Norðurslóð - 30.06.1992, Page 3
NORÐURSLOÐ —3
Horft
Sólarríka Somerset
Somersethérað er ca. 200 km. vest-
an við London. Að norðan nær það
að strönd Bristolflóa en sunnanvið
eru héruðin Dorset og Devon, sem
liggja að hafinu. Engar stórar
borgir eru í héraðinu. Helst mætti
nefna Taunton í rniðju héraði,
bráðsnotra ,.landsbyggðar"-borg
og Bridgewater (Brúará) iitlu
norðar.
Margir telja Somerset fegursta
hérað Englands og sjálfur trúi ég
því fyllilega, þó að ég hafi ekki,
því miður, haft tækifæri til að
skoða þau öll, ekki ennþá. Veður-
far er ágætt, vetur mildir, sjaldan
snjór og sumur sólrík. Héraðsbúar
eru nriklir „föðurlandsvinir”. Oft
heyri maður þetta slagorð. sem er
víst tekið úr ijóði einhvers sveita-
skáldsins:
Oh, thou sunnie Somerset
Where tlie cider-apples grow.
O, þú sólríka Somersetlþar seni
víneplin va.xa. Þetta með víneplin
og eplavínið, sem úr þeim er unn-
ið, er ekki oröin tóm, svo sem síð-
ar mun sagt verða.
Nautastöð mjólkurfélagsins var
og er enn, í smábænum Ilminster,
ég fékk herbergi hjá gömlum
mæðgum (mér fannst þær vera
jafnöldrur) í nágrannabænum
Chard og lítinn bíl fékk ég til um-
ráða til milliferða og við sæðing-
arnar. Og svo hófst starfið.
Ekki þarf að útskýra þessi mál
fyrir nútímafólki. þetta eru svo
hversdagslegir hlutir, að sæða kýr
og kindur. En þá var öldin önnur,
ég sagði mæðgunum, að ég ynni á
búfjárræktarstöðinni í llminster.
sem satt var. Ekki fyrr en um jól
sagði ég þeim frá eðli starfsins,
tæknifrjóvgun. Alveg voru þær
dolfallnar, tæknifrjóvgun, hver
ósköp voru nú það? En ekki létu
þær mig samt gjalda starfsins og
um vorið kvöddumst við með tár-
um ég og frú Long og frú Go-
lesworthy, rétt eins og við frú Gal-
braith í Edinborg vorið áður.
Þessi vetur, 1944-45, er mér
minnisstæður, lfklega skemmtileg-
asta árið mitt í Bretlandi. Eg
kynntist þessum hluta Bretlands
afskaplega vel og lærði á furðu-
skömnium tíma að rata heim á bæ-
ina til allra þeirra hundraða bænda,
sem skiptu við sæðingastöðina.
Sumir urðu brátt vinir mínir.
„Konidu út í skemmu, ég ætla að
sýna þer svolítið” sögðu þeir
gjarnan að afloknu embættisverki.
Þá vissi ég hvað klukkan sló,
cídergerð, sem löglegt var, epla-
vínsbrugg að sveitarsið. Og það
brást ekki. úti í skemmuhomi var
eplapressan: Það var trépallur fet
frá gólfi eða svo, ofan á honum lag
af vel hreinum hveitihálmi, þar of-
aná lag af söxuðum eplum, þá ann-
að hálmlag, þá annað lag epla-
mauk o.s.frv. ein 10 lög af hvoru.
Ofaná öllu saman var svo lokið og
skrúfupressa ein mikil, sem var
skrúfuð niður nokkrum sinnum á
dag eftir því sem hálm- og epla-
massinn féll saman. Út úr túðu á
neðstapalli draup mjöðurinn ofan í
kerald í gólfinu.
Þama inn dró nú bóndi gestii.n,
alls ekki nauðugan. seildist eftir
ausu og glasi, fyllti ausuna í ker-
aldinu, helli í glasið og bar upp að
birtunni og rétti gesti. Þetta var
misjafn drukkur eins og gengur hjá
bruggurum; sumt veikt, annað
sterkt, sumt kristalstært, sumt tölu-
vert gruggugt - en alltaf vel þegið.
Það var virkilega gaman að aka
eftir bugðóttum sveitavegunum í
gegnum litlu þorpin með skrýtnu
nöfnunum. Eg man þau sum ennþá
ótrúlegt en satt: Buckland saint
til baka um hálfa öld
Lokaþáttur
Piccadillv Circus, miöpunktur Lundúnaborgar, þar sem allir straumar mætast.
Björn Th. Björnsson listfræðingur,
rithöfundur og vinsæll fyrirlesari.
Marie, Hinton saint George,
Combe saint Nicholas. Staðirnir
voru sem sé kenndir við dýrlinga
þá forna, sem kirkjurnar voru
helgaðar í katólskum sið.
