Norðurslóð - 26.05.1992, Qupperneq 4
4 — NORÐURSLÓÐ
/
„Eg lít í anda liðna tíðu
Sigvaldi Gunnlaugsson í Hofsárkoti rifjar
upp endurminningar sem tengjast
Þinghúsinu á Grund en það verður
100 ára á þessu vori - Seinni hluti
í aprílblaði Norðurslóðar var
fyrri hluti þessara minningar-
brota Sigvalda í Hofsárkoti.
Sagði þar frá tildrögum þess,
að hann var sendur til Dalvíkur
og fór niður Vesturkjálka af
því að ákveðið var að hann
fengi lánaðan vagn á Steindyr-
um til að halda áfram ferðinni
til Dalvíkur. Greinin endaði
þar sem Sigvaldi fer niður hjá
Þinghúsinu á Grund og verður
honum tilefni til upprifjunar
gamalla minninga.
Aður en höfundurinn fær
aftur orðið mun rétt að leið-
rétta það, sem stendur um ald-
ur hússins, þegar það var flutt,
og þingstaðurinn með, frá
Tungukoti niður að Grund.
Það var vorið 1912 svo húsið
hefur þá staðið á tvítugu, ekki
17 ára, eins og ranglega var
sagt. Biðjumst við velvirðingar
á þessu. Ritstj.
Ósköp fannst mér á þessum árum
þetta stórt hús. Kennslustofan sem
var nú mest allt húsið, fannst mér
heill geimur. I endanum að sunnan
voru tvær kompur. Önnur þeirra
var forstofa þar sem komið var inn
í húsið eftir að hafa farið upp fjór-
ar steintröppur sem voru utan við
dymar syðst á húsinu. Hin kompan
var vestan við forstofuna með inn-
gangi í salinn. Var hún mjög lítil
og hafði aðeins að geyma þau litlu
kennslugögn sem skólinn átti en
það var nú heldur fátæklegt, aðeins
einn aflangur kassi sem hýsti
nokkur landabréf og einhvert kort
af mannslíkamanum og myndir af
líffærum sem notuð voru við
kennslu þegar það átti við.
I þessu húsi fór fram, auk
kennslunnar, margskonar starf-
semi. Þar voru haldnir flestir ef
ekki allir fundir á vegum hreppsins
og annarra félaga sem störfuðu í
sveitinni auk þess fjölmargar sam-
komur af ýmsu tagi. Þar vom
haldnir dansleikir og leiksýningar
og var mikill áhugi ungs fólks í
sveitinni að vinna að þessum mál-
um - jafnan þó við frumstæð skil-
yrði. Bar á þessum árum, eins og
löngum síðar, mest á starfi Ung-
mennafélagsins Þorsteinn Svörf-
uður enda um þessar mundir mikið
af ungu fólki í sveitinni sem var
fullt af áhuga á starfsemi ung-
mennafélagsins og ólatt að leggja
krafta sína fram í þágu þess.
Kennarinn,
Þórarinn á Tjörn
Þegar hér var komið sögu er aðeins
um að ræða húsið sem llutt var
framan af Tungum. Þannig var það
meðan eg gekk í skólann þama og
þannig er það þetta ár 1927. Ennþá
stendur kennarinn okkar þama
hann Þórarinn Kristjánsson Eld-
jám á Tjöm mér ljóslifandi fyrir
sjónum. Þéttur á velli en þó léttur
upp á fótinn, því öll þessi ár, sem
hann kenndi á Þinghúsinu, sem
mun hafa verið milli þrjátíu og
Ijörutíu gekk hann á milli Tjarna'
og Þinghússins kvölds og morgna
sex daga vikunnar - líklega hátt á
þriðja kílómetra í ýmsum veðmm
og í misjöfnu færi. Eg sé hann fyr-
ir mér í anda þegar hann kemur inn
í húsið, býður góðan daginn, fer úr
frakkanum sem hann jafnan var í,
hengir hann upp og trefilinn sem
hann er með um hálsinn þegar eitt-
hvað er að veðri, sem oft er, heng-
ir hann utan á frakkann. Tekur síð-
an kaffiflöskuna sem hann er jafn-
an með í tösku sinni, setur hana
upp á krónuna á háum kolaofni
sem stendur í homi suðvestanmeg-
in í stofunni og kyntur er þegar
kalt er í veðri. Þeir taka þá oft tal
saman smástund Haraldur Stefáns-
son í Ytra-Garðshomi sem kemur í
Þinghúsið á morgnana og kveikir
upp í kolaofninum svo farið sé að
hlýna ofurlítið í húsinu þegar
krakkamir og kennarinn koma.
Hann sér líka um að halda húsinu
hreinu. Þetta starf vann Haraldur
lengst af þeim tíma sem eg gekk í
skólann. Það var kolageymsla und-
ir ytri enda hússins og hleri í
veggnum sent veit mót austri.
