Norðurslóð - 26.02.1992, Page 6
Svarfdælsk byggð & bær
FRETTAHORNIÐ
TIMAMOT
Skírnir
2. febrúar var Hafþór skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans
eru Guðrún Kristín Björgvinsdóttir Sunnubraut 9, Dalvík og Ágúst
Sigurðsson Grenivöllum 14, Akureyri.
2. febrúar var Herbert skíður í Urðakirkju. Foreldrar hans eru
Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson, Karlsrauðatorgi
16, Dalvík.
15. febrúar var Ivar skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru
Elfa Heiðrún Matthíasdóttir og Jón Kristinn Gunnarsson, Sunnu-
braut 8, Dalvík'.
Afmæli
Þann 11. febrúar varð níræð Helga Vilhjálms-
dóttir handavinnukennari frá Bakka. Hún
fæddist á Ölduhrygg 11. febrúar 1902, en flutt-
ist tveggja ára gömul í Bakka með foreldrum
sínum, Vilhjálmi Einarssyni og Kristínu Jóns-
dóttur árið 1904. Á Bakka ólst hún upp í stór-
um hópi systkina. Af þeim hópi er Helga nú ein
á lífi. Hún aflaði sér menntunar erlendis til við-
bótar stuttri barnaskólagöngu að hætti þeirra
tíma. Hún nam við lýðskólann í Hpng í Dan-
mörku 1926 og Voss í Noregi 1927 og lagði áherslu á handavinnu
og latasaum. Hún hélt áfram að mennta sig hérlendis og erlendis,
var t.d. nemi við mjólkurskólann á Hvítárbakka í Borgarfirði. Það
er til marks um dugnað hennar og áhuga, að hún fór ríðandi að
norðan á Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930.
Annars hefur ævistarf Helgu fyrst og fremst verið fólgið í
kennslu, fyrst í Ólafsfirði, þá við Kvennaskólann á Blönduósi, en
síðast og lengst við Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði,
1947 og fram um 1970. Handavinna var hennar aðal kennslugrein.
Eftir Bogarfjarðarárin flutti hún norður á Sauðárkrók. Þar er hún
enn og dvelur á deild aldraðra á sjúkrahúsinu þar.
Helga er mikill Svarfdælingur og hefur alla tíð haldið góðum
samböndum hingað heim í dalinn og sýnt fólki og stofnunum hér
mikla ræktarsemi.
Norðurslóð flytur henni bestu heillakveðjur úr heimabyggðinni.
Andlát
31. janúar lést á Hornbrekku, Ólafsfirði, Kristín Sigurhanna Sig-
tfyggsdóttir, Karlsbraut 1, Dalvík.
Kristín fæddist á Þverá í Dalsmynni 30. júlí 1904, eina bam Sig-
tryggs Júlíusar Markússonar og Amfríðar Jóhönnu Ámadóttur.
Hún átti hálfbróður, Sigurð Þorsteinsson, sem nú er látinn. 6. maí
1927 gekk hún í hjónaband með Jóhanni Guðlaugi Kristjánssyni og
hófu þau búskap á Hánefsstöðum í Svarfaðardal. Fjórum árum síð-
ar fluttu þau til Ólafsfjarðar, bjuggu fyrst í Hólkoti en síðan niðri í
byggðinni, í Horninu eins og það var kallað. Til Dalvíkur fluttu þau
árið 1939 og setjast að fáum ámm síðar í Bergþórshvoli hvar þau
áttu heimili í rúma þrjá áratugi.
Þau hjón eignuðust 6 böm sem eru: Amfríður Jóhanna, kona
Sigþórs Bjömssonar, Hjörleifur, maður Þorgerðar Sveinbjörsdótt-
ur, Kristján Loftur, Marinó Jóhann sem er látinn, Sigrún Rósa, kona
Einars Amþórssonar og Sigtryggur Elinór, maður Sólveigar Krist-
jánsdóttur.
Ævistarf Kristínar var að stærstum hluta tengt börnum og heim-
ili. Hún var glaðlynd og afskaplega hlý í öllu viðmóti og fljót að
kynnast fólki. Hún vann þó einnig utan heimilis eftir að þau hjón
fluttu hingað til Dalvíkur og þá í fiskvinnu og einnig annaðist hún
skepnur þeirra að þó nokkru leyti á meðan þau höfðu búskap enda
Jóhann oft til sjós.
1975 fluttu þau Kristín og Jóhann í Hruna, Karlsbraut 1, þar sem
að þau áttu heimili æ síðan, ásamt sonum sínum Kristjáni og Mar-
inó þar til hann lést. Og þangað heim komu margir ættingjar og vin-
ir enda fjölskyldan stór, barnabömin orðin 18 og bamabamabömin
20 og eitt bamabamabamabam.
Kristín og Jóhann fengu bæði dvöl á Hornbrekku, heimili aldr-
aðra í Ólafsfirði, árið 1990, þar sem þau dvöldu til dauðadags. Jó-
hann lést 27. febrúar 1991 90 ára á aldri en Kristín lést þar 7. febr-
úar s.l. á 88 aldursári.