Og stríðið dróst á langinn
Eg frétti aldrei af neinum löndum
mínum á þessum slóðum og talaði
þar aldrei íslenskt orð nema þegar
Jóhannes Nordal kom í heimsókn á
útmánuðum, ók með mér um sveit-
ir og gisti tvær nætur. Þá skrupp-
um við til Exeterborgar í Devon.
man ég. Jóhannes vildi m.a. sjá þá
frægu dómkirkju þar. Ég fór
reyndar til London tvisvar sinnuni
og var í sendiherraboði hjá Stefáni
Þorvarðarsyni sendiherra um jól-
in. Þar man ég, að ég hitti Ama
Björnsson, tónskáld, sem tilkynnti
mér, að hann væri náinn frændi
minn. En sleppum því.
Allan þennan vetur geysaði
Evrópustríðið. Hitler neitaði að
gefast upp. Það var Þjóðverjum
dýrt spaug. Allan tímann héldu
bandamenn uppi grimmilegum
loftárásum á þýskar borgir og
skipti engu þótt allir vissu. að þar
voru engin svokölluð hemaðarleg
skotmörk. Enda var það ekki
markmiðið. Það var að lokum fólk,
einkum konur og börn, sem
sprengjunum var miðað á. Það
kallast sálfræðileg skotmörk á fínu
máli. Mér var farið að ofbjóða.
Fólk var farið að skrifa lesenda-
dálkum blaðanna og láta í Ijós
áhyggjur og efasemdir.
í lok apríl var öllum sýnilegt, að
Þriðja ríkið var komið að fótum
fram. Það var aðeins spurning,
hvem daginn. Bretland bjó sig
undir sigurhátíð.
A heimleiö á togara í maí 1945.
Myndina tók Vigfús Þórðarson.
Ráðningartími minn var úti 5.
maí. Þá var aftur komið að skilnað-
arstund. Ég sá mikið eftir því að
yfirgefa Somerset. Vorið var í al-
gleymingi. blómaskrúð um hæð og
dal og almond-tréin meðfram Að-
alstræti Tauntonborgar í fegurst-
um blóma og angan þeirra ólýsan-
leg. En það verðuraldrei á allt kos-
ið.
Ég kvaddi því kóng og prest og
tók enn einu sinni lestina til
London og hélt beint heim til
Bjöms Th. vinar míns. Þar var þá
einnig gestkomandi títtnefndur Jó-
hannes Nordal. Þeir Björn voru
bekkjarbræður úr M.R. og til
Cambridge kom Björn í heimsókn
til bekkjarbróður síns haustið áður
meðan ég var þar.
Sjötti maí leið, sjöundi maí leið
og ekkert gerðist nema drepnar
nokkrar þúsundir hermanna og enn
fleiri óbreyttir borgarar í varnar-
lausum borgum Þýskalands. Það
dagaði að 8. degi maímánaðar
1945, ógleymanlegum degi í mín-
um huga og allra annarra í Bret-
landi og reyndar Evrópu allri. V-
dag kölluðu menn hann og átti V-
ið að merkja Victory = sigur.
Loksins, loksins gat útvarpið
flutt þau tíðindi, að Þjóðverjar
hefðu gefist upp skilyrðislaust.
Reyndar segir í sumum bókum, að
Evrópustyrjöldinni hafi lokið
formlega 9. maí. Það var nú samt
síðari hluta dags 8. maí, sem hin
óformlega sigurhátíð braust út í
Lundúnaborg svo allt ætlaði um
koll að keyra. Við fórum með
vagni niður í miðborgina, auk mín
voru það Jóhannes Nordal, Bjöm
Th. Björnsson og, ég held áreiðan-
lega, líka Sigfús Halldórsson, tón-
Jóhannes Nordal doktor í hagfræði
og félagsfræði, Seðlabankastjóri og
einn af mestu áhrifamönnum þjóð-
arinnar.
skáld, sem var góður kunningi
okkar. Götur miðborgarinnar voru
sneisafullar af fólki. Fylkingamar
slöguðu til og frá. Eina stundina
fylltist torgið fyrir framan Kon-
ungshöllina, Buckingham Palace,
og þúsundimar hrópuðu í kór (og
ég með ): „We want the King and
Queen and Princesses”. þ.e. „við
viljum fá kónginn, drottninguna og
prinsessurnar” aftur og aftur og
aftur. Seint og urn sfðir opnuðust
dyr og út á svalir kom kóngafólkið,
Georg konungur sjötti, Elísabet
drottning (nú „drottningarmóðir-
in" gamla) og dæturnar Elísabet,
nú drottning, og Margrét Rós.
Næsta kastið lagðist straumurinn í
átt að bústað forsætisráðherrans
við Downing stræti. Einnig þar
upphófust hrópin. „Við viljum fá
Winston” aftur og aftur. Viti
menn, dyr opnast, út á svalir kem-
ur Winston Churchill með vindil í
hægri hendi en þeirri vinstri heldur
hann upp og býr til V-ið með vísi-
fingri og löngutöng. Þá upphefjast
húrrahróp og söngur. Þvílíkur
söngur: „He is a jolly good fellow”
o.s.frv.
