Norðurslóð - 26.05.1992, Side 5
NORÐURSLÓÐ —5
að gapa („Gaba, gaba meira“, var
hermt eftir honum því hann hafði
sterkan sunnlenskan málhreim).
Við rifum upp munninn eins og
við gátum svo sást ofan í kok. Að
munn- og hálsskoðun lokinni, lét
hann okkur horfa á spjald sem
hann hafði komið fyrir í hæfilegri
fjarlægð. A spjaldinu voru mis-
stórir stafir sem við áttum að lesa.
Þá kom hann með stækkunargler
og skoðaði vandlega í höfuð okk-
ar, hvort hann fyndi ekki neina
óværu eða merki þess, að hún
hefði verið þar nýlega (nit). Svo
komu nokkrar spumingar um
heilsufar okkar undanfarið.
Svo var þessu lokið okkur til
mikils léttis, Sigurjón tók tösku
sína og hvarf á braut og Þórarinn
tók aftur til við kennsluna. Aldrei
man ég eftir því þessa vetur, sem
ég var í skólanum, að nokkur þyrfti
að víkja úr skóla sökum sjúkdóma
eða neins, er væri svo alvarlegt, að
nokkrar sérstakar ráðstafanir þyrfti
að gera vegna þess.
Þama á Þinghúsinu liðu fjórir
vetur af æfi minni og þama fékk eg
næstum alla þá kennslu sem eg
hefi fengið um æfina fyrir utan
skóla lífsins sem eg hef gengið í
gegn um eins og allir aðrir menn
verða að gera og sem er þó líklega
lærdómsríkasti skóli sem maður
gengur í ef vel er nýttur og vel er
eftir tekið.
Kattarslagur
Eftir einu atviki man eg frá
bernsku minni í sambandi við þetta
hús og það er jafnframt fyrsta
minning mín frá þessum stað ég
gæti hafa verið svona 7 til 8 ára.
Það var haldinn svokallaður „katt-
arslagur“ eða skemmtun þar sem
eitt aðalatriðið var að slá köttinn úr
tunnunni. Var hengd upp tunna,
auðvitað úr tré, í gálga sem búinn
var til framan við húsið og var þá
venjulega hengdur dauður hrafn
innaní tunnuna. Svo var leikurinn í
því fólginn að krakkar og ungling-
ar gengu í hring og þegar þau fóru
fram hjá gálganum börðu þau í
tunnuna með barefli sem þau voru
með og sá eða sú sem brotið gat
tunnuna var hetja kvöldsins og
fékk einhver verðlaun. Eg hafði
fengið að fara á þessa skemmtun,
að sjálfsögðu með foreldrum mín-
um, við mikla tilhlökkun og eftir-
væntingu. Þama komu fram og
voru á sveimi kring um tunnuna
alskonar verur í sérkennilegum
búningum - álfar og allskyns ver-
ur bæði bjartar og dökkar. Sérstak-
lega man eg eftir karli einum stór-
um, loðnum og ferlegum. Hann
var klæddur í gæruskinn. Hann
hafði dimma og tröllslega rödd
gekk við stóran og gildan stafsem
hann lamdi fast niður í jörðina til
áherslu orðum sínum. Við þennan
karl var eg ákaflega hræddur - svo
mjög að mynd hans hefur ekki
horfið úr minni mínu síðan. Norð-
an við Þinghúsið minnir mig að
væri skúr með dyrum vestan á. Eft-
ir kattarslaginn var eg á rjátli utan
við dymar á þessum skúr og sá eg
þá þar inni búninginn af hinum
ljóta karli og fannst mér hann lægi
þama og gæti þá og þegar sprottið
upp. Var því best að forða sér sem
skjótast frá þessum stað. Það hefur
líka komist inn hjá mér að á þess-
ari samkomu hafi tveir synir sr.
Stefáns á Völlum, Sæmundur og
Kristinn, verið eins og stráka er oft
háttur að príla uppi á þaki á fyr-
nefndum skúr. Datt þá annar þeirra
ofan af þakinu á frosna jörð og fót-
brotnaði. Eg man eftir miklu
fjaðrafoki og umstangi í sambandi
við þetta - mér finnst þetta hafa
verið Sæmundur.
Allar þessar minningar frá
Þinghúsinu á Grund og um skól-
ann þar hafa farið gegn um hug
minn á nokkrum mínútum og
skemmri tíma en tekur að segja frá
- og áfram er ferðinni haldið og
nýjar myndir fara gegn um hugann
frá nýjum stöðum sem fyrir augu
ber.
Sparis j óður Svarfdæla
Peningar eru afl þeirra hluta
sem gera skal
Sparisjóðurinn er viðskiptalífsins
sem dælir blóði
fjármagnsins
um æðakerfi
samfélagsins
Geymið sparifé ykkar á heimaslóð
skiptið við Sparisjóð Svarfdæla
Dalvík ® 61600
A
Svarfdælabúð Dalvík
Garðverkfæri:
í kjötborðinu:
Allt í
helgarmatinn
Akríldúkur, jarðvegsdúkur
Áburður í 5 og 10 kg pokum
Kálkorn, trjákorn, graskorn,
blákorn, skeljakalk,
mosaeyðlr
Tilboð
A.E.G. Ryksugur
A.E.G. Eldavélasett
Bygginga vörudeild