Norðurslóð - 30.06.1992, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 30.06.1992, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ Heiðbjört Harpa Sigursteinsdóttir Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar, er Ijóð, sent himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið hlónt, sent Ijósinu safnar, er Ijóð unt kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sent lífinu fagnar, er Ijóð við sönginn, sent aldrei þagnar. Davíð Stefánsson Lítil stjama skín og hrapar. Þetta finnst mér nú hafa gerst þegar við kveðjum einn nemanda Húsa- bakkaskóla hinsta sinni. Eg óttast að oft gleymist að þakka og meta góða heilsu lítils barns sem fæðist í þennan heim. Fædd 13. júní 1978 -Dáin 17. júní 1992 alla tíð og vissi aldrei hvað það var að geta hlaupið áhyggjulaus í leik eins og aðrir krakkar. Hún þekkti sín takmörk og sagði aldrei æðru- orð. - Þess vegna var hún hetja. Harpa var góður nemandi í skólanum sínum. Hún var skapgóð og ljúf og lagði sig alla fram. Hún hafði gaman af að segja frá ýmsu sem hún hafði gert heima með fjöl- skyldunni og kunni að gleðjast yfir hinu smáa. Þó að hún gæti ekki hlaupið með féögunum fann hún ýmislegt til að una sér við. Hún var í tónlistarskóla og æfði sig á píanó. Hún kunni líka mörg spil, vareftir- tektarsöm og minnug og hafði því oft betur en andstæðingurinn í spilamennskunni. Seinni part síðasta vetrar bjó eftirvænting í huga Hörpu. Hún Við lítum á hana sem sjálfsagða og eðlilega vöggugjöf almættisins. Og við sem höfum verið heilbrigð eigum oft erfitt með að sætta okk- ur við takmörk sem óvænt veikindi eða slys setja okkur síðar á ævinni. Harpa hafði búið við heilsuleysi átti að fermast í vor og hlakkaði mikið til. Oft ræddum við um ferminguna og hvemig undirbún- ingnum miðaði. Svo rann dagurinn mikli upp þann 24. maí. Þegar ég heimsótti hana þennan dag sá ég hvað hún var ánægð og vissi að margar vonir hennar höfðu ræst, enda hafði fjölskylda hennar lagst á eitt til að gera henni daginn eftir- minnilegan. Nú þegar stjarna Hörpu skín í öðrum heimi þakka nemendur og starfsfólk Húsabakkaskóla henni samfylgdina og biðja henni guðs blessunar. Fjölskyldunni, sem annaðist Hörpu af alúð og ástríki alla tíð, vottum við samúð okkar. Helga Hauksdóttir Þórarinn á Bakka látinn Jón Þórarinn Jónsson hét hann fullu nafni en jafnan kallaður Þór- arinn eða einfaldlega Tóti, Tóti á Bakka. Hann var fæddur á Hær- ingsstöðum í Urðasókn 3. júní 1918, því rösklega 74 ára er hann var burtkallaður. Hann varð bráðkvaddur við vinnu sína í kirkjugarðinum á Tjöm, þar sem hann hafði unnið svo margan dag sem sjálfboðaliði við slátt og aðra hirðingu garðsins. Menn setur hljóða er einhver úr hópi samborgaranna fellur frá, einkum ef það gerist óvænt og snögglega. Mönnunt hnykkir við og finnst sem opið skarð hafi brotnað í þá skjaldborg, sem myndar samfélagið, hvort sem það er sveitarfélagið eða annar félags- skapur okkar mannanna. Við segj- um á því líkingamáli, sem tungan er svo auðug af, að það sé skarð fyrir skildi. Og því stærra sýnist okkur skarðið sem félagshópurinn er smærri. Þórarinn á Bakka er einn þeirra Svarfdælinga. sem skilur eftir skarð svo eftir er tekið. Þó var hann orðinn roskinn maður og hafði unnið fullkomið æfistarf. Hann var einstaklega félagssinnað- ur maður, eins og allir sveitungar hans geta borið vitni um. Hann var einhverntímann á ævinni í forystu- sveit nálega allra félaga eða sam- taka, sem eru til staðar í litlu hreppsfélagi í sveit á Isandi. Hér skulu aðeins nefnd ungmennafé- lag, búnaðarfélag, sveitarfélagið sjálft, og einnig fyrir þess hönd, seta í sýslunefndinni. A þeim vett- vangi var hann kosinn í „marka- dóm" sýslunnar og vann sem slík- ur við endurskoðun og útgáfu nýrr- ar markaskrár. Sem hreppsnefnd- armaður gegndi Þórarinn jafnan starfi fjallskilastjóra, sem ekki er alltaf létt á höndum. Ennfremur var hann áratugum saman annar af tveimur forðagæslumönnum Svarfaðardalshrepps. Öll störf Þórarins á Bakka