Mér er dagurinn býsna óljós í
minni. Smátt og smátt slitnuðum
við félagar hver frá öðrum og spil-
uðum á eigin spýtur eftir það. Éitt
man ég þó vel. Ég barst með
straumnum um Piccadilly Circus,
lítið, hringlaga torg þar sem marg-
ar frægar götur mætast. Þar stend-
ur einhver gyðjustytta á lágri súlu.
Er það kannske sjálf Britannía?
Styttan hafði verið fjarlægð í
stríðsbyrjun en súlan stóð eftir.
Þaðan heyrðust háreisti, hróp og
köll og læti. Þegar nær kom sá ég
hverskyns var. Ung stúlka hafði
komið sér upp á súluna og var nú í
óðaönn við að tína af sér spjarim-
ar, sem hún kastaði jafnt og þétt
niður þangað til hún stóð þarna
allsnakin á stallinum. Umsvifa-
laust byrjaði hún að dansa ein-
hvem þokkafullan dans, fannst
mér. En dýrðin stóð ekki lengi,
einhverjir, líklega vinir hennar,
klifruðu upp á stallinn seildust eft-
ir dansmeyjunni, drógu hana niður
og sveipuðu beran kvenmanninn í
kápu, en fengu litar þakkir fyrir.
Lýðurinn baulaði og blístraði og
lét öllum látum nema góðum. Ekk-
ert stoðaði það, mærin var horfin
og kom ekki aftur þrátt fyrir klapp
og köll.
Mikið var um fána á stöngum,
sem flokkar báru fyrir sér, lílkega
til að geta betur haldið hópinn. Það
voru menn og konur úr ýmsum
herdeildum og hópar útlendinga,
Frakkar, Pólverjar o.s.frv.
Og þama blakti norski fáninn
og kringunt hann hópur Norð-
manna, það leyndi sérekki, flestir í
úníformi. Það leið að kvöldi og
það leið fram undir nótt. En livað
um það, vomóttin var hlý og besta
veður. Undir nóttina slangraði ég
með þúsundum annarra inn í Hyde
Park, stóra opna svæðið í miðborg-
inni. Þar sá ég aftur norska fánann
og hóp fólks sitjandi um kring í
grasinu. Þangað stefndi ég og
heilsaöi upp á fólk á minni bestu
norsku. Og hver ert þú? spurðu
Norðmenn. Ég sagði sem var og
urðu þá miklir fagnaðarfundir. Is-
lendingur, nú þá ertu 1 íka Norð-
maður, sögðu þeir, og ég var um-
svifalaust tekinn í þeirra lið og
m.a.s. gefið að borða, því þeir áttu
nesti, en ég ekkert. Það var líka
útilokað að komast „heim”, allir
sporvagnar löngu hættir að ganga.
Það var heldur engin neyð að
liggja úti í mjúku grasinu með
kápuna fyrir kodda og himininn
fyrir yfirsæng. Fólk hjúfraði sig
saman og við sváfum þar til birti
að degi.
Home, sweet home
- Heima er ávallt best
Þetta var ævintýri, sem menn lifa
ekki nema einusinni á ævinni, og
flestir aldrei, sem betur fer. Ég hef
oft ætlað mér að skrá niður minn-
ingar mínar af þessum heimssögu-
legu atburðum, en aldrei orðið af -
fyrr en nú. Og þá finn ég, að flestir
smærri drættir eru horfnir mér úr
minni. Kannske koma þeir aftur
upp á yfirborðið - þegar ég er
genginn í bamdóm. En þá verð ég
líklega hættur að geta skrifað. Svo
þetta verður að duga.
Ég átti pantað far heim með ein-
hverjum togara. En þó ég ætti lífið
að leysa get ég ekki munað hver
hann var. Og heldur get ég ekki
munað hvort heldur ég fór til
Grimsby eða Hull til að ná þessu
skipi. Þar kynntist ég aftur venju-
legum Islendingum og lfkaði vel.
Ungur háseti á skipinu hét Vigfús
Þórðarson. Við urðum vinir og
hann tók af mér meðfylgjandi
mynd og sendi mér síðar hingað
heim.
Ég sté á land í Reykjavík eld-
snemma morguns 17. maí 1945.
Ég vissi, að það var þjóðhátíðar-
dagur Norðmanna og nú var hann
sannarlegur hátíðardagur fremur
en nokkru sinni fyrr eða síðar þvf
þá kom Hákon konungur siglandi
heim úr útlegð sinni á Bretlands-
eyjum. Hitt vissi ég ekki, að hann
yrði líka brúðkaupsdagur minn
þremur árum síðar. En það er
önnur saga.
Tjörn, II. maí 1992.
Hjörtur E. Pórarinsson