Norðurslóð - 26.05.1992, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 26.05.1992, Blaðsíða 2
2 _ NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Og enn er komið vor Þó kalt hafl blásið að undanförnu og heldur hráslagalegt verið um að litast heldur vorið hægt og örugglega innreið sína hingað á norðurslóð jarðkringlunnar. Farfuglarnir spyrja hvorki um veður, færð né flugsamgöngur þegar þeir hefja sig til flugs í ferðina miklu yfir hafíð hingað norður í sumarlöndin, svo er fyrir að þakka. A hverjum degi bætist kórnum sem flytur okkur hina undurljúfu endalausu hljómkviðu vorsins ný rödd. Hægt og örugglega tekur gróðurinn við sér, grænka tún og laufgast tré. Lömbin fæð- ast, fískurinn gengur í árnar og mannskepnan snýr sér að vorverkum af margvíslegum toga. Þannig er hin undur- samlega, óumbreytanlega hringrás lífsins. Þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það verða. Þannig eru lög- mál náttúrunnar og þeim fær enginn mannlegur máttur breytt. Eða þannig freistumst við til að líta á málið. En er það ekki svo? Fær nokkur mannlegur máttur breytt þeim lögmálum náttúrunnar sem ríkt hafa á jörð- inni frá því löngu áður en mannskepnan varð til? Jú, því er nú verr og miður. Hinn mannlegi máttur get- ur auðveldlega kollvarpað náttúrulögmálunum, raskað vistkerfínu og truflað hringrás náttúrunnar, ekki bara á afmörkuðum svæðum heldur á allri jarðkringlunni. Og það sem verra er: Hinn mannlegi máttur er stöðugt að kollvarpa náttúrulögmálum, umturna vistkerfi og breyta náttúrufari heilia heimshluta. Hinn mannlegi máttur hefur þannig borið hina mannlegu skynsemi ofurliði og þá tekur vitfírringin stjórnina. Gróðahyggja nútímamannsins veg- ur jafnan þyngra en skynsemin í umgengni við náttúruna. Það virðist vera hið eina náttúrulögmál sem ekkert fær kollvarpað. Stöðugt berast okkur nýjar fréttir af voðaverkum sem framin hafa verið á lífríki jarðarinnar í nafni framfara og framþróunar menningarinnar. I rústum hinna föllnu Sov- étríkja er víða að fínna stór landsvæði óbyggileg með öllu vegna geislamengunar eða iðnaðarmengunar af ýmsu tagi. I stórum iðnaðarborgum býr mikill hluti íbúa við varan- legt heilsutjón þar sem loft og jörð er mettuð eitruðum iðn- aðarúrgangi. Stöðuvötn hafa verið þurrkuð upp og stór- fljótum veitt burt með þeim afleiðingum að vistkerfíð hef- ur hrunið til grunna á víðáttumiklum landsvæðum. Og út um allan heim er sömuleiðis hvarvetna að fínna skelfílegan vitnisburð þess er virfírring gróðahyggjunnar ber mann- lega skynsemi ofurliði. Hratt og örugglega saxast á regn- skógana; lungu heimsins. Skógar eyðast og vötn verða ör- dauða af völdum súrs regns. Gróðurhúsaáhrif eru ekki lengur vangaveltur vísindamanna heldur skelfíleg ógn. Þynning ósonlagsins er sömuleiðis óumdeilanleg staðreynd og í undirdjúpum hafsins tifa tímasprengjur eiturgass og geislaúrgangs í ryðguðum tunnum sem mannleg snilligáfa kann engin ráð til að fjarlægja. Jú, svo sannarlega er mannskepnan þess megnug að kollvarpa náttúrulögmálum. Hún er þess megnug að eyða öllu lífí á jörðinni í einni svipan ef svo ber undir. Þetta eru þær ógnvekjandi staðreyndir sem enginn má loka augunum fyrir og öllum ber skylda til að láta til sín taka. Vissulega getum við hvert og eitt lagt fram okkar skerf til að bæta náttúrunni það tjón sem við öll berum á- byrgð á. I okkar nánasta umhverfí eru hvarvetna draugar sem kveða þarf niður. í samanburði við þá skelfilegu ógn- valda sem áður er lýst eru þeir e.t.v. lítilmótlegir en geta þó vaxið okkur yfir höfuð ef ekkert verður að gert. Víst hafa skref verið stigin í rétta átt og mætti eitt og annað tína til. Vitnar það allt um