Þangað þurfti oft að sækja kol.
Mér fannst alltaf eitthvað óhugn-
anlegt við þessa kolageymslu,
dimma og svarta og forðaðist hana
eins og frekast eg gat. Þegar Þórar-
inn var búinn að losa sig við frakk-
ann og trefilinn og Haraldur hafði
kvatt, snéri hann sér að verkefni
dagsins. Hann byrjaði jafnan á því
að safna okkur krökkunum saman
og láta okkur syngja eitt eða tvö
eða jafnvel þrjú lög áður kennsla
hófst. Stóð hann þá gjama fyrir
framan hópinn sló taktinn með
penna eða blýanti og söng sjálfur
með. Enn man eg nokkur þessara
laga og texta sem hann lét okkur
syngja eins og t.d. „Úr augum stír-
ur strjúkið fljótt“ og „Inn milli
fjallanna hér á eg heima“ og svo
lét hann okkur oft syngja „Ó jesú
bróðið besti“. Eg minnist þess sér-
staklega að hann hafði það fyrir
venju að á síðasta tóninum sló
hann hendinni í sveig niður og
snéri sér við um leið og hann gekk
upp í kennarapúltið, þetta gamla
góða kennarapúlt sem ég hygg að
fylgt hafi skólanum á Grund með-
an hann starfaði á þeim stað. Oft
byrjaði hann kennsluna á stuttum
huglciðingum þar sem hann
áminnti nemendur sína um að
stunda heilbrigt lífemi, heiðra föð-
ur sinn og móður og bera virðingu
fyrir heimili sínu og fósturjörð.
Þórarinn Eldjárn bóndi og kennari Sigurjón Jónsson læknir í Árgerði.
á Tjörn.
Elsti hluti Þinghússins á Grundinni sem reistur var í Tungunum en fluttur á
Grundina árið 1912 og stendur þar enn.
Aldrei man eg eftir ólátum í tímum
hjá Þórami. Eg held að nemendur
hafi borið svo mikla virðingu fyrir
kennara sínum að þeir hafi ekki
viljað angra hann með ólátum í
kennslustundum. Hins vegar kom
fyrir að hann þurfti stöku sinnum
að stilla til friðar í frímínútum þeg-
ar áflogaglöðum unglingum bar
eitthvað á milli og vildu þá í hita
leiksins láta hendur skifta, en slíkt
kom nokkrum sinnum fyrir og var
þá sá ágreiningur jafnaður með
nokkrum vel völdum orðum frá
kennaranum, þannig að báðir aðil-
ar undu sæmilega við. Þórarinn
skrifaði mjög fallega og reglulega
ritHönd. Hann gaf nenendum sín-
um venjulega forskrift í forskrifta-
bækur sínar sem þau áttu svo að
æfa sig í að skrifa eftir - því þá var
bömum kennt að skrifa. Og það
orð lá að það hafi verið hægt að
þekkja nemendur Þórarins fram
eftir árum á skriftinni, svo vel
höfðu þau tamið sér að stæla rit-
hönd hans. I skriftarbækurnar
skrifaði hann venjulega vísur,
málshætti og sitthvað í þeim dúr.
Lærði eg nokkrar vísur er hann
skrifaði í skriftarbók mína. Þvi
miður eru allar þessar skriftarbæk-
ur glataðar núna.
Svarfdælsk fræði
í Munchen
Jóhann (Hans) Stötter og Thomas Háberle sérfræðingar í jarðfræði Trölla-
skagahálendisins. Þeir tluttu báðir erindi á ráðsefnunni í Munchen.
Allt frá því um 1960 hafa erlend-
ir háskólastúdentar og vísinda-
menn komið í rannsóknarferðir í
Svarfaðardal. Rannsóknir þess-
ar hafa verið af ýmsum toga og
inismerkilegar. Sumir hafa
rannsakað mannlífið í dalnum,
aðrir hafa skoðað gróðurfar,
sumir jarðfræði og enn aðrir
jökla. Öft hefur verið um að
ræða æfingarverkefni fyrir stúd-
enta sem hafa lítið fræðilegt
gildi. En einnig hafa verið gerð-
ar hávísindalegar rannsóknir,
einkum um almenna jarðfræði
og jöklafræði og skrifaðar um
það merkilegar greinar og jafn-
vel doktorsritgerðir. Það eru
einkum Bretar og Þjóðverjar
sem hafa stundað þessar rann-
sóknir og sumir þeirra hafa orð-
ið heimagangar í dalnum og
heimilisvinir víða.
Fyrir síðustu jól var mér boðið á
ráðstefnu sem haldin var /
Munchen í Þýskalandi. Þar var
saman kominn hópur manna frá
ýmsum löndum sem stundað hafa
rannsóknir á Islandi. Þama voru
auk Islendinga, Bretar, Irar, Þjóð-
verjar, Svisslendingar, Austurrík-
ismenn og Rússar. Fjölmörg erindi
voru flutt um rannsóknir víða um
land, mörg þeirra tengdust Svarf-
aðardal og Skíðadal og Trölla-
skagahálendinu.
