Norðurslóð - 28.04.1992, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Samgöngur við ut-
anverðan Eyjafjörð
Eins og komið hefur fram, meðal annars í síðustu
tölublöðum Norðurslóðar er vaxandi áhugi fyrir
náinni samvinnu eða jafnvel sameiningu sveitarfé-
laga hér við utanverðan Eyjafjörð. Vissulega hafa
samstarfsverkefnum verið að fjölga og sem betur
fer jafnvel á öllu Eyjafjarðarsvæðinu. Sem dæmi
um slíkt hafa Akureyringar fallist á urðunarstað
fyrir sorp svo hægt verður nú að hafa sorpeyðingu
undir einum hatti fyrir allan Eyjafjörð. Þetta er
sérstakt fagnaðarefni fyrir Dalvíkinga því sorp-
brennslan sem hér hefur verið fyrir utanverðan
fjörðinn hefur satt best að segja verið blettur á ann-
ars fögru umhverfi. Þannig munum við sjá góðan
og ánægjulegan árangur af auknu samstarfi.
Bæjarstjórnir Dalvíkur og Ólafsfjarðar hafa nú
samþykkt sameiginlega tillögu hafnarsjórna beggja
staðanna þess efnis að sameina hafnarsjóðina í
einn. Reiknað er með að sameiningin muni koma til
framkvæmda um næstu áramót. Hér er um afar
merkilegt samkomulag tveggja sveitarfélaga að
ræða. Samvinna af þessu tagi gerir allt uppbygg-
ingarstarf markvissara og getur sérstaklega á sviði
samgangna verið lyftistöng fyrir þetta svæði. Góð-
ar og traustar samgöngur eru lykill að framförum í
dag. Breytingar á þessu sviði hafa verið mjög örar á
undanförnum árum.
Með tilkomu gáma fyrir um ártug síðan við
flutninga með skipum gjörbreyttust allar aðstæður.
Flutningaskipin eru fljótar afgreidd í hverri höfn
og auðveldara er að safna flutningi saman á fáa
staði svo skipin þurfa ekki að koma eins víða við og
áður. Með tilkomu jarðganga í gegnum Múlann eru
samgöngur við Ólafsfjörð orðnar mjög góðar og
eðlilegt er að það sé nýtt til hagræðis á öllum svið-
um. Með breyttri flutningatækni í sjóflutningum
hefur Dalvíkurhöfn orðið megin útskipunarhöfn
við Eyjafjörð og sýnilegt er að þessi þróun á eftir að
festast enn frekar í sessi við sameiningu hafna hér á
svæðinu.
Þær breytingar sem hér hafa verið raktar hafa
orðið Dalvíkurhöfn í vil og vafalaust telja nágrann-
ar að það sé á kostnað þeirra. Þegar hafnirnar hafa
verið sameinaðar skiptir ekki máli hvar útskipun á
sér stað svo landfræðilegar eða tæknilegar forsend-
ur fyrir breytingum skipta ekki máli héðan í frá.
Það sem fyrst og fremst skiptir máli er að ná inn á
svæðið þeim umsvifum sem möguleikar standa til.
Samvinna sem nú hefur verið ákveðin mun efla allt
svæðið og það verður ekki á kostnað neins heldur
til hagsbóta fyrir alla. Það hníga mörg rök til þess
að láta ekki hér staðar numið. Eðlilegt er að skoða
sem fyrst ávinning af sameiningu hafnanna á Ár-
skógsströnd og Hrísey við hinar sameinuðu hafnir
Dalvíkinga og Ólafsfirðinga.
I raun og veru þarf að huga að því hvernig best
verður við komið almennigssamgöngum hér við ut-
anverðan Eyjafjörð. Þetta svæði er í hugum fólks
að verða eining í atvinnu- og þjónustulegu tilliti. Þó
fjarlægðir milli byggðakjarna séu ekki miklar er
rétt að skipuleggja almenningsvagnaþjónustu og
tengja hana við ferjuferðir þannig að menn geti
búið á einum stað en stundað vinnu eða atvinnu-
rekstur á öðrum. Sveitarfélagamörkin verða að
hverfa úr hugum fólks þó ekki sé enn búið að ryðja
þeim burtu með sameiningu sveitarfélaganna.
J.A.
Elsti hlutinn af Þinghúsinu á Grund á aldarafmæli um þessar mundir.