hugarfarsbreytingu sem lýtur að auk- inni virðingu fyrir umhverfínu. Slík hugarfarsbreyting er e.t.v. stærsta skrefíð í átt til bættrar umgengni við náttúr- una. Ef við gerum okkur grein fyrir því að náttúrulögmál- in eru ekki óbrjótandi, auðlindir jarðarinnar ekki ótæm- andi, að gangverk náttúrunnar er ekki eilífðarvél með á- byrgðarskírteini frá framleiðanda, að raddir vorsins geta þagnað... þá höfum við e.t.v. stigið örlagaríkasta skrefið í átt til bjartari framtíðar. Hj.Hj. Horft til baka um hálfa öld Þáttur VI Þar var komið sögu í Bretlands- minningum undirritaðs frá stríðsárunum, að hann hefur kvatt Skotland með trega- blöndnum feginleika og er að stíga upp í lest, sem flytur hann frá London til Cambridge, þar sem hann ætlar að sækja nám- skeið í búfjársæðingum. Það er kvöld í ágústlok „og nærri aldimmt á kvöldunum þeim“ eins og segir í harmþrungnu lífs- reynslukvæði, alkunnu. Um það bil sem lestin er að leggja af stað gefa sírenur merki um loftárás. Ut um lestarglugga sjást leitandi geislar ljóskastaranna á jörðu niðri fikra sig áfram um svart himin- hvolfið. Allt í einu sést eitthvert silfurlitað flygildi í einum geislan- um, svona rétt eins og mölfluga, finnst manni, og eftir örskamma stund eru 3-4 öðrum geislum beint á sömu veslings „fluguna" og á sömu stundu brestur á skothríð úr loftvamarbyssum í fjarska. Sam- stundis rykkist lestin af stað og heyrist hrópað: „Öllum gluggum lokað!“ Ekki veit ég, hver örlög biðu þessarar óvinavélar, sem lfk- lega hefur verið þarna í njósnar- flugi, en hræddur er ég um, að hún hafi ekki orðið langlíf. f Kambsbryggju Komið var fram yfir miðnætti þegar lestin nam staðar á brautar- stöðinni í útjaðri hinnar marg- frægu háskólaborgar, Cambridge. Skyldi nú Nordal vera mættur, eins og hann hafði heitið? Jú, ekki brást það, þama stóð hann, ég þekkti hann frá því í Edinborg ári áður. Við heilsuðumst með virktum og gengum, minnir mig, með minn fá- tæklega farangur heim til Jóhann- esar þar sem mín beið herbergi. Borgin var ekki stór og fjarlægðir ekki miklar. Hún kvað hafa vaxið gríðarmikið síðan. Hér er ekki staður til að lýsa há- skólabænum með sínum fomfrægu kirkjum og skólabyggingum þar sem allt er þrungið minningum tengdum frægum sonum ensku þjóðarinnar, allt frá dimmustu kjallaraholum til gylltra tumspýra kirknanna. Og áin Cam, Kambsá, liðast lygn og letileg í gegnum miðja borg. Eg fékk að vita, að fátt væri um landa á þessum stað. Auk okkar tveggja sagði Jóhannes, að væri Lúðvík nokkur Ingvarsson, sýslu- maður Sunnmýlinga á Eskifirði og væri hann þar við vissar lögfræði- legar stúderingar sér til uppbygg- ingar, og reydist hann við kynn- inguna manna fróðastur og skemmtilegastur. Við höfðum mikið saman að sælda þessir þrír þær sex vikur eða svo, sem ég dvaldi á þessum stað. Jóhannes reyndist vel og tel ég mér til ávinnings að hafa kynnst þeim gáfaða manni og ósínkur var hann á að lána mér fé, en brátt tók mig að þrjóta skotsilfur og ég hafði alls ekki gert ráð fyrir svo langri og tekjulausri dvöl í Cambridge sem raun varð á og ngra styrkja að vænta framar. Eg sé í dagbókinni, að í septemberlok var ég orðinn honum stórskuldugur, að mér fannst. Það hafa líklega verið ein 30 sterlingspund (en eins og ég hef víst áður sagt þá var pundið pund á þessum árum en ekki ca. skild- ingur eins og það er nú). Það gat ég þó borgað fljótlega þegar ég fékk 50 punda ávísun frá foreldrum mínum. Þetta var ekki alvarlegt mál. Hitt var verra, að enn dróst, að sæðinganámskeiðið byrjaði. Það endaði reyndar með því, að það komst aldrei á neitt formlegt nám- skeið heldur var dýralæknir við Háskólann fenginn til að kenna okkur og æfa í