Norðurslóð - 24.03.1992, Side 4
4 — I^ORÐURSLÓÐ
Rjúkandi ráð
Umsögn um sýningu
Leikfélags Dalvíkur
Starfsemi leikfélaga hefur oft á tíð-
um verið öflug víða um land. Auð-
vitað er starf slíkra félaga mismik-
ið frá einum tíma til annars og
ræðst þá sumpart af tíðaranda og
sumpart af aðstæðum á hverjum
stað. Starf í leikfélagi getur verið
mjög skemmtilegt og uppfyllt flest
það sem fólk sækir að jafnaði í
með þátttöku í félagsstarfi. Alla
jafna tekur fólk þátt í félagsstarfi
til að komast í félagsskap með
góðu fólki, taka þátt í skapandi
starfi og eiga möguleika á að fá
umbun og viðurkenningu þegar
vel gengur.
Leikfélag Dalvíkur hefur starf-
að í bráðum hálfa öld. Félagið var
stofnað 1944. Leikstarfsemi á sér
hins vegar miklu lengri sögu hér á
Dalvík og í Svarfaðardal. Saga
Leikfélags Dalvíkur er ein sér
merkileg og vonandi verður á öðru
leikári héðan í frá minnst á vegleg-
an hátt 50 ára afmælis félagsins.
Leikfélag Dalvíkur er í hugum
flestra, sem fylgjast með starfi
leikfélaga um landið, metnaðar-
fullt og hefur oft á tíðum verið
með góðar sýningar. Svo er það
annað mál hvað er að vera metnað-
arfullt leikfélag. Vafalítið vilja
einhverir skilgreina það sem svo
að félagið setji á hverjum vetri upp
bókmenntaverk sem skilur eitt-
hvað eftir hjá áhorfendum til um-
hugsunar um lífið og tilveruna.
Betri og eðlilegri skýring á metn-
aðarfullu leikfélagi er að lögð sé
rækt og alúð við hverja uppsetn-
ingu sem í er ráðist. Það er svo
annað að hafa sæmilega blöndu af
bókmenntaverkum og sýningum
sem teljast til afþreyingar.
Sýning sú sem leikfélagið býð-
ur áhorfendum upp á í vetur verður
ekki talin meðal vandaðra bók-
menntaverka. Höfundar söngleiks-
ins Rjúkandi ráðs hafa aldrei ætlað
því þann sess. Einn af höfundun-
um segir í leikskránni sem gefin er
út nú, að stykkið sé orðið „klassísk
della“ sem vafalaust hefur verið
metnaðarfyllsta einkunnin sem
höfundar hafa gert sér vonir um að
verkið hlyti.
Undirritaður sá aldrei þetta
skykki á sviði á meðan það var
eignað huldumanninum Pír O.
Man. En satt best að segja finnst
manni höfundareinkenni á verkinu
vera svo skýr að það sé með ólík-
indum að þeim hafi ekki verið
eignað það strax. Það er auðvitað
auðvelt að segja þetta núna þar
sem höfundamir eru þekktari af
verkum sínum en fyrir rúmum 30
árum þegar verkið var fyrst sýnt.
Þetta leikrit er meiri farsi en
þeir söngleikir sem bræðumir Jón
Múli og Jónas Amasynir em einir
höfundar að. Þar koma án efa fram
áhrif Stefáns Jónssonar sem átti
svo létt með að sjá hlutina í fárán-
legu og jafnframt spaugilegu sam-
hengi. Hins vegar verður ekki
greint á milli áhrifa hvers þeirra
um sig á persónugerðir leikritsins.
Jákvæð afstaða til þeirra sem em
undir í lífsbaráttunni, svo sem rón-
ans, og meðhöndlun þeirra á lag-
anna vörðum hefur varla verið
deilumál í hópi höfundanna.
Auðvitað nýtur verkið þess að
lög Jóns Múla em gullfalleg og
þekkt þannig að flestir hefðu getað
raulað með. Það er alltaf kostur að
kannast við lögin í söngleikjum,
það lætur einfaldlega betur í eymm
a.m.k. ef sæmilega er með þau far-
ið.
Það er engin ástæða til að rekja
efni þessa leikrits, hvað þá að ætla
að greina textann eða leggja út frá
honum. Söngtextamir eru sumir
smellnir enda fáir betur fallnir til
að koma slíku saman en einmitt
þessir höfundar.
Uppfærsla Leikfélags Dalvíkur
á Rjúkandi ráði tókst að flestu leyti
mjög vel. Sýningin gekk lipurlega
og fumlaust. Greinilegt er að leik-
stjórinn Sigurgeir Scheving hefur
náð góðum tökum á hópnum ,sér-
staklega þegar lesa má út úr leik-
skrá að helmingur leikenda hefur
ekki verið á sviði fyrr. Söngatriðin
tókust heilt yfir vel þó lagið „I
augum þér“ hafi greinilega vafist
fyrir flytjendum. Það virðist erfitt í
flutningi, í það minnsta virkar það
þannig í þessari uppsetningu.
