Norðurslóð - 24.03.1992, Side 2

Norðurslóð - 24.03.1992, Side 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlfð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Er byggðastefn- an gjaldþrota? Pví er oft haldið fram um þessar mundir að byggða- stefnan sé gjaldþrota. Sá sem fremstur fer í því að kveða upp dauðadóminn er forsætisráðherra þjóð- arinnar, Davíð Oddsson, sem hefur margoft ráðist gegn Byggðastofnun og síðustu ríkisstjórn og sakað þær um að hafa í sameiningu stundað ótæpilegt sukk með almannafé. Hann hefur haldið því fram að byggðastefna síðustu tuttugu ára hafi litlum sem engum árangri skilað og nú sé svo komið að rétt sé að íhuga hvort ekki beri að borga fólki fyrir að flytja frá vonlausustu plássunum á landsbyggðinni. Hér verður ekki hlaupið í vörn fyrir áðurnefndar stofnanir, né heldur tekið undir orð Davíðs. Hins vegar er það rétt að þrátt fyrir margra áratuga byggðastefnu í orði er staðan um þessar mundir sú að tvær helstu atvinnugreinar landsbyggðarinnar, landbúnaður og sjávarútvegur, eiga báðar við mik- inn samdrátt að etja. Bændur hafa gert samning við ríkisvaldið um það hvernig haga skuli niðurskurði sauðfjár og þar með fækkun bænda. Og í sjávarút- vegi er við lýði kvótakerfi sem er andsvar við minnk- andi fiskistofnum. Miklar sviptingar eru í síðar- nefndu greininni sem án nokkurs vafa munu leiða til fækkunar fiskiskipa, fiskvinnslufyrirtækja - og sennilega einnig útgerðarstaða. Þótt benda megi á mörg dæmi þess að byggða- stefnan hafi skilað árangri í blómlegum atvinnufyr- irtækjum er hitt jafnljóst að tilviljanakennd fyrir- greiðslupólitík þar sem stjórnmálamenn fá að vera í jólasveinaleik með almannafé er ekki líkleg til árangurs. Hún sviptir íbúa landsbyggðarinnar öllu frumkvæði og nú er svo komið að við höfum ekki efni á henni lengur. Það er líka ljóst að við getum ekki sett traust okkar á að nýjar atvinnugreinar bjargi málunum. Við verðum að spila úr því sem við eigum. En hvað á að taka við af byggðastefnunni eins og hún hefur verið rekin? Það ríkir engin eining um það á landsbyggðinni hvernig tekið skuli á varidanum. Sumir hafa lagt til að valin verði úr þau svæði sem lífvænlegust eru og best liggja við fiskimiðum og samgöngum og þau styrkt sérstaklega, en önnur svæði látin bjarga sér sem best þau geta. Önnur tillaga gengur út á að velja ákveðna staði sem þjónustumiðstöðvar. Þar beri að byggja upp þjónustu sem íbúar annarra staða verði að sækja þangað. Þessar tillögur eiga það sameiginlegt að taka þarf ákvörðun um það hvaða staðir eða svæði séu á vetur setjandi og hver skuli lögð í eyði. Ekki ætlar Norðurslóð sér þá dul að kveða upp úr um bestu leiðina. Blaðið vill hins vegar hvetja lands- byggðarfólk til þess að horfast í augu við þær stað- reyndir sem við því blasa. Fordæmi strútsins sem stingur hausnum í sandinn dugar skammt og það er alveg öruggt að ekki verður snúið aftur til hinna góðu gömlu daga. Það má taka undir með Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra á Dalvík þegar hann hvatti fólk til að ræða af alvöru tillögur eins og þá sem Davíð Oddsson setti fram. Ef við höfnum um- ræðunni kvikna engar nýjar hugmyndir og þá „bíð- ur okkar ekkert annað en seigdrepandi eyrndin“. Landsbyggðarfólk verður að eiga frumkvæði að Iausn byggðavandans. Að öðrum kosti verður hann leystur fyrir okkur - á forsendum sem við fáum engu ráðið um. -ÞH Samstarfið við krakkana hefur verið mjög gott Rætt við Bjarna Gunnarsson æskulýðs- og íþróttafull- trúa um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í Gimli Fyrir fímmtán árum tóku sig saman nokkrir unglingar hér á Dalvík, fengu