tækninni þessum 3- 4 nemum, sem mættir vorum til þessa leiks. Aðstaða til kennslunn- ar var fengin á sláturhúsi í borgar- jaðrinum, en umhverfis Cam- bridge er nautgriparækt feykna- mikil. Þetta var svo sem viðunandi lausn á málinu. Jafnframt sótti ég nokkra fyrirlestra í búfjárrækt og erfðafræði hjá heimsfrægum pró- fessor og kynbótafræðingi við Há- skólann, dr. John Hammond. Hann heimsótti okkur hér á Tjöm mörg- um árum síðar í fylgd með dr. Halldóri Pálssyni. Nú var það alltaf ætlun mín að komast í starf á einhverri af þeim fáu sæðingastöðvum, sem teknar vom til starfa í Englandi þegar hér var komið þróunarsögunni. En þá þurfti ég að læra enn eitt nauðsyn- legt fag til að hafa einhverja von um ráðningu á slíkri stöð. Eg varð að læra að aka bíl! Ég var á 25. aldursári og hafði aldrei stýrt bíl. Að stýra reiðhjóli var það lengsta, sem ég hafði komist á tæknibraut- inni. Ég kom mér því á stutt nám- skeið í bílakstri, 7 tímar urðu það og það var auðvitað alls ekki nóg þjálfun. En það var alveg nóg fyrir pyngju mína og hún varð að ráða. Ut á þetta fékk ég bráðabirgðaöku- leyfi, einhverskonar stríðsfyrir- bæri, sem ætlast var til, að menn betrumbættu með prófi og full- gildu ökuskírteini að styrjöld lok- inni. En út á þetta fátæklega öku- leyfi fékk ég stöðu sem sæðinga- maður og ári síðar fékk ég út á það ósvikið ökuskírteini hjá lögregl- unni í Reykjavík og reglulega end- umýjun síðan. Ég hef oft stært mig af því síðan, að í Cambridge, há- borg fagurfræða og vísinda í breska heimsveldinu, þar sem „amrískir auðmannasynir og ind- verskir furstar" (sbr. Tómas Guð- mundsson) nema heimspeki eða hátæknivísindi, þar lærði ég hag- nýt fög: að aka bíl og sæða kýr. Leikmaður í sæðingum Mér var nú ekkert að vanbúnaði að gerast sæðingamaður, ef ein- hverstaðar væri starf að fá. I blaði sá ég auglýst eftir „lay insem- inator“ þ. e. leikmanni í sæðing- um, ekki dýralækni, til að vinna við nýstofnaða sæðingastöð í Ilm- inster í Somerset. Somerset, hvar var það nú aftur? jú, ég vissi það svona hér um bil, leist vel á og sendi umsvifalaust umsókn með vottorði og ineðmælum frá Cambridgeháskóla. Ég fékk svar- bréf um hæl. Þeir í Somerset vildu fá mig til viðtals. Það þótti mér hart, pyngjunnar vegna, en varð að sætta mig við það. Ég fór strax næsta dag í lest til London, fór í neðanjarðarbrautinni milli jám- brautarstöðva og síðan með ann- arri lest vestur til Someset. Þetta tók heilan dag. I Ilminster hitti ég yfirmenn sæðingastöðvarinnar, sem spurðu mig spjörunum úr og vildu sýni- lega vera alveg vissir um,að þessi sjaldgæfi útlendi fugl væri gjald- gengur í svona starf og fær um að snakka við bændakarlana í sveit- unum. Ég stóðst prófið og var ráð- inn til vors. Ég hafði aldrei hugsað mér lengri ráðningu. Á bakaleið kom ég til London um miðnætti í glaðatungsljósi og miklu frosti. Neðanjarðarbrautir voru lokaðar fyrir nóttina, en ég sá að verið var að fenna póstbíl og kofnst að því, að hann væri að fara með póstinn milli jámbrautar- stöðva, milli Paddington og Vict- oríustrætis stöðva, minnir mig. Ég bað um far, bílstjórinn var hinn Ijúfasti og við ókum gegnum þvera borgina, mannlaus strætin og allt baðað í tungsljósi, háhýsi og rústir, torg og trjágarðar. Á Victoríustöð varð ég að norpa í frostinu kaldur og syfjaður í fleiri klukkutíma uns lest fór af stað til Cambridge og áfram norður í land. Ég gleymi seint þessari næturferð. Til Cambridge kom ég um morguninn, flýtti mér „heim“, skreið í bólið mitt og svaf fram á kvöld. HEÞ Niðurlag í nœsta blaði. Höfundur á götu í háskólahveflnu í Cambridge, ungur og myndarlegur.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.