„Ég lít í anda liðna tíðu
Sigvaldi Gunnlaugsson í Hofsárkoti rifjar
upp endurminningar sem tengjast
Pinghúsinu á Grund en það verður
100 ára í vor - Fyrri hluti
Það er sólbjartur dagur seint í júní-
mánuði árið 1927. Það höfðu verið
einmuna hlýindi undanfarið, Dal-
sáin í fullum vexti og því óhægt að
komast yfir hana. Enginn vegur
var kominn austanmegin í dalnum,
engin brú hjá Argerði og því ekki
auðhlaupið að því að komast til
Dalvíkur. Kotið var orðið bjargar-
lítið og því mikil þörf á að afla
nýrra vista.
Því var gripið til þess ráðs að
senda mig til Dalvíkur með Skjóna
gamla undir reiðingi. Skyldi ég
fara fram á báðar brýr og ofan í
Steindyr, fá þar lánaðan vagn til að
setja aftan í Skjóna og fara þannig
til Dalvíkur.
Allt gekk þetta eins og áætlað
var. Ég rölti með Skjóna í togi í
vorblíðunni fyrirhugaða leið yfir í
Steindyr, fékk lánaðan vagninn, og
auðvitað aktygi með, spennti
Skjóna fyrir og ók af stað eftir hin-
um nýja vegi, sem kominn var
þetta langt frameftir. Nú gat ég
tyllt mér á vagninn og látið fara vel
um mig eftir því sem um gat verið
að ræða á slíku farartæki.
Sól skein í heiði og hitamóska í
lofti. Skjóni réð ferðinni og fór sér
hægt. Því gat ég á þessu ferðalagi
til Dalvikur virt fyrir mér bæi og
búskaparhætti á þeim. í huga mín-
um mótaðist mynd af fólkinu sem
þama bjó og flestu af því, sent ég
hafði heyrt og séð af störfum þess
og áhugamálum.
Það sem hér fer á eftir eru hug-
leiðingar mínar og minningabrot
tengd Þinghúsinu á Grund, sem
rifjuðust upp fyrir mér þegar eg fór
framhjá þennan júnídag árið 1927.
Og það kemur á daginn þegar ég lít
yfir þessar minningar, nú 65 árum
síðar, að á þessu ári, eða nánar til-
tekið í apríl, er þinghúsið á Grund
100 ára, því vissulega er þetta hús
sem reist var frammi á Tungum
árið 1892 sama húsið og staðið
hefur hjá Grund rúm 80 ár.
Þá er nafnið á hreppnum
„Svarfaðardalshreppur“ ennfrem-
ur 100 ára í þessum sama mánuði,
hét áður Vallahreppur. Þessa er
gaman að minnast nú. Og það leið-
ir hugann að því að þessu húsi sem
þjónað hefur hreppsbúum í svo
langan tíma, ætti að halda við og
varðveita á þessum stað.
Brátt blasti við mér neðan vegar
Þinghúsið á Grund - bárujáms-
klætt timburhús á steyptum, nokk-
uð háum grunni, ekki stórt af þing-
húsi og samkomustað hreppsins að
vera. En mér fannst á þessum árum
þetta hús stórt og virðulegt. í upp-
hafi var þetta hús byggt frammi á
Tungum, á Ytra-Tungukoti en þar
var lítið býli fyrir löngu síðan. Það
mun hafa verið byrjað á byggingu
hússins haustið 1891 og unnið að
smíði þess um veturinn. I dagbók
sinni segir Jóhann Jónsson á Ytra-
Hvarfi 9. maí 1892: „í dag var
haldinn fyrsti fundurinn í nýja
þinghúsinu á Ytra-Tungukoti“, og
síðar: „28. maí þingaði Klemenz
sýslumaður hér í fyrsta sinn ... líka
er hið fyrsta manntalsþing háð í
hinu nýja þinghúsi á Ytra-Tungu-
koti og breytist hér með nafn
hreppsins með því að nú er þing-
staður fluttur frá Völlum á tunguna
og nefnist nú Svarfaðardalshrepp-
ur“.
Þama á Tungunum stóð svo
þetta hús og var notað sem þing-
staður hreppsins og samkomustað-
ur fyrir hreppsbúa næstu 17 árin.
En árið 1912 er það tekið upp og
flutt ofan að Grund þar sem það
hefur staðið síðan. Mun mönnum
niður í sveitinni hafa þótt óhentugt
að hafa húsið frammi á Tungum.