Kristín var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 8. febrúar.
Eins og fram kom í fréttahorni
síðustu Norðurslóðar lítur ekki
út fyrir að bátar hefji rækjuveiðar
fyrr en kemur fram á vorið. Hrá-
efnisöflun fyrir rækjuvinnslu SFD
hefur því verið óviss og fryst hrá-
efni sem unnið hefur verið að und-
anfömu er takmarkað. Því hefur
SFD nú leigt Náttfara HF til út-
gerðar á rækju og hefur jafnframt
kannað möguleika á að kaupa það
skip með einum eða öðrum hætti.
Rætt er um í því sambandi að
stofnað verði sérstakt útgerðarfé-
lag til að gera skipið út. Samningar
um kaup á skipinu sem nú liggja
fyrir gera ráð fyrir að það kosti 215
milljónir króna. Með skipinu mun
fylgja 710 tonna þorskígildiskvóti
og um 100 tonna rækjukvóti. Dal-
víkurbær hefur fyrir sitt leyti sam-
þykkt að leggja fram 8,5 milljónir í
hlutafé annað hvort til aukningar í
SFD eða í nýtt fyrirtæki. Reiknað
er með að alls þurfi á tveimur
næstu árum 45 milljónir í eigið fé
til að kaupin gangi upp. Ljóst er að
nokkur fyrirtæki eru tilbúin að
leggja fram hlutafé til að af þessum
kaupum geti orðið.
Tíðarfarið að undanförnu hefur
lagst afskaplega misjafnt í
menn. Það er ekki síst snjóleysið
sem menn líta misjöfnum augum.
Margir gleðjast yfir snjóléttum
vetri en þó eru undantekningar þar
á. Það sem af er þessum vetri hafa
skíðalyftumar í fjallinu einungis
verið í gangi í tvo daga. Aðstaða
skíðafólks hefur alltaf verið að
batna. Nú síðast hefur verið reistur
myndarlegur skíðaskáli, en notkun
á mannvirkjunum hefur þó verið
að minnka. Ekki er það áhugaleysi
sem veldur heldur snjólausir vetur.
Mikill áhugi hefur komið í ljós
þegar snjórinn hefur sýnt sig og ár-
angur yngstu flokkanna héðan hef-
ur verið mjög góður á mótum sem
þau hafa tekið þátt í. Landsmót ís-
lands á að halda hér í byrjun apríl
ef snjórinn kemur. Eins og horfir í
dag er á því fullkominn vafi. Ekki
þarf að taka ákvörðun um að flytja
mótið annað alveg á næstunni svo
ekki er öll nótt úti enn.
Náttfari HF við bryggju á Dalvík.
Skíðaskálinn er risinn við neðri endann á lyftunni í Böggvisstaðafjalli. Hann
liefur hlotið nafnið Brekkusel og auk þess að þ.jóna skíðafólki verður
veitingasalurinn leigður út fyrir smærri sanikvæmi.
Snjóleysið mun íþyngja fjárhag
Skíðafélags Dalvíkur. Tekjur
þær sem félagið hefur haft úr að
spila koma fyrst og fremst af
sölustarfsemi á skíðasvæðinu, svo
sem lyftugjöldum. Nú eru tekjur
engar og í raun hafa verið mun
minni síðustu árin en í venjulegu
árferði. Þó Dalvíkurbær hafi staðið
myndarlega á bakvið félagið við
uppbyggingu liðinna ára hefur fé-
lagið sjálft staðið straum af tals-
verðum hluta kostnaðar. Ákveðið
er nú að framkvæmdum við skíða-
skálann verði að mestu lokið í vet-
ur og að lán verði tekið til að svo
megi verða. Ef landsmótið verður
mun koma sér vel að hafa skálann
svo til fullgerðan því hann skapar
þá tekjur. Hins vegar verður tekju-
leysið enn tilfinnanlegra ef ekkert
verður landsmótið og enginn
snjórinn.
MER ER SPURN
Nú þegar dalvískir hestamenn liafa
sest að til frambúðar frammi í
Hringsholti hefur umferð ríðandi
manna aukist til muna um þjóð-
veginn þar í grennd. Oft á tíðum
eru menn að þjálfa hesta sína þeg-
ar komið er brúnamyrkur jafnvel
með nokkra til reiðar í vegakantin-
um. Ekki þarfað fara mörgum orð-
um um það hver slysahœtta er
þessu samfara ekki síst þegar
menn og hestar eru illa eða alls-
endis vanbúnir endurskinsmerkj-
um sem allt of mikil brögð eru að.
Hafa margir hrelldir bílstjórar
haft samband við blaðið og kvart-
að undan „óupplýstum“ hesta-
mönnum ífleiri en einum skilningi.
Taki það til sín sem eiga.