Helsti skipuleggjandi ráðstefn-
unnar var Johann Stötter sem
mörgum Svarfdælingum er að
góðu kunnur. Sumar eftir sumar
hefur hann búið á Másstöðum með
fylgdarliði sínu og gert út á fjöll og
firnindi. A síðasta ári kom út bók
eftir hann hjá Háskólanum í
Munchen en það er doktorsritgerð
hans um rannsóknimar í dalnum.
Hún heitir Geomorphologische
und landschaftsgeschichtliche
Untersuchungen im Svarfaðardal-
ur-Skíðadalur, Tröllaskagi, N-Is-
land. Þetta útleggst á voru máli;
Rannsóknir á landmótun og lands-
lagssögu í Svarfaðardal og Skíða-
dal, Tröllaskaga, N-Islandi. A ráð-
stefnunni flutti Johann Stötter
mjög fróðlegan fyrirlestur sem
byggði á reynslu hans frá Svarfað-
ardal.
Thomas Haberle heitir maður
sem lengi dvaldi við rannsóknir í
Hörgárdal og fjalllendinu þar í
kring. Hann er nú kennari í Zurich
og talar mjög góða íslensku. Eindi
hans fjallaði um jarðsögu Hörgár-
dals, einkum um ísaldarlok í daln-
um.
Þriðja erindið sem fjallaði um
rannsóknir á Tröllaskaga var eftir
W.B. Whalley sem prófessor við
háskólann í Belfast á Norðurír-
Iandi. Það var um svokallaða
grjótjökla en þeir eru fremur sjald-
gæft náttúrufyrirbrigði sem þó er
algengt í háfjalladölum Trölla-
skaga. Þetta em jöklar sem þaktir
eru möl og grjóti þannig að lítið
sem ekkert sér í þá. Þeir líta úr eins
og hverjar aðrar stórgrýtisurðir en
undir henni er jökulís sem skríður
undan halla eins og skriðjökull.
Fjórða erindið var eftir C.J.
Caseldine sem margir Svarfdæl-
ingar þekkja en hann hefur
margoft dvalið í sveitinni. Hann er
háskólakennari í Exeter á
Englandi. Erindi hans fjallaði um
sérkennilega aldursgreiningarað-
ferð sem notuð er í jarðfræði og
fomleifafræði og byggir á mæling-
um á skófum og fléttum.
Nöfnin Svarfaðardalur og
Skíðadalur hljómuðu ekki einungis
í öðm hverju erindi á þessari fjöl-
þjóðaráðstefnu, ýmist með þýsk-
um, enskum eða norrænum hreim,
upp um alla veggi vom myndir og
kort úr sveitinni. A göngum Há-
skólans í Munchen virtist manni
sem nafli heimsins væri í þessunt
dölum norður á Tröllaskaga. Það
er að vísu ekki ný kenning í mínum
eyrunt, þetta mun vera skoðun
okkar Svarfdælinga almennt, en að
hún væri alþjóðleg og viðurkennd
vísindaleg staðreynd það hafði ég
ekki vitað fyrr. AH
Læknirinn,
Sigurjón í Árgerði
Enn var sá atburður þama í skólan-
um vetur hvem skömmu eftir
skólasetningu á haustin og vakti
töluverða eftirvæntingu. Það var
þegar Sigurjón læknir í Argerði
kom til að skoða krakkana. Þetta
var víst skylda, sem honum bar að
hlýða, það þurfti að ganga úr
skugga um, að börnin væru ekki
haldin næmum, smitandi sjúkdómi
eða væm með neina þá líkamlegu
galla, sem gerði þeim ófært að
sækja skólann.
Sigurjón kom ætíð ríðandi, um
önnur farartæki var ekki að ræða,
bílaöld var ekki gengin í garð. Sig-
urjón var meðalmaður á vöxt,
heldur grannholda með hökutopp
og eins og hann væri síjaplandi á
einhverju. Hann kom inn í skóla-
stofuna með læknistösku sína og
kom sér þar fyrir til að geta hafið
hina lögskipuðu skoðun. Við
krakkamir sátum inn í púltum okk-
ar með tilhlýðilegum hátíðleika-
svip því ekki dugði nú annað en að
haga sér skikkanlega gagnvart svo
háttsettum manni sem læknirinn
var. Hann þéraði okkur krakkana
og gagnvart slíku vissum við ekki
vel hvemig okkur bæri að bregðast
- öllu slíku óvön
Svo byrjaði skoðunin. Við vor-
um kölluð eitt og eitt í einu til
læknisins og hann hóf skoðunina,
sem var í því fólgin, að hann skip-
aði okkur að opna munninn og
kom með eitthvert áhald, sem hann
ýtti ofan á tunguna og sagði okkur