með tilstyrk bæj- arins leigt gamla Sogn og inn- réttuðu húsið sem félagsmiðstöð. Var þetta hið merkasta framtak og gekk undir nafninu Böggver. Síðar var félagsmiðstöð í Kiwan- ishúsinu Bergþórshvoli þar til Gimli var innréttað að hluta fyr- ir æskulýðsstarf. Frá árinu 1983 hefur verið starfandi á Dalvík íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Gísli Pálsson gegndi þessu starfí fyrstur. Fram til þess tíma höfðu ýmsir verið ráðnir í hlutastarf eða til skamms tíma í senn til að sinna æskulýðsstarfsemi. Eftir að Gísli hættir kemur Ingimar Jónsson til starfa en Hannes Garðarsson tók síðan við af honum. Haustið 1990 réðst Bjarni Gunnarsson til þessa starfs. Blaðamaður Norðurslóðar mælti sér mót við Bjama eitt síð- degi í félagsmiðstöðinni Gimli til að fræðast um starf hans og miðla lesendum blaðsins nokkm af því sem þar kom fram. Spennandi kosningar Bjami sagði að í raun væri hann framkvæmdastjóri íþrótta- og æskulýðsráðs sem væri nefnd á vegum Dalvíkurbæjar. En um leið er starfið skilgreint þannig að 20% þess er við Dalvíkurskóla til að sinna félagsstarfi innan skólans. Auk þess að aðstoða nemendur við félagsstarf er skipulagning íþrótta- mála innan skólans í verkahring Bjama. í skólanum kjósa nemend- ur í íþróttaráð og nemendaráð í byrjun skólaárs. Kosning hefur verið spennandi síðustu tvö haust. Hver bekkur í eldri árgöngum kýs fulltrúa sinn í ráðin og hafa verið alvöm framboð og síðan fram- boðsfundir áður en gengið er til kosninga. A hverju vori fara 10. bekking- ar í skólaferðalag, nú síðustu ár til útlanda. Viðamikið fjáröflunar- starf er hjá þeim yfir veturinn til að standa straum af kostnaði við ferð- imar. Bjami hefur aðstoðað þau við þetta starf. Annars segir hann að það séu óglögg skil á milli þess hvenær hann starfar innan skólans og hvenær við almennt félagsstarf utan hans. Starfið er oftast bundið krökkunum sem em á skólaaldri svo það er kannski engin ástæða til að reyna að greina þama á milli. Diskótek og mömmumorgnar Æskulýðsstarfið utan skóla er mik- ið tengt félagsmiðstöðinni í Gimli. Tónlistarskóli Dalvíkur var til húsa í Gimli þar til á síðasta hausti að hann flutti í elsta hluta Dalvík- urskóla. Þar með er allt húsið til nota fyrir æskulýðsstarf. Ýmsar lagfæringar vom gerðar á húsinu fyrri hluta vetrar þannig að starf- semi lá niðri fram að ármótum. En frá áramótum hefur verið talsvert líf í húsinu. Þrjá daga vikunnar er opið hús. Fyrir yngri krakkana er opið frá klukkan 17 til 19 og fyrir þá eldri frá 20 til 22.30 eða 23. Ýmis leiktæki eru í Gimli og em þau mikið notuð. Bjami segir að gjaman megi bæta við tækjum og einnig þurfi að endumýja hús- gögn, það er sem sagt hægt að betrumbæta þama ýmislegt. Stundum em sýndar kvikmyndir því þar er myndbandstæki og sjón- varp. Diskótek er einu sinni í mán- uði eða svo. Þá er spilað á spil og teflt. Utan þessa formlega opnun- Bjarni Gunnarsson æskulýðs- og íþróttafulltrúi á Dalvík artíma em ýmis afnot af húsinu, t.d. hefur Taflfélag Dalvíkur verið með skákkennslu eða æfingar einu sinni í viku hjá krökkunum. Tafl- félagið hefur sinnt þessum þætti með mikilli prýði. Það má geta þess hér að á þriðjudagsmorgnum em svokall- aðir mömmumorgnar. Þá er opið fyrir foreldra með ungaböm. Raunar geta allir mætt sem vilja en reynslan er að mömmur með ung böm sækja þetta mest. I annað hvort skipti eru fræðsluerindi en annars er setið og spjallað. Skipti- markaður fyrir föt og leikföng hef- ur myndast í tengslum við starf- semina. Aðsókn hefur verið mjög góð. 25 fullorðnir og 30 böm þeg- ar best hefur verið. Klúbbastarf unglinga hefur ekkert verið í vetur en í