Tveir staðir munu hafa komið til
greina þegar ákveða átti hvert hús-
ið skyldi flutt. Annar staðurinn var
einhvers staðar neðan við Hofsá en
hinn hjá Grund, þar sem því var
svo valinn staður. Mun hafa ráðið
miklu um staðarvalið að þá var
hafin bygging nýs vegar frá Dalvík
fram Vesturkjáíka og þótt heppi-
legra að hafa Þinghúsið nálægt
hinum nýja vegi.
Árið 1895, meðan húsið stóð á
Ytra-Tungukoti, var settur þar á
svið fyrsti sjónleikur sem leikinn
var hér í sveit. Var það „Gestkom-
an“ eftir Kristján Jónsson fjalla-
skáld. Mun leikrit þetta nú algjör-
lega glatað. Leikur þessi var leik-
inn þama í hinu nýbyggða Þing-
húsi í apríl 1895. Meðal annarra
léku í þessum leik Stefán Bjöms-
son í Hofsárkoti, sem lék aðalhlut-
verkið, húsbóndann, en Anna,
dóttir Stefáns, lék dóttur hans.
Anna var þá 21 árs. Þama léku líka
Tryggvi á Hvarfi, þá 14 ára, og
Gísli Jónsson á Hofi, þá til
heimilis á Syðra-Hvarfi, og margir
fleiri leikarar kornu við sögu.
Þessi sjónleikur var leikinn til
að safna fé til byggingar brúnna
yfir Skíðadalsá og Svarfaðardalsá,
sem smfði hófst á stuttu síðar.
Leiksýningamar munu hafa verið
vel sóttar og safnaðist nokkurt fé
til brúasmíðinnar.
Eftir að húsið var llutt niður á
Grundina var þar sama ár settur
bamaskóli sveitarinnar og gegndi
húsið því hlutverki um tugi ára eða
til ársins 1955 er nýtt húsnæði
leysti Þinghúsið af hólmi sem
skóli. Þrátt fyrir það að húsið
gegndi því hlutverki aðallega að
vera skóli var það sjaldan eða
aldrei kennt við skóla, heldur
ávallt nefnt Þinghúsið á Grund eða
bara á Grundinni.
Frá þessum stað á ég margar
endunninningar frá þeim árum er
ég stundaði þar bamaskólanám
sem tók vfir fjóra vetur frá 10 ára
aldri til 14 ára. Skólinn var í tveim
deildum og var kennt annan hvom
dag í hvorri deild. Við þurftum því
ekki í skólann nema annan hvor
dag - hinn daginn vorum við
heima og áttum að lesa og læra til
undirbúnings skóladeginum. Og
nú streyma fram í hugann minn-
ingamar og birtast eins og myndir
á tjaldi. Ein af annarri líða þær
gegnum hugann, suntar bjartar og
ljúfar, aðrar minna heillandi eins
og gengur. Þama í kringum húsið
lékum við okkur krakkamir í frí-
mínútum þegar veður var gott, fór-
um í slagbolta, hlupum í skarðið
og fórum í saltabrauðsleik og yfir
yfir húsið sem var ákaflega vin-
sælt. Ég sé í anda kennarann okk-
ar, Þórarin á Tjöm, standandi í
dyrunum að fylgjast með hópnum
og kalla síðan á okkur þegar frí-
mínútumar eru búnar og kennsla
skal hefjast á ný. Þá þusti hópurinn
allur inn í húsið og settist í gömlu
góðu sætin, púltin eins og þau vom
kölluð. Þetta voru lítil hallandi
borð með skúffu undir fyrir bækur
og ritföng og sætin föst við borðin.
Hvert þeirra var ætlað tveimur til
að sitja við. Ég man ekki betur en
þau væm öll jafnstór þessi borð.
Því voru þau sumum þeim litlu of
stór en hinum sem stærri voru full-
lítil. En yfir þessu var ekki kvart-
að, um annað var ekki að ræða.
Þau áttu ekki alltaf góða daga þessi
borð, því þegar samkomur voru í
húsinu eða dansleikir voru þau
eðlilega mjög fyrir. Þá voru þau
tekin og þeim hent út. Var þá ekki
alltaf farið um þau mjúkum hönd-
um Á þessu hnjaski öllu fóm þau
illa og vildu ganga af sér. Var þó
reynt að lagfæra þau eftir því sem
efni stóðu til.
Hér lýkur frásögn Sigvalda í
bili en áfram verður haldið í nœsta
tölublaði Norðurslóðar.