga árið 1992
Komdu til okkar - hjá sparisjóðunum
Ávöxtun innlánsreikninga 1991
Ársávöxtun
TROMPBOK
sparisjóöanna 12,40%
67 ára og eldri 12,65%
ÖRYGGISBÓK -12 mánaöa
sparisjóöanna l.þrep 13,98%
2. þrep 14,24%
3. þrep 14,49%
BAKHJARL - BESTI KOSTURINN
sparisjóöanna 15,40%
Ávöxtun umfram
lánskjaravísitölu
4.40%
4.70%
5.90%
6.10%
6.40%
7.20%
SPARILEIÐ íslandsbanka
1. leiö 11,43% 3,50%
2. leiö 11,97-12,52% 4,02-4,50%
3. leið 13,99% 5,90%
4. leið 15,33% 7,10%
5. leiö 15,33% 7,10%
GULLBÓK
Búnaöarb. 11,49% 3,60%
HÆKKUN Iánskjaravísitölu1991:
Frá 1/1 '91 til 1/1 '92
2969 3196 =7,65%
METBOK Búnaöarbanka Island KJÖRBÓK Landsbanka íslands 15,22% 7,00%
grunnþrep 12,06% 4,10%
1. þrep - 16 mán. 13,46% 5,40%
2. þrep - 24 mán. 14,11% 6,00%
LANDSBÓK Landsbanka íslands 14,75% 6,60%
Sparisjóður Svarfdæla
Dalvík
byggðimar á ýmsum sviðum þó
sameiningin sé ekki borðliggjandi.
Ég bjó sjálfur áður inni í Eyja-
fjarðarsveit og var mjög hlynntur
því þar að sveitimar yrðu samein-
aðar undir einn hatt. Þar var sam-
einingin að mínu mati borðliggj-
andi þar sem var þrefaldur rekstur
á flestum sviðum á ekki stærra
svæði en sveitarfélögin svo svipuð
að allri gerð. Sömuleiðis tel ég að
sveitarfélög hér á ströndinni inn til
Akureyrar hefðu góð skilyrði til
sameiningar. Um sveitarfélögin
austan fjarðarins gegnir öðru máli.
Þar eru tvö þorp og ekki um sama
atvinnusvæðið að ræða. Eftir til-
komu Ólafsfjarðarganganna má
orðið tala um Dalvík og Ólafsfjörð
sem eitt atvinnusvæði. Hér í Hrís-
ey er hlutunum öðru vísi háttað.
Við teljum okkar málum ekki bet-
ur borgið ef þeim er stjórnað úr
landi af sveitarstjóm sem við ætt-
um kannski einn fulltrúa í. Við
sækjum t d. nú þegar mun meira til
Akureyrar en nokkum tímann til
Dalvjkur. Mér sýnist kostimir vera
þrír: I fyrsta lagi sameining í smá-
um stfl, kannski svona 10 sveitar-
félög á E.yjafjarðarsvæðinu. I öðru
lagi sameining í stærri stfl eins og
þessi sem við höfum verið að tala
um. Og í þriðja lagi að allt Eyja-
fjarðarsvæðið yrði eitt sveitarfé-
lag. I dag er ég hlynntastur fyrsta
kostinum. Ég sé ekki ástæðu fyrir
okkur hér að sameinast öðrum
sveitarfélögum en hins vegar tel ég
að þau sveitarfélög hér sem sjá
hagræði í mjög miklum sameigin-
legum daglegunt rekstri ættu að
sameinast. Ef ég á að raða þessum
kostum upp eftir því hver þeirra er
fýsilegastur fyrir Hríseyinga
mundi ég telja fyrsta kostinn best-
an, þriðja kostinn næstbestan og
miðkostinn sístan.
Sveinn Jónsson.