fyrra var það reynt með sæmilegum árangri til að byrja með. Bjami segist hafa í hyggju að endurvekja slíka starf- semi í breyttri mynd og miða starf við allt árið. Samstarf félagsmiðstöðva Hús eins og Gimli er kallað félags- miðstöð og í flestum kaupstöðum er starfsemi af þessu tagi. Félags- miðstöðvamar hafa með sér sam- starf í Landssambandi félagsmið- stöðva. Nemendaráð Dalvíkur- skóla hefur síðustu tvö haust sótt þing landssambandsins og segir Bjami að mikið gagn og ánægja hafi verið af því. Að undanfömu hefur verið að þróast samstarf við félagsmiðstöðvar hér í nágrenninu. I janúar sl. fór hópur héðan til Húsavíkur um eina helgi einmitt í þeim tilgangi að skapa tengsl á milli unglinga þessara tveggja staða. Farið var á föstudegi og gist eina nótt í Stóru-Tjamarskóla og síðan farið til Húsavíkur og gist þar aðra nótt. Húsvíkingar koma svo til Dalvíkur eina helgi núna í lok mars. Samstarfið við Ólafsfjörð hefur verið meira á milli skólanna og þá á íþróttasviðinu. Árlega er íþrótta- keppni milli skólanna. UMSE hélt skólamót í íþróttum í fyrra en það hefur ekki verið neitt á þessum vetri. Bjami taldi æskilegt að auka samvinnu skóla eða félagsmið- stöðva hér á svæðinu, þróunin væri í þá átt og væri það vel. Vinnuskólinn íþrótta- og æskulýðsráð hefur með styrkveitingu til reksturs félaga hér á Dalvík að gera. Sú upphæð er ekki há. Hins vegar styrkir Dalvík- urbær félögin árlega til uppbygg- ingar á aðstöðu þeirra. Bjami seg- ist vera tengiliður við þessi félög og stundum aðstoða þau við skipu- lagningu einstakra verkefna þegar þau fara fram á það. Á sumrin er það í verkahring Bjama að skipuleggja leikjanám- skeið yngstu krakkanna. Þau voru tvö haldin í fyrrasumar og vel sótt. Þá skipuleggur hann starf vinnu- • skólans í samráði við þá sem sjá um verklegar framkvæmdir hjá bæn- um. Bjami segir að starfsemi vinnu- skólans á síðast sumri hafi verið erfið að því leyti að krakkamir hafi verið ungir og það hafi takmarkað um of hvað hægt var að vinna við. Allir 10. bekkingar og flestir 9. bekkingar hafi fengið vinnu hjá fyrirtækjum sem að sjálfsögðu var gott fyrir þau en þessa árganga þurfi að hafa í bland í vinnuskólan- um til að vinna yngri krakkanna nýtist sem best. Þó ekkert sé vitað um hvemig þessi mál þróast á komandi sumri er margt sem bendir til þess að erf- iðara verði fyrir krakkana að fá vinnu hjá fyrirtækjunum og því má reikna með að starfsemi vinnuskól- ans verði þýðingarmeiri en áður og þá ef til vill auðveldara að skipu- leggja starfið en oft áður.. Sem sagt „fátt er svo með öllu illt...“. Óþvinguð samskipti Þegar hér var komið sögu í spjalli okkar Bjama voru krakkar komnir í húsið þvf þar var að byrja opið hús. Þau vom að koma til hans og spyrja um hvemig eitt og annað mál stæði. Ekki var annað að sjá en samskipti krakkanna og æskulýðsfulltrúans væru afar óþvinguð og góð. Að- spurður um samstarfið við krakk- ana segir Bjami að það gangi mjög vel. Hann segir að starfið sé erfitt og krefjandi en það gefi honum mjög mikið. Hann segir að í raun verði að spila þetta af fingrum fram á hverjum degi. Þannig hafi hann ekki gengið til starfsins fyrir einu og hálfu ári með fullmótaðar hug- myndir um hvað í því fælist. Reynslan á þessum tíma hafi hins vegar sýnt honum hvað hægt er að gera og úr þessari reynslu sé hann nú að vinna í starfinu í dag. JA Á öskudaginn klæddu börnin á Dalvík og í Svarfaöardal sig upp á og slógu köttinn úr tunnunni fyrir utan ráðhúsið á Dalvík. Búningarnir voru margir hverjir hinir glæsilegustu eins og þessar myndir bera með sér. Myndir: Hj. Hj.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.