Því beinum viðþeirri spurningu
til hlutaðeigandi hvort ekki standi
til að ráða bót á aðstöðu hesta-
manna til litreiða frá Holti og
beina umferðinni frá akveginum.
Við höfðurn samband við lngva
Baldvinsson á Bakka, fráfarandi
formann Hestamannafélagsins
Hrings og bárum þetta undir hann.
Ingvi sagðist hafa vakið máls á
þessu vandamáli á nýafstöðnum
aðalfundi hestamannafélagsins og
hefði þar komið fram eindreginn
vilji allra viðkomandi að bregðast
skjótt við því með fyrirbyggjandi
aðgerðum. Rætt var um að útvega
góð glitmerki sem mönnum yrði
skylt að bera og sömuleiðis merki
á hrossin. Einnig var talað um að
Fjárhagsáætlun Dalvíkur lögð fram
Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar
kom til fyrri umræðu í bæjar-
stjórn þann 18. febrúar s.l.
Heildarrekstrargjöld ársins
1992 eru áætluð 183.465 þús. kr.
á móti 177.033 árið 1991 og er
því um að ræða tæplega 4%
hækkun þessara gjalda milli ára.
Stærstu tekjuliðimir eru þrír,
þ.e. staðgreiðsla, aðstöðugjald og
fasteignaskattur og breytast álagn-
ingarreglur ekki frá fyrra ári. Þjón-
ustuframlag úr Jöfnunarsjóði sveit-
arfélaga er áætlað 5.000 kr. á íbúa.
Skatttekjur eru nú áætlaðar
155,4 millj. kr. á móti 150,6 millj.
króna við fjárhagsáætlun síðasta
árs. Þetta samsvarar um 3% hækk-
un. Tekjur af útsvörum og stað-
greiðslu em áætlaðar 95 milljónir.
Hækkun frá fyrra ári er tæp 6%.
Aðstöðugjöld em nú áætluð 29,5
millj. og lækka um rúm 9% frá
áætlun síðasta árs. Fasteignaskatt-
ur mun skila um 23,3 milljónum
króna og er það um 8% hækkun.
Skatttekjur pr. íbúa eru áætlaðar
103 þús. kr. og gjöld 76 þús. kr.
Áætlunin er í grófum dráttum
sambærileg við fjárhagsáætlun síð-
asta árs. Þó eru á nokkrar undan-
tekningar eins og gengur og sú
stærsta að fjármagnsgjöld lækka
um 10 milljónir milli áætlana. Fé-
lagsþjónustan eykur aftur á móti
umfang sitt um tæpar 7 milljónir.
Þegar litið er til þess hvaða
málaflokkar það eru sem taka til
sín stærstan hluta af um 180 millj-
ón króna útgjöldum þá skera sig úr
æskulýðs- og íþróttamál. Ráðgert
er að verja til þessara mála rúmum
47 milljónum króna og vega þar
þyngst 25 milljón króna útgjöld
vegna byggingu sundlaugar. Ætl-
unin er að sundlaugarbygging
verði hafin á þessu ári. Gert er ráð
fyrir lántökum hjá bæjarsjóði að
upphæð 18.503 þús. kr. og afborg-
anir lána eru áætlaðar um 11,3
milljónir. Á árinu 1991 voru ný lán
tekin nokkum veginn til jafns við
afborganir.
Síðari umræða í bæjarstjóm
verður að öllum líkindum þriðju-
daginn 3. mars nk.
menn væru ekki á þjóðveginum
með lítt tamin hross.
Ingvi sagði að rætt hefði verið
um að setja upp viðeigandi um-
ferðarmerki við veginn en einhver
áhöld eru um það á milli Vega-
gerðarinnar og Dalvíkurbæjar hvor
aðilinn eigi að borga.
Varðandi það atriði að bæta að-
stöðuna til útreiða sagði Ingvi að á
þessum árstíma væru sjaldnast aðr-
ar leiðir færar en þjóðvegurinn en
reyndar byggjum við svo vel að
hafa reiðgötu meðfram honum á
þessum slóðum. Vissulega eru til
ýmsir möguleikar fyrir skemmti-
legar reiðleiðir í Ytraholtslandi og
víðar en þær yrðu varla nothæfar
nema á sumrin. Hrossaumferð við
þjóðveginn og jafnvel á honum
yrði því áfram staðreynd. Flestir
þeir ökumenn sem um veginn fara
vissu af þessari hættu og ættu því
ekki síður en hestamenn að fara
varlega.
Norðurslóð þakkar Ingva grein-
argóð svör og tekur undir áskorun
til hestamanna að merkja sig og sín
hross í bak og fyrir með glitmerkj-
um og borðum. Það sama á raunar
við um ört stækkandi hóp
trimmara sem skokka sér til heilsu-
bótar á þjóðveginum í rökkrinu.
Og þá er aldrei ofbrýnt fyrir bíl-
stjórum að taka fullt tillit til þessar-
ar auknu umferðar manna og mál-
leysingja um veginn og fara vai-
lega.