ein- kenndust af frábærum dugnaði hans, skyldurækni og trúmennsku gagn- vart því, sent honum hafði verið falið á hendur. Sem betur fer eru margir slíkir góðir félagsþegnar bæði í sveit og við sjó, en meðal þeirra var hann vissulega í fremstu röð. Við þessu fátæklegu orð skal því aðeins bætt, að Þórarinn var einn allra dyggasti velgjörðarmað- ur sóknarkirkju sinnar og safnaðar Tjamarkirkju. Hérverðurengin til- raun gerð til að tíunda allt það ómælda starf sem hann hefur innt af hendi sent meðhjálpari, sóknar- nefndarmaður og óbreyttur liðs- Sparisjóður Svarfdæla sendir kveðju guðs og sína vinum og velunnurum nær ogfjær með óskum um betri tíð með blóm í haga og sæta langa sumardaga Sparisjóður Svarfdæla Dalvík ® 61600 maður fyrir kirkju og kirkjugarð síðan hann flutti í þá sókn. Seint verður það allt fullþakkað. Þórarinn kvæntist Kristínu Þórsdóttur á Bakka 6. júní 1949. Þau áttu hlut í búskap á Bakka fyrstu hjúskaparárin, en síðan bjuggu þau á Böggvisstöðum 1958-1960. Þá fluttu þau aftur í Bakka og bjuggu lengi í tvíbýli á móti Helgu Þórsdóttur og manni hennar, Ingva Baldvinssyni, þar til sonur þeirra, Ami Sigurður, tók við búskap þeirra fyrir fáum árurn. Börn Kristínar og Þórarins eru níu, systur tvær og synir sjö. Fjórir þeirra eru nú bændur í dalnum. Þann 25. júní eftir hádegið vann Þórarinn við slátt í kirkjugarðinum á Tjörn, sem hann sjálfur átti mest- an hlut í að slétta og fegra á síðast- liðnu sumri. Hann hné niður við vinnu sína og var þegar örendur. Algjörlega óvænt kom það ekki, hann hafði kennt hjartabilunar í nokkur ár. Sjálfsagt kemur nú mörgum í hug erindið alkunna og snjalla úr sálmi séra Hallgríms: Um dauðans óvissan tíma. Dauðinn ntá svo nteð sanni samlíkjast, þykir ntér, slyngum þeim sláttumanni, er slcer allt, hvaðfyrir er, grösin ogjurtir grœnar. glóandi hlómstrið frítt, reyr, stör sent rósir vænar, reiknar hann jafnfánýtt. Eg sendi Kristínu og öðrum að- standendum Þórarins á Bakka hug- heilar samúðarkveðjur. HEÞ Stökur mánað- arins Undirritaður hefur tekið að sér að stýra litlum fram- haldsþætti með ofanskráðu nafni hér í blaðinu. Þetta verður til reynslu fyrst um sinn. Ferskeytlur og fleiri afbrigði af lausavísum, er einhver sérkennilegasta og ramíslenskasta grein bók- mennta, sem ástunduð er hérlendis. Og enn er sú grein í fullum blóma, sem betur fer. Ekki er samt örgrannt um að æska landsins sé að fjarlægjasl þessa andans þjóðaríþrótt, sem vísnagerðin er. Tilgangur þessa þáttar er m. a. sá, að reyna að hamla gegn slíkri þróun, þó ekki sé nema í hinum fámenna lesendahring Norðurslóðar, með því að birta í hverju blaði svo sem þrjár góðar stökur. Þetta er gert í þeirri frómu von, að foreldrar og eldra fólk leggi blaðinu lið og bendi þeim ungu á stökur mánaðarins - og hjálpi þeim við að læra þær. Annars er málið tapað fyrirfram. Kannske við byrjum á að kveðast á. Við búum okkur til þá reglu, að vísa verður að byrja á þeim bókstaf, sem er byrjunarstafur í síðasta orði vísunnar næst á undan. Dætni: Komdu nú að kveðast á, kappinn, efþú getur. Láttu ganga Ijóðaskrá Ijóst í allan vetur. Það er þá V: Víða til þess vott ég fann þótt venjist tíðar hinu, að guð á ntargan gimstein þann, sent glóir í mannsorpinu Bólu-Hjálmar Og þá er það M: Man ég okkar jyrri fund forn þó ástin réni. Nú er eins og hundur httnd hitti á tófugreni. Vatnsenda-Rósa. Ef bam eða unglingur lærði nú þessar þrjár ágætu ferskeytl- ur þá væri það góð byrjun. Úr 10 blöðum ársins verða það 30 vísur og á þreinur árum hátt í 100 vísur. Að læra og kunna 100 vísurerekki mikið mál fyr- ir unga og næma heila. En það er þó hundrað sinnurn betra en að kunna svo sem ekki neitt. Jæja, næsta vísa á að byrja á T. HEÞ Framhald nœst. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúö viö andlát og jarðarför ástkærrar dótturdóttur okkar og dóttur Heiðbjartar Hörpu Sigursteinsdóttur Heiöbjört Jónsdóttir Gísli Porleifsson Laufey Björg Gísladóttir

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.