Norðurslóð - 24.03.1992, Page 3

Norðurslóð - 24.03.1992, Page 3
NORÐURSLÓÐ —3 Horft til baka um hálfa öld í síðasta kafla þessara minning- arbrota frá stríðsárunum í Bret- landi dvaldi ég allmikið við veru mína í Scottish Home Guard - skoska Heimavarnarliðinu eða Heimagarðinum - eins og við vorum vanir að kalla það. Eitt- hvað kem ég aftur að því efni í næsta kafla og enn geysaði stríð- ið og yfirskyggði allar athafnir manna í Bretlandi og raunar ná- lega um allan heim. íslenska nýlendan stækkar Fyrstu tvö árin mín í Edinborgar- háskóla var ég eini íslenski stúd- entinn við skólann að undanskild- um vini mínum, W úr Reykjavík. Hann birtist öllum á óvart haustið 1942 og var að nafninu til við eitt- hvert nám í Háskólanum þann vet- ur, líklega ensku og bókmenntum. Lítið mun hafa orðið úr því og um vorið 1943 hvarf hann heim. Eg sá hann aðeins einusinni aftur, mörg- um árum síðar í Reykjavík. Þá rifjuðum við upp gamlar minning- ar yfir glasi af góðu viskí. Haustið 1943 bar nokkuð nýrra við. Þá þrefaldaðist stúdentaný- lendan á einu bretti. Að heiman komu til náms í Edinborgarhá- skóla a.m.k. 5 nýliðar. Tveir þeirra voru m.a.s. Eyfirðingar og kunn- ingjar mínir, Ottó Jónsson af Dal- vík og Friðrik Þorvaldsson úr Hrís- ey, báðir síðar meir vel metnir menntaskólakennarar. Þriðji mað- urinn var Bjöm nokkur Th. Bjömsson úr Reykjavík, maður sem þjóðin átti eftir að kynnast, sem listfræðingnum og fyrirlesar- anum og rithöfundinum Bimi Th. Við urðum brátt miklir mátar. Af þessum stúdentum var ljósmynd í þætti II í janúarblaði Norðurslóðar. Hefði betur átt heima hér. Fjórði nýkominn stúdent að heiman var Guðjón Kristinsson, MA-stúdent lítið eitt eldri en ég. Hann varð síðar kennari við Mennta- skólann á Laugarvatni og víðar. Sá fimmti var Sveinn Pálsson úr Reykjavík og varð einnig síðar meir, menntaskólakennari fyrir sunnan. Jafnframt þessum heiðurs- mönnum, sem komu þetta haust og settust á skólabekk í Edinborg, var enn einn stúdent úr Reykjavík. Sá stóð aðeins stutt við í borginni en hélt síðan áfram ferð sinni „suður fyrir landamærin", eins og Skotar segja, áleiðis til ákvörðunarstaðar síns, Cambridge-borgar í Englandi þar sem einvalalið úr öllum heims- álfum keppist um að komast að og drekka af viskubrunnum breskrar og alþjóðlegrar hámenningar í bókmenntum, listum, heimspeki og vísindum. Þessum unga stúdent átti íslenska þjóðin eftir að kynnast sem viðskiptafræðingnum og hag- fræðingnum og bankastjóranum Jóhannesi Nordal. Hann hélt síðan áfram námi í London. Eg átti eftir að kynnast honum betur bæði í Cambridge og London. Örlagamánuðurinn, júní1944 Veturinn 1943-44 leið hjá eins og allir aðrir vetur og hefur ekki skil- ið eftir djúp spor í minni mínu. Vorið 1944 bar hinsvegar ný fyrir- heit í skauti sér: Fyrir Bretland og alla heimsbyggðina, fyrir íslensku þjóðina og fyrir mig sjálfan. í fyrsta lagi gengu allir út frá því sem gefnu, að straumhvörf hlytu að verða í stríðinu, bresk/ bandarísk innrás á meginland Evr- ópu og hugsanleg lok stríðsins í kjölfarið. Þetta atriði snerti allan heiminn. í öðru lagi var undirbúin stofnun sjálfstæðs lýðveldis á Is- landi, sem skyldi haldin hátíðleg á Páttur IV Höfundur með hið hefðbundna „pott- Iok“ á kollinum og í höndunum vott- orð um, að hann hafi staðist B.Sc. próf í landbúnaði. Gamla járnbrautarbrúin á Forth-firði. Hópurinn sem útskrifaðist með höfundi í júní 1944. Þingvöllum og út um alla íslands- byggð þann 17. júní. Þetta mál snerti djúpt alla íslendinga hvar í landi sem þeir voru niðurkomnir þá dagana. Og í þriðja lagi yrði þetta síðasta ár mitt á skólabekk og ég mundi taka lokapróf frá Edin- borgarháskóla um vorið. Þetta síð- asta var mitt eigið stórmál, prívat og persónulega. Allt rættist þetta í raun og veru á einum og sama mánuði, júní 1944. Lýðveldishátíð í skoskri höfn Aftur skal það rifjað upp, að 6. júní 1944 hófst innrásin mikla yfir Ermarsund til stranda Frakklands þar sem þúsundir skipa og þúsund- ir flugvéla og tugþúsundir her- manna tóku þátt í langmestu innrás af sjó, sem sagan kann frá að greina. Aðgerðin tókst fullkom- lega og stansaði í raun og veru ekki fyrr en yfir lauk styrjöldinni í Evrópu nærri heilu ári síðar. Mikl- um hörmungum, manndrápum og eyðileggingu hefði verið afstýrt, ef hr. Hitler hefði verið með öllum mjalla og játað sig sigraðan jafn- skjótt og óvígir herir voru komnir upp á strönd Vestur-Evrópu sam- tímis því að Rússar hertu enn róð- urinn austanfrá. En til hvers er að tala um það? Það er utan við söguefnið. Við íslendingar í Skotlandi fylgdumst auðvitað eins og aðrir landar með undirbúningi lýðveldis- stofnunar heima þótt samgöngur og fréttir væru stopular. Einhvem dag- inn, líklega í aprílmánuði, skröngl- aðist ég, og við fleiri, í sporvagni niður í Leith (eða Leiðarhöfn eins og Bjöm Th. Bjömsson nefndi hafn- arborgina á íslensku). Erindið var í það sinnið að greiða atkvæði um uppsögn sambandslagasáttmálans við Dani. Það gerðum við hjá ræðis- manni vorum í Skotlandi, Sigur- steini Magnússyni, á skrifstofu hans í Constitution-stræti nr. 46, ef ég man það rétt. Ekki hikaði ég mikið við að setja kross við jáið þó ég vissi vel, að ýmsum heima fyndist það lít- ilmannlegt að segja „farvel“ við Dani eins og á stóð hjá þeim þá. Þegar nálgast tók hinn mikli fagnaðardagur lét Sigursteinn kon- súll þá frétt berast, að við útlagar í Skotlandi ættum líka möguleika á að halda okkar eigin lýðveldishá- tíð á íslensku yfirráðasvæði þar í landi og það á næstu grösum, nefnilega á höfninni í Leith. Svo snilldarlega bar til, að gamli, góði Brúarfoss, sem ég sigldi á til Skotlands í nóvember 1941, var að koma úr slipp í Englandi og hélt síðan af stað heim með viðkomu í Leith. Því var hag- að svo til, að hann væri um kjurrt þar í höfn einmitt 17. júní. Eg varð hissa, þegar ég frétti, að enn væri skipstjóri á skútunni enginn annar en sjálfur Jón Eiríksson, sem var með skipið þremur árum áður. Nú má ekki fjölyrða allt of mik- ið um þann ógleymanlega mann- fagnað, sem þama fór fram á hinu íslenska fragtskipi mitt í öllu skipakraðakinu í „Leiðarhöfn" í glampandi sólskini 17. júní 1944. Svo vill til, að Jón Eiríksson sjálf- ur skrifaði nákvæma og skemmti- lega frásögn af þessari fljótandi þjóðhátíð í bók sinni „Rabbað við Laggann", sem út kom árið 1978. Nægir að geta þess, að veisla forkunnargóð var tilreidd með ís- lenskum réttum, ræður voru haldn- ar og minni drukkin. Það kom í minn hlut að mæla fyrir minni á- hafnar á Brúarfossi. Það tókst öm- urlega, fannst mér, þótt fólk kæmi á eftir og hældi mér af góðmennsku sinni fyrir ágæta frammistöðu! Hámark hátíðar var þegar loft- skeytamaður skrúfaði frá útvarpi og í eyrum glumdi ræða Gísla Sveinssonar, forseta sameinaðs þings, þar sem hann lýsti því yfir af Lögbergi á Þingvöllum, að L- land væri frjálst og fullvalda lýð- veldi meðal sjálfstæðra ríkja heims. Að þeim orðum mæltum stjómaði Sigursteinn konsúll þrisvar sinnum þreföldu húrra- Ljósm. HEÞ hrópi fyrir fósturjörðinni svo há- vaðinn barst vítt um höfnina. Far- menn ýmissa þjóða á nærliggjandi skipum litu upp og. undruðust á- reiðanlega hverskonar veraldar- innar óaldarlýður þama væm nú á ferðinni innanum skip siðaðra þjóða. Eg læt þessa frásögn nægja en í bókinni um kaptein Jón Eiríksson er miklu meira sagt og þar á meðal lýsing Bjöms Th. Bjömssonar af þessum mannfagnaði í stíl Heljar- slóðarorrustu Benedikts Gröndals, hreint listilegur samsetningur. „Þá er unnið þetta mikla þríggja ára stríð. Leggstu út af, litla sál. Leggstu út af, litla sál og lát þig dreyma um kríð“. Ofanskráð feginsandvarp hef ég skrifað í dagbókina góðu 11. júní 1944 um kvöldið, dauðþreyttur en guðsfeginn eftir að hafa þreytt lokaprófið í lokafaginu allan dag- inn, þann síðasta í hálfsmánaðar prófalotu. Eg sá fram á, að ég hefði staðist öll prófin og eftir var aðeins útskriftarhátíðin , sem vera skyldi þann 23. júní. Það vom sem sagt 12 dagar til stefnu. Þetta hlé notuðum við Bjöm Th. til að fara í kynnisferð norður í land, heilsa upp á Hálöndin skosku og helst vestureyjamar. Eg hafði verið í Skotlandi í hálft þriðja ár en ekki séð nema sáralítið af landinu og þá helst nágrenni Edinborgar og Glasgow. Ég hafði að vísu farið lestarferð til Lundúna haustið 1942 og dvalið hjá kunningjum nokkra daga. Astæðan fyrir þessum heimótt- arskap var alls ekki tómlæti um Skotland og Skota, þvert á móti, ég reyndi að kynnast landi og lýð og þjóðmenningu eins mikið og mér framast var unnt. Það var hinsveg- ar samgönguleysi stríðstímans, sem var ástæða nr.l. Túristaferða- Iög um landið lágu gjörsamlega niðri og vom beinlínis óviðeig- andi. Astæða nr. 2 var ekki veiga- minni: léttur sjóður og þörfin á að vinna fyrir launum öllum frjálsum stundum. Út í bláinn En hvað um það. Við Bjöm höfð- um farið í ágætt hjólhestaferðalag um páskana um SV-Skotland og nú tókum við skyndiákvörðun að fara norður í land. Við vissum um almenningsrútu sem átti leið eitt- hvað inn í Hálöndin. Við stukkum upp í þessa rútu gjörsamlega und- irbúningslaust og brunuðum norð- ur yfir Forth-brúna frægu eitthvað í norðurátt. Þetta varð ein allra skemmtileg- asta 4-daga ferð,sem ég hef farið, eins og oft reynist þegar maður ferðast út í bláinn án nokkurrar minnstu áætlunar. Við fómm stór- an hring um norðvestrið með lest- um og áætlunarbílum og bátum til skiptis. Ég sé í dagbók, að gisti- staðir vom Killin í Hálöndunum, Oban á vesturströndinni gegnt eynni Mull og Airdreshaig líka á vesturströndinni. Þaðan á strand- ferðaskipi sikk-sakk milli eyja til Wemyss Bay ekki langt frá Glas- gow. Þaðan í lest austuryfir til góðu, gömlu Edinborgar eða Auld Reekie, Gömlu Reykjarsvælu, svo notað sé gamalt gælunafn, sem fbúamir nota oft um borgina sína. Sem sagt ágætisferð. Ferkantað pottlok Nú leið að lokadegi í Háskólanum. Að morgni 23. júní 1944, að lok- inni guðsþjónustu í dómkirkju, fór fram vegleg útskriftarathöfn í Há- tíðarsal Háskólans. Fleiri hundruð kandidata voru útskrifaðir, þeirra á meðal þessir ca 20 landbúnaðar- kandidatar. Rektor kallaði menn upp hratt og greiðlega, rétti hverj- um sitt vottorð í uppvöfðum ströngli og sagði þegar hann reyndi að koma út úr sér nafni mínu, Hjörtur Friðrik Eldjám, að þetta væri nú ljóti „tongue twisterinn". Það mundi kallast tungubrjótur á voru máli. Ég hef skrifað um þennan mikla viðburð í dagbókina nokkrum dög- um síðar. Hér er glefsa: „...Ég dubbaði mig upp í leigð- an smóking, faldaða skikkju og ferkantað pottlok og bar mig mannalega. Viðstaddar voru Mrs. Magnússon og Mrs. Þor- varðarson. (Þetta vom frú Ingi- björg, kona Sigursteins ræðis- manns, foreldrar Magnúsar Magnússonar, og Guðrún, kona Stefáns Þorvarðarsonar, sendi- herra í London. Hún hefur verið gestkomandi í Edinborg þennan dag). Eftir athöfnina fómm við niður á North British Hótel (fínasta hót- el borgarinnar) þar sem beið okkar Sigursteinn og dýrindis hádegisverður, sem þau hjón héldu mér til heiðurs. Eftir að hafa labbað einusinni eftir endi- löngu Prinsa Stræti fram og til baka hafði ég fengið nóg af al- manna athygli og hafði mig heim og klæddi mig úr skrípa- búningnum í snarheitum." Daginn eftir rölti ég í bæinn og lét taka mynd af mér í leigumúnd- eringunni, m. a. þá, sem hér birtist, og skilaði síðan flíkunum. Þar með var lokið skiptum mín- um við þann ágæta Edinborgarhá- skóla að sinni. Ég sté þar ekki fæti innfyrir dyr fyrr en nærri réttum 40 árum síðar. Þá færði ég bókasafni skólans í 400 ára afmælisgjöf frá gömlum nemendum á íslandi Ijós- ritað eintak af Guðbrandarbiblíu, sem prentuð var á Hólum 1584, árið eftir að háskólinn var stofnað- ur í Edinborg. HEÞ Framhald nœst.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.