Oddviti Árskógshrepps
Hér hafa að sjálfsögðu átt sér stað
töluverðar umræður um samein-
ingarmál bæði innan sveitarstjóm-
ar, í samráðsnefnd við fulltrúa ná-
grannasveitarfélaganna og eins við
sameiningamefnd á vegum Fé-
lagsmálaráðuneytisins undir for-
sæti Sigfúsar Jónssonar. Það er á-
stæða til að velta því máli fyrir sér
þegar samstarf sveitarfélaga er í
mörgum málaflokkum hvort ekki
sé hagkvæmara að hafa allt undir
einni stjóm. Við hér á Ströndinni
erum í 8-9 samstarfsverkefnum
með Dalvíkingum og fleirum og
greiðum þar okkar hlut í rekstrin-
um en höfum í sjálfu sér ekki mik-
ið af stjómuninni að segja. Ég tel
hiklaust að ná megi fram mikilli
hagræðingu með sameiningu á
ýmsum sviðum eins og sameigin-
legri veitustjórn, samræmdri hafn-
arstjóm, einum mengunarvamar-
búnaði fyrir hafnimar og sameig-
inlegri tölvuvæðingu sem allar
hafnireru dæmdar til að taka þátt í.
Hins vegar hef ég líka velt upp
kostnaðarauka sem óhjákvæmi-
lega verður við sameiningu bæði
fyrirtækja og sveitarstjóma. Ég vil
sjá það að fólk hafi hag af samein-
ingu, að þjónustan við íbúana
dragist ekki saman vegna ein-
hverra hagkvæmnisútreikninga og
að sameiningin komi fram sem
sem sókn jaðarbyggðanna en ekki
undanhald í nafni hagræðingar.
Aðalatriðið er að við setjumst
til samninga með þessu hugarfari
og látum ekki einhver yfirvöld
skikka okkur til að sameinast. Við
þurfum að vanda okkur og íhuga
vel t.d. hvort þessi sameining
nokkurra sveitarfélaga sé aðeins tii
skamms tíma og seinna verði svo
farið í að sameina öll sveitarfélög
frá Grenivík til Ólafsfjarðar. Ef sú
yrði raunin tel ég skynsamlegra að
bíða frekar og sjá og eyða ekki
orku og fjármunum í eitthvert
millibilsástand. Við hér sækjum nú
mun meira til Akureyrar en út með
firðinum. Við létum gera
óformlega könnun á því meðal í-
búanna hér hvort þeir kysu að hafa
bæjarfógetann á Ólafsfirði og voru
flestir andvígir því. Ef menn telja
slíkar ráðstafanir íþyngja sér er
það náttúrulega engin hagræðing.
Atli Friðbjörnsson,
oddviti Svarfaðar-
dalshrepps
Umræðan um sameiningarmál hef-
ur fengið meiri alvörutón hér eftir
að nefnd á vegum Félagsmála-
ráðuneytisins fór um landið og
fundaði með sveitarstjórnarmönn-
um. Þar voru kynntar hugmyndir
nefndarinnar og sömuleiðis leitað
eftir hugmyndum frá okkur. Þar
var meðal annars kynnt þessi hug-
mynd um sameiningu þessara 5
sveitarfélaga við utanverðan Eyja-
fjörðinn. Upp úr því hittumst við
fulltrúar þessara sveitarfélaga
mestmegnis til að kynnast aðstæð-
um hver hjá öðrum. I rauninni er
ekkert áþreifanlegt farið að gerast
og nú halda menn að sér höndun-
um og bíða eftir lagafrumvarpi frá
Félagsmálaráðherra sem væntan-
legt er í kjölfarið á þeirri forvinnu
sem farið hefur fram. Það hlýtur að
ráðast mikið af þeim lögum hvað
menn hér aðhafast. Mér sýnist það
ekki lengur spuming hvort af sam-
einingu verður heldur hvenær.
Stjómvöld stefna að því að stækkq,
sveitarfélögin til að þau hafi bol-
magn til að taka við auknum verk-
efnum af ríkinu en sjálfsagt einnig
til að ná fram meiri hagræðingu.
Lítið sveitarfélag eins og okkar á í
erfiðleikum með að standa undir
þeirri þjónustu sem því er ætlað að
veita og ef bæta á við, verða á móti
að koma auknir tekjustofnar. Svo
er spurning hvemig landbúnaðin-
um reiðir af í framtíðinni í kjölfar-
ið á þessum Gatt-málum öllum.
Hér byggjum við alfarið á land-
búnaði og ef tekjur bændanna
minnka minnka einnig tekjur
sveitarfélagsins. Það kynni einnig
að hafa áhrif á þessi mál. Mér
heyrist menn hér frekar hlynntari
þessari 5 sveitarfélaga hugmynd
en þeirri að slá öllu Eyjafjarðar-
svæðinu saman í eitt. Mönnum líst
betur á að fara inn í minni einingu
ef ræða á um sameiningu á annað
borð. Hj.Hj.