Það fór svolítið í taugamar á
mér að heyra hjá hljómsveitinni
bregða fyrir lögum úr öðmm söng-
leikjum eins og „Við heimtum
aukavinnu" úr Jámhausnum. Þó
það sé eftir Jón Múla eins og ann-
að sem spilað var þá finnst mér að
verið sé að blanda saman hlutum
sem eiga ekki saman. Þetta verður
að sjálfsögðu að skrifa á reikning
leikstjórans. Hlómsveitin stóð á-
gætlega fyrir sínu.
Leikendur stóðu sig í flestu
ágætlega. Það mátti auðvitað sjá
hverir vom sviðsvanir. Þetta er
ekki sagt til að gera lítið úr þeim
sem vom að stíga á fjalimar í
fyrsta sinn, heldur frekar til að
leiða hugann að því hversu mikils
virði það er hverju leikfélagi að
hafa innan sinna raða kjama sem
getur borið uppi sýningar og veitt
nýliðunum styrk.
Það er ekki meining mín að fara
að dæma um frammistöðu einstaka
leikara, þó í framhaldi af hugleið-
ingum um reynslu leikendanna
megi bendi á góð tilþrif hjá Stein-
þóri Steingrímssyni og Kristjáni
Hjartarsyni. Það skipti miklu fyrir
leikinn í heild að þessi hlutverk
vom í ömggum höndum. Svo er
mjög gaman að sjá hversu ömggir
þeir Birkir Bragason og Sigurbjöm
Hjörleifsson em á sviði og ágætir
gamanleikarar. Nú er ég farinn að
telja upp og þá fara einhverir að
sakna þess að bent sé á góða
frammistöðu Helgu Matthíasdótt-
ur, Hjörleifs Halldórssonar o.s.frv.
en látum þetta nægja.
Ekki leyndi sér að áhorfendur
höfðu gaman af sýningunni því
mikið var hlegið. Kosturinn við
svona uppfærslu er að koma í leik-
hús og hlæja dátt mitt í öllu svart-
sýnistalinu. Eini boðskapurinn
sem leikritið flytur er að taka hlut-
ina ekki of alvarlega. Gleraugun
sem höfundamir lána okkur til að
horfa á lífið eina kvöldstund em
síst verri en þau sem aðrir bjóða.
Hópurinn sem að sýningunni stóð
skilaði sínu vel og því ekki annað
að segja en: hafi allir þökk fyrir.
Jóhann Antonsson
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför
Jóhönnu Sigurbjargar Jónasdóttur
Gmndargötu 6, Dalvík.
Ingimar Guttormsson
Jónas Ingimarsson
Guðrún Ingimarsdóttir, Sigurður Kr. Jónsson
Steingeröur Ingimarsdóttir, Hermann Baldvinsson
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
VELTA KEA DALVlK 1991
KR. 1,648,668 ÞÚS + 16,49%
ÞJONUSTA 11% . iri.MIQTA
188.736 ÞJONUSTA T1%_____VERSLUN 21%
VERSLUN 19%
315.238
Ú.D. 24%
:!jjijj#7 FISKVI. 42%
1991
LANDAFURÐIR 3%
1990
LAUNAKOSTN. KEA DALVÍK 1991
KR. 403,265 ÞÚS + 22,03%
Ur ársskýrslu KEA fyrir
Á deildarfundum KEA á Grund og Dalvík 3. mars
sl. komu fram í tölum, máli og myndum miklar
upplýsingar um rekstur á vegum KEA á árinu
1991. Hér verða aðeins sýndar nokkrar myndir,
sem ætla má, að lesendur þessa blaðs hafi sérstak-
an áhuga á, þ.e. úr rekstri Kaupfélagsins á Daivík
og frá Mjólkursamlaginu á Akureyri.
Mynd 1 sýnir magn innveginnar mjólkur í lítrum
talið árin 1985-1991. Mjólkurmagnið hefur minnkað
um ca. 2 milljón lítra, en áður hafði það minnkað um
annað eins og meira til frá toppárinu 1978.
Mynd 2 sýnir mjólkurmagn hinna einstöku sam-
lagsdeilda 1991. Fremstu deildimar 3 eru Hrafnagils-
Saurbæjar- og Öngulsstaðadeildir en sú næstsíðasta er
Svarfdæladeild. Hún er nú önnur framleiðslumesta
deildin.
Mynd 3 sýnir veltu KEA á Dalvík 1991 og grófa
skiptingu í starfsgreinar 1990 og 1991. Hlutur fisk-
vinnslu eykst, slátrun fellur út.
Mynd 4 sýnir launagreiðslur á Dalvík 1990 og
1991.
Mynd 5 sýnir hráefnismagn innlagt í Frystihús
KEA á Dalvík og skiptingu milli vinnslugreina 1989 -
1991.
Heildarlaunagreiðslur KEA á Dalvík 1991 voru
rösklega 400 milljón krónur. Fróðlegt væri að vita
hvað þetta mundi vera stór hluti allra greiddra launa í
kaupstaðnum?
FRYSTIHÚS
HRÁEFNI TIL VINNSLU
8000
7000
6000
6000
4000
3000
2000
1000
0
1989 1990 1991
EZJ SKREID
Iþróttamaður ársins á Dalvík
Snjólaug Vilhelmsdóttir
10. mars s.l. var Snjólaug Vil-
helmsdóttir, 18 ára afrekskona
kjörin íþróttamaður Dalvíkur-
bæjar 1991. Er þetta annað árið
í röð sem Snjólaug hlýtur þenn-
an titil. Hún hefur að undan-
förnu látið mjög til sín taka á
frjálsíþróttamótum og skipar sér
í flokk með landsins fremstu
frjálsíþróttakonum.
Það sem af er þessu ári hefur hún
tekið þátt í nokkrum íþróttamótum
og sópað að sér verðlaunum. Á ís-
landsmóti í atrennulausum stökkum
sem haldið var í lok janúar vann
hún gull í tveim af þeim þrem
greinum sem keppt var í, þ.e. lang-
stökki og þrístökki. Um miðjan
febrúar tók hún þátt í Meistaramóti
Islands í fjölþraut. Þar er keppt í 6
greinum: 50 m hlaupi, 50 m grinda-
hlaupi, langstökki, hástökki, kúlu-
varpi og 800 m hlaupi. Þar hreppti
Snjólaug 2. verðlaun. Um mánaðar-
mótin febrúar/mars var haldið
Meistaramót íslands í frjálsum í-
þróttum 22 ára og yngri. Þar vann
Snjólaug 50 m grindahlaup og
langstökkið og varð í öðru sæti í 50
m hlaupi. Nú um miðjan mars
krækti hún sér í fimmta ís-
landsmeistaratitilinn á þessu ári á
Meistaramóti Islands í frjálsum
íþróttum. Það var í 50 m grinda-
hlaupi. Auk þess náði hún 2. sæti í
50 m hlaupi og 3. sæti í langstökki
(sigurvegarinn í langstökki, Sunna
Gestsdóttir USAH, er reyndar af
svarfdælsku bergi brotin, dóttir
Gests Guðmundssonar frá Gull-
bringu/Karlsá).
Þeir skipta nú orðið einhverjum
Snjólaug Vilhelmsdóttir, íþrótta-
maður ársins 1991 á Dalvík, er kom-
in með fimm íslandsmeistaratitla og
árið rétt að byrja.
tugum íslandsmeistaratitlamir sem
Snjólaug hefur unnið til í sínum
aldurshópi í gegn um tíðina. Á síð-
asta ári bætti hún 11 íslandsmeist-
aratitlum í safnið og það sem af er
þessu ári hafa sem sagt fimm nýir
bæst í safnið.
Snjólaug er nú í 3ja bekk M.A.
en Nsl. greip hana nýkomna í helg-
arfrí fyrir skömmu til að fregna um
glæstan feril hennar sem hún vildi
ekki gera mikið úr.
„Ætli ég hafi ekki byrjað að æfa
íþróttir svona 12, 13 ára. Svo var
maður bara beðinn um að keppa og
þannig byrjaði þetta. Við höfum
verið saman í þessu Þóra og ég og
höfum haft stuðning hvor af ann-
arri. (Þóra Einarsdóttir er önnur
dalvísk frjálsíþróttakona sem
einnig hefur verið sigursæl á mót-
um, einkum í hástökki;innsk. Nsl.)
Nú er Þóra „au pair“ í Englandi og
hefur ekki verið með á mótum að
undanfömu"
- Hverjar eru þínar eftirlætis-
greinar?
„Það em stuttu hlaupin, 100 og
200 metrar, og langstökk. Þetta er
það sem ég legg aðaláherslu á þó ég
keppi í fleiri greinum.“(Vilhjálmur
Bjömsson segir að 400 m hlaup sé
hennar sterkasta grein; innsk. Nsl.)
- Hvernig hagar þú œfingum?
„UMSE er með æfingar á
Hrafnagili tvisvar í viku og tvisvar
í Iþróttahöllinni á Akureyri og svo
emm við nokkur sem hlaupum
saman alla daga nema sunnudaga."
- Tekur þetta ekki mikinn tíma
frá náminu?
„Þetta tekur náttúmlega dálítinn
tíma. íþróttaæfingamar taka svona
1 l/2tímaplúsferðirþegarþæreru
á Hrafnagili en ég hef tíma fyrir
skólann líka.“
- Hvert er framtíðarmarkmið-
ið?
„Ja, það er nú það. Eg veit svo
sem ekkert hvað ég ætla að verða
en ég stefni að því að bæta árang-
urinn í íþróttunum. Auðvitað væri
gaman að komast í landsliðið í
frjálsum. Ég get eiginlega ekki
sagt til um hvar ég stend í augna-
blikinu. Ég held það komi betur í
ljós í sumar.“
Við þökkum Snjólaugu þetta
stutta spjall og óskum henni til
hamingju með glæsilegan árangur